Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
✝
Þorsteinn Jó-
hann Bjarna-
son fæddist á
Hörgslandi á Síðu
28. júlí 1932. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Brákarhlíð í Borg-
arnesi 10. janúar
2022 í faðmi fjöl-
skyldunnar. For-
eldrar hans voru
Svanhvít Rúts-
dóttir, fædd 10. ágúst 1911, látin
21. apríl 1989 og Bjarni Lofts-
son, fæddur 27. desember 1905,
látinn 13. apríl 1991.
Þann 5. júní 1960 kvæntist
Þorsteinn Þórhildi Sigurðar-
dóttur, fædd 14. október 1939.
Foreldrar hennar voru Sigurður
Sverrisson, fæddur 4. október
1895 og Ástríður Bárðardóttir,
fædd 12. júní 1904.
Þorsteinn og Þórhildur eign-
uðust 4 börn: 1) Svandís Ásta,
fædd 26. nóvember
1959, maki Páll
Herbert Jónasson
og þau eiga 5 börn
og 10 barnabörn. 2)
Anna Kristín, fædd
25. febrúar 1964,
maki Hafsteinn
Rúnar Gunnarsson
og eiga þau 3 börn
og eitt barnabarn.
3) Sigurður Gunn-
ar, fæddur 18. nóv-
ember 1966. 4) Ragnhildur,
fædd 21. ágúst 1974, maki Ingi-
mar Theodórsson og eiga þau 2
börn.
Þorsteinn og Þórhildur
bjuggu lengst af í Hvassaleiti 9
og vann Þorsteinn hjá Sam-
vinnutryggingum/VÍS.
Útför Þorsteins fer fram frá
Grafavogskirkju í dag, 27. jan-
úar 2022, og hefst athöfnin
klukkan 13. Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Það er sagt að maður geti
ekki valið fjölskylduna sína en
ég hefði ekki getað valið betur
og fengið betri foreldra. Pabbi
var gull af manni og fyrir þá sem
þekktu hann þá er nánari lýsing
í raun óþörf.
Það var svo gott að leita til
hans með hvað sem er, speglun
hans var mér alltaf svo mikilvæg
og alltaf gaf hann sér tíma fyrir
okkur, hvort sem var fyrir
spjall, passa barnabörnin sín,
klippa tré, parketleggja eða
mála hús og ekki síst bara vera
til staðar. Betri fyrirmynd í líf-
inu hefði ég ekki getað haft og
það er ekki að ástæðulausu að
við systur eigum allar börn sem
skírð hafa verið eftir honum.
Í dag kveð ég elsku pabba í
bili með sorg í hjarta en umfram
allt þakklæti fyrir allt það góða
veganesti sem við fjölskyldan
fengum frá honum og tökum
með okkur út í lífið.
Þín
Ragnhildur.
Látinn er tengdafaðir minn
Þorsteinn Bjarnason á nítugasta
aldursári.
Þorsteinn var mikill fjöl-
skyldumaður og hugsaði vel um
börnin sín og fjölskyldur þeirra.
Ekki síst þegar barnabörnin
komu og barnabarnabörnin, og
sakna þau sárt afa síns.
Alla tíð síðan ég kynntist Þor-
steini hefur hann starfað hjá
Samvinnutryggingum og síðar
hjá VÍS eftir að Samvinnutrygg-
ingar breyttust í VÍS.
Hans vinna fólst m.a. í umsjón
með klúbbunum „Öruggur akst-
ur“ sem Samvinnutryggingar
héldu úti um árabil. Þar ferðað-
ist hann mikið um landið í sam-
bandi við klúbbana og eignaðist
marga vini víða um land.
Hann var oft kallaður inn í
tryggingaumboðin úti á landi til
að leysa þar af, og til að bjarga
málum, eða lægja öldur ef breyt-
ingar urðu á starfsháttum í um-
boðum úti á landi. Oft var hann
kallaður inn í þannig verkefni
þótt hann væri formlega hættur
störfum.
Hann var mjög farsæll í starfi
sínu hjá tryggingunum og þurfti
oft að leysa úr flóknum málum,
og alltaf leysti hann málin þann-
ig að tryggingatakinn fór sáttur
frá borði.
Þorsteinn var mikill ræktun-
armaður og hugsaði mjög vel um
stóra garðinn sem þau Þórhildur
áttu svo lengi, fyrst í Hvassaleiti
9, síðar Hesthömrum 15.
Það eru ófáar plönturnar og
græðlingarnir sem voru for-
ræktaðar hjá honum og komu
svo til okkar Svandísar að Sig-
nýjarstöðum og voru gróður-
settar þar.
Það má því segja að minning
hans lifi hér hjá okkur í skóg-
ræktinni á Signýjarstöðum því
þar á hann mörg handtökin.
Þegar heilsa Þorsteins og
kraftar fóru þverrandi og hann
sá fram á að geta ekki sinnt
garðinum eins og skyldi, seldu
þau Hesthamra 15 og fluttu í
litla íbúð í Fróðengi 1, þar sem
þau hafa búið síðustu ár.
