Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
B
irt
m
e
ð
fy
rirv
a
ra
u
m
m
y
n
d
-
o
g
te
x
ta
b
re
n
g
l.
*M
ið
a
ð
v
ið
3
6
m
á
n
a
ð
a
le
ig
u
.
sixtlangtímaleiga.is
Innifalið í langtímaleigu: Þjónustuskoðanir
Tryggingar og gjöld
Hefðbundið viðhald
Dekk og dekkjaskipti
Ein föst greiðsla á mánuði, enginn óvæntur kostnaður... og allir kátir!
Komdu við í sýningarsalinn okkar að Krókhálsi 9 eða skoðaðu úrvalið
og kynntu þér kosti langtímaleigu á sixtlangtimaleiga.is
Einnig getur þú haft samband við viðskiptastjóra
Sixt í síma 540 2222 eða á vidskiptastjori@sixt.is
Rafmagnaður ferðafélagi!
Hyundai Kona EV Style - 100% rafmagn
Verð: 89.600 kr. á mánuði*
Lexus UX300e Premium - 100% rafmagn
Verð: 119.600 kr. á mánuði*
Nissan Leaf Tekna- 100% rafmagn
Verð: 79.600 kr. á mánuði*
Frá Breiðdal að
Fáskrúðsfirði er kafli
þjóðvegar sem nefn-
ist Suðurfjarðavegur.
Vegarkaflinn, sem er
33,7 km langur, hefur
aukið vægi sitt und-
anfarin ár með sam-
einingu sveitarfélaga
á Austfjörðum, auk-
inni atvinnuuppbygg-
ingu og stórauknum
þungaflutningum og færslu þjóð-
vegar 1 frá Breiðdalsheiði yfir um
firði og Fagradal. Vegurinn liggur
um suðurhluta hins sameinaða
sveitarfélags Fjarðabyggðar, sem
sameinar byggðakjarnana Breið-
dalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðs-
fjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð,
Neskaupstað og Mjóafjörð. Um
Suðurfjarðaveg aka íbúar sunnan
megin sveitarfélags til að sækja
þjónustu, skóla, íþróttir og at-
vinnu.
Suðurfjarðavegur tilheyrir þjóð-
vegi í þéttbýli. Frá Breiðdal yfir á
Reyðarfjörð eru margir mjög
hættulegir vegkaflar, einkum frá
Stöðvarfirði til Fáskrúðsfjarðar,
og þrjár einbreiðar brýr, þar með
talið brúin yfir Sléttuá á Reyð-
arfirði sem er umferðarþyngsta
einbreiða brúin á Austurlandi. Á
veginum eru margar blindhæðir
og krappar beygjur og hann víða
utan þjónustusvæðis farsíma-
sambands. Mörg slys hafa orðið
þar undanfarin ár með skelfileg-
um afleiðingum og lítið má út af
bera þegar bílar mætast á veg-
kaflanum milli Fáskrúðsfjarðar og
Stöðvarfjarðar og þá sérstaklega
þegar vörubílar fara um.
Hættulegasti vegkafli
landsins
Við sem ökum reglulega um
Suðurfjarðaveg þekkjum ástæður
þess að hann flokkast sem hættu-
legasti vegkafli lands-
ins samkvæmt úttekt-
um Eurorap um
öryggi vega. Sú grein-
ing kemur íbúum ekki
á óvart en horft er til
þess hvar flest alvar-
leg slys hafa orðið
miðað við umferðar-
þunga. Samband sveit-
arfélaga á Austurlandi
hefur lagt áherslu á
að samgönguáætlun
taki mið af umferð-
aröryggi og forsendum fyrir
ákvarðanatöku samgönguyfirvalda
um framkvæmdir og sé tekið tillit
til slysatölfræði í því samhengi.
2032 er ekki boðlegt
Lengi hefur verið talað fyrir
mikilvægi þess að byggja Suður-
fjarðaveg upp og hættulegar ein-
breiðar brýr heyri sögunni til.
