Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 KATTAFÓÐUR Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is „Ég hef alltaf verið skapandi og ákvað mjög ung að verða myndlist- armaður, löngu áður en ég skildi hvað það væri í rauninni. Ég tók hins vegar smá krókaleið að því, fór á náttúrufræðibraut í MR sem var mikill misskilningur, þrátt fyr- ir að ég hafi staðið mig ágætlega þar. Eftir menntó fór ég svo í Hússtjórnarskólann í Reykjavík, vann sem sushikokkur í nokkur ár og hóf meira að segja nám í fata- hönnun en áttaði mig fljótlega á því að mín rétta braut í lífinu væri í myndlistinni, eins og ég hafði alltaf verið viss um sem barn,“ segir Nína þegar hún er spurð hvort það hafi alltaf legið beint við að fara í listnám. Hún útskrifaðist með bæði BA-gráðu og MA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Það má greina húmor í litríkum verkum Nínu. Skúlptúra hennar er meðal annars að finna í hversdags- legum aðstæðum á heimilum fólks en henni finnst gaman að tengja myndlistina inn á heimilið. „Verkin mín eru skúlptúrísk og ég vinn mest í steinleir sem ég brenni og glerja. Ég hef mjög gaman af því að leika mér með efnið sjálft og reyni að ögra því sem tæknin segir mér að sé ekki hægt og ég held að það sjáist vel í mínum verkum. Þau eru litrík og kræklótt og skrýtin og dansa oft á milli þess að vera skúlptúrar og nytjahlutir eins og vasar eða kertastjakar. Hvert verk þarf að geta staðið sjálft sem skúlptúr en mér finnst mjög áhugavert að tengja skúlptúrinn inn á heimilið með því að koma honum í kunn- uglegra hlutverk, það er að segja að hann lifni einhvern veginn við með kertaljósi eða afskornum blómum. Hvert verk er handmótað og ég set mér það oft sem mark- mið að ég verði að prófa eitthvað nýtt í hverju einasta verki. Ég sæki innblástur í fagurfræði heim- ilisins og þær menningartengdu og trúarlegu athafnir sem eru okkur mikilvægar innan þess. Ég er mjög heilluð af hugmyndinni um heilagleika og það er hugtak sem ég er stöðugt að velta fyrir mér og uppgötva nýjar hliðar á.“ Hvernig er venjulegur dagur í þínu lífi? „Dagarnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Ég á erfitt með að drífa mig út úr húsi á morgn- ana og tek því góða stund í að drekka morgunkaffibollann áður en vinnudagurinn hefst. Stundum fer ég beint á vinnustofuna eftir morgunmat og dvel þar mislöngum stundum. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að ég sé búin að setja mig í réttar stellingar áður en ég byrja að skapa, ég þarf að vera búin að koma öllu frá sem gæti truflað eða dreift huganum. And- rúmsloftið á vinnustofunni þarf að vera þannig að ég geti gleymt stað og stund þannig að það er ekki alltaf hlaupið að því. Sumir dagar fara í endalaust stúss þar sem maður flakkar borgina enda á milli og suma daga þrái ég svo bara góðan félagsskap eða kaffihúsa- hangs og ég reyni þá að láta það eftir mér.“ Nína hugsar um verkin sín sem myndlist en ekki sem hönnun. Hún bendir þó á að ekki sé alltaf auð- velt að gera greinarmun á hönnun og myndlist. „Verkin mín eru myndlistarverk eða skúlptúrar. Jafnvel þó að þau hafi oft eitthvert notagildi sé ég þau alltaf sem skúlptúra, sem myndlistarverk. Það er kannski ekki alltaf nauðsynlegt að gera greinarmun milli hönnunar og myndlistar og það eru margir listamenn sem vinna jafnt beggja vegna við línuna en fyrir mig sem listamann er það mjög skýrt að það sem ég geri er myndlist. Það eru einhverjir straumar í loftinu núna hvað varðar leirlist og ég held að það sé að koma til baka að fólk kunni að meta handverkið sem felst í henni. Það er alveg ómetan- legt að eiga hlut sem er algjörlega einstakur, sem unninn hefur verið í höndunum á listamanni, og fólk er opnara fyrir því en áður. Það eru einhverjir töfrar í leirnum sem erfitt er að útskýra en maður lað- ast bara einhvern veginn að hon- um og því meira sem maður sér af leirlistaverkum því meira heillast maður af þeim. Leirverk hafa allt- af verið tengd heimilinu og þrátt fyrir að vera brothætt eru þau líka með endingarbestu efnum sem við eigum á jörðinni.“ Finnst þér vera pressa að gera söluvænlega list? „Nei, ég myndi nú ekki segja það þótt það sé vissulega eitthvað sem ég velti fyrir mér. Það skiptir alltaf mestu máli að fylgja hjart- anu og innsæinu við listsköpun. Í mínu tilfelli er það forvitnin sem leiðir mig áfram og ég er stans- laust á einhvers konar ferðalagi með list minni, að gera tilraunir og ýmsar uppgötvanir. Þetta er mjög persónulegt ferli og maður vonast til að snerta einhverja strengi í öðrum meðan á leiðinni stendur. Ég held að það væri ekki heilla- vænlegt að reyna að eltast við það sem maður telur vera söluvænlegt hverju sinni. Það er alltaf ánægju- legt þegar fólk heillast af því sem maður gerir og er tilbúið að fjár- festa í því en það er ekki það sem drífur mig áfram í sköpuninni. Það virðist vera mikil uppsveifla í því að Íslendingar séu spenntir yfir því að kaupa myndlist og maður tekur því opnum örmum.“ Hvernig verður árið 2022? „Ég er mjög spennt fyrir þessu ári sem er rétt að hefjast og ég ætla að byrja það á að eyða mikl- um tíma á vinnustofunni. Ég er búin að vera svo upptekin und- anfarið þannig að ég hef svo marg- ar hugmyndir sem mig langar að koma í framkvæmd og rannsaka nánar. Ég held að tíminn sé eitt það dýrmætasta sem maður á sem listamaður og blessunarlega get ég helgað mig listinni næstu mánuði. Svo mun ég setja upp sýningar seinna á árinu og vonandi tekst mér að fara utan í vinnuferðir. Það er alltaf svo mikið til að grúska í og ég hlakka til að fá tíma til að leyfa forvitninni að leiða mig áfram í gegn um árið.“ Fór krókaleið að draumnum Nína Óskarsdóttir myndlistarmaður gerir skemmtilega og skrýtna skúlptúra. Hún hefur alltaf verið list- ræn en prófaði nokkrar námsleiðir áður en hún fann sig í myndlist- ardeild Listaháskóla Ís- lands. Nína einbeitir sér alfarið að myndlist- inni núna og á lista- mannslífið vel við hana. Litadýrð Verk Nínu lifna við með blómum og kertum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölhæf Nína Óskarsdóttir listakona býr til skemmtilega skúlptúra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.