Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Hver var Snorri Sturluson? Okkar helstu heimild um það er að finna í Sturlungu, nánar tiltekið í Íslend- ingasögu sem eignuð hefur verið Sturlu Þórðarsyni. Úlfar Bragason, prófessor emeritus við Stofnun Árna Magnússonar, hefur gefið út bókina Reykjaholt Revisited þar sem hann tekur fyrir þá mynd sem dregin er upp af Snorra og hans fólki í þessu verki. „Það má eiginlega rekja þetta allt aftur til þess þegar ég var að skrifa doktorsritgerð um Sturlungu,“ segir Úlfar. Hann gaf síðan út bókina Ætt og saga árið 2010 sem fjallar um frá- sagnarfræði Sturlungu. „Þar fékkst ég nú ekki mikið við persónulýsing- ar og það gerði ég heldur ekki í doktorsriti mínu en mig langaði til þess að fjalla meira um það,“ segir hann og bætir við að segja megi að bókmenntafræðin hafi vanrækt persónulýsingar í marga áratugi. „Lýsingin á Snorra í Íslendinga- sögu hefur verið milli tannanna á fræðimönnum. Þeim hefur ekki geðjast að hvernig honum er lýst. Ég sat lengi í stjórn Snorrastofu í Reykholti og þá var maður auðvitað að fást örlítið við hvernig maðurinn var og eins hvaða verk voru eftir hann. Það má segja að þetta hafi kannski verið útgangspunkturinn.“ Útgangspunkturinn vitlaus Úlfar segir að sig hafi langað til þess að kafa meira í þessar lýsingar á Snorra og fjölskyldu hans í Íslend- ingasögu þar sem hún er okkar helsta heimild um hann. Örlítið sé skrifað um Snorra í Hákonarsögu en annars sé Íslendingasaga megin- heimildin. „Sigurður Nordal skrifaði bókina Snorri Sturluson fyrir um hundrað árum og þá byggði hann lýsingu sína á Snorra mikið á því sem hann taldi að Snorri hefði skrifað.“ Úlfar skýrir að Sigurður hafi unn- ið út frá hinni ævisögulegu aðferð sem þá var mjög stunduð í Evrópu. Þá sé lýsing á höfundi búin til út frá þeim verkum sem hann er talinn hafa skrifað. Hann nefnir sem dæmi að Georg Brandes hafi skrifað þekkta bók um Shakespeare út frá þeim verkum sem talin voru eftir hann. „En það er eins með Shake- speare og með Snorra að það er ekki alveg samhugur um hvað hann skrif- aði eða setti saman. Það hefur kom- ist á ákveðin hefð í fræðunum um hvað hann hafi sett saman en það er ekki hægt að segja að það sé ein- hugur um það, sérstaklega eru er- lendir fræðimenn ekki á sömu línu og íslenskir. Svo er það auðvitað líka geymdin. Á miðöldum var eilíflega verið að breyta textum og það var eins á tímum Shakespeare. Þetta var kannski ekki skrifað niður eins og hann vildi svo það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga.“ Umræða hefur verið um að mynd- in sem Sturla Þórðarson dregur upp af Snorra í Íslendingasögu standist ekki. Úlfar er gagnrýninn á þá hug- mynd. „Mér finnst að við á tuttug- ustu og tuttugustu og fyrstu öld get- um ekki vitað meira um Snorra en fóstursonur hans. Útgangspunktur- inn er bara vitlaus, við höfum ekki betri heimildir. Við höfum bara þessa heimild og verðum að lesa út úr henni. Við verðum að reyna að átta okkur á þessari mynd, hvernig hún varð til og hver var tilgangur sögunnar líka.“ Lýsir brotinni fjölskyldu „Ég reyni að skilja textann betur en mér finnst að fólk hafi gert. Ég er ekki að leita að því hvað er satt eða rétt í textanum heldur að sýna hvernig Snorra er lýst og hans nán- ustu. Það er ekki hægt að skilja manninn án þess að skoða hvernig hann kemur fram við sína. Þetta er brotin fjölskylda. Þess vegna kalla ég bókina Reykjaholt Revisited, ég er að vísa í rit eftir Evelyn Waugh, Brideshead Revisited. Þar er verið að lýsa brotinni fjölskyldu en sá sem segir frá hefur mikla samúð með henni og það er það sem ég vil leggja áherslu á. Sturla er flæktur í þessa fjölskyldu, hann er líklega lærisveinn Snorra og presta hans að einhverju leyti og hann var heilmik- ið í Reykholti. Snorri virðist treysta honum að sumu leyti betur en son- um sínum. Manni finnst Snorri koma illa fram við börnin sín, hann lofar til dæmis sonum sínum miklu en stendur aldrei við það,“ segir Úlf- ar. „Ég fer inn í frásagnarfræði Sturlu þannig að ég reyni að finna út hverjar heimildir hans voru og bendi á að hann er ekki einn um þessa sögu. Þetta hefur verið búið til í ein- hvers konar minningarsamfélagi hans eða textasamfélagi. Eins og Snorri var hann efnamaður, býr á stórbýli vestur í Dölum og hefur örugglega haft marga skrifara á staðnum alveg eins og hann kynntist í Reykholti. Þeir sem voru höfundar á þessum tíma voru kannski frekar að setja öðrum fyrir eins og ein- hvers konar ritstjórar.