Þorsteinn var samt duglegur
að koma til okkar að Signýjar-
stöðum, sérstaklega á vorin þeg-
ar Svandís var að gróðursetja og
þar var greinilega maður sem
kunni vel til verka, og síðan á
sumrin þegar ekki var unnið við
gróðursetningu var hann oft
mættur með klippurnar til að
snyrta og laga.
Þorsteinn átti lítið hjólhýsi
hjá okkur og hafði mikla unun af
að dvelja í því þegar hann var í
heimsókn.
Hann hugsaði vel um hjólhýs-
ið sitt og var mikið í mun að það
liti vel út.
Blessuð sé minning Þorsteins
Bjarnasonar.
Hvíl þú í friði.
Páll á Signýjarstöðum.
Elsku afi.
Það eru svo mörg orð sem
mig langar að skrifa, en það er
erfitt að trúa að það sé komið að
því að þurfa skrifa þetta. Það er
svo sárt að sakna en það er ótrú-
legt hvað það að skoða myndir
og rifja upp allar þessar minn-
ingar hlýjar hjartanu. Við vor-
um alltaf svo náin, þú varst alltaf
sá fyrsti til að vita ef mér fannst
einhverjir strákar í bekknum
mínum sætir, eða hvaða kenn-
arar voru erfiðir. Þú gafst mér
alltaf bestu ráðin hvað ég ætti að
segja og gera þó að allir væru
ekki alltaf sammála með þessi
ráð þá skildum við alltaf hvort
annað og gátum hlegið að þessu.
Þú varst alltaf minn helsti
stuðningsmaður í öllu sem mér
datt í hug að gera. Þú keyrðir
mig endalaust fram og til baka á
dansæfingar, fórst með mér í
búðina þegar það var eitthvað
„vont“ í matinn, leyfðir mér að
flytja inn til ykkar ömmu þegar
mig langaði í nám í Reykjavík og
stappaðir loks í mig stálinu þeg-
ar ég ákvað nýlega að flytja til
Bandaríkjanna í nám.
Eins og þú veist vel áttum við
það sameiginlegt að vera frekar
ákveðnar manneskjur, enda
bæði ljón í stjörnumerki. En við
vorum þó aldrei frek, og þú
passaðir að leiðrétta það alltaf.
Ég man ekki hversu oft þú gerð-
ir mömmu gráhærða með að
þrjóskast til að gista í hjólhýsinu
þínu í sveitinni í skítakulda og
ekki bætti það nú ástandið þeg-
ar ég fór að heimta að gista þar
líka. En þú auðvitað leyfðir mér
það og ég man að það var alltaf
aðalsportið að gera hjólhýsið
tilbúið fyrir þig þegar þú varst
að koma í sveitina í heimsókn.
Ég held að það segi mikið um
hvað ég hélt mikið upp á þig
þegar ég eignaði mér allar hvítu
beljurnar í fjósinu heima því
þær voru jú langfallegastar og
fengu þær allar nafnið afabelja.
Ég er svo þakklát fyrir allar
minningarnar, þakklát fyrir
facetime-símtölin síðustu mán-
uði og sérstaklega þakklát fyrir
síðustu vikur sem ég gat setið
hjá þér í Borgarnesi. Það verður
erfitt að takast á við lífið án þín
og allar rokhviðurnar sem munu
verða á mínum vegum, en ég
veit að það verður allt í lagi því
þú passar upp á mig eins og allt-
af.
Þín afastelpa,
Herdís.
Þorsteinn, maður Þórhildar
frænku minnar frá Ljótarstöð-
um, var einstakt prúðmenni,
tryggur og hjálpsamur. Hann
var viðræðugóður og fróður og
alla tíð ljúfur og uppörvandi á að
hitta.
Þegar ég nú hugsa til baka þá
man ég ekki fyrr eftir mér í
Reykjavík en að Þórhildur og
Steini og líka Ágústa föðursystir
mín væru endalaust reiðubúin
að fæða og hýsa mig og okkur
frá Flögu. Það var eins og fólkið
sem flutti úr sveitinni og til
Reykjavíkur væri skuldbundið
til að fórna sér í alls kyns útrétt-
ingar og að maður tali ekki um
leiðbeiningar og ráðgjöf á stig-
um borgarinnar.
Í líklega minni fyrstu ferð á
eigin vegum til Reykjavíkur,
sennilega um fermingu, gisti ég
hjá þeim Þórhildi og Þorsteini í
Hvassaleiti. Fyrsta kvöldið var
ákveðið að daginn eftir færi ég
einn í bæinn, en til þess þyrfti ég
að taka strætó. Því var ákveðið
um kvöldið að fara í bíltúr, þau
sýndu mér aðstæður og gerðu
áætlun fyrir næsta dag.
Það átti að byrja á að taka leið
þrjú í biðskýlinu á Háaleitis-
braut, fara með honum á Hlemm
og fara úr hjá klukkunni, ganga
Laugaveginn niður á Torg, síðan
Austurstræti að Morgunblaðs-
höllinni og Hafnarstrætið til
baka að Lækjartorgi. Þar átti að
taka þristinn að nýju heim á
Háaleitisbraut. Þetta gekk svo
allt eins og í sögu öllum til
ánægju. Svona var nú þeirra
hjálp og hugsun þegar ég ungur
og óreyndur var að reyna mig í
Reykjavík.
