Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 40

Bjarmi - 01.04.2018, Blaðsíða 40
Þverstæða kristimiar tríiari<>kiiiiar GRÉTAR HALLDÓR GUNNARSSON Það hefur ekki farið fram hjá neinum að vinsældir austrænna trúariðkana hafa vaxið mikið á Vesturlöndum í seinni tíð. Þar fer mikið fyrir hugleiðslu og jógaiðkunum, ættuðum úr austrænum jarðvegi. Eitt af því sem einkennir fjölbreyttar trúariðkanir Austurlanda fjær er að iðkendur þeirra líta jafnan svo á að trúariðkun þeirra sé að skila þeim í átt að tilteknu marki. Þannig eru allar þær mörgu andlegu aðferðir sem er að finna, t.d. ( indversku samhengi, álitnar leiðir í átt að einu marki - samruna við guðdóminn (í þessu samhengi er verðugt að benda á að orðið jóga kemur úr sanskrít og merkir samruni). Öllum er Ijóst sem stunda trúariðkanir í hinu indverska samhengi, að þær eru iðkaðar til að færa manneskjuna nær guðdóminum, í átt að samruna. IÐKUN í ÁTT AÐ MARKI? Ef við skoðum trúarhefð kristindómsins í þessu Ijósi þá sjáum við að það er ákveðið hik í okkar trúarhefð að skilja trúariðkun sem leið í átt að marki. Tilhneigingin er stundum frekar sú að sjá kristna trúariðkun sem 1) þakklætisviðbragð við því sem Guð hefur þegar gert eða 2) skyldurækni. Og hvers vegna skyldi það vera? Hvers vegna skyldi það vera að vestrænn kristindómur, sér í lagi mótmælendakristindómur, hafi haft tilhneigingu til að sjá trúariðkun ekki sem iðkun í átt að marki? Til að skoða það þá þurfum við að staldra við vissa tilhneigingu sem á djúpar rætur í vestrænum kristindómi og helstu hugsuðum hans. MANNESKJAN SEM ÞIGGJANDI Vestrænn kristindómur hafði ákv- eðna tilhneigingu, grundvallaða á fagnaðarerindinu og ritningunum, að álíta manneskjuna fyrst og fremst þiggjanda Guðs náðar. Þetta var undirstrikað af helstu hugsuðum hefðarinnar, þ.á.m. Ágústínusi kirkjuföður. ( öllum þeim fjölda rökræðna, sem Ágústínus átti í, hneig hans mál gjarnan í þá átt að manneskjan væri þiggjandi náðar Guðs. Manneskjunni væri þannig, svo að segja, ófært að færast nær Guði, án Guðs hjálpar. Ágústínus gagnrýndi þannig t.d. Þelagíus sem taldi að manneskjan hefði frjálsan vilja til að velja Guð. Ágústínus sagði að manneskjan væri svo rækilega undir synd að hún gæti ekki fundið leiðina til Guðs sjálf, án náðar Guðs. Marteinn Lúther, upphafsmaður siðbótarinnar, átti eftir að höggva í sama knérunn. Hann sótti fram gegn sérhverri tilraun manneskjunnar til að réttlæta sig frammi fyrir Guði. Hann sagði að innri umbreyting kæmi á undan ytri umbreytingu því að manneskjan gæti ekki rifið sig upp á hárinu til Guðs. Það er Guð sem frelsar manneskjuna og af þeirri innri umbreytingu streyma öll hennar góðu verk. í riti sínu, 40 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.