Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið H eyrnin er undur sem um mætti hafa mörg orð. Hún er jafnvel mikil- vægari mannskepnunni heldur en sjónin, ef við ætluðum í samanburð. En það væri eins og að bera saman epli og appelsínur. Við erum svo heppin með að það eru augnlok á öðru skynfærinu en ekki hinu. Viðbrögð við far- aldri sýna að við get- um staðið saman, get- um átt upplýsta umræðu og náð nokk- urri sátt þrátt fyrir að stefni í að taka land á annarri eyju en þeirri sem stefnt var að. Það þarf að hvílast, taka vistir, safna þreki. Margt höfum við lært Við vonum að ein- hverju tímabili sé að ljúka, okkar færustu vísindamenn álykta svo. Og þeir hafa sýnt það á sama tíma að þeirra spálíkön eru ekki innantómar yfirlýsingar. Það höfum við lært og vonum þá það besta í samhengi við hvert stefnir. Sættum okkur við að vera ekki best í heimi. Þegjum yfir því sem er sárt; nefnilega því að hjarð- ónæmið langþráða þýðir að fleiri deyja fyrr en við vonuðum að yrði. Okkur langar ekki til að segja það upphátt. Hljómar eins og óumflýj- anleg og slæm tíðindi, grafin undir yfirborði hinna; við endurheimtum frelsið til athafna, venjulega lífið. Gömlu vandamálin. Að tilheyra samfélagi Faraldurinn með yfirbragði heimsstyrjaldar hefur breytt sam- félögum okkar þannig að persónu- leg almenn viðmið komast á hreyf- ingu. Við þurfum sem samfélag að hlusta, alveg eins og einstaklingur sem hefur upplifað veiruna þarf að hlusta á líðan sína, sálræna sem og líkamlega. Við höfum áttað okkur á að heilsa okkar er samsett úr ólíkum þáttum. Við er- um öll þátttakendur í rannsókn á eftir- köstum inngrips sem er enn ekki lokið þó upprisu hafi verið spáð – og þá er að spá í næstu leiki. Það er al- gjört kjarnaatriði að „hausinn sé í lagi“ til að geta mætt næstu áskorunum. Svo við getum lifað okkur inn í hluti, tekið þátt með hluttekningu, notið þess að hafa tilheyrt lausninni. Vitandi að hvert og eitt skiptir máli. Ekkert er magn- aðra en upplifa styrk fjöldans, kraft í óstöðvandi hjörð; það vekur trú á að allt sé mögulegt. Það upplifði „stórasta land“ í heimi þeg- ar strákarnir okkar lögðu Frakka í sögulegum leik sem minnti á að lífið er ótrúlega mikið bingó. Það er ekki nóg að eiga miða, það verður líka að fylgjast með, merkja við og öskra. En sætta sig við að tilvilj- unin ræður. Lottó-faraldur og Bingó-rúlletta Það er svipað með hjarðónæmið – í því lottói eigum við öll miða og verðum að gæta okkar og vona að fari vel. Við verðum að halda áfram að vernda þá hópa sem eru við- kvæmir, ekki bara þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma heldur fólk sem líður fyrir sálræn áhrif faraldursins; það eru ekki bara fyrirtæki í sárum. Það er ekki bara covid sem hefur hrjáð okkur sem samfélag. Á hverjum degi er hundr- uðum fjölskyldna og þúsundum ein- staklinga haldið í greipum ótta, vanmáttar og úrræðaleysis. Fólk einangrast, sum eru í sjálfskipaðri sóttkví, önnur reyna allt til að geta tekið þátt. Okkur er að takast betur að hlusta því geðheilbrigðismál eru komin á dagskrá með öflugri og á jákvæðari forsendum, heldur en elstu menn muna. Einn fylgifiskur í umræðu um geðið vill oft gleymast. Harmleikur hvers fíkils sem fellur í valinn til að deyfa tilfinningar, flýja niðurlæginguna. Það á ekki að vera háð hentistefnu hvenær við viður- kennum að viðkvæmir hópar séu undir álagi eða hvenær við tímum að kosta miklu til svo að vernda megi þau sérstaklega sem höllum fæti standa. Við verðum sameig- inlega að takast á við þann faraldur sem sannarlega tók fleiri mannslíf á síðasta ári heldur en „farsóttin“ ef marka má opinberar