Seinna byrjuðum við Lydia
okkar búskap í kjallaranum hjá
þeim í Hvassaleiti. Þorsteinn
var okkur þá ómetanleg hjálp-
arhella þegar við keyptum okkar
fyrstu íbúð. Það var gæðastimp-
ill eins og allir vissu að hafa
hann með í ráðum fyrir okkur
óvitana. Í mörgum öðrum mál-
um var hann traustur og ráð-
hollur vinur á árum áður.
Í starfi Þorsteins hjá Sam-
vinnutryggingum og seinna VÍS
var hann mikils metinn og sér í
lagi hjá vinum og kunningjum í
Vestur-Skaftafellssýslu. Þar og
víðar var hann heimilisvinur og í
hávegum hafður, fólkið vissi að
það átti hauk í horni þar sem
hann var. Það er enn þann dag í
dag nóg að tala um Trygginga-
Steina þegar komið er austur
fyrir Jökulsá á Sólheimasandi
og maður hittir þá sem voru upp
á sitt besta á seinni hluta síðustu
aldar. Þar eins og annars staðar
var hann boðinn og búinn að
hjálpa og leiðbeina þegar vandi
var á höndum.
Seinna meir þegar ég fór að
bjástra í skógrækt sýndi hann
því mikinn áhuga og kom, mér
til mikillar ánægju, með að líta á
aðstæður. Hann gaf mér úr
ræktuninni sinni vagnhlass af
trjám til að gróðursetja. Það eru
nú vöxtulegar reyniviðarhríslur
sem fá mig til að hugsa til hans
þegar ég dáist að fegurð þeirra.
Að leiðarlokum vottum við
Lydia Þorsteini J. Bjarnasyni
virðingu okkar og þakklæti fyrir
allt gamalt og gott við minnumst
hans með mikilli hlýju í huga.
Þórhildi eiginkonu hans, afkom-
endum og öðrum ástvinum send-
um við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Vigfús Gunnar Gíslason.
Þorsteinn Jóhann
Bjarnason
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Ástkær sambýlismaður minn og besti vinur,
JÓN VALUR ARASON,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
30. desember. Útförin fer fram frá
Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 27. janúar
klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana
verður útförinni streymt á slóðinni: exton.is/streymi.
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins.
F.h. aðstandenda,
Þorgerður H. Elíasdóttir
Ari A. Jónsson Katrín Birna Kristensen
Hrönn Jónsdóttir Arnþór Gústavsson
Mikael Tamar Kristín Ósk
Katrín M. Guðjónsdóttir
Særún Lind Heiðar Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Við þökkum innilega öllum þeim sem komu að kveðja hjónin
ELÍS GUNNAR ÞORSTEINSSON
f. 5. júlí 1929, d. 3. desember 2017
og
EMILÍU LILJU AÐALSTEINSDÓTTUR
f. 12. Janúar 1934, d. 31. október 2021
og líka þeim sem horfðu á streymi frá kveðjustund.
Sérstakar þakkir og hlýjar kveðjur fá þau sem gerðu
kveðjustundir þeirra fallegar og eftirminnilegar, tónlistarfólk
og þau sem fluttu minningarorð og kveðjur.
Hluttekning, hlýhugur og kveðjur sem afkomendur og fjölskyldur
fengu hafa verið okkur hjartnæmar og styrkjandi.
Hjartans þakkir til samferðafólks sem auðgaði líf þeirra á langri
ævi.
Leifur Steinn Elísson Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir
Bjarnheiður Elísdóttir Kári Stefánsson
Alvilda Þóra Elísdóttir SvavarJensson
Gilbert Hrappur Elísson
Guðrún Vala Elísdóttir Arnþór Gylfi Árnason
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
SOFFÍA GEORGSDÓTTIR,
lést mánudaginn 10. janúar. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum starfsfólki á Báruhrauni,
Hrafnistu Hafnarfirði, fyrir hlýju og góða umönnun.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Ásgeir H. Bjarnason Ásta Andreassen
Georg Arnold Bjarnason Kim Danielson
Birna H. Bjarnason Wehrens Horst Wehrens
Ingunn Hildur Hauksdóttir Þröstur Þorbjörnsson
Örn Bjarnason Ágústa Kristmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELLA G. NIELSEN STEINGRÍMSSON,
Sléttuvegi 25, Reykjavík,
áður til heimilis í Helluvaði 19,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu, Sléttuvegi, Ljósafossdeild, þriðjudaginn
18. janúar. Útför hefur farið fram. Við sendum innilegar þakkir
til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærrar móður okkar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Ljósafossi fyrir góða og faglega
umönnun.
Súsanna Mary Jónsdóttir Sigurður Sæmundsson
Eva Margrét Jónsdóttir Kristbjörn Rafnsson
Jan Steen Jónsson Þóra Eiríksdóttir
Reynir Harald Jónsson Kolbrún Gísladóttir
Jón Steingrímur Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn