Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jákvæð Iða Marsibil Jónsdóttir og Sigurður Pétursson taka á móti gestum
og uppfræða þá í Lax-inn, fræðslumiðstöð fiskeldis í 101 Reykjavík.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Margir hafa sýnt starfsemi nýrrar
fræðslumiðstöðvar fiskeldis, Lax-inn,
í 101 Reykjavík áhuga. Þangað hafa
komið yfir tvö þúsund manns á þeim
fjórum mánuðum sem miðstöðin hef-
ur verið opin, til að leita upplýsinga
um fiskeldið, auk þess sem margir
hafa sent fyrirspurnir á netinu.
Sigurður Pétursson, stofnandi
fræðslumiðstöðvarinnar, og Iða
Marsibil Jónsdóttir framkvæmda-
stjóri segja að þeir hópar og ein-
staklingar sem komið hafa séu þar af
mismunandi ástæðum. Þau nefna
nemendur og fólk úr stjórnsýslunni.
Sigurður segir að það hafi komið
þeim á óvart hversu margir gestir
hafi komið til að athuga fjárfest-
ingamöguleika í fiskeldi eða hafi hug-
myndir um nýsköpun í greininni eða
tengdum þjónustugreinum. Fólk sem
sé að velta umhverfismálunum fyrir
sér sé þó líklega stærsti gestahóp-
urinn. Fólk sem heyrt hafi af því að
fiskeldi sé ein umhverfisvænasta leið-
in til að framleiða dýraprótein eða
fólk sem vilji athuga hvort ekki sé
hægt að finna að einhverju. „Ég held
að flestir fari fróðari og jákvæðir frá
okkur og margir koma aftur til að at-
huga nánar einhver atriði,“ segir Sig-
urður. Iða Marsibil nefnir til viðbótar
að þó nokkuð sé um erlenda gesti.
Þar á meðal eru gestir sem áhuga
hafa á að stofna fræðslumiðstöðvar í
líku formi.
Upplýst umræða er hvatinn
Hvatinn að stofnun fræðslu-
miðstöðvarinnar er þörfin fyrir að
fræða fólk um tækifæri til ræktunar í
sjó, bæði í hafi og á landi. „Umræðan
hafa heyrt neikvæðu raddirnar en
verða forvitnir og vilja kynna sér hina
hliðina. Við erum með upplýsingar
um þá hlið hér og getum svalað for-
vitni fólks.“
Þau leggja áherslu á að ekki sé að-
eins fjallað um laxinn heldur almennt
um rækt í sjó og heildaraðfangakeðju
sjóræktar frá hrogni til tilbúinna af-
urða. Þar er frætt um mismunandi
tækni við eldi á landi og í sjó og eldi
ólíkra eldistegunda þótt laxfiskar
(lax, bleikja og silungur) séu eðlilega
stór hluti fræðslunnar. Einnig er
fræðsla um alla tækni og þjónustu
sem þarf til að framleiða afurðirnar
og koma þeim á borð neytenda.
Tækifæri sem þarf að nýta
Sigurður vekur athygli á því að fyr-
ir áratug hafi útflutningsverðmæti af-
urða fiskeldis verið 0,7% af útflutn-
ingi þjóðarinnar en sé nú komið yfir
5% og fari vaxandi. Nú sé lax orðinn
næst verðmætasta fisktegundin, á
eftir þorski.
Sigurður bendir á að 12% af út-
flutningsverðmæti sjávarútvegs komi
úr fiskeldi. Í Noregi sé þetta hlutfall
70% og telur Sigurður það til marks
um það hversu tækifærin hér eru
mikil. Nefnir hann í því sambandi ein-
staka eiginleika landsins í jarðhita,
grænni orku, fersku vatni og sjó úr
borholum sem gefur landsmönnum
tækifæri til að verða leiðandi í sjó-
rækt, bæði á landi og hafi. „Það eru
einmitt þeir þættir sem alþjóðastofn-
anir leggja áherslu á í tengslum við
uppbyggingu sjálfbærrar mat-
vælaframleiðslu og almennir neyt-
endur eru að sækjast eftir. Þessi
tækifæri þarf að nýta betur og mat-
vælalandið Ísland á að setja sér
markviss og mælanleg markmið til
þess að verða leiðandi í slíkri um-
hverfisvænni matvælaframleiðslu,“
segir Sigurður.
