Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 12
Jesúm einstæðan í veraldarsögunni sem hámark mannlegrar fullkomnunar, en sömu fullkomnun gætu aðrir menn einnig náð, og væri sósíalismi ein leiðin til þess. Cambell afneitaði flestum trúarsetningum kirkjunnar, einkum friðþægingunni og gerði það stundum á nokkuð rætinn hátt, en féll síðar frá kenningu sínum og gerðist prestur í ensku þjóðkirkjunni. Frá Englandi eða öllu heldur Ameríku barst einnig hingað til íslands um aldamótin spíritismi og fékk hann máttugan og mælskan boðanda í prófessor Haraldi Níelssyni, sem vildi fella hann inn í kenningakerfi kirkjunnar. Ekki voru þó allir fylgjendur hans á sömu skoðun, því að einn af sannfærðustu spíritistum hérlendis, Þórður Sveinsson yfirlæknir, taldi sig algerðan atheista eða guðsafneitara eftir sem áður. Eitt, sem var sameiginlegt með öllum þeim stefnum, sem hér hafa verið nefndar, allt frá upplýsingarstefnu til nýrrar guðfræði, var takmarkalaus bjartsýni á framhaldandi þróun til friðar, fullkomnunar og farsældar. Sú bjartsýni sem mörgum finnst nú, að hafi verið barnaleg eða jafnvel bjálfaleg, var hjá langflestum sprottin af þeirri trú, að maðurinn gæti svo að segja af eigin rammleik dregið sjálfan sig á hárinu upp úr villu og glöpum fyrri alda. Bjartsýni séra Friðriks var af öðrum toga spunnin. Hann trúði því, að slík hátternisbreyting yrði aðeins möguleg með því að veita viðtöku fagnaðarerindi Jesú Krists um hjálpræði Guðs til handa mönnunum. Sú trú hans var sterk og því þorði hann að berjast fyrir henni í andstöðu við svo að segja allar þær stefnur, sem voru ríkjandi meðal menntamanna framan af samtíð hans. TRÚ REIST Á OPINBERUN Heilabörkurinn er hið líffræðilega tæki manns til rökrænnar hugsunar og um aldamótin síðustu töldu menntaðir menn yfirleitt, að hann einn kæmi til greina við lausn lífsgátunnar. En miklu eldri í þróunarsögu mannsins er miðheilinn — sá farvegur, sem hvatir og kenndir, svo sem ást og hatur, samúð og trúarhvöt, streyma um til meðvitundarinnar, og þessar hvatir eru jafnraunverulegt fyrirbæri og þeir dauðu hlutir, sem við sjáum eða þreifum á, auk þess sem þeir eiga miklu dýpri og eldri rætur í persónuleikanum en rökræn hugsun. Séra Friðriktrúði með miðheilanum og trú hans var reist á opinberun. Hann, náttúruunnandinn, trúði á opinberun Guðs í náttúrunni, en ekki að náttúran sjálf væri Guð, eins og algyðistrúarmenn, enda er metafýsik þeirra ekki hátt skrifuð nú á tímum. Hann, mannvinurinn, trúði líka á opinberun Guðs í mannssálinni - m.a.s. í sál heiðingjanna, og munu flestir kristnir menn nú á tímum fallast á slíka náttúrulega guðfræði, sem kölluð er. Hann var sannfærður um framþróun þeirrar trúar í opinberun Biblíunnar, en var sjálfur of mikið skáld til að neita Guði um heimild til að nota skáldlegar frásagnir og táknrænar líkingar í þeirri opinberun. Hann trúði því, að sá voldugi andi, sem hafði skapað heiminn og sett framþróun lífsins föst lögmál, hefði opinberað sig í mannlegu holdi Jesú frá Nasaret og þar með opinberað föðurlegan kærleika sinn til mannanna. Hann trúði á friðþægingu Krists - ekki sem bókfærsluatriði í innlánsdálki einhverrar viðskiptabókar, eins og nýguðfræðingarnir brigsluðu honum stundum um, heldur sem leyndardóm - mysterium crucis - dulardóm krossins. Hann trúði því, að hann þyrfti sjálfur á þeirri friðþægingu að halda, því að hann fann til ábyrgðar sinnar og sektar alls mannkyns gagnvart Guði. Hann trúði á existentiellan hátt - á nauðbeygðan vilja mannsins til að kjósa líf með Guði eða hafna því og deyja eilífum dauða - að aðhæfa sig því umhverfi, þar sem menn fara að vilja Guðs og þroskast í samræmi við hann, eða loka öðrum kosti fyrir sér leið lífsins og þróunarinnar, svo að notuð sé samlíking, sem er í samræmi við lögmál líffræðinnar. Hann trúði þeim orðum Ritningarinnar, að sú eina synd, sem ekki verði fyrirgefin, sé syndin gegn heilögum anda, sem sé að forherða hug sinn og hjarta gegn Guði vitandi vits. Því trúði hann því ekki, að um leið og líkaminn dæi, yrði dyrum hjálpræðisins skellt í lás fyrir þeim, sem ekki hefðu fengið drengilegt tækifæri til að kjósa eða hafna, svo sem heiðingjum. Þar stóð hann á öndverðum meiði við rétttrúnað fundamentalistanna, en í samstöðu við kenningar kaþólsku kirkjunnar um hreinsunareld. SAMKIRKJUHUGSUN Séra Friðrik trúði einnig á opinberun Guðs gegnum kirkju sína, og einnig þar var hann í samræmi við kaþólsk sjónarmið. Hann hefði haft fulla djörfung til að gerast yfirlýstur kaþólikki, ef hann hefði trúað því að kirkja Krists næði aðeins til þeirra. En hann trúði á eina, heilaga, almenna kristna kirkju, en ekki neina sérstaka kirkjudeild. Þess vegna lagði hann ríka áherslu á það, að KFUM mætti aldrei verða sértrúarflokkur, heldur vinna innan þeirrar kirkju eða kirkjudeilda, þar sem starf þess færi fram. Kirkja séra Friðriks var ekki takmörkuð við neitt eitt land eða eina öld, heldur náði hún yfir samfélag allra lærisveina Krists í öllum löndum og á öllum öldum, óháð hörundslit eða tímabundinni menningu umhverfisins. Þess vegna var honum það engin ofraun að vera í andstöðu við svo að segja allar ríkjandi stefnur aldamótaskeiðsins. Hann skoðaði þær sem goluþyt. Það hafa líka orðið mörg veðrabrigði síðan um aldamót og skeið þeirra er að hugsun til orðið að ýmsu leyti jafnfjarlægt og fornöld Grikkja, þótt við sitjum enn uppi með sumar úreltar skoðanir þess, einkum í fræðslumálum og stjórnmálum. Fyrsta áfall sitt fékk rígskorðuð efnishyggja þess tíma með grjóthörð atóm sín, er Max Rlanck kom 1901 fram með orkuskammtakenningu sína, en Þlanck sagði á einum stað: „Það getur aldrei orðið nein sönn andstaða milli trúarbragða og vísinda, því að þau uppfylla hvort annað. Ég hygg, að sérhver alvarlega hugsandi maður verði að viðurkenna og rækta trúhneigðina í eðli sínu, ef öll öfl mannssálarinnar eiga að starfa saman í fullkomnu jafnvægi og samræmi.“ Þarna féllu skoðanir séra Friðriks og Nóbelsverðlaunahafa 20. aldarinnar í sama farveg. 12 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.