Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 47
okkur frá fótum Jesú. Líf okkar snýst
auðveldlega um það sem skiptir litlu eða
engu máli. Ef við viljum vera heilsteypt
þá er leiðin sú að rækta samfélagið við
frelsara okkar. Ef samfélagið við Guð
er ekki grunnur lífs okkar verður öll
þjónusta okkar við hann ófullkomin og
unnin á röngum forsendum. Við þurfum
að taka frá tíma yfir daginn, vikulega og
mánaðarlega til að vera í takti við skapara
okkar og frelsara. Við þurfum að elska
okkur sjálf á réttan hátt og elska Guð.
Það mun síðan hafa áhrif á hjónaband
okkar og fjölskyldutengsl og þjónustu
okkar við Drottin. Til að þetta verði okkur
mikilvægara þarf að hafa þessar sjö
reglur hugfastar og nota þær í daglegu
lífi okkar.
LOKAORÐIN
Lokahluti bókarinnar fjallar um það
hvernig framhaldið getur orðið. Höfundur
vísar þar í þá vinnu sem hann og hans
fólk í New Life Fellowship Church hefur
unnið til að komast nær því að verða
tilfinningalega heilbrigður söfnuður.
Eins er viðbót um lífsreglur starfsfólks
kirkjunnar - um það að vera (bæn og
hvíld) og síðan að starfa (verkefni og
samskipti).
Á heildina litið er þessi bók hvetjandi,
vekjandi og ágeng. Eftir lesturinn spyr
maður sig: Hvernig ætla ég að læra af
þessu fyrir sjálfan mig, hjónaband mitt
og fjölskyldutengsl og þátttöku mína í
kristilegu starfi í framtíðinni? Höfundur
er víðlesinn og nýtir sér visku aldanna
og þekkta höfunda frá fyrstu öldum
kristninnar, miðöldum og samtíð. Þó svo
hér sé á margt minnst er full ástæða til
að lesa bókina alla með opnum huga og
í bæn til Drottins um að hann leiði okkur
um réttan veg fyrir sakir nafns síns. Þá
skal einnig bent á bókina Hver er ég?
Níu persónuleikalýsingar enneagramms
eftir Sigríði Hrönn Sigurðardóttur en hún
er verkfæri til að líta inn á við og skoða
hvað mótar hugsanir, orð og verk okkar
og hvernig við getum vaxið í þroska og
trú á Jesú Krist.
Trúarlífssálmur
Þú hefur myndað hér milljónir stjarna,
megirþú vekja'í oss sindrandi trú.
Þú ert sú vernd, Ijós og vörn þinna barna,
værustu hvíldina einn gefurþú.
Þökkfyrir dásemdardag, sem er liðinn,
dýrmæta gjöf sem þú oss hefur rétt.
Ranglega' efbreytt höfum,færþú oss friðinn,
fyrirgef syndir, svo oss verði létt.
Þökkfyrir gleði sem græddi vort hjarta,
gæskuna þína sem hjálpaði mest.
Ver þú oss Ijósið í voðanum svarta,
veist aðeins þú einn hvað hæfir oss best.
Þökkfyrir vini sem styrktu og studdu,
stundum er gangan varð erfið og löng,
fúsir þeir vonlausu vegina ruddu.
Vísa oss leiðina’ um myrkranna göng.
Þú hefur myndað hér milljónir stjarna,
myrkrinu í heiminum bægðu oss frá.
Þú ert sá vörður og verndari barna,
veit oss þitt Ijós, svo að blind megum sjá.
Þorgils Hlynur Þorbergsson,
Þýtt 24. 02. 2018 úr dönsku.
Lítillega lagfært 25. 02. 2018 og 24. 04. 2018.
Sálminn orti Johannes Johansen 1981 og 1982
Lagið samdi Erik Sommer 1981.
bjarmi | apríl 2018 | 47