Veitum upp-
lýsingar um
hina hliðina
- Fræðslumiðstöð fiskeldis byrjar vel
- Gestir koma af mismunandi hvötum
Nokkrar staðreyndir um fiskeldi
Framleiðsla í fiskeldi 2021
53.136 tonn af
óslægðum fiski
36 milljarðar kr. var heildar-
verðmæti eldisafurða 2021
Lífmassi í sjóeldi
Tonn
Burðarþol fjarðanna 127.500
Leyfilegt eldi
v/áhættumats 100.000
Útgefin rekstrarleyfi 92.300
38.000
tonn var lífmassinn
í sjónum í nóv. 2021
Vestfirðir
25,536 tonn
Lífmassi í sjó
eftir lands-
hlutum*
* Í sept. 2021
Austfirðir
11.477 tonn
Önundar-
fjörður
Ísafjarðar-
djúp
Patreks-
fjörður
Dýra-
fjörður
Arnar-
fjörður
Beru-
fjörður
Fáskrúðs-
fjörður
Reyðar-
fjörður
0,9
5,8
9,3 9,4
1,3
4,0
6,1
Lífmassi í sjóeldi
eftir fjörðum
Þús. tonn
í sept. 2021
0,1
Verðmætustufiskitegundirnar 2020,sjávarafurðir og fiskeldi,ma.kr.*
Útflutningsverðmæti eldisafurða 2021
Þorskur
Lax
Ýsa
Makríll
131,9
20,5
19,7
18,2
Eldisafurðir voru 12% af
útflutningsverðmætum
sjávarafurða
Eldisafurðir
voru 5% af öllum
útflutningstekjum Íslands
12%
5%
Heimildir: Mælaborð fiskeldis, Lax-inn fræðslumiðstöð
Útflutningsverðmæti
laxaafurða árið 2020
var 20,5 ma.kr.
*Miðað við
útflutnings-
verðmæti
um fiskeldið hefur verið heldur nei-
kvæð og þá sérstaklega um sjóeldið
þó hún sé vissulega ólík eftir því hvar
maður er staddur. Hún er neikvæð á
kaffihúsi í 101 Reykjavík en jákvæð á
veitingastaðnum á Tálknafirði, svo
dæmi séu tekin. Þeir sem vinna við
fiskeldi eða þekkja það úr sínu nær-
samfélagi hafa að okkar mati aðra
sýn á þessum mest vaxandi atvinnu-
vegi okkar Íslendinga. Það má því
segja að umræðan hafi á stundum
verið leidd af aðilum sem ekki hafa
verið í nálægð við eldið eða hafa á því
þekkingu. Þar berum við líka ábyrgð
sem tengjumst þessari atvinnugrein
að hafa ekki verið nógu dugleg við að
koma upplýsingum á framfæri,“ segir
Sigurður en bendir jafnframt á að
upplýsingar séu ekki jafn opnar um
nokkra aðra atvinnugrein. Nefnir
starfsemina í tölum á mælaborði fisk-
eldis hjá Mast, að á vef Umhverfis-
stofnunar megi sjá niðurstöður um-
hverfisvöktunar hjá öllum eldis-
stöðvum á Íslandi og á vef
Hafrannsóknastofnunar séu upplýs-
ingar um vöktun veiðiáa og loks sé
ýmsar upplýsingar að finna á heima-
síðum sumra fiskeldisfyrirtækjanna.
