Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 27
Xáðarmednlin SAKARÍAS INGÓLFSSON I lúthersku samhengi er umræða um náðarmeðöl mikilvæg þar sem hún hjálpar okkur að skynja hvernig Guð miðlar náð sinni til okkar. í eftirfarandi grein fjallar höfundur um þessa hugsun í Ijósi lútherskra játningarrita þar sem Ágsborgarjátningin skiptir mestu. í annarri grein Ágsborgarjátningarinnar (CA) er meginvanda mannsins lýst: Allir menn, nema Kristur sjálfur, eru annars vegar fæddir með synd og girnast hið illa en óttast hins vegar hvorki Guð nó treysta honum. Án endurfæðingar með skírn og heilögum anda leiðir syndin til eilífs dauða. Næstu greinar játningarinnar fjalla nánar um leyndardóm endurfæðingarinnar. Þriðja grein endurtekur kenninguna um Krist eins og hún er orðuð í samkirkjulegu játningunum með sérstakri áherslu á nokkur atriði. Þræðirnir eru dregnir aðeins saman á ný í fjórðu grein sem síðar fékk yfirskriftina: „Um réttlætinguna“. Menn „geta ekki réttlæst fyrir Guði af eigin kröftum, verðleikum eða verkum" segir þar. Þvert á móti verður réttlætingin „án verðskuldunar vegna Krists fyrir trúna,“ af því að Kristur hefur „fullnægt fyrir syndir vorar." Hér á eftir ætlum við að skoða nánar spurninguna: Hvert er sambandið milli þess að Jesús hefur fullnægt fyrir syndir okkar og að einstaklíngar réttlætast af trú? NÁÐIN UNNIN Tuttugasti kafli Jóhannesarguðspjalls segir frá upprisu Jesú. Frá 19. versi segir: „Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður sé með yðurl" Þegar hann hafði þetta mælt sýndi hann þeim hendur sínar og síðu.“ Þannig opinberaði Jesús sig fyrir lærisveinum sínum daginn sem hann reis upp frá dauðum. Hann sýndi þeim sárin frá krossfestingunni svo að þeir myndu trúa: Hann er sannarlega upprisinn! Sama kemur fram í orðum Jesú við Tómas postula skömmu síðar, „vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður." Jafnframt er ávöxtur upprisunnar í orðum Jesú. „Friður sé með yður,“ er ekki eingöngu vingjarnleg kveðja. Þessi orð opinbera veruleika sem Jesús ávann með heilögu, dýrmætu blóði sínu og þjáningu og dauða án saka. Náðin sjálf var unnin á krossinum, ekki aðeins fyrir einn eða tvo heldur allan heiminn - alla menn. Fleira verður ekki gert því að allt er þegar fullkomnað eins og Jesús sagði þegar hann hékk á krossinum (Jóh. 19:30). Veruleiki náðarinnar er ekki eingöngu útmálaður heldur fá lærisveinarnir hlutdeild í honum með þessum orðum. Friðurinn sem Jesús talar um er ekki bara einhver fjarlæg inneign sem er aðgengíleg þeim sem hafa vit á að sækja hana. Nei, með þessum orðum er friðurinn gefinn lærisveinunum. bjarmi | apríl 2018 | 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.