Morgunblaðið - 27.01.2022, Side 54
Snertitaug nefnist sýning sem opn-
uð verður í D-sal Listasafns Reykja-
víkur í Hafnarhúsi í dag milli kl. 17
og 22. Á henni sýnir Ásgerður
Birna Björnsdóttir og er hún 46.
myndlistarmaðurinn sem sýnir í
sýningaröðinni í salnum sem hóf
göngu sína árið 2007. Í röðinni er
myndlistarmönnum boðið að halda
sína fyrstu einkasýningu og eiga
þeir það sameiginlegt að hafa mót-
andi áhrif á íslenska myndlist-
arsenu, eins og því er lýst í tilkynn-
ingu.
„Verk Ásgerðar Birnu eiga sér
stað á breiðum efnislegum skala; ör-
fínar agnir, kílómetrar af raf-
magnsvír, línudans á mörkum þess
áþreifanlega og ósnertanlega. Á
sýningunni setur hún fram verk
sem best er lýst sem ljóstillífandi
innsetningu. Sólarrafhlöður safna í
sig orku sem knýja áfram vídeó-
verk. Birtuskilyrði og hækkandi sól
stýra því hvernig verkið birtist dag
frá degi. Málmsteyptir skúlptúrar í
formi lífrænna greina bera uppi raf-
magnssnúrur sem flytja orkuna frá
einum stað til annars. Spírandi val-
hneta getur af sér grænar greinar.
Sjónum er beint að flæði og ferða-
lagi orku og varpar ljósi á samlífi
náttúru og tækni, þess lífræna og
stafræna. Ekkert á sér stað í tóma-
rúmi og allt er öðru háð. Virknin
býr í ögnum, bylgjum og annarri
orku á milli og handan heima,“ seg-
ir um sýninguna í tilkynningu.
Ásgerður lauk BA-prófi í mynd-
list frá Gerrit Rietveld Academie í
Amsterdam árið 2016 og hefur
haldið fjölda sýninga. Snertitaug er
unnin í samstarfi við fyrirtækin
Skorra og Snjallveggi.
Ásgerður 46. listamað-
urinn sem sýnir í D-sal
Innsetning Ásgerður Birna setur
fram verk í D-sal sem best er lýst
sem ljóstillífandi innsetningu.
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
Fagfólk STOÐAR
veitir
nánari upplýsingar
og ráðgjöf.
Tímapantanir
í síma 565 2885
Slitgigtarspelkur
fyrir hné
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Stefnumót við sjálfið nefnist sýning
Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur sem
opnuð verður í Nýlistasafninu í
Marshallhúsinu í dag frá kl. 17 til
21 og stendur hún yfir til 6. mars.
Mun sýningin taka breytingum á
þeim tíma því Ásdís verður með
upptökur í rýminu, streymisgjörn-
inga og aðrar uppákomur. Hún
segist m.a. ætla að sýna stillur úr
vídeóverkum af ferli sínum og seg-
ir sýninguna því að hluta nokkurs
konar yfirlitssýningu. „Ég ætla
líka að taka upp vídeó í sýningar-
rýminu og varpa á netinu,“ út-
skýrir hún.
Myndlistarferill Ásdísar spannar
um 22 ár. Hún útskrifaðist með
BFA-gráðu frá School of Visual
Arts í New York árið 2000 og MA-
gráðu frá University of California í
Los Angeles árið 2004 með áherslu
á vídeó- og gjörningalist. Ásdís
hefur sýnt víða um lönd, bæði á
einka- og samsýningum og af sýn-
ingarstöðum ber helst að nefna
Centre Pompidou í París og Tate
Gallery í London.
Vídeósprenging
Ásdís segir vídeólistina hafa
gengið í gegnum margt á þessum
tíma sem hún hefur starfað sem
myndlistarmaður, bæði tæknilega
séð og efnislega og þá sérstaklega
með tilkomu samfélagsmiðla á borð
við Instagram og Facebook. Á síð-
ustu tíu árum eða svo hafi orðið
gríðarleg breyting hvað varðar
fjölda vídeóa sem fólk setur á
þessa miðla.
„Ég hef alltaf verið svo spennt
að sjá hvernig þessi vídeó myndu
koma út núna í dag af því ég var
dálítið mikið að tala um mig sjálfa í
kameruna, eitthvað sem fólk er að
gera svo mikið í dag. Þá fannst
mér ekki margir í því,“ segir Ásdís
kímin og á þar við verk sem hún
var að gera fyrir tíu til tólf árum.
