Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 24
Náðargjafir — Iivjið sagði Lúther iiin þœr? TOMAS NYGREM Upplýsingar um afstöðu Lúthers til náðargjafanna eru misvísandi. Sumir halda því fram að Lúther hafi talað tungum og átt sérhverja gjöf Andans, einkum spádómsgáfu og gjöf trúboðans. Aðrir telja hann upphafsmann kenningarinnar um að gjafir Andans hafi verið bundnar við upphaf kirkjunnar og horfið með síðasta postulanum (cessationism). Sá sem vill skilja afstöðu Lúthers til andlegra gjafa þarf að gera sér nokkra grein fyrir hverjar aðstæður voru. Siðbótarhreyfingin klofnaði skömmu eftir að hún fór af stað. Meginhlutinn fylgdi Lúther en róttækari armur hafði forsvarsmenn með aðrar skoðanir. Þeim fannst Lúther ekki ganga nógu langt. Hluti þeirra var mjög öfgafullur („extrem- karismatiker"). Sem dæmi má nefna að þrír menn frá litlum bæ sem hét Zwickau komu fram og sögðust vera spámenn sem hefðu átt í samræðum við Guð almáttugan. Andinn leiddi þá svo ákveðið að þeir þyrftu enga Biblíu: „Ef Guð hefði ætlast til að Biblían skipti máli hefði hann látið hana falla niður beint frá himni.“ Nokkrum árum síðar hafnaði annar forvígismaður róttækra siðbótarmanna, Thomas Muntzer, sem einnig kom frá Zwickau, allri skírn og sagði að Biblían væri ekki annað en pappír og blek: „Biblía, babel, bull.“ Muntzer boðaði líka að það ætti að drepa alla óguðlega til að flýta fyrir komu guðsríkisins. Hann varð einn af leiðtogum bændauppreisnarinnar. Fyrir úrslitaorrustuna hélt hann því fram að allir sem berðust með honum væru ónæmir fyrir vopnum furstahersins. Hann náðist sjálfur og var tekinn af lífi þegar uppreisnin var bæld niður. Margir af bændunum sem höfðu trúað orðum hans féllu líka í orrustunni. Róttæka siðbótarhreyfingin var á villigötum um náðargjafir og hafði snúið baki við Ritningunni. Þegar Lúther talaði um Andann og verk Andans þurfti hann því að gæta sín á tvennu. Bæði á Róm, sem hafði tengt trúna og verk Andans við kirkjuvaldið og sakramentin, og róttæku siðbótarhreyfingunni, sem hafði hafnað öllu hinu ytra. Hinir síðarnefndu töldu að Andinn gæti gefið glænýjar opinberanir og væri þeim miðlað óháð Orðinu. úther lagði þess vegna áherslu á að Andinn kemur þegar hann vill, fyrir tilverknað Orðsins og sakramentanna - náðarmeðalanna sem við höfum fengið. Sá sem vill eignast hlutdeild í Andanum á að leita hans þar sem Ritningin hefur heitið nærveru hans. Lúther taldi einnig, án þess að gera það að lykilatriði, að náðargjöfunum hefði verið ætlað að staðfesta réttmæti kirkjunnar og koma henni á stofn. Því hlutverki var lokið þegar síðasti postulinn dó og þess vegna hurfu gjafirnar. Hann taldi líka að þeir sem treystu á opinberanir, drauma og kraftaverk ættu á hættu að vera tældir af hinum llla sem leiðir í villu. Að mati 24 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.