Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 26
Með vaxandi notkun samfélagsmiðla hafa Jón og Gunna getað tjáð sig á nýjan hátt og náð til margra með skoðanir sínar og viðbrögð við fréttum, skrifum og annarri tjáningu fólks. Á það sömuleiðís við um kristið fólk. Það fólk sem er hvatvíst og kannski vant því að segja ýmislegt og „láta það flakka" áttar sig ef til vill ekki alltaf á þeim áhrifum sem það hefur, til ills og góðs með viðbrögðum sínum, athugasemdum og skrifum á samfélagsmiðlum. Norskur starfsmaður kristilegu sam- takanna Indremisjonsforbundet, Arild Ove Halás, skrifar um þetta í leiðara blaðsins Indremisjonsnytt. Hann vísar í barnasönginn, (sem hvorki var sérstaklega góður uppeldislega né guðfræðilega): „Gættu að þér litli munnur hvað þú segir." Hann segir að þessi söngur hafi búið í huga sínum og hjarta þegar ákveðnir einstaklingar í norsku kirkjulífi og samfélagi hafa verið í sviðsljósinu - og að hann gæti hugsað sér að uppfæra sönginn og bæta við „gættu að þér litli fingur hvað þú skrifar" og „gættu að þér hverju deilt er og þér líkar." Hann varð fyrir áfalli og miður sín af því að lesa margt af því sem vinir hans á Facebook létu frá sér fara. Sérstaklega sé það slæmt sem sumt kristið fólk skrifar, líkar við og deilir. Fólk sem segist byggja líf sitt á boðskap Biblíunnar en virðist ekki þurfa að fara eftir því sem Biblían segir um það hvernig við tölum hvert um annað. Hér að neðan eru nokkrar af hugsunum hans í styttu máli og lítils háttar útfærslu: Pólitískar skoðanir okkar sem kristins fólks eru t.d. misjafnar og fólk kýs ekki allt sama flokkinn. Enginn flokkur hefur hina fullkomnu stefnu með fullkomnu fólki. Við kjósum þann flokk sem við samsömum okkur mest við hverju sinni með hag lands og þjóðar að leiðarljósi. Það er okkar ábyrgð. En það er hætta á ferðum þegar reynt er að umbreyta kristnu samfélagi í pólitískan vígvöll. Mat okkar á utanríkisstefnu, land- búnaðarstefnu, innflytjendum og fleiri þáttum er misjafnt. í hita umræðna falla oft hörð orð um fólk sem ekki sæmir okkur sem kristin erum. Við þurfum að vera á verði gagnvart okkur sjálfum. Hverju deilum við og hvers vegna? Hvað látum við okkur vel líka og hvers vegna? Hvað knýr okkur áfram? Reiði, ótti, vandlæting, kærleikur? Leiða tilfinningar okkur áfram án skynsemi? Erum við hugsanlega boðberar haturs? Biblían taiar um að auðsýna öðrum gæsku og góðvild, að tala vel hvert um annað og sýna umburðarlyndi. Er samræmi í því sem við segjumst trúa og því hvernig við högum okkur á samfélagsmiðlum? Málefnaleg umræða, ákveðin skoðanaskipti og hressilegar umræður er gott mál og hluti af því að búa við tjáningarfrelsi. En ef þau sem ekki eru sammála mér geta ekki fengið að tjá sig án þess að á ég uppnefni viðkomandi og stimpli sem svikara og illmenni þá er það nær því að vera brot á tjáningarfrelsinu og grunnhugsun lýðræðis. Þess vegna er full ástæða til að vera á verði og benda trúsystkinum okkar í kærleika á það þegar okkur finnst þau fara yfir strikið. Og gætum að okkur, hvað við skrifum, hverju við deilum og hvað við látum okkur vel líka. Samantekt: Ragnar Gunnarsson 26 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.