Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.2018, Side 33

Bjarmi - 01.04.2018, Side 33
Bænin hefur síðan breiðst út til annarra landa, þar sem fólk biður fyrir sinni eigin fósturjörð. Við settum svo á laggirnar staðbundið bænahús í Ffald Y Brenin og höfum reglulega bænadag á staðnum. Við höfum svo sannarlega fundið hvernig nærvera Guð er orðin áþreifanleg hérna og margir gesta okkar hafa borið vitni um það. Staðbundið bænahús (Local House of Prayer) byggir á ákveðnum aðferðum sem enn eru í mótun. Tilgangur með slíku bænahúsi er að biðja þess að konungsríki Guðs verði að veruleika í nærumhverfinu og að við fáum ásamt nágrönnum okkar að sjá og reyna endurleysandi verk Hans, bæði í lífi einstaklinga en ekki síður í þjóðfélagslegum og umhverfislegum þáttum, öllum til heilla. Það skal þó tekið fram að engin tvö bænahús eru nákvæmlega eins. Það væri of langt mál að lýsa nánar aðferðafræði staðbundins bænahúss. Ég keypti hins vegar fræðsluseríu um það hvernig koma má slíkum bænahúsum á laggirnar. Að iokum langar mig að segja ykkur frá fundi okkar Daphne Goodwin. Þegar hún heyrði að ég væri frá íslandi varð hún mjög spennt og sagði mér að hún hefði sérstakt hjarta fyrir landinu. Það sem olli því var að hún hafði tekið þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um staðbundin bænahús. í lok ráðstefnunnar voru settir upp þjóðfánar landa og fólk beðið um að stilla sér fyrir framan þá til að biðja fyrir landinu. Þegar hún ætlaði að stilla sér upp undir fána Wales voru þar fyrir fjórar manneskjur. Hún litaðist því um og sá að undir íslenska fánanum var enginn. Hún tók sér því stöðu þar og síðan þá hefur landið okkar verið á bænalistanum hennar. Þess má geta að hún og vinkona hennar komu í heimsókn hingað til lands sumarið 2016, án þess þó að þekkja neinn hérna. Daphne kynnti mig svo fyrir konu sem hefur það verkefni að aðstoða við að setja á stofn bænahús bæði í Englandi og erlendis. Báðar lýstu þær miklum áhuga á að koma til íslands í þeim tilgangi að aðstoða fslendinga við slíkt verkefni. Hlegid í LiiHlakirkjjii Mynd: Sr. Guðmundur Karl Starfið í mörgum söfnuðum er fjöl- breyttara en margir gera sér grein fyrir og nýjungar koma oft fram. Sem dæmi um slíkt er hláturnámskeið, sem verið hefur í vetur, í Lindakirkju öllum opið á þriðjudögum kl. 13:00. Þarna er mikið hlegið en jafnframt slakað á og ýmis fræðsla veitt um áhrif hláturs á líkamlega og andlega heilsu. Þau eru meiri en mörgum er kunnugt. Þetta starf leiðir Þórdís Sigurðardóttir markþjálfi og hláturþjálfi en henni til aðstoðar er sr. Dís Gylfadóttir. Þetta starf tengist ekki jóga enda hláturinn ekki indversk uppfinning. Hver tími hefst með guðsorði og bæn og lýkur á líkan hátt. Aðsókn hefur verið góð og margir þakklátir fyrir þetta tækifæri til að lífga upp á tilveruna og læra ýmislegt gagnlegt. bjarmi | apríl 2018 | 33

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.