Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 4
I dagsóns önn
HARALDUR JÓHANNSSON
Líf kristins manns snýst um samband
hans við Guð, trúarþroska og samfélag
við trúsyskin en einnig daglegt líf í þessum
heimi. Hvernig á daglegt líf kristins manns
að vera? Mörg svör hafa verið gefin við þeirri
spurningu. Sumir segja að kristið fólk eigi
að hegða sér eins og aðrir í þjóðfélaginu,
falla inn í hópinn og skera sig ekki úr. Aðrir
hafa dregið sig út úr samfélagi manna og
hvatt fleiri til hins sama, gerst einsetumenn,
gengið í klaustur eða tilheyrt trúarhópum
sem hafa haldið samskiptum við þá sem
fyrir utan standa í lágmarki.
Pétur postuli ritar fyrra bréf sitt til kristinna
safnaða í Litlu-Asíu. Þeir sættu þrengingum
og bréfið er gagnsýrt af alvöru trúarlífsins.
í 2. kafla, versum 11-25, útskýrir Pétur
hvernig lærisveinar Jesú eiga að hegða
sér gagnvart yfirvöldum og samborgurum.
Segja má að hann gefi svar við fjórum
spurningum: Hver erum við? Hvað eigum
við að gera? Hvað getur það kostað? Hvers
vegna skyldum við leggja þetta á okkur?
HVER ERUM VIÐ?
„Þið elskuðu, ég áminni ykkur sem gesti
og útlendinga...", segir Pétur. Sá sem
er gestur eða útlendingur er ekki heima
hjá sér. Hann er á ferð eða ferðalagi en
lögheimilið er annars staðar. Hann sest
ekki að vegna þess að hann tilheyrir
öðru landi, annarri þjóð, jafnvel annarri
menningu. Eins þótt margt jákvætt megi
segja um landið sem er heimsótt þá er það
útland eftir sem áður. Hið sama má segja
um lærisveina Jesú, við tilheyrum Guðs ríki
og hinni komandi öld þannig að ríki þessa
heims og þessarar aldar geta aldrei orðið
endanleg heimkynni okkar.
Hins vegar eru gestir og útlendingar
gjarna fulltrúar þjóðar sinnar, annaðhvort
með formlegum hætti eins og sendiherrar
og erindrekar eða á óformlegan hátt og
jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því.
Þá skiptir máli að gefa rétta mynd af þjóð
sinni, koma boðskap stjórnvalda rétt til skila
og vera landi og þjóð til sóma í hvívetna.
Þetta á ekki síður við um fylgjendur Jesú,
við erum fulltrúar hans hér í heimi, okkur
ber að koma boðskap hans til skila og
hegða okkur eins og honum er samboðið.
..að halda ykkur frá holdlegum
girndum sem heyja stríð gegn sálunni."
Þannig áminnir Pétur lesendur sína.
Holdlegar girndir í þessu samhengi
snúa ekkert sérstaklega að líkamanum
eða kynhvötinni heldur fremur þeirri
tilhneigingu mannsins að lifa fyrir sjálfan
sig. Sjálfshyggja er það kallað sums staðar
í nýju biblíuþýðingunni þar sem áður var
talað um hold. Við eigum ekki að láta eigin
langanir og þrár stjórna okkur heldur leitast
við að lifa samkvæmt vilja Guðs, jafnvel þó
að hann gangi þvert á siði og venjur.
Maður nokkur lenti í fjárhagskröggum
en tókst að bjarga sér með aðferð sem
var utan ramma laganna en hann var þó
stður en svo einn um að nýta sér hana.
Hann tilheyrði kristnu samfélagi og eitt sinn
barst þetta í tal við einn vin hans þar. „Ég
4 | bjarmi | apríl 2018