Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 8
Miiming §éra Friðríks
Friðrikssonar á 150
ára afmælisári han§
SYNODUSERINDI FLUTT í ÚTVARP 21. JÚNÍ1968
PÁLLV. G. KOLKA, LÆKNIR
Flestir íslendingar hafa augum litið
myndastyttuna af séra Friðriki Friðrikssyni
við Lækjargötu, séð sitjandi öldung,
nokkuð lotinn í herðum, en með mildan
svip og haldandi í hönd stálpaðs
drengs, sem stendur við hné hans. Fyrir
hugskotssjónum mínum er þó önnur
mynd af séra Friðriki miklu minnisstæðari.
Hún er af fertugum manni, grannvöxnum
og í meðallagi að hæð, með mjög dökkt
alskegg, vökul og vingjarnleg augu,
stórstígum og hraðstígum, nokkuð
háleitum og með bolinn lítið hallandi fram
á við, eins og fæturnir hefðu varla við að
bera hann áfram. Þannig kom séra Friðrik
mér fyrir sjónir, þegar ég sá hann í fyrsta
sinn fyrir nærri 60 árum, sveitadrengur
við inngöngu í 1. bekk Menntaskólans,
forvitinn og athugull á allt nýtt, sem fyrir
augun bar í höfuðstaðnum.
Ég á einnig þriðju myndina af séra
Friðriki og hún er mér kærust. Hún er af
innra manni hans, lífsskoðun og trúarlífi,
ekki aðeins eins og hún birtist í elskulegu
viðmóti hans, ræðum hans og félagsstarfi,
heldur á mörgum samverustundum með
honum einum eða í fámennum hópi,
þegar ég, ungur maður, var að glíma við
ráðgátur lífs míns og tilverunnar. Ég átti
heima svo að segja í næsta húsi, hitti
hann að heita mátti daglega í nokkur
ár, ræddi við hann, fræddist af honum,
og beitti þó gegn honum þeirri efagirni
og gagnrýni, sem unglingum er tamt
gagnvart sér eldri mönnum, jafnvel þótt
þeir standi þeim nærri. Síðar hittumst
við oft, þegar báðir voru samlendis og
á elliárum sínum dvaldist hann nokkrum
sinnum langdvölum hjá mér á Blönduósi
á sumrum. Það er vegna þessarar löngu
viðkynningar og nánu vináttu okkar
sem ég hef orðið við tilmælum herra
biskupsins um að flytja þetta erindi í tilefni
aldarafmælis séra Friðriks.
HÆFILEIKAMAÐUR
Enginn verður meiri maður en þau efni
standa til, sem hann hefur tekið að arfi,
þótt umhverfið og áhrif þess ráði oft miklu
um það, hvernig sá arfur nýtist honum
og samtíð hans. Séra Friðrik var mörgum
góðum gáfum búinn og hafði t.d. svo
frábært minni, að hann þekkti oft með nafni
aftur að árum liðnum menn, sem hann hafði
aðeins talað einu sinni við, og gat þájafnvel
alloft tilgreint stað og mánaðardag, hvenær
þau kynni höfðu tekizt. Hátt á níræðisaldri
og orðinn blindur á bók orti hann Ijóðabálk
um sögu íslands, 456 Ijóðlínur, og gat
þulið þær yfir mér í réttrí röð. Hann hefði
því getað unnið námsafrek í skóla, ef
hann hefði beitt sér að því og ekki þurft
að stunda mikla kennslu til að vinna fyrir
sér jafnframt námi. Hann var ágætt skáld,
þegar andinn kom yfir hann, og fljótur að
yrkja, en allmarga sálma sína og Ijóð orti
hann á nóttunni, þreyttur eftir dagsins
8 | bjarmi | apríl 2018