tölur. Hjarðónæmi við fíknivanda? Flokkarnir „Sjálfsvíg“ og „Dauðsföll af ofneyslu lyfseðils- skyldra lyfja“ sýna sláandi tölur; sjúklingarnir sem þar þjást koma of oft að luktum dyrum í heilbrigð- iskerfinu. Geðvanda virðist eiga að fást við á sviði félagsmála. Við höf- um öðlast hjarðónæmi við því að halda að hægt sé að gera eitthvað í málefnum fíkla og jaðarsettra. Vit- um að það er ekki hægt að bjarga öllum. Er það ásættanlegt að það sé í lagi að gefast upp, telja fólk af um leið og það hefur reykt sína fyrstu oxycontín? Að reisa fólk við, hafa trú á því og styðja í kærleika er sú aðferð sem við höfum lært að meta, en við verð- um að halda áfram. Við vitum að sú aðferð er fullreynd að nálgast fólk á þeirri forsendu að nú verði það bara að hætta í neyslu og þá verði allt gott. Það virkar eins og Jansen – „bara ein sprauta“ en vandinn er engu minni! Upplýst samtal er forvörn Meðvitund um fjölþættan vanda fjölskyldna og einstaklinga sem glíma við félagslegan vanda verðum við að efla. Við verðum að tækla þann faraldur með svipaðri nálgun; greina hættur, útrýma smitskömm og efla forvarnir sem byggjast á að- gengi að fjölþættum úrræðum. Við þurfum ekki að sætta okkur við að framtíðin beri í skauti sér viðvar- andi faraldur sem drepi tugi ung- menna á hverju ári. Við erum að verða betri í að hlusta, og því skulum við spyrja þau sem þjást og virða þá reynslu sem hin smituðu deila með okkur. Þá fyrst getum við reynt að meta hvað ný nálgun í þeim málaflokki verður að fela í sér. Epli og appelsínur tilheyra flokki ávaxta en eru dæmi um það sem við berum ekki saman. Við þurfum ekki að bera saman „faraldra“ til að ákveða hvort eða hvernig við bregð- umst við þeim. Við skulum veita því athygli hvað er orsök og hvað af- leiðing. Þá erum við að hlusta eftir lausnum. Kirkjan til fólksins Ljósmynd/Unsplash, Akira Hojo Fíkiefnaváin Við skulum spyrja þau sem þjást og virða reynslu þeirra. Að hlusta eða hlýða Arnaldur Máni Finnsson Höfundur er sóknarprestur á Staðastað. Arnaldur Máni Finnsson Það er algjört kjarnaatriði að „hausinn sé í lagi“ til að geta mætt næstu áskorunum. framlínunni starfar og má alveg segja að kom- ið hafi verið að luktum dyrum á þeim bæ. Það var svo fyrir hálfgerða slysni að útvarpsmaður sem sá um „lítinn“ kvöldþátt rambaði inn á eina tónleika sveit- arinnar, áttaði sig á hæfileikum piltanna og spurði hvort þeir hefðu ekki tekið upp eitthvert efni. Þannig má segja að þeir hafi komist bak- dyramegin inn í helgidóminn fyrir einskæra heppni, en nýlega heyrði ég einn af útvarpsmönnunum sem lögðu alls ekki eyru við þeim í fyrstu segja að þar færi eitt af hans uppáhalds- böndum. Einn sveitarmeðlimur orð- aði það þannig að þeir hefðu á sínum tíma verið búnir að gefast upp á að smjaðra fyrir aðalgenginu þegar þeir unnu í lottóinu. Ennþá í plastinu Fyrir allmörgum árum var ég staddur inni í einni af þessum skemmtilegu nördabúðum í miðbæ Reykjavíkur sem meðal annars seldu notaða geisladiska. Þá kemur þar inn útvarpsmaður sem var á þeim sama tíma nokkuð áberandi á Rás 2 og hef- ur sá meðferðis nokkuð myndarlegan pappakassa sem innihélt greinilega enga léttavöru. Kassanum er lyft upp á búðarborðið fyrir framan eigand- ann og erindið fór að sjálfsögðu ekki fram hjá mér, mín eðlislæga forvitni sá til þess. „Viltu kaupa alveg ónotaða geisla- diska?