Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
E60
Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960
Mikið úrval lita bæði á
áklæði og grind.
Sérsmíðum allt eftir
pöntunum.
Stóll E60 orginal kr. 44.100
Retro borð 90 cm kr. 163.300
(eins og á mynd)
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
Gunnar Valur
Gíslason, bæjar-
fulltrúi og for-
maður menning-
ar- og safna-
nefndar
Garðabæjar,
sækist eftir 3.-4.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins í bæn-
um 5. mars næst-
komandi.
Gunnar Valur hefur setið í bæjar-
stjórn sl. átta ár, einnig gegnt emb-
ætti forseta bæjarstjórnar, setið í
bæjarráði og stjórn Strætó.
Gunnar vill 3.-4.
sætið í Garðabæ
Gunnar Valur
Gíslason
Sigurbjörg Erla
Egilsdóttir hefur
tilkynnt að hún
vilji áfram leiða
lista Pírata í
Kópavogi í kosn-
ingunum í vor.
Segir hún árang-
ursríkt kjör-
tímabili að baki,
Píratar hafi kom-
ið ýmsum góðum
málum í verk þrátt fyrir að vera í
minnihluta í bæjarstjórn. Lögð hafi
verið áhersla á aukið íbúasamráð,
gegnsæi, að standa vörð um mann-
réttindi og persónuvernd.
Vill leiða Pírata
áfram í Kópavogi
Sigurbjörg Erla
Egilsdóttir
Hrannar Bragi
Eyjólfsson, lög-
fræðingur og
leikmaður
Stjörnunnar í
handbolta, sæk-
ist eftir 4.-5. sæti
í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í
Garðabæ fyrir
komandi kosn-
ingar.
Hrannar Bragi var á lista flokks-
ins í síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum og hefur setið undanfarin
fjögur ár í menningar- og safna-
nefnd Garðabæjar.
Hrannar sækist eftir
4.-5. sæti í Garðabæ
Hrannar Bragi
Eyjólfsson
Dagbjört Snjó-
laug Oddsdóttir
hefur ákveðið að
bjóða sig fram í
annað sæti á lista
Sjálfstæðis-
flokksins á Sel-
tjarnarnesi í
prófkjöri sem fer
fram 26. febrúar
nk. Dagbjört er
sjálfstætt starf-
andi lögmaður og atvinnurekandi.
Hún á sæti í stjórn Sjálfstæðisfélags
Seltirninga og er nefndarmaður í
íþrótta- og tómstundanefnd Sel-
tjarnarnesbæjar.
Dagbjört vill 2. sæti
á Seltjarnarnesi
Dagbjört Snjólaug
Oddsdóttir
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Veðurfar ársins 2021 var hagstætt, tíð
var góð og illviðri fátíð. Hiti var rétt
yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og
það var tiltölulega þurrt um land allt.
Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstof-
unnar um tíðarfar ársins 2021, sem
stofnunin birti á dögunum.
Það skiptast svo sannarlega á skin
og skúrir í veðrinu hér á landi. Þannig
var árið 2020 illviðrasamt, meðalvind-
hraði var óvenjuhár og óveðursdagar
margir. Aftur á móti var árið 2019
fremur hlýtt og tíð hagstæð.
Fram kemur í tíðarfarsyfirliti Veð-
urstofunnar að sumarið 2021 var
óvenjuhlýtt, sólríkt og þurrt á Norð-
ur- og Austurlandi. Víða var sumarið
það hlýjasta frá upphafi mælinga í
þessum landshlutum og allmörg hita-
met voru slegin. Þessi miklu hlýindi
voru stærstu tíðindi veðurársins 2021.
Mánaðarmeðalhiti fór m.a. yfir 14 stig
á nokkrum veðurstöðvum sl. sumar
en meðalhiti eins mánaðar á Íslandi
hafði aldrei áður farið yfir 14 stig á
nokkurri stöð.
Óslitin hlýindi í marga mánuði
Vorið og langt fram í júní var kalt,
þurrt og sólríkt og gróður fór seint af
stað. Við tóku óvenjuleg og nánast
óslitin hlýindi á Norður- og Austur-
landi sem stóðu fram í byrjun sept-
ember. Sumarið var það hlýjasta frá
upphafi mælinga, m.a. á Akureyri,
Egilsstöðum, Dalatanga og á Gríms-
stöðum á Fjöllum. Dagar þegar há-
markshiti mældist 20 stig eða meira
einhvers staðar á landinu hafa aldrei
verið fleiri. Á meðan var þungbúnara
og tiltölulega svalara suðvestanlands,
en þó tilltölulega þurrt.
Úrkomusamara varð svo þegar leið
á árið. September og október voru
blautir á Norður- og Austurlandi og
september og nóvember voru úr-
komusamir suðvestan- og vest-
anlands. Mikið rigningarveður gerði á
norðaustanverðu landinu í byrjun
október, þá sérstaklega á Tröllaskaga
og í Kinnarfjöllum. Miklar skriður
féllu í Kinn og Útkinn. Desember var
hægviðrasamur og tiltölulega snjó-
léttur um land allt.
