Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 13
EFTIR ÞVÍ SEM LÍÐURÁÆVI KYNSLÓÐAR MINNAR, SEM HEFURSÉÐ MEIRI BREYTINGARÁ FLESTUM SVIÐUM EN ÞÆR KYNSLÓÐIR, SEM Á UNDAN GENGU, UNDRAST ÉG ÞAÐÆ MEIR, HVERSU SÉRA FRIÐRIK VAR í MÖRGUM EFNUM LANGT Á UNDAN SAMTÍÐ SINNI. Annað áfall fékk efnishyggja 19. aldarinnar, þegar Werner Heisenberg, annar Nóbelsverðlaunamaður, höfundur óvissureglunnar, hafnaði beinhörðu orsakalögmáli hennar og taldi það skoðun sína, að afstaða vísindanna gagnvart hugtökum eins og „sál“ og „Guð“ hlyti að verða önnur en efnishyggjan. Þriðji frægi eðlisfræðingurinn, Sir Arthur Eddington, hélt því fram, að trúin á Guð væri ekki háð hverfulum niðurstöðum vísindanna, heldur dulrænni reynslu mannanna, sem verðskuldaði virðingu vísindanna, því að þau yrðu eins og hún að nota, og það í æ ríkara mæli, táknræn merki til skýringar á niðurstöðum sínum. Það er ekki lengur talin góð og gild vísindamennska að afneita trúarbrögðunum og gildi þeirra, þar sem frjáls hugsun er leyfð á annað borð. En þótt undarlegt megi virðast, hafa sálfræðingarnir verið seinir á sér að taka til rannsóknar trúarhvöt mannsins, félagshneigð, listræna hæfileika hans og dulræna reynslu. Dútl þeirra við vanabundin viðbrögð og skilorðsbundið hátterni manna, en þó einkum dýra, hefur seinkað mjög slíkum rannsóknum á tilfinninga- og hvatalífi, sem þó hafa stórkostlega praktíska þýðingu fyrir uppeldi, þjóðfélagsskipan og menningu yfirleitt. Einn núlifandi sálfræðingur, sem um þetta hefur ritað bók, segir svo um þessa stéttarbræður sína: „Fyrst týndu þeir sálinni, svo glötuðu þeir andanum, síðan misstu þeir meðvitundina og eftir varð aðeins einhver snefill hátternis." RÉTTSÝN TRÚ Af því litla, sem ég hef lesið um eða eftir fræga guðfræðinga um miðbik þessarar aldar, finnst mér trúarskoðanir séra Friðriks líkjast mest kenningum bræðranna Reinholds og Helmuths Niebuhr. í stað léttúðugrar bjartsýni frjálslyndu guðfræðinnar fyrr og nú hafa þeir lagt áherslu á sekt mannkynsins, á erfðasynd þess. Á síðustu árum hafa vonbrigðin yfir gangi heimsmálanna og ófullnægju velferðferðarríkisins vakið marga til dýpri hugsunar en áður, en áður, og hin þurra fræðsla skynseminnar virðist vera að glata því trausti, sem aldamótakynslóðin bar til hennar. Menn hafa ekki ræktað tilfinningalífið sem skyldi, né gefið því nægilegt stefnumið, og því hrekjast margir eins og áttavitalaust fley í kvíða, óróa og öryggisleysi, ekki sízt sú kynslóð, sem á að taka við arfi menningarinnar. Reinhold Niebuhr hefur sagt, að kristindómurinn verði ef til vill betur skilinn af skáldum og listamönnum, sem hafa tilfinningu fyrir því dramatiska og sögulega, heldur en af heimspekingum, vísindamönnumogjafnvelguðfræðingum. Séra Friðrik átti sem skáld ríka tilfinningu fyrir því dramatiska og sögulega, bæði í lífi einstaklingsins og mannkynsins, og áttavitalaus var hann ekki. Séra Friðrik var ekki sérlega lærður guðfræðingur og heldur ekki sérlegur mælskusnillingur, því að hann var stundum dálítið málstirður, og þó áhrifamikill predikari oft og tíðum. Hann sameinaði einlæga trú og praktisk tök á starfi sínu flestum öðrum fremur. Eftir því sem líður á ævi kynslóðar minnar, sem hefur séð meiri breytingar á flestum sviðum en þær kynslóðir, sem á undan gengu, undrast ég það æ meir, hversu séra Friðrik var í mörgum efnum langt á undan samtíð sinni. Hann var t.d. hafinn upp yfir skiptingu kirkjunnar í mismunandi deildir alllöngu áður en sú alkirkjuhreyfing, sem nú ryður sértil rúms, var almennt komin á dagskrá. Hann var ekki aldamótamaður, eins og það var vanalega túlkað. Hann tilheyrir jafnvel ekki fyrri hluta þessarar aldar, sem hann helgaði starfskrafta sína. Mér finnst hann að mörgu leyti eiga betur heima á síðari hluta hennar, en þá kynslóð, sem nú er að vaxa til vits og áhrifa, vantar tilfinnanlega leiðtoga á við hann. Læt ég svo lokið þessum minningum um kæran vin og ógleymanlegan mann. 'Höfundurinn, Páll V. G. Kolka, var læknir í Blönduóshéraði. 219. öld. Erindi þetta birtist einnig i Bókinni um séra Friðrik., útgefandi Skuggsjá, 1968. Millifyrirsagnir eru settar inn af ritstjóra Bjarma. bjarmi | apríl 2018 | 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.