Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 41

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 41
Ánauð viljans, rökstuddi Lúther það enn fremur að manneskjan væri bundin, undir ánauð syndarinnar, þar til hjálpræðið kæmi til hennar frá Guði. ÁSTÆÐUR FYRIR TRÚARIÐKUN Afleiðing þessarar tilhneigingar vestræns kristindóms, líkt og hann birtist hjá Ágústínusi og Marteini Lúther, fól í sér ákveðna hættu. Hún var sú að manneskjan vissi ekki lengur af hverju hún iðkaði trú sína. Ef trúariðkun varðaði í engu hjálpræði manneskjunnar þá fól hún ekki fyrirheit í sér. Hana var þá helst hægt að túlka sem þakkargjörð eða skyldurækni; andsvar við þeirri trú sem Guð hafði þegar gefið. Þessi strengur í vestrænum kristindómi útskýrir að stórum hluta hvers vegna hann leit sína trúariðkun ekki sömu augum og austrænar hefðir skildu sitt jóga. Það hjálpar okkur, ennfremur, að skilja hvers vegna kristin trúariðkun var sjaldan skilin sem iðkun í átt að marki. ÁN AÐFERÐAR? Sálfræðingurinn og hugsuðurinn Carl Gustav Jung hafði áhyggjuraf þessari þróun innan kristindómsins, sérstaklega eins og hún birtist í trúariðkun mótmælenda. Hann sagði: „Mótmælandinn hefur engan veg að fara... Ef hann tekur sínar trúarlegu þarfir alvarlega þá reynirhann að vaxa í trú, enda leggur kenning hans aðaláherslu á trúna. En trúin er gjöf samkvæmt kenningunni, og getur þess vegna ekki verið aðferð. Mótmælandinn er því algerlega án aðferðar..." (Carl Gustav Jung, „Yoga and the West“ í The Collected Works of C. G: Jung, Volume 11, Þsychology and Religion, bls. 531, þýðing höfundar, GHG) Ábending Carls Gustavs Jung er vissulega mikilvæg. En þar er horft framhjá einu; þeirri staðreynd að leið Ágústínusar og leið Marteins Lúthers má, þrátt fyrir allt, skoða sem aðferð í sjálfu sér! Aðferðin er sú að minna manneskjuna í sífellu á að henni er þegar fyrirgefið. Aðferðin er jafnframt sú að manneskjan minni sjálfa sig í sífellu á að treysta Guði, sem hafi allt í hendi sér. Aðferðin er samtímis sú að manneskjan opni augu sín aftur og aftur fyrir því að kærleiki Guðs er hér og það þarf ekki að vinna neitt verk til að gera hann aðgengilegan. Og í gegnum þessa síendurteknu áminningu lærir manneskjan að sjá það sem hefur verið satt frá upphafi: „Hjálpræðið er hér! Guð er hér! Fyrirgefningin er hér!“ Það er ekkert sem þú ávinnur þér, það er eitthvað sem þú þiggur og er til staðar hér og nú. ÁSKORUN VESTRÆNS KRISTINDÓMS Vandi og vegsemd vestræns kristindóms er þess vegna að hugsa saman gjöf Guðs annars vegar og trúariðkun hins vegar. ( raun má segja að þetta hafi verið vandi og vegsemd kristinnar trúar frá upphafi. Skoðum bara eftirfarandi orð Ráls postula: Þess vegna, mín elskuðu, sem ætíð hafið verið hlýðin, vinnið nú að sáluhjálp ykkar með ugg og ótta eins og þegar ég var hjá ykkur, því fremur nú þegar ég er fjarri. Því að það er Guð sem verkar I ykkur bæði að vilja og að framkvæma sér til velþóknunar (Fil 2.12-13). Hér byrjar Ráll á að biðja lesendur sína að vinna að sáluhjálp sinni, sem gefur til kynna trúarlega iðkun og strit. En í næstu setningu minnir hann fólk á að það só Guð sem verkar í þeim, bæði að vilja og að framkvæma sér til velþóknunar! Við fyrstu sýn virðast þessar tvær setningar grafa hvor undan annarri, og jafnvel vera í mótsögn. Hvernig hugsum við saman þessa miklu spennuafstöðu? Hvernig er hægt að hugsa saman gjöf Guðs og frelsi og ábyrgð manns í hjálpræði hans? Lausn Sigurbjörns: Að þiggja ... vakandi huga Það vill svo til að við íslendingar eigum til ákaflega gott dæmi um hvernig hægt er að hugsa saman hjálpræðið sem gjöf annars vegar og iðkun hins vegar. Það er að finna hjá Sigurbirni Einarssyni biskupi. Hann skrifað af mikilli visku um innsta eðli kristindómsins við setningu Alþingis árið 1958. Þar sagði hann: Kristindómurinn er allur fólginn í einu orði: Hjálp, að láta hjálpast, verða hólpinn, þiggja Guðs örlátu hjálp til lífs og sálar vakandi huga og verja því sem þú þiggur öðrum til hjálpar, að hjálpast af Guði og hjálpast að - það er vilji Guðs, ríki Guðs. (Sigurbjörn Einarsson, Meðan þín náð, „Ef helgin missir mál“, bls. 322)) Tökum sérstaklega eftir þessum orðum „þiggja ... vakandi huga ...“ í þessum setningum nær Sigurbjörn að setja fram með hvaða hætti okkur ber að hugsa saman trúariðkun okkar og gjöf Guðs: Almætti Guðs annars vegar og frelsi manns hins vegar. Okkur ber að þiggja það sem Guð gefur, með vakandi huga! Kristin trúariðkun getur því vel verið iðkun í átt að marki. Markið er augljóslega samfélagið við Guð. En kristin trúariðkun verður á sama tíma að hvíla á innsæi Ágústínusar og Lúthers. Það þýðir að hún verður að byggja á þeirri vissu að manneskjan hrifsar ekki andlegar framfarir úr hendi almættisins heldur þiggur samfélag sitt við Guð, í auðmýkt. Kristin trúariðkun fer því vissulega fram í átt að marki. En hún starfar þá með líkum hætti og akuryrkjumaðurinn. Hún gróðursetur af iðjusemi og auðmýkt ...og bíður þess regns sem aðeins Guð gefur. bjarmi | apríl 2018 | 41

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.