Meðalhiti í Reykjavík var 5,4 stig í
fyrra og er það 0,2 stigum yfir með-
allagi áranna 1991 til 2020, en jafnt
meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykk-
ishólmi var meðalhitinn 4,7 stig, 0,2
stigum yfir meðallagi áranna 1991 til
2020. Á Akureyri var meðalhitinn 4,6
stig sem er 0,4 stigum yfir meðallagi
áranna 1991 til 2020 en 0,2 stigum yfir
meðallagi síðustu tíu ára. Á landsvísu
var hitinn 0,2 stigum yfir meðallagi
1991 til 2020, en 0,1 stigi undir með-
allagi síðustu tíu ára.
Ársúrkoma í Reykjavík mældist
765,3 millimetrar sem er 87% af
meðalúrkomu áranna 1991 til 2020, en
82% af meðalúrkomu síðustu tíu ára.
Óvenjuþurrt var fram eftir ári í
Reykjavík. Heildarúrkoma ársins var
óvenjulítil í Reykjavík alveg þar til í
september, eða um 65% af meðalúr-
komu áranna 1991 til 2020. En svo
varð úrkomusamara í höfuðborginni
þegar leið á árið. Á Akureyri mældist
ársúrkoman 636,4 mm, 11% umfram
meðallag áranna 1991 til 2020, en rétt
undir meðallagi síðustu tíu ára.
Óvenjusnjólétt var í fyrra
Árið var óvenjusnjólétt á suðvestan-
verðu landinu. Alhvítir dagar ársins í
Reykjavík voru aðeins 17, sem er 38
færri en meðaltal áranna 1991 til 2020.
Alhvítir dagar hafa aðeins einu sinni
verið færri í Reykjavík en það var árið
2010 þegar þeir voru 16. Veturinn 2020
til 2021 (desember til mars) í Reykja-
vík var sá næstsnjóléttasti frá upphafi
mælinga, veturinn 1976 til 1977 var
snjóléttari. Jörð varð aldrei alhvít í
Reykjavík í janúar. Það hefur aðeins
gerst þrisvar áður.
Sólskinsstundir í Reykjavík mæld-
ust 1.224,8, sem er 144 stundum færri
en í meðalári 1991 til 2020, en 141
stund færri en að meðaltali síðustu tíu
ár. Árið var mjög sólríkt á Akureyri.
Sólskinsstundirnar mældust 1.291,1
eða 240 fleiri en að meðaltali 1991 til
2020, en 221 stund fleiri en að með-
altali síðustu tíu ár. Árið hefur aðeins
einu sinni verið sólríkara á Akureyri,
en það var árið 2012.
Tíðin var góð og illviðri fátíð
- Veðurfar ársins 2021 var hagstætt, segir í yfirliti Veðurstofunnar - Mikil breyting frá 2020 þegar
vindhraði var óvenjuhár og óveðursdagar margir - Hlýindi fyrir norðan og austan stærstu tíðindin
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Akureyri í sumar Einmuna blíða var þar dag eftir dag og þess naut fólkið í botn, bæði heimamenn og aðkomumenn,
sem flykktust til bæjarins. Sumarið var það hlýjasta frá upphafi mælinga á Akureyri, höfuðstað Norðurlands.
Mjög illviðrasamt hefur verið á fyrstu dögum ársins 2022 og minnir
það mjög á byrjun ársins 2020. Tíð var óhagstæð og illviðrasöm í byrj-
un þess árs og að mestu leyti fram að páskum. Meðalvindhraði var
meiri en vant er og loftþrýstingur lægri. Illviðri voru mjög tíð og miklar
samgöngutruflanir voru vegna óveðurs og mikils fannfergis. Snjóþungt
var norðan- og austanlands og á Vestfjörðum. Tvö stór snjóflóð féllu á
Flateyri og eitt í Súgandafirði þann 14. janúar. Mikið austanveður gekk
yfir landið þ. 14. febrúar og bættist í hóp verstu illviðra síðustu ára.
„Meðalvindhraði hefur verið í meira lagi fyrstu 24 daga mánaðarins,
reiknast 7,7 m/s í byggðum landsins. Það er að vísu minna en í hitteð-
fyrra (2020) þegar meðalvindhraði sömu daga var 8,5 m/s, en það var
líka það mesta á öldinni – og var þá sá mesti þessa sömu daga frá 1975
að telja,“ sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggi sínu í vikunni.
Minnir á byrjun ársins 2020
MJÖG ILLVIÐRASAMT HEFUR VERIÐ Á LANDINU FYRSTU DAGA ÁRSINS 2022
Óveður Mikil flóð urðu í Grindavík í byrjun ársins
og skemmdir hjá fiskvinnslu Vísis við höfnina.
Morgunblaðið/Eggert