“ Ensk tunga hefur tekið yfir Verkið Reykjaholt Revisited kem- ur út á ensku. „Þetta er bók sem er ætluð alþjóðlegu fræðasamfélagi frekar en almenningi. Þau hafa lengi verið stunduð víða um lönd en núna er orðið svo með íslensk fræði að þeir sem eru að fást við þau erlendis eru margir hverjir læsir á íslensku en tala hana ekki eins og þeir gerðu hér áður fyrr. Þá voru margir er- lendir fræðimenn sem kunnu ís- lensku eins vel og við. Þessi bók er þýdd af Andrew Wawn sem er pró- fessor í miðaldafræðum í Leeds og hefur fengist mikið við íslensk fræði. Hann hefur lagt áherslu á að tala ís- lensku og lært það meira og minna af sjálfum sér og þegar hann er hér vill hann tala hana til þess að læra meira,“ segir Úlfar. „Ég ákvað að þýða bókina meðal annars vegna þess að ég hef tekið eftir því að þegar verið er að vísa í eitthvað sem ég hef skrifað um Sturlungu þá hafa menn erlendis yfirleitt vísað í greinar sem ég hef skrifað á ensku en ekki í bók mína Ætt og sögu sem er á íslensku. Þessi fjölmálaþing, þar sem töluð voru norræn mál, þýska og enska, eru ekki lengur til staðar og þar með verða allir að gefa út á ensku til þess að verkin komist til allra. Áður var skandinavíska aðalmál norrænna fræða. Svo ég hugsaði að ef eitthvað á að komast til hins al- menna fræðasamfélags erlendis áð- ur en ég dey þá verður það að vera þýtt.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fræðimaðurinn Titill verksins, Reykjaholt Revisited, vísar í bókina Brideshead Revisited. Þar þekkir sögumað- urinn til fjölskyldunnar sem hann lýsir og hefur samúð með henni, eins og Sturla virðist gera í tilfelli Snorra. Tilraun til að skilja meginheimild - Úlfar Bragason hefur skrifað bókina Reykjaholt Revisited - Kafar í persónulýsingar Sturlu Þórð- arsonar á Snorra Sturlusyni - Segir núlifandi menn ekki geta vitað meira um Snorra en Sturla Múrsteinsbygging sem lætur lítið yfir sér og er staðsett í Satkhira- héraði í Bangladess hefur verið val- in besta nýja bygging ársins 2021 af RIBA (Royal Institute of British Architects). Klasi samtengdra bygginga hringar sig um sérkenni staðarins, skurð sem hefur að geyma dýrmætt regnvatn. Aðstæðurnar á svæðinu eru erf- iðar, hækkandi yfirborð sjávar ger- ir það að verkum að akrar hafa breyst í rækjuveiðisvæði og grunn- vatnið er ódrykkjarhæft. Íbúar hafa því þurft að vinna hörðum höndum að því að fanga regnvatn á rigningartímabilum. Byggingin er hönnuð með um- hverfissjónarmið í fararbroddi. Múrsteinarnir eru fengnir á svæð- inu, byggingin er hönnuð með vind- áttir og sólarljós í huga þannig að þörf sé á sem minnstri loftkælingu og rafmagnslýsingu auk þess sem þök og húsagarðurinn eru sér- staklega gerð til þess að safna regnvatni sem rennur síðan í skurð- inn og þaðan í tvo geymslutanka. Það eru frjálsu félagasamtökin Friendship sem standa að sjúkra- húsinu en þetta er fyrsta landfasta spítalabyggingin á þeirra vegum á svæðinu. Aðrar sjúkrastofnanir þeirra hafa verið í bátum. Skurðurinn Regnvatn er dýrmætt í suðurhluta Bangladess. Hækkandi yfirborð sjávar hefur gert grunnvatn ódrykkjarhæft enda landið á floti. Bygging sem safn- ar vatni best í heimi Hlaupa– og göngubroddar ExoSpikes kr. 8.990.- NanoSpikes kr. 6.990.- MICROspikes kr. 9.990.- KTS kr. 17.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.