Fræðslumiðstöðin er á Mýrargötu
26, við gömlu höfnina í Reykjavík.
Þar tekur reynt fólk úr rekstri fisk-
eldisfyrirtækja, Iða Marsibil sem
lengi starfaði hjá Arnarlaxi og Sig-
urður sem stofnaði Arctic Fish, á
móti einstaklingum og hópum og
veita fræðslu um greinina. Þar eru
einnig á skjám ýmsar staðreyndir og
hægt að fylgjast með beinum útsend-
ingum úr starfinu, meðal annars úr
land- og sjóeldi og vinnslu afurða.
Iða Marsibil er ánægð með áhuga
gesta. Segir að gestahópurinn sé
breiður, áhugi leynist víða. „Margir
„Ég fór aftur heim á æskustöðvar mínar á Bíldudal árið
2014 til þess að taka þátt í uppbyggingu fiskeldis hjá
Arnarlaxi. Má segja að þorpið hafi munað sinn fífil fegri
og ekki mikið um að vera í atvinnulífinu fyrir utan
Kalkþörungavinnsluna. Bíldudalur var hluti af „Brot-
hættum byggðum“, verkefni Byggðastofnunar, í kring-
um 2010 sem sýnir hversu ástandið var bágborið áður
en fiskeldið kom til sögunnar,“ segir Iða Marsibil Jóns-
dóttir, sem nýlega tók við stöðu framkvæmdastjóra
Lax-inn, fræðslumiðstöðvar í fiskeldi. Staðan er gjör-
breytt nú.
Iða er skólabókardæmi um konu sem fer ung að
heiman til þess að mennta sig en ílentist í Reykjavík
vegna þess að ekki voru tækifæri til að snúa aftur
heim. „Laxeldið gaf okkur brottfluttum Vestfirðingum
tækifæri til að fara aftur heim.“
Hún var þriðji starfsmaður fyrirtækisins þegar hún
flutti vestur árið 2014 og gekk í upphafi í öll störf á
skrifstofu og tók jafnvel þátt í að fóðra fisk úti á kví-
Staða atvinnumála á Bíldudal er nú gjörbreytt
IÐA MARSIBIL JÓNSDÓTTIR ER FRAMKVÆMDASTJÓRI LAX-INN
um. Hún varð síðan mannauðsstjóri Arnarlax.
Það þurfti kjark til að flytja sig til Bíldudals með
börnin á þessum tíma. Enn var óvissa með leyfin og í
ljósi sögunnar ekki vitað hvað yrði úr fiskeldisfyrirtækj-
unum. Arnarlax varð stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins
og er enn og hefur alla tíð verið með höfuðstöðvar sín-
ar á Bíldudal. Í gegnum þetta litla þorp fóru á síðasta
ári yfir 3% af útflutningstekjum þjóðarinnar.
Staðan í þorpinu er gjörbreytt. Nú er búið í öllum
íbúðarhúsum en áður voru mörg hús notuð sem sum-
ardvalarstaðir brottfluttra Bílddælinga enda erfitt að
selja. „Ég keypti húsið sem ég ólst upp í til tíu ára ald-
urs. Það var að grotna niður og við pabbi rifum allt út
úr því og innréttuðum upp á nýtt,“ segir Iða Marsibil.
Sagan endurtekur sig. Börnin eru farin suður og Iða
Marsibil færir sig um set til að vera nær þeim og auka
við menntun sína um leið. En hún er ánægð með það
tækifæri að hafa getað búið og starfað heima á Bíldu-
dal þessi sjö ár.
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
Fitueyðing
Eyðir fitu á erfiðum svæðum
Laserlyfting
Háls- og andlitslyfting
NÝTT ÁR –
NÝMARKMIÐ
Frábær tilboð og fleiri meðferðir í vefverslun okkar!
TILBOÐ
ALLT AÐ
30%
afslátturí janúar