Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 38

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 38
NÁTTÚRULEG SAFNAÐARUPPBYGGING: Ráðsteína og kyrniingarJagiir VIGFÚS INGVAR INGVARSSON Náttúruleg safnaðaruppbygging er að slíta barnsskónum hérlendis enda starfsemi á þessu sviði hér á landi frá árinu 2012. Þá er átt við safnaðarkannanir og leiðbeiningar við að efla grósku í safnaðarlífi út frá aðstæðum í hverjum söfnuði. Náttúruleg safnaðaruppbygging vinnur að heilbrigði safnaða með könnunum á stöðu átta gæðamarka - sem könnun leiðir í Ijós - og ráðgjöf og aðstoð við að fjarlægja hindranir fyrir þeirri grósku sem Guð vill gefa. Náttúruleg safnaðaruppbygging byggir á rannsóknum á þúsundum safnaða víða um heim af ýmsum kirkjudeildum og í margvíslegu menningarlegu samhengi. Hún leggur áherslu á heilbrigði safnaða fremur en tölulegan vöxt. Hún tekur mið af líkingum Jesú um vöxt í ríki náttúrunnar. Bóndinn sáir og vökvar en hann reynir ekki að knýja fram vöxt með því að toga í kornöxin. Ekki er almennt vænst aukins vinnuframlags leiðtoga safnaða en að kröftum sé í meira mæli beint að þeim verkefnum sem mestum ávexti skila. Samtök náttúrulegrar safnaðarupp- byggingar á íslandi - NSU, stofnuð árið 2011 - hafa notið tengsla við Noreg sem eins konar deild í norsku samtökunum, Naturlig Menighetsutvikling (NaMu), sem eru með mikla reynslu og fólk úr ýmsum kirkjudeildum. Framkvæmda- stjórinn nú, Kjetil Sigerseth, er jafnframt framkvæmdastjóri dómkirkjusafnaðarins í Molde. RÁÐSTEFNA OG KYNNINGARDAGUR Árleg ráðstefna/námskeið þessara sam- taka verður hérlendis sumarið 2018, dagana 5.-7. júní, fyrstu tvo dagana á Hlíðardalsskóla í Ölfusi en fimmtudagurinn 7. júní verður kynningar- og fræðsludagur í Lindakirkju í Kópavogi. DAGSKRÁIN VERÐUR MEÐ ÞESSU SNIÐI: Opinn fræðsludagur (fyrir presta/forystufólk í safnaðarstarfi og annað áhugafólk) kl. 09.45 - 16.00 með Christian A. Schwarz, stofnanda og aðalleiðtoga Náttúrulegrar safnaðaruppbyggingar (NSU, Natural Church Development). 09:45 Móttaka og skráning 10:00 Innleiðsla með söng og helgistund 10:30- 11:30 Náttúruleg safnaðaruppbygging (Christian A. Schwarz) 11:45-12:45 Reynsla úr söfnuðum (Margaret Saue Marti) - Reynsla úr norskum, sænskum og íslenskum söfnuðum 12:45-13:30 Hádegisverður 13:30-14:30 Þrír litir þjónustunnar (náðargjafanna) (Christian A. Schwarz) - Kennsla og hópumræður út frá bókinni: Þrír litir þjónustunnar 14:45 Samhliða námskeið (hópar) - Eflandi stjórnun - (Heitt og) einlægt trúarlíf - Hvernig komumst við af stað? 15:45-16:00 Samantekt, hvatning og mat (Kjetil Sigerseth). 38 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.