Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 50
50 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
England
Chelsea – West Ham................................ 2:0
- Dagný Brynjarsdóttir var ekki í hópnum
hjá West Ham.
_ Efstu lið: Arsenal 26, Chelsea 25, Man-
chester United 24, Tottenham 21, Man-
chester City 20, Reading 19, West Ham 17.
Ítalía
B-deild:
Lecce – Vicenza ....................................... 2:1
- Þórir Jóhann Helgason kom inn á hjá
Lecce á 86. mínútu en Davíð Snær Jó-
hannsson var ekki í hópnum.
_ Efstu lið: Lecce 40, Pisa 39, Brescia 38,
Benevento 35, Cremonese 35, Monza 35.
Belgía
Zulte-Waregem – OH Leuven................ 1:1
- Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Leu-
ven í leiknum.
Þýskaland
C-deild:
Saarbrücken – Dortmund II .................. 2:0
- Kolbeinn Birgir Finnsson var ekki í leik-
mannahópi Dortmund.
Afríkumót karla
16-liða úrslit:
Fílabeinsströndin – Egyptaland (0:0) 4:5(v)
>;(//24)3;(
EM karla 2022
MILLIRIÐILL I, Búdapest:
Svartfjallaland – Ísland ....................... 24:34
Holland – Króatía................................ 28:28
- Erlingur Richardsson þjálfar Holland
Danmörk – Frakkland ......................... 29:30
Lokastaðan:
Frakkland 5 4 0 1 148:131 8
Danmörk 5 4 0 1 149:123 8
Ísland 5 3 0 2 138:124 6
Króatía 5 1 1 3 124:136 3
Holland 5 1 1 3 137:156 3
Svartfjallaland 5 1 0 4 134:160 2
_ Frakkland mætir Svíþjóð og Danmörk
mætir Spáni í undanúrslitum á morgun en
Ísland leikur við Noreg um 5. sætið.
Olísdeild kvenna
Afturelding – ÍBV ................................ 26:34
Staðan:
Fram 12 10 1 1 333:282 21
Valur 11 8 0 3 303:245 16
KA/Þór 11 6 1 4 299:287 13
Haukar 12 6 1 5 329:319 13
ÍBV 10 5 0 5 276:260 10
Stjarnan 12 5 0 7 305:315 10
HK 10 3 1 6 227:250 7
Afturelding 12 0 0 12 259:373 0
Asíumót karla
Barein – Íran........................................ 36:26
Aron Kristjánsson þjálfar Barein sem
mætir Sádi-Arabíu í undanúrslitum.
Danmörk
Köbenhavn – Ringköbing................... 26:25
- Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður
kom ekkert inn á hjá Ringköbing.
Noregur
Oppsal – Kristiansand ........................ 23:38
- Birta Rún Grétarsdóttir skoraði 4 mörk
fyrir Oppsal.
Svíþjóð
Heid – Lugi........................................... 20:25
- Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði ekki
fyrir Lugi.
E(;R&:=/D
Marín Rún Guðmundsdóttir knatt-
spyrnukona úr Keflavík gekk í gær
til liðs við ítalska A-deildarfélagið
Hellas Verona og samdi við það til
loka þessa keppnistímabils.
Marín er 24 ára gömul og hefur
leikið alla tíð með Keflvíkingum.
Hún á 21 leik að baki í úrvalsdeild-
inni, 13 á síðasta tímabili, en hefur
skorað 14 mörk í 60 leikjum með
þeim í 1. deild. Hellas Verona er
neðst í ítölsku A-deildinni með
aðeins eitt stig í þrettán leikjum.
Marín samdi við
Hellas Verona
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Blue-höllin: Keflavík – ÍR.................... 19.15
KNATTSPYRNA
Reykjavíkurmót kvenna:
Víkingsvöllur: Víkingur R. – KR.............. 19
Eimskipsv.: Þróttur R. – Fylkir............... 19
Egilshöll: Fjölnir – Fram..................... 19.30
Fótbolti.net-mót karla, úrslitaleikur:
Samsungv.: Stjarnan – Breiðablik........... 19
Í KVÖLD!
Jóhannes Karl Guðjónsson er hætt-
ur störfum sem þjálfari karlaliðs
Skagamanna í knattspyrnu og hef-
ur verið ráðinn aðstoðarþjálfari
karlalandsliðsins. Hann tekur þar
við af Eiði Smára Guðjohnsen sem
hætti störfum fyrir áramótin.
