Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 35

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 35
Ég minntist á hann Abraham en við hann var fróðlegt að ræða. Hann tilheyrir einni af hinum svokölluðu fornkirkjum Austurlanda (Oriental Churches) sem við þekkjum flest lítið til. í Kerala ríkir nokkurt jafnvægi milli hindúa, múslíma og kristinna. Ekki getur verið um að ræða kristniboð nema þá á meðal ættflokka sem ekki tengjast áðurnefndum trúarbrögðum en Víd klaustrið Maguzzano áhersla er á að bera trúnni vitni með lífi sínu. Þarna er skipulögð kristindómsfræðsla fyrir alla aldurshópa á sunnudögum. Abraham sagði mér frá merkilegu fyrirbæri, að þúsundir trúaðra hópist til hinnar helgu borgar Benares til þess að lofa og vegsama Jesú. Þarna er ekki um að ræða að þetta fólk sé að gera hann að hindúa heldur er trú þess á þann Jesú sem guðspjöllin birta einlæg og eins og Abraham sagði: „Við megum leggja okkur fram ef við eigum að standast samanburð við þetta fólk í kristilegu líferni." Aðspurt telur þetta fólk því hins vegar fara fjarri að það sé kristið - það hugtak er því framandi. Hvernig þessi hreyfing muni þróast verður tíminn að leiða í Ijós. Vegna tilfallandi lasleika gat ég ekki sinnt umbeðinni messu en formið sem ég hafði undirbúið tóku þau Marjatta frá Finnlandi og Lehel, af ungverska þjóðarbrotinu í Rúmeníu, og mér heyrðist að þau hefðu komist vel frá sínum hlutverkum. Til stóð að samveran árið 2019 yrði í Ungverjalandi en af því þjóðerni hefur afar hæft og viðkunnanlegt fólk tengst samtökunum, m.a. áðurnefndur Lehel, prófessor í nýjatestamentisfræðum. Vandamál reyndust með þá tímasetningu en Ungverjar aðstoðuðu við að finna stað í Rúmeníu fyrir samveruna í nýlega uppbyggðum stað skammt frá Búkarest. Áður hafði reyndar borist fyrirspurn til íslands um það hvort til greina kæmi að samveran yrði hér á næsta ári. Til þess töldum við of skamman fyrirvara en samþykktum að vinna að því að slík samvera gæti orðið hérlendis vorið 2020. Byrjað er að huga að stað og kanna ýmsar aðstæður og stofna undirbúningsnefnd en vissulega þarf að kalla fleira fólk til starfa. Nefndina skipa, auk greinarhöfundar, þau Sígríður Halldórsdóttir, prófessor á Akureyri og sr. Gunnþór Ingason, nú starfandi á Biskupsstofu. Þegar þetta er ritað í Maguzzano, við opinn glugga og fjölbreyttan fuglasöng, skín sólin glatt og útsýnið er undurfagurt yfir lendur klaustursins og áfram niður að Gardavatninu. Nokkru austar við vatnið er hinn fallegi og snyrtilegi bær, Desenzano. Meiri ró er yfir ítölum hér norður frá en manni skilst að sé á Suður-Ítalíu og friðsælt þar sem við höfum farið um. Það er að koma að morgunverðí og svo kveðjustund er fólk heldur til ýmissa átta, suður til Möltu, austur til Moldavíu, norður til Finnlands og vestur til írlands svo nokkrar þátttökuþjóðanna séu nefndar. Kvaddist fólk í von um að sjást aftur á næsta ári. bjarmi | apríl 2018 | 35

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.