Hefur það alltaf notið jákvæðs
hljómgrunns hjá þingmönnum,
ekki síst þegar sameining sveitar-
félaga á svæðinu var í augsýn.
Þrátt fyrir það er uppbygging
vegarins ekki á áætlun fyrr en ár-
ið 2032.
Ljóst er að umferð um veginn
mun stigvaxa samhliða íbúafjölg-
un, aukinni ferðaþjónustu og
kröftugri atvinnuuppbyggingu
sem kallar á aukna þungaflutn-
inga. Það, samhliða því að kaflinn
er hættulegasti vegkafli landsins,
ýtir á þá sjálfsögðu kröfu að upp-
byggingu vegarins verði flýtt.
Flýtum endurgerð
Suðurfjarðavegar
á Austfjörðum
Eftir Ragnar
Sigurðsson
Ragnar Sigurðsson
» Suðurfjarðavegur
frá Breiðdal til
Fáskrúðsfjarðar er
talinn einn hættulegasti
vegur landsins.
Höfundur er bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í
Fjarðabyggð og varaþingmaður.
Eitthvað eru samtök
launafólks komin á
ranga braut þegar illa
unnin könnun Vörðu,
rannsóknastofnunar
vinnumarkaðarins, sem
starfar á vegum ASÍ og
BSRB, um kjör fólks er
orðin að grunni að kröf-
um í næstu kjarasamn-
ingum. Það er varla
sæmandi samtökum
sem vilja láta taka sig alvarlega að
mistúlka niðurstöðuna svona herfi-
lega. Svo kjánaleg er þessi aðferð við
að mæla kjör fólks að prófessor í hag-
rannsóknum og tölfræði, Helgi Tóm-
asson, sér sig knúinn til að benda á
markleysi niðurstöðu könnunarinnar í
aðsendri grein. Af 150 þúsund manna
úrtaki svöruðu tæplega níu þúsund
manns, hin 141 þúsundin létu hjá líða
að tjá hug sinn. Sem sagt 5,8% svar-
hlutfall! Líklega verður að telja að
þessi þögli meirihluti hafi það bæri-
legt, sem er rökréttari niðurstaða úr
þessari markleysu sem
ASÍ ásamt BSRB kýs að
bera á borð fyrir fólk.
Í takt við annað
Ekki var við öðru að bú-
ast frá stofnun sem stofn-
uð er um „að efla rann-
sóknir á sviði vinnu-
markaðar, félags- og
efnahagsmála sem er ætl-
að að bæta þekkingu á lífs-
skilyrðum launafólks og
brúa bilið á milli fræða-
samfélagsins og verka-
lýðshreyfingarinnar“ eins og segir á
heimasíðu Vörðu, rannsóknastofn-
unar vinnumarkaðarins, sem stofnuð
var einhliða af Alþýðusambandinu og
BSRB árið 2019. Það er heldur ekkert
nýtt að forsvarsmenn stéttarfélag-
anna hafi lítinn áhuga á rauntölum
eða því sem sannarlega er hægt að
mæla, líklega vegna þess að þær tölur
sýna snöggtum betri stöðu umbjóð-
enda þeirra en huglæg könnun sem
fáir svara.
Þannig hefur ítrekað verið reynt að
benda forsvarmönnum verkalýðs-
félaganna á þær tölur, bæði tölur sem
koma frá erlendum stofnunum, hag-
stofunni og skattinum. Þær sýna aðra
mynd en umræddir aðilar vilja spegla
út í samfélagið. Varla er það launa-
fólki í hag að kjör þess séu metin út
frá raunveruleika kreddufólks en
ekki þeim raunveruleika sem allir
aðrir hafa fyrir framan sig, tölur stað-
festa og fólk veit. Með slíku er bara
verið að spila ljótan leik og skapa
fólki óþarfa vanlíðan. Kannski þarf
meirihluti fólks bara ekkert á stétt-
arfélögum að halda sem lifa í öðrum
veruleika en það sjálft. Bilið sem þarf
að brúa er kannski meira í átt til fé-
lagsmanna umræddra stéttarfélaga
en „fræðimanna“ sem sín eigin fræði
skapa.