“ Ég þokaði mér örlítið nær og náði að berja innihaldið augum. Þarna voru einhverjir tugir nýlega útkom- Fyrir rúmum áratug stofnuðu nokkrir ungir og upprennandi tónlist- armenn hljómsveit sem átti síðar eftir að vera talin með athyglisverðari böndum meðan hún starfaði. Þessir ungu menn voru stórhuga og upp- fullir af góðum tónlistarlegum hug- myndum. Þeir réðust því í það stór- virki að taka upp frumsamið efni í Tankinum á Flateyri sem var í fram- haldinu gefið út á geisladisk og fáein- um árum síðar fylgdi annar slíkur. Báðir diskarnir fengu firnagóða dóma, en þegar leitað var eftir kynn- ingu og spilun í útvarpi allra lands- manna gekk ekki þrautalaust að ná athygli dagskrárgerðarfólksins sem í inna geisladiska og ég veitti því athygli að flestir þeirra voru enn í plastinu, sem sagði mér heilmikið um störf eig- anda pappakassans. Þannig ganga nefni- lega hlutirnir oft fyrir sig að tónlistarfólk sendir því útvarpsfólki sem það telur að efni sitt gæti átt erindi til gjarn- an eintak af sköpunar- verki sínu, og vonast auðvitað í leiðinni til að ná athygli þess og það auðvitað í góðri trú. Hvað síðan verður um þetta kynningarefni veit svo sem eng- inn alveg fyrir víst, en þarna á af- greiðsluborðinu gat þó að líta sterka vísbendingu um þá sniðgöngu, höfn- un, mismunun og jafnvel útilokun sem virðist viðgangast í stofnuninni ef flytjandinn er ekki náðarsamlegast á vinalista viðtakanda. Að eiga vin eða eiga ekki vin – það er bæði spurningin og svarið Það hefur viðgengist í gegn um tíð- ina að ákveðnum listamönnum hefur verið hyglað á meðan öðrum er ýtt til hliðar og sumir ofspilaðir meðan öðr- um er úthýst. Bæði vinavæðing og útilokunarmenning í einum pakka sem enginn á að vera stoltur af. Það er ekki svo að þeir sem ná ekki í gegn séu endilega að gera neitt verri hluti, heldur virðist það því miður oft skipta mun meira máli hver flytjandinn er en hvað hann hefur fram að færa. Það er ekkert nýtt að listafólk hafi misjafnlega gott aðgengi að dag- skrárgerðarfólki innan stofnunar- innar. Þar virðast eiginlega engin jafnréttislög gilda, heldur getur sá jafnvel verið sigurstranglegastur sem hefur beittustu olnbogana, þekkir lykilmennina og er hæfasti lobbýist- inn. Það er heldur ekkert nýtt að það getur breytt öllu að „eiga vin“ á staðnum, því ég hef nefnilega upp- lifað það á eigin skinni hér á árum áð- ur, að það að hafa aðgang að innan- búðarmanni getur skipt öllu. Lag sem ég ásamt þáverandi félögum mínum stóð að því að flytja og gefa út var mikið spilað á rásinni, endaði inni á einhverjum listum og draumurinn sem við ólum í brjósti okkar breyttist í veruleika og síðan velgengni. Ein- hverjum árum síðar var svo meira gefið út, en þá var vinurinn því miður hættur störfum. Árangurinn varð því lítill sem enginn þrátt fyrir að efnið væri margfalt vandaðra og fram- bærilegra og flytjendur orðnir mun sjóaðri í bransanum. Þá er vart annað hægt en að taka eftir því að það er að minnsta kosti ekki verra þegar kemur að því að fá spilun á sitt efni að vera starfsmaður RÚV. Ekki verra segi ég, en að sjálf- sögðu reynir starfsfólk auðvitað að gæta þess eins vel og það hefur vit og þroska til að vina-, hagsmuna- og skyldleikatengsl hafi ekki áhrif á störf þess eins og segir í siðareglum. Nema hvað? Eða hvað? Að lokum segi ég eins og einn ágætur samferðamaður minn í brans- anum: Nú er ég hættur þessu stússi og ströggli við þetta lið og get því rifið kjaft eins og mér sýnist. Skítt með alla sniðgöngu, höfnun, mismunun eða útilokanir. Eftir Leó R. Ólason Leó Reynir Ólason » Gagnrýni á hvað dagskrárgerðarfólk á RÚV virðist fara á skjön við siðareglur og mismunar aðilum þegar kemur að samskiptum við tónlistarfólk. Höfundur hefur verið viðloðandi tónlist og tónlistarflutning í hálfa öld. leor@simnet.is Smákóngarnir og prinsessurnar á rásinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.