Jóhannes er 41 árs og var at-
vinnumaður um árabil í Belgíu,
Hollandi, á Spáni og Englandi og
lék 34 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Hann hóf þjálfaraferilinn hjá HK
árið 2016, var þar í tvö ár og tók
síðan við Skagamönnum í árslok
2017.
Jóhannes í stað
Eiðs Smára
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Skiptir Jóhannes Karl Guðjónsson
er farinn frá ÍA til KSÍ
Aron Kristjánsson er kominn með
landslið Bareins í undanúrslit Asíu-
mótsins í handknattleik karla og
um leið hefur það tryggt sér sæti á
heimsmeistaramótinu 2023 sem fer
fram í Svíþjóð og Póllandi. Barein
vann Íran, 36:26, í lokaleik milli-
riðlakeppninnar í Sádi-Arabíu í
gær. Lið hans hefur unnið alla sína
leiki og mætir Sádi-Arabíu í undan-
úrslitum. Á sama tíma skoraði son-
ur hans, Darri Aronsson, sitt fyrsta
mark fyrir Ísland í sigurleiknum
gegn Svartfjallalandi á Evrópu-
mótinu í Búdapest.
Morgunblaðið/Hari
Barein Aron Kristjánsson stefnir á
verðlaun í Sádi-Arabíu.
Sigurganga í
Sádi-Arabíu
Í BÚDAPEST
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þegar lokastaðan í milliriðli I á Evr-
ópumeistaramóti karla í handknatt-
leik í Búdapest er skoðuð mun fólk
sjá að Danmörk og Frakkland fengu
tveimur stigum meira en Ísland og
komust í undanúrslit keppninnar.
Það sem taflan mun ekki sýna ein og
sér er hversu nálægt Ísland var því
að komast í undanúrslitin og leika þar
með um verðlaun á EM í þriðja skipti
í sögunni.
Danir voru fimm mörkum yfir
gegn Frökkum að loknum fyrri hálf-
leik í gærkvöldi og höfðu þá skorað úr
17 skotum af 22. Frönsku markverð-
irnir vörðu lítið lengi vel í leiknum en
Frakkar reyndust þó sterkari á loka-
kaflanum og komust yfir á 59. mínútu
leiksins. Með sigri Dana hefði Ísland
komist áfram og íslenska liðið var
sorglega nálægt því.
Ísland mætir Noregi á föstudaginn
í leik um 5. sæti á EM en fimmta sæt-
ið gefur keppnisrétt á HM eftir ár. Ís-
land getur því sloppið við umspil fyrir
HM í Svíþjóð og Póllandi en Norð-
menn verða þó allt annað en auðveld-
ur andstæðingur.
Í gær vann Ísland stórsigur gegn
Svartfjallalandi í lokaumferð millirið-
ilsins í Búdapest 34:24 og íslenska lið-
ið hefur þá unnið fimm af fyrstu sjö
leikjum sínum í mótinu. Jafnvel þótt
allir hefðu verið leikfærir í þessum
sjö leikjum hefði það verið góð nið-
urstaða þegar horft er til þess að Ís-
land fékk handboltastórveldin Dan-
mörku, Frakkland og Króatíu í
milliriðli og þurfti að glíma við heima-
menn fyrir framan 20 þúsund Ung-
verja í riðlakeppninni. Ef haft er í
huga hversu miklum skakkaföllum
liðið hefur lent í þá eru fimm sigrar af
sjö mikið afrek. Glæsilegur sigur í
gær undirstrikaði flott mót hjá ís-
lenska liðinu við fordæmalausar að-
stæður.
Daginn fyrir leikinn gegn Svart-
fjallalandi voru ellefu leikmenn Ís-
lands í einangrun á liðshótelinu vegna
kórónuveirunnar. Eðlilega var því
orðið þungt yfir mönnum og farið að
draga af lykilmönnum eins og Ómari
Inga Magnússyni, Ými Erni Gísla-
syni og Sigvalda Birni Guðjónssyni.
Frá síðasta leik gegn Króatíu hafði
Elliði Snær Viðarsson bæst á lista
hinna smituðu en hann lék mjög vel í
milliriðlinum og er mikill stemnings-
maður eins og fólk hefur veitt athygli.
