Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 7
Bi arma OtLCÍU 'j&/ ÍUMSJÁ MAGNÚSAR VIÐARS SKÚLASONAR KATTARRÉTTIR Grunnskólakennari í ónefndum grunnskóla í Reykjavík var að kenna krökkum í fyrsta bekk stærðfræði. Datt henni í hug að leggja fyrir börnin spurningar sem tengjast dýrum og ávöxtum til þess að auðvelda börnunum að ná tökum á reikningnum. Spurði hún Jóa litla út í eitt dæmið: „Jói minn, ef ég læt þig hafa tvo ketti, svo aðra tvo ketti og svo aftur aðra tvo ketti, hvað áttu þá marga ketti?" Jói litli hugsaði sig aðeins um og svaraði að hann ætti þá sjö ketti. Kennarinn brosti og lagði upp dæmið fyrir hann aftur: „Hlustaðu nú aðeins betur, Jói minn, ef ég læt þig hafa tvo ketti, svo læt ég þig aftur hafa tvo ketti og svo aftur tvo ketti í viðbót, hvað áttu þá marga ketti?“ Jói litli svaraði strax að hann ætti þá sjö ketti. Kennarinn dæsti aðeins og prófaði að breyta dæminu þá lítillega: „Allt í lagi, Jói minn, setjum sem svo að ég láti þig hafa tvö epli, svo aftur tvö epli og svo enn aftur tvo epli, hvað ertu þá með mörg epli?“ Jói hugsaði sig aðeins um og svaraði að þá ætti hann sex epli. Kennarinn brosti þá og spurði hann aftur: „Fiott hjá þér og ef ég læt þig hafa tvo ketti, svo aftur tvo ketti og svo enn aftur tvo ketti, hvað ertu þá með marga ketti?“ Jói litli svaraði hátt og snjallt að hann ætti þá sjö ketti. Kennarinn var við það að missa þolinmæðina og spurði: „Jói minn, af hverju heldurðu að þú eigir þá sjö ketti?" Jói litli svaraði þá: „Af því ég á nú þegar einn kött heirnai" BÆJARSTÆÐIÐ Prestur nokkur hafði fengið veitingu fyrir prestakalli úti á landi og var hann að gera klárt fyrir flutninga. Brátt kom að flutningadeginum og héldu þau hjónin af stað, sæl og glöð með það að hefja ný störf á yndislegum stað. Þegar þau voru búin að vera á ferðinni í dágóðan tíma þá sagði konan að þau væru eflaust að nálgast Sauðarkrók. Presturinn leiðrétti hana og sagði að bærinn héti Sauðárkrókur. Eiginkonan, sem hafði í gegnum tíðina verið nokkuð þver, sérstaklega þegar hún var að deila við eiginmanninn, sagði að það væri nú aldeilis ekki rétt, bærinn héti Sauðarkrókur enda drægi bærinn nafn sitt af því að fyrr á öldum smöluðu bændur fé þarna á þessu svæði til þess að verjast illviðri. Presturinn benti henni nú á að bærinn drægi nafn sitt af ánni Sauðá sem þarna rennur rétt hjá en konan var ekki á því að gefa sig enda taldi hún að ekki nokkrum lifandi manni dytti í hug að nefna heilan bæ eftir einhverri svona á. Þegar þau nálguðust bæinn og rifrildinu ætlaði ekki að linna þá sagði konan að nú skyldi maðurinn stöðva bílinn þarna við bensínstöðina þannig að hægt væri að útkljá þetta með framburð bæjarnafnsins. Konan óð inn í miklu fússi og spurði næsta afgreiðslumann: „Heyrðu, góði minn, getur þú sagt mér nákvæmlega og mjög hægt hvar ég er?“ Bensínafgreiðslumaðurinn leit hálf- undrandi í kringum sig og sagði síðan hægt og rólega: „Ooooo-l-íííííí-s.“ Á VAKTINNI Einn góðan sunnudag var boðið upp á veitingar eftir sunnudagaskólann í kirkjunni. Djákninn í kirkjunni hafði útbúið glæsilegt hlaðborð með ýmsum veitingum. Meðal annars var boðið upp á glæsileg og fersk epli. Djáknanum datt í hug að útbúa lítið skilti sem sett var fyrir framan skálina og var skrifað á skiltið: „Takið bara eitt epli — Guð er að fylgjast með.“ Samsætið gekk vel fyrir sig og voru krakkarnir og foreldrarnir ánægðir með að eiga góða stund saman og fá sér góða næringu eftir hugvekju dagsins. Þegar kom að fráganginum var djákninn að tíma saman veitingarnar af hlaðborðinu og þá kom í Ijós að mikið var eftir af eplunum en smákökurnar voru svo til allar búnar. Tók þá djákninn eftir heimatilbúnu skilti sem ungur kirkjugestur hafði útbúið og sett fyrir framan bakkann með smákökunum: „Taktu eins mikið og þú vilt af smákökum — Guð er að fylgjast með eplunum."

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.