Blekkingaleikur ASÍ og BSRB
Eftir Steinþór
Jónsson
Steinþór Jónsson
»Af 150 þúsund manna
úrtaki svöruðu tæp-
lega níu þúsund manns,
hin 141 þúsundin létu hjá
líða að tjá hug sinn.
Höfundur rekur fyrirtæki.
Nú eru nákvæmlega
tvö ár síðan fyrsta
smitið af kórónuveir-
unni greindist á Ís-
landi. Í tvö ár höfum
við búið við skerðingar
á okkar daglega lífi.
Við höfum orðið að að-
laga líf okkar veruleika
sem ekkert okkar átti
von á að þurfa að upp-
lifa. Veruleika sem ríf-
ur í, stanslausir fundir
þar sem verið er að leggja okkur lífs-
reglurnar, hvað má ekki gera og
endalaust verið að fjalla um fjölda
þeirra sem eru smitaðir og ástandið á
Landspítalanum. Tvö ár er langur
tími, en sem betur fer er umræða um
áhrif kórónuveirunnar á andlega
heilsu okkar allra að verða meira
áberandi. Allt bendir til að andlegri
heilsu okkar sé að hraka, það sýna
rannsóknir.
Á þessum tveggja ára tímamótum
verður að bregðast við og fara að
huga að endinum. Því
þessi faraldur tekur
enda og allt bendir til
þess að núna sé endirinn
í sjónmáli. Þar þurfa
bæði ríkið og sveitar-
félög að koma með til-
lögur sem miða að því að
hlúa að andlegri heilsu
landsmanna. Það er
þekkt að þegar við upp-
lifum erfiða tíma bregð-
umst við misjafnlega
við. Hins vegar er það
merkilegt að eftir að
ástandið er gengið yfir
koma oft upp andlegir erfiðleikar.
Hvernig mun unga fólkið okkar koma
út úr þessu ástandi? Við verðum að
fara að huga að því, án þess þó að
sjúkdómsvæða líðan þess. Ungling-
arnir okkar stóðu ekki vel fyrir komu
kórónuveirunnar og því miður hefur
orðið gríðarleg röskun á þeirra lífi.
Það er eflaust ekki auðvelt að vera
ung manneskja og alast upp á tímum
kórónuveirunnar þar sem öll fé-
lagsleg samskipti eru allt önnur en
við eigum að venjast. Unglingar hafa
sjálfir verið duglegir að kalla eftir
breytingum og aukinni fræðslu um
geðheilbrigði. Því miður hefur ekki
verið orðið við þeim óskum. Við verð-
um að hlúa betur að unga fólkinu okk-
ar, það getum við gert t.d. með því að
kenna geðrækt í skólunum líkt og við
sjálfstæðismenn höfum lagt til að
gert verði í Reykjavík. Eins höfum
við lagt til að gerð verði úttekt á stöðu
geðheilbrigðismála hjá Reykjavík-
urborg vegna kórónuveirunnar, sú
tillaga var samþykkt í borgarstjórn
árið 2020. Sjaldan eða aldrei hefur
verið mikilvægara en nú að huga að
geðheilbrigðismálum og því að end-
irinn á þessum faraldri er vonandi í
sjónmáli. Reykjavíkurborg á að setja
geðheilbrigðismál í forgang, það er
eitt af mikilvægustu verkefnum sem
þarf að vinna núna, hlúum mun betur
að andlegri heilsu okkar allra.
Tímabært að hlúa
að andlegri heilsu
Eftir Valgerði
Sigurðardóttur
Valgerður
Sigurðardóttir
» Sjaldan eða aldrei
hefur verið mikil-
vægara en nú að huga
að geðheilbrigðismálum
og því að endirinn á
þessum faraldri er
vonandi í sjónmáli.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is
Atvinna