Loksins góðar fréttir
Ég er ekki viss um að Ísland hefði
unnið Svartfjallaland með ellefu
menn í einangrun. Í gær fékk liðið
hins vegar vítamínsprautu þegar til-
kynnt var að fyrirliðinn Aron Pálm-
arsson, Bjarki Már Elísson og Elvar
Örn Jónsson hefðu fengið leikheimild.
Segja má að þessi liðstyrkur hafi
komið á góðum tíma en tilkynnt hafði
verið um smit í íslenska hópnum sex
daga í röð. Eins og minnst var á í
blaðinu í gær gat Elvar Örn sem
dæmi komið inn í miðja vörnina en
hann, Arnar Freyr Arnarsson og Ell-
iði höfðu allir fengið veiruna. Aron
Pálmarsson gaf tóninn með tveimur
mörkum í upphafi leiks en þurfti svo
að fara af leikvelli.
„Það var frábært að geta loksins
spilað aftur fyrir íslensku þjóðina, fá
að klæða sig aftur í landsliðstreyjuna
og taka þátt í þýðingarmiklum leik á
EM. Þetta var á hinn bóginn einn erf-
iðasti leikur sem ég hef nokkurn tíma
spilað. Eftir tvær mínútur fannst
manni þolið vera farið. Það tekur al-
veg á að fá veiruna, vera frá í viku og
koma svo beint í landsleik,“ sagði
Elvar Örn.
Grunnurinn lagður snemma
Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög
vel, sem var afskaplega dýrmætt.
Liðið þurfti á því að halda og með því
voru tennurnar dregnar verulega úr
leikmönnum Svartfjallalands. Öllum
nema Milos Vujovic sem neitaði að
gefast upp og skoraði 11 mörk. Ekki
er auðvelt þessa dagana að finna leið-
ina framhjá Viktori Gísla Hallgríms-
syni í marki Íslands en Vujovic tókst
það trekk í trekk. Viktor varði níu
skot í leiknum og Ágúst Elí Björg-
vinsson tvö.
Ómar heldur áfram að raða inn
mörkum og skoraði 11 mörk í leikn-
um en hann nýtir vítaköstin afar vel
og skoraði úr fimm í gær. Mér þykir
líklegt að Ómar verði valinn í úrvals-
lið mótsins. Bjarki Már var frelsinu
feginn og skoraði átta mörk. Hann
fékk fína þjónustu hjá Elvari Ásgeirs
sem hefur leikið afar vel.
Mjög nærri
undan-
úrslitum
- Ísland leikur um 5. sæti á EM
- Getur unnið sér sæti á HM
Markahæstur Ómar Ingi Magnússon
lék frábærlega eina ferðina enn í
gær og skoraði ellefu mörk gegn
Svartfjallalandi. Hann er nú orðinn
markahæsti leikmaður Evrópumóts-
ins með 49 mörk í sjö leikjum.
ÍBV vann öruggan sigur á Aftur-
eldingu, 34:26, þegar liðin mættust
í úrvalsdeild kvenna í handknatt-
leik á Varmá í Mosfellsbæ í gær-
kvöld.
Eyjakonur komust í 6:1, Mosfell-
ingar minnkuðu muninn í tvö mörk
um tíma en ÍBV var sex mörkum
yfir í hálfleik, 18:12. Afturelding
lagaði stöðuna í 21:18 þegar tíu
mínútur voru búnar af seinni hálf-
leik en þá náðu Eyjakonur að auka
forskotið á ný.
ÍBV er þá komið með 10 stig og
komst að hlið Stjörnunnar í fimmta
sætinu en Afturelding situr áfram í
áttunda og neðsta sæti deild-
arinnar, án stiga.
Harpa Valey Gylfadóttir skoraði
9 mörk fyrir ÍBV, Marija Jovanovic
7, Sunna Jónsdóttir 5, Karolina Ols-
zowa og Lina Cardell 3 hvor. Marta
Wawrzykowska varði 13 skot.
Sylvía Björt Blöndal skoraði 7
mörk fyrir Aftureldingu, Katrín
Helga Davíðsdóttir 5 og Margrét
Björg Castillo 4. Eva Dís Sigurð-
ardóttir varði 14 skot.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Níu Harpa Valey Gylfadóttir var markahæst Eyjakvenna í Mosfellsbænum
og brýst hér í gegnum vörn Aftureldingar í leiknum í gærkvöld.
Eyjakonur sóttu sigur
í Mosfellsbæinn