Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 46

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 46
FIMMTA REGLA: AÐ UMFAÐMA SORG OG MISSI Þar sem heilbrigði ríkir tekur fólk sorg sem leið til að líkjast Guði. Hvers vegna? „Það er eina leiðin til að verða jafnsamúðarfull og Drottinn okkar Jesús.“ Missir af einhverju tagi hefur áhrif á samskipti okkar við aðra og hvernig við gegnum forystuhlutverki okkar. Höfundur segir að Guð hafi reynt að stækka sál hans og þroska hann, á meðan hann leitaði sjálfur leiða til að losna fljótt undan þjáningunni. Margir gera sér ekki grein fyrir því hvernig sorg og missir geta leitt þá til þroska og vaxtar. Náin tengsl eru á milli þess hvernig ég læri að syrgja eigin missi og dýptar og gæða samfélagsins við Guð og hversu mikla samúð ég get auðsýnt öðrum. Ef við afneitum sorginni verður hún eins og þungir steinar sem íþyngja sál okkar og kemur í veg fyrir að við séum heiðarleg við Guð og náungann. Við missum margt á lífsleiðinni, sumt á við okkur öll sem eldumst, æskan hverfur, önnur missa atvinnu, fjárhagslegt öryggi, fóstur, náinn ættingja, foreldra. Og við bregðumst misjafnlega við enda ekkert okkar eins. Sorg er ekki truflun þó svo við missum stjórnina á aðstæðum. Sorgin er mikilvæg og mikilvægt er að kveðja og finna fyrir því hvernig okkur líður. Fyrirgefning felur í sér sorg og getur tekið tíma áður en við getum sleppt takinu. Fólk sem er í djúpri sorg hugsar ekki alltaf skynsamlega og getur fallið í freistni sem annars væri ekki inni í myndinni. Lausn höfundar er að skoða fortíðina og hvernig við höfum syrgt. Nóg er af harmsálmum í Biblíunni sem geta hjálpað okkur í sorgarvinnu okkar og annarra. Afneitum ekki þjáningunni sem fylgir aðskilnaði, missi og sorg. Verum ekki svo upptekin og önnum kafin að við megum ekki vera að því að syrgja. Jesús sjálfur syrgði og grét. Stundum segir Guð okkur að bíða, þegar við erum í slíkri aðstöðu, að hlaupa ekki af stað til að gera eitthvað frekar en vera hljóð með honum. Með tímanum fæðist eitthvað nýtt út úr sorginni. Við lærum að bíða Drottins og beygja okkur undir vilja hans, verðum næmari fyrir líðan annarra, gerum okkur betur grein fyrir því hvað skiptir mestu máli, þurfum ekki að skilja allt, öðlumst aukna auðmýkt og lærum að njóta lífsins á nýjan hátt, svo eitthvað sé nefnt. SJÖTTA REGLA: AÐ SETJA SIG í SPOR ANNARRA OG VERA HLUTI AF LÍFI ÞEIRRA Jesús sjálfur gerðist maður, gekk inn i okkar kjör og aðstæður, setti sig í spor mannkyns. Oft erum við ófær eða gefum okkur ekki tímann sem þarf til að setja sig í spor annarra. Við erum kölluð til að elska annað fólk, án skilyrða. En það reynist erfitt ef reglur eitt til fimm eru okkur óþekktar eða skipta okkurekki máli. Efvið tileinkum okkur þær getum við stigið inn í heim samferðafólks okkar. Höfundur setur fram 15 spurningar, e.k. próf til að mæla hvar við séum stödd í þessu efni. Sama er um áþendingar hvernig við hlustum og tölum við annað fólk. Samtímis má meðaumkun okkar ekki verða til þess að við týnum okkur sjálfum í vanda og tilveru þess sem við ræðum við eða þjónum. Svarið er að átta sig á því að við erum hluti tveggja heima, þ.e. okkar eigin og hins aðilans. Og þegar við verðum hluti af reynsluheimi annars einstaklings hefur það áhrif á okkur. Heilbrigður kærleikur byggir á tilfinningalegri heilbrigði. SJÖUNDA REGLA: HÆGÐU Á ÞÉR TIL AÐ FORYSTA ÞÍN SÉ EKTA Þroski okkar snýst um kærleika og persónuleika okkar en ekki gjafir, þekkingu eða árangur. Guð þráir fyrst og fremst okkur sjálf, samfélag við okkur og að fá að móta okkur. Þar liggur grunnurinn, ekki með því að einblína á árangur og verkefni. Andlegur vöxtur kristins manns er sístætt verkefni. Við lítum aftur og brjótum á bak aftur mátt fortíðar. Síðan snúum við aftur til hins sama til að glíma við vandann og áhrifin á djúpstæðari hátt. Það er eins og mörg setlög liggi ofan á atburðum fortíðar og að við þurfum að fjarlægja eitt í einu. Til þess þarf tíma, ró og frið sem er sjaldgæft í samtímanum þar sem allir eru önnum kafnir og verkefni lífsins óþrjótandi. Við þurfum að komast út í „eyðimörkina" til þess að rækta samfélagið við Jesú, þ.e. við þurfum frátekinn tíma fyrir þögn, bæn, íhugun á Ritningunni og lestur. En allt í kringum okkur eru truflanir og raddir sem kalla 46 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.