„Svo var ég líka að gera gjörninga
á netinu, frá árinu 2005, í gegnum
Skype og fannst það þá svo
„avant-garde“, vídeólist á netinu
en í rauninni er fólk að gera
þetta allt í dag, í gegnum vídeó-
fundi eða með spjalli á Face-
time,“ bætir hún við brosandi.
Innra samtal
– Hvernig finnst þér þessi
verk þín eldast?
„Bara rosalega vel og þess
vegna heitir sýningin Stefnumót
við sjálfið af því mér finnst þetta
vera svo mikið innra samtal,
ljóðrænt eintal,“ svarar Ásdís.
„Þegar ég horfi á vídeóin núna
finnst mér þau vera ljóðrænt
eintal, þau voru tekin upp þann-
ig. Og mér finnst eins og maður
taki vídeó öðruvísi upp þegar
maður er að taka upp þannig
vídeó frekar en eins og í dag
þegar fólk er að deila þeim á
samfélagsmiðlum.“
Ásdís segist hafa hætt að gera
vídeó í nokkurn tíma eftir að þau
tóku að streyma frá fólki á sam-
félagsmiðlum. „Mér fannst eins
og ég hefði einhvern veginn ekk-
ert að gera lengur í vídeólist,“
segir Ásdís og hlær. Nú ætli hún
að gera gjörninga á staðnum,
taka upp vídeó og varpa þeim.
– Gætirðu lýst list þinni í
stuttu máli fyrir þá sem þekkja
ekki til hennar?
„Já, ég myndi segja að hún sé
í rauninni myndlist sem snýst
mest um myndina sjálfa og ljóð-
rænt inntak myndarinnar.
Myndlist er oft ádeila á eitthvað
ákveðið en ég er meira í ljóðræn-
unni og vídeólistinni. Vídeóinn-
setningum og ljóði,“ svarar
Ásdís.
Ljóðrænt inntak myndarinnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mæðgur Ásdís Sif með dóttur sína Eve Lilju á gólfi Nýlistasafnsins í fyrradag. Hún opnar þar sýningu í dag kl. 17.
- Ásdís Sif Gunnarsdóttir lítur yfir ferilinn og skapar einnig ný verk á sýningu
sinni í Nýlistasafninu - Myndlist sem snýst mest um myndina sjálfa, segir hún
Költmynd leik-
stjórans Davids
Finchers, Fight
Club, hefur verið
breytt hressilega
fyrir kínversku
streymisveituna
Tencent Video. Í
lok myndar er
fjöldi háhýsa
sprengdur í loft
upp af undir-
mönnum ónefndrar aðalpersónu
myndarinnar sem leikin er af Ed-
ward Norton, sem hafði þá skömmu
áður stungið byssu upp í munninn á
sér og hleypt af. Tilgangurinn með
sprengingunum var að kollsteypa
kapítalísku samfélagi.
Í hinni nýju kínversku útgáfu
endar myndin hins vegar þannig að
aðalpersónan skýtur sig vissulega í
höfuðið en síðan kemur svartur
skjár með texta um að lögreglan
hafi komist að því hvað væri á
seyði, handtekið glæpamennina og
komið í veg fyrir hryðjuverkin.
Segir einnig að Tyler Durden,
ímyndaður félagi aðalpersónunnar,
leikinn af Brad Pitt, hafi verið
sendur á geðdeild og útskrifast
þaðan nokkru síðar. Kínverskir
aðdáendur myndarinnar, þ.e. í sinni
réttu útgáfu, hafa brugðist illa við
þessari ritskoðun streymisveitunn-
ar en ritskoðun á vestrænu sjón-
varpsefni og kvikmyndum er held-
ur algeng í Kína, eins og bent er á í
frétt á vef The Guardian.
Endi Fight Club
breytt í Kína
Brad Pitt í
Fight Club
Dönsku Bodil-
kvikmyndaverð-
launin verða af-
hent 19. mars og
greinir Politiken
frá því að kvik-
myndin Hvor
kragerne vender
muni hljóta níu
tilnefningar en
engin kvikmynd
hefur hlotið jafnmargar í sögu
verðlaunanna sem veitt eru af
dönskum kvikmyndarýnum. Er
myndin m.a. tilnefnd fyrir bestu
aðalleikkonu, Rosalinde Mynster.
Metfjöldi Bodil-
tilnefninga
Rosalinde Mynster