Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 12
Laufey Dóra Kjóll- inn sem hún klæð- ist hér er snið A en myndin á honum heitir BJÖRT. Klæðskeri Sjöfn Magnúsdóttir á Akranesi sér um að sauma kjólana. Konur geta fengið sent heim sýnishorn af efnum kjólanna. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g hef skoðað mörg hundruð tískuvefi úti um allan heim, en hvergi hef ég séð neinn vinna með ljósmyndir með þeim hætti sem við Lauf- ey gerum,“ segir Áskell Þórisson ljósmyndari, en hann stofnaði ásamt dóttur sinni Laufeyju Dóru fyrir- tækið Laufeyju sem framleiðir kjóla úr efni með áprentuðum ljós- myndum Áskels. „Ég hef tekið ljósmyndir í mörg ár. Ég starfaði sem blaða- maður og var ritstjóri í 12 ár hjá Bændablaðinu sem ég stofnaði fyrir Bændasamtökin fyrir margt löngu. Ég tók því mikið af myndum af búsmala, fólki og dráttarvélum, en þegar ég var hættur í blaðamennskunni og var einhvern daginn að skoða nærmyndir í tölvunni sem ég hafði tekið úti í náttúrunni, þá kom Laufey dóttir mín og sagði: „Af hverju setjum við þetta ekki á kjóla?“ Hún sá eitthvað sem mér hafði aldrei dottið í hug, mögu- leikann á að nýta myndirnar mínar í munstur á kjólaefni. Þar með fór boltinn að rúlla.“ Konur geta sent okkur málin Áskell segir að Laufey hafi kall- að saman álitshóp kvenna sem sögðu þeim hvað þær vildu sjá í kjól- um, hvers konar snið og annað slíkt. „Í framhaldinu höfðum við sam- band við unga konu, Sunnu Dís Hjörleifsdóttur, sem var nýút- skrifuð úr hönnunarskóla í Kaup- mannahöfn, og hún gerði fyrir okkur þrjú kjólasnið. Skólabróðir hennar, grafíski hönnuðurinn Christian Ast- ner, hjálpaði okkur við samsetningu mynda og frágang fyrir prentsmiðju. Við fundum svo prentsmiðju á Eng- landi sem prentaði munstrið á efni. Á Akranesi fundum við textíl- listakonuna og kennarann Eygló Gunnarsdóttur, sem saumaði fyrstu kjólana, en núna sér Sjöfn Magnús- dóttir, klæðskeri á Akranesi, um það,“ segir Áskell og bætir við að þau Laufey hefðu aldrei getað kom- ið verkefninu í framkvæmd án styrks frá Uppbyggingarsjóði Vest- urlands og fyrir það séu þau þakk- lát. „Sérstaða okkar liggur fyrst og fremst í því að kjólarnir eru saum- aðir úr satínefni sem er búið til úr gömlum plastflöskum, sem annars væri hent. Þetta efni kallast rPET (recycled PET) og er unnið þannig að eftir að plastið hefur verið brætt og kögglað, þá er spunnið garn úr því. Síðan eru myndirnar mínar prentaðar á þetta efni, en sú prent- smiðja notar prentliti sem eru vatnsuppleysanlegir og eitur- efnalausir.“ Af þessu má ljóst vera að umhverfismál og sjálfbærni skipta Áskel og Laufeyju miklu máli. „Við framleiðum ekki kjóla á lager því það er ekki í samræmi við umhverfisstefnu okkar. Hver kjóll er saumaður þegar pöntun berst, en þegar fólk pantar kjóla hjá okkur, þá getur það valið úr þremur sniðum og tólf ólíkum munstrum. Fólk get- ur valið stærð sem hentar, en við bjóðum fólki líka upp á að senda okkur málin af sér og þá er kjóllinn saumaður eftir því. Einnig bjóðum við fólki að senda því sýnishorn af efninu, ef það vill fá að þreifa á því og finna áferðina áður en það ákveður val á efni, sem er tvenns konar, Light Satin og Heavy Satin.“ Þurfti að standa úti í miðri á Þegar Áskell er spurður að því hvernig hann kunni við sig á þessu nýja sviði, segist hann vera alsæll. „Ég er orðinn 68 ára, en á þeim aldri hafa margið snúið sér að golfi eða dvelja langdvölum á Kanarí. Mér finnst miklu skemmtilegra að bagsa í einhverju skemmtilegu eins og þessu. Þar fyrir utan set ég ljósmyndirnar mínar á striga og álplötur og held sýn- ingar á þeim, ég hef sýnt bæði í Reykjavík og á Akureyri. Ég vinn líka tvo daga í viku hjá Landgræðslunni og það hentar mér vel að vinna svona mátulega mikið. Þetta er vissulega allt öðruvísi bransi en ég er vanur, að taka ljósmyndir og umbreyta þeim með Photoshop í munstur fyrir kjólaefni, en mjög gaman.“ Ljósmyndir Áskels sem notaðar eru í kjólaefnið eru fjöl- breyttar nærmyndir úr íslenskri nátt- úru, sem hann hefur tekið á ólíkum árstímum og við ólíkar aðstæður. „Sumar myndanna krefjast þess til dæmis að ég standi úti í miðri á í vaðskóm, til að ná litum steina undir yfirborði vatnsins. Aðrar hef ég tekið hátt uppi á heiðum, efst uppi á fjalli, í sandfjöru eða í grasagarði. Dóttir mín velur myndirnar, því hún hefur auga og innsæi fyrir hvað af þeim gengur á klæði fyrir konur,“ segir Áskell og bætir við að hverjum kjól fylgi saga ljósmyndarinnar sem skapar munstr- ið. Heimasíða er í smíðum, en hægt er að skoða bækling og panta kjóla á heimasíðu Áskels, www.askphoto.is, eða með því að senda póst á netfangið laufeyinfo@gmail.com. Feðgin sneru sér saman að kjólum Feðginin Áskell Þórisson ljósmyndari og Laufey Dóra læknir stofnuðu saman fyrirtæki sem framleiðir kjóla úr satínefