Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 51
Ljósmynd/Szilvia Micheller ÍÞRÓTTIR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 Gengi íslenska karlalands- liðsins í handknattleik á Evrópu- mótinuí Ungverjalandi og Sló- vakíu hefur verið lyginni líkast. Vissulega voru væntingarnar fyrir mótið miklar enda orðið ansi langt síðan að liðið var jafn vel mannað og það er í dag. Það er oft talað um brekkur í íþróttum, þegar á móti blæs, en það er eflaust réttara að tala um fjall, jafnvel Mt. Everest, í tilfelli íslenska liðsins á Evr- ópumótinu. Hver lykilmaðurinn á fæt- ur öðrum hefur helst úr lestinni vegna kórónuveirufaraldursins. Alls hafa ellefu leikmenn greinst með veiruna og allt leikmenn sem voru í stórum hlutverkum. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig leik- mannahópurinn og þjálfara- teymið hafa tekist á við allt mótlætið. Ég spjallaði við Bjarka Má Elísson, hornamann liðsins, stuttu eftir að hann greindist með kórónuveiruna og hann tal- aði sjálfur um að hann hefði aldrei upplifað jafn mikla trú og sjálfstraust innan hópsins síðan hann byrjaði að spila með landsliðinu árið 2012. Það hefur sannarlega skinið í gegn á mótinu til þessa og það hefur líka verið magnað að fylgjast með leikmönnunum sem eru að stíga sín fyrstu skref með liðinu. Þeir virðast allir hafa spilað yfir 100 lands- leiki fyrir Ísland. Þá verður að hrósa Ómari Inga Magnússyni fyrir hans hlutverk og hvernig hann hefur dregið vagninn al- gjörlega í fjarveru lykilmanna. Hann er ekki íþróttamaður árs- ins 2021 að ósekju. Ef og hefði og allt það. Hand- boltalandsliðið hefur þjappað þjóðinni saman í drepleiðin- legum janúarmánuði og það er ekki langt í að þetta lið vinni til verðlauna á stórmóti. Um það er ég algjörlega sannfærður. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is EM 2022 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Frakkar standa uppi sem sigurveg- arar í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handknattleik eftir sigur á Dönum í lokaleiknum í Búdapest í gærkvöld, 30:29, eftir að lengi vel leit út fyrir að þeir væru á leið í leikinn um fimmta sætið og Íslendingar í und- anúrslit. Danir voru fimm mörkum yfir þegar ellefu mínútur voru eftir, 27:22, en hrundu hreinlega á loka- kafla leiksins og misstu þar með efsta sætið í hendur Frakka. Nú verða það Frakkar sem mæta Svíum í undanúrslitum mótsins á morgun en Danir mæta Evrópu- meisturum Spánverja. Vonir Íslendinga um sæti í undan- úrslitum voru bundnar við danskan sigur og í 50 mínútur leit út fyrir að það yrði raunin. Það verður hinsvegar hlutskipti Íslands að mæta Noregi í leiknum um 5. sætið og keppnisréttinn á HM 2023 á morgun klukkan 14.30. Króatar náðu fjórða sæti riðilsins þegar þeir gerðu jafntefli við Hol- lendinga í næstsíðasta leik riðilsins í gær, 28:28. Liðin enda þar með bæði með þrjú stig í fjórða og fimmta sæti riðilsins en Króatar eru fyrir ofan Hollend- inga á markatölu og enda í áttunda sæti mótsins í heild en Hollendingar í tíunda sæti sem er þeirra besti árangur frá upphafi á stórmóti. Það kemur því í hlut Svartfellinga að enda í neðsta sæti riðilsins með tvð stig og í ellefta sæti mótsins en það er líka þeirra besti árangur. Hollendingar, enn án markaskor- arans Kays Smits og þjálfarans Er- lings Richardssonar sem voru áfram í einangrun vegna kórónuveirunnar, voru yfir mestallan fyrri hálfleikinn og með forystu að honum loknum, 15:13. Króatar voru hins vegar yfir, 26:23, þegar fimm mínútur voru eft- ir. Hollendingar jöfnuðu metin í 27:27 og Luc Steins jafnaði í lokin, 28:28. Steins var markahæstur Hollend- inga með sex mörk og Tom Jansen skoraði fimm. Ivan Martinovic skor- aði 12 mörk fyrir Króata og Marin Sipic átta. Frakkar hirtu efsta sætið - Sneru Danaleiknum við undir lokin AFP Búdapest Reynsluboltinn Nikola Karabatic sækir að vörn Dana í leiknum í gærkvöld þar sem Frakkar sneru tapi upp í sigur á lokamínútunum. Þráinn Orri Jónsson og Darri Ar- onsson, leikmenn Hauka, skoruðu báðir sín fyrstu mörk fyrir A- landslið Íslands í sigurleiknum gegn Svartfjallalandi. Þeir léku báðir sinn annan landsleik eftir að hafa komið inn í hópinn fyrir leik- inn gegn Króatíu. Þráinn Orri, sem er 28 ára gamall, skoraði tvö mörk og krækti í vítakast að auki og Darri, sem er 22 ára, skoraði eitt mark. Þráinn lék upphaflega með Gróttu en síðan í fjögur ár í Noregi og Danmörku áður en hann kom til Hauka síðasta sumar. Fyrstu mörk Þráins og Darra Ljósmynd/Szilvia Micheller Mark Þráinn Orri Jónsson skorar annað marka sinna í leiknum. Aron Pálmarsson kom aftur inn í ís- lenska landsliðið í handbolta þegar það mætti Svartfellingum í gær