Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . Madeira v ra . skrúðgarðurinn í Atlantshafinu“ Verð frá kr. 138.350 .A th .a ð ve rð et rb re ys tá n fy rir br e st án fy rir 23. apríl í 9 nætur Skoðaðu úrval gistinga inná heimsferdir.is 595 1000 www.heimsferdir.is LOKADAGAR ÚTSÖLU ENNMEIRI VERÐLÆKKUN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Átta ríkisstofnanir sem áttu að hafa hlotið jafnlaunavottun fyrir árslok 2019 hafa enn ekki lokið innleiðingu vottunar og sömu sögu er að segja af 15 sveitarfélögum sem áttu að vera komin með vottun í lok árs 2019. Þá eiga fjögur fyrirtæki með 250 starfs- menn eða fleiri sem áttu að ljúka inn- leiðingunni fyrir lok ársins 2019 enn eftir að fá vottun og níu fyrirtæki með 150 til 249 starfsmenn sem áttu að vera komin með vottun fyrir árs- lok 2020 eru ekki komin með vottun. Þetta kemur fram á nýju yfirliti Jafnréttisstofu um stöðu jafnlauna- vottunar um seinustu áramót. Stofn- unin ætlar nú að bregðast við gagn- vart þeim sem hafa ekki lokið innleiðingunni fyrir tilsettan tíma áranna 2019 og 2020 en Jafnréttis- stofa hefur heimild til að beita dag- sektum. Hafa fengið ríflegan frest „Því miður vantar enn upp á að aðilar sem áttu að hafa hlotið jafn- launavottun í árslok 2019 og 2020 hafi klárað ferlið. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu undanfarin tvö ár hafa þessir aðilar fengið ríflegan frest. Nú er það mat Jafnréttisstofu að sá frestur sé liðinn og er stofnunin því að undirbúa tilkynningar um ákvörð- un um álagningu dagsekta,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Nú hafa stofnanir og fyrirtæki á landinu með rúmlega 96 þúsund starfsmenn fengið jafnlaunavottun. 117 ríkisstofnanir hafa lokið innleið- ingunni og fengið vottun eða 94% allra ríkisstofnana sem þurfa að fá vottun. 39 sveitarfélög hafa fengið jafnlaunavottun. 71 fyrirtæki með 250 eða fleiri starfsmenn eða 95% er komið með jafnlaunavottun og 54 fyrirtæki með 150 til 249 starfsmenn eða 86% fyrirtækja í þeim stærðar- flokki hafa lokið vottun. Um nýliðin áramót rann út frestur fyrirtækja með 90-149 starfsmenn til að fá vottun. Þá var staðan sú að 40 fyrirtæki eða 41% af heildinni höfðu fengið vottun en 58 fyrirtæki eða 59% höfðu ekki lokið við verkefnið. Geta átt dagsektir yfir höfði sér - Átta ríkisstofnanir og 15 sveitarfélög hafa ekki lokið innleiðingu jafnlaunavottunar - Liðin eru tvö ár frá því að frestur rann út - Jafnréttisstofa undirbýr tilkynningar um ákvörðun um álagningu dagsekta Sveitarfélög Áttu að klára fyrir árslok 2019 Lokið Ólokið Alls 72% 28% 39 15 54 Ríkisstofnanir Áttu að klára fyrir árslok 2019 Lokið Ólokið Alls 94% 6% 117 8 125 Staðan á jafnlaunavottun í árslok 2021 Heimild: Jafnréttisstofa Fyrirtæki 250+ starfsmenn Áttu að klára fyrir árslok 2019 Lokið Ólokið Alls 95% 5% 71 4 75 Fyrirtæki 150-249 starfsmenn Áttu að klára fyrir árslok 2020 Lokið Ólokið Alls 86% 14% 54 9 63 Fyrirtæki 90-149 starfsmenn Áttu að klára fyrir árslok 2021 Lokið Ólokið Alls 41% 59% 40 58 98 Morgunblaðið/Golli Baráttufundur á kvennafrídegi Fyrirtæki og stofnanir sem eru með ríflega 96 þúsund starfsmenn hafa þegar fengið jafnlaunavottun. Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Stefán Eiríksson útvarpsstjóri seg- ist ekki hafa sótt um sérstaka und- anþágu hjá heilbrigðisráðuneytinu fyrir afhendingu Íslensku bók- menntaverð- launanna á Bessastöðum á þriðjudagskvöld. Hins vegar hafi áður verið sótt um almenna und- anþágu fyrir starfsemi Rúv til þess að geta sent út viðburði. „Það gengur erfiðlega að senda út stærri viðburði í tíu manna sam- komutakmörkunum. Við höfum sótt um slíka undanþágu þegar þörf hef- ur verið á því,“ segir Stefán. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær sagði Sif Gunnarsdótt- ir forsetaritari að Rúv væri með und- anþágu frá almennum sóttvarna- reglum og því hefðu fleiri en tíu mátt koma saman við afhendingu verð- launanna. Að sögn Stefáns gilda sömu reglur um útsendingar og sviðslistir: „Það er langt síðan það lá fyrir frá ráðuneytinu að reglurnar sem gilda um sviðslistir gilda líka um útsend- ingar og framleiðslu á sjónvarpi og kvikmyndum og slíku.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Afhending Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022. Rúv með undanþágu til að sinna útsendingum - Almenn undan- þága ekki bundin neinum viðburði Stefán Eiríksson Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala hafa á undanförnum mánuðum óskað eftir lækkun á starfshlutfalli. Ástæðan sem þeir hafa gefið er sú að þeir treysta sér ekki til þess að starfa í fullu starfshlutfalli, að sögn Gunnars Ágústs Beinteinssonar, fram- kvæmdastjóra mannauðs hjá Land- spítalanum. „Þessara breytinga hjá þeim varð vart í október sl. og hafa þær verið að taka gildi á síðustu vikum í sam- ræmi við lögbundinn uppsagnarfrest og gildandi kjarasamninga,“ sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Morg- unblaðsins. „Að sama skapi eru aðrir hjúkrunarfræðingar að hækka starfshlutfall sitt.“ Tilefni fyrirspurnarinnar var ábending sem barst um að hjúkrun- arfræðingar geti minnkað fast starfshlutfall sitt, jafnvel allt niður í 50%. Séu þeir beðnir um meira vinnuframlag verði það í formi auka- vakta eða yfirvinnu. Það geti mögu- lega skilað þeim hærri tekjum en ef starfshlutfallið væri aukið sem nem- ur yfirvinnunni. „Lækkun á starfshlutfalli leiðir óneitanlega til lækkunar á launum í samræmi við breytt starfshlutfall en þessir hjúkrunarfræðingar hafa líkt og aðrir hjúkrunarfræðingar bráða- móttökunnar möguleika á að taka aukavaktir ef þær bjóðast,“ sagði í svari spítalans. Ítrekað hefur komið fram að fleiri hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. gudni@mbl.is Hjúkrunarfræðingar treysta sér ekki í fullt starf - Nokkrir á bráðamóttöku vildu lækka starfshlutfall sitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.