eftir að hafa verið í einangrun vegna kór- ónuveirusmits og misst af þremur leikjum. Aron skoraði tvö fyrstu mörkin en tognaði síðan í kálfa og kom ekki meira við sögu. „Við verð- um að taka stöðuna á því á morgun hvort hann geti spilað næsta leik. Það er náttúrlega ekki manneskjulegt að vera lokaður inni í litlu herbergi í viku og losna nokkrum tímum fyrir leik,“ sagði Gunnar Magnússon að- stoðarþjálfari landsliðsins. Óvissa með Aron eftir tognun Ljósmynd/Szilvia Micheller Byrjun Aron Pálmarsson skorar fyrsta mark leiksins í gær. MVM-höllin Búdapest, milliriðill EM, miðvikudag 26. janúar 2022. Gangur leiksins: 0:3, 1:6, 4:8, 4:12, 7:12, 7:17, 8:17, 10:18, 16:21, 17:25, 20:27, 21:30, 22:32, 24:34. Mörk Svartfjallalands: Milos Vujo- vic 11/1, Bozo Andjelic 6, Radojica Cepic 2, Vasko Sevaljevic 2, Marko Lasica 2, Nemanja Grbovic 1. Varin skot: Nebojsa Simic 4. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Íslands: Ómar Ingi Magnússon 11/5, Bjarki Már Elísson 8, Elvar Ás- SVARTFJALLALAND – ÍSLAND 24:34 geirsson 3, Elvar Örn Jónsson 2, Aron Pálmarsson 2, Ýmir Örn Gísla- son 2, Þráinn Orri Jónsson 2, Teitur Örn Einarsson 1, Darri Aronsson 1, Kristján Örn Kristjánsson 1, Sig- valdi Björn Guðjónsson 1. Varin skot: Viktor Gísli Hall- grímsson 9, Ágúst Elí Björgvinsson 2. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Andreu Marin og Ignacio García, Spáni. Áhorfendur: 5.200. Njarðvíkingar náðu Fjölniskonum á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfu- knattleik í gærkvöld þegar þær sigruðu Grindvíkinga á útivelli, 71:67. Njarðvík og Fjölnir eru nú jöfn á toppnum í þessari geysilega tvísýnu deild en liðin eru bæði með 20 stig eftir þrettán leiki. Grindavík er áfram í næstneðsta sætinu með sex stig úr fjórtán leikjum, tveimur stigum á undan Breiðabliki. Leikurinn í Grindavík var jafn allan tímann. Njarðvík var yfir í hálfleik, 32:31, lenti undir í byrjun þriðja leikhluta en hélt naumri for- ystu eftir það í síðari hálfleiknum. Robbi Ryan freistaði þess að minnka muninn fyrir Grindavík í eitt stig þegar tíu sekúndur voru eftir en skot hennar geigaði. Aliyah Collier skoraði 28 stig fyr- ir Njarðvík, tók 11 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Diane Diéné Oumou skoraði 14 stig og tók 14 fráköst og Lavína Joao Gomes skoraði 12 stig. Hjá Grindavík var Edyta Ewa Falenzcyk með 19 stig og Robbi Ryan skoraði 17 og átti 10 stoð- sendingar. Haukakonur styrktu stöðu sína í fjórða sætinu þegar þær unnu góð- an útisigur á Keflvíkingum, 80:72. Þær hafnfirsku eiga inni leiki á toppliðin en þær eru komnar með 12 stig eftir aðeins 10 leiki. Staðan var 54:54 eftir þriðja leik- hluta. Á lokasprettinum voru Hauk- ar hinsvegar sterkari, náðu tíu stiga forskoti þegar þrjár mínútur voru eftir, 74:64. Keira Robinson skoraði 24 stig fyrir Hauka, tók 15 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Lovísa Björt Henn- ingsdóttir skoraði 19 stig og Tinna Guðrún Alexandersdóttir 15. Agnes María Svansdóttir skoraði 14 stig fyrir Keflavík og Tunde Kilin 12. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Öflug Aliyah Collier átti stórleik með Njarðvíkingum í gær. Naumur sigur Njarðvíkinga Subway-deild kvenna Grindavík – Njarðvík ........................... 67:71 Keflavík – Haukar ................................ 72:80 Staðan: Njarðvík 13 10 3 873:810 20 Fjölnir 13 10 3 1099:988 20 Valur 12 8 4 922:870 16 Haukar 10 6 4 721:673 12 Keflavík 12 5 7 930:913 10 Grindavík 15 3 12 1073:1221 6 Breiðablik 13 2 11 924:1067 4 _ Skallagrímur hætti keppni. 1. deild kvenna Stjarnan – ÍR ........................................ 40:81 Staðan: ÍR 12 10 2 921:693 20 Ármann 11 9 2 897:697 18 Snæfell 13 8 5 967:913 16 Þór Ak. 13 7 6 946:885 14 Aþena/UMFK 12 7 5 864:866 14 KR 11 6 5 818:780 12 Hamar/Þór 11 6 5 790:771 12 Stjarnan 12 4 8 766:848 8 Tindastóll 11 4 7 806:863 8 Fjölnir b 11 2 9 643:825 4 Vestri 13 2 11 761:1038 4 Spánn Zaragoza – Murcia .............................. 91:78 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 5 stig fyrir Zaragoza, tók 5 fráköst og átti eina stoðsendingu á 16 mínútum. NBA-deildin Detroit – Denver .............................. 105:110 Toronto – Charlotte ......................... 125:113 Washington – LA Clippers.............. 115:116 Philadelphia – New Orleans............ 117:107 Boston – Sacramento ......................... 128:75 Brooklyn – LA Lakers....................... 96:106 Houston – San Antonio .................... 104:134 Golden State – Dallas......................... 130:92 Portland – Minnesota....................... 107:109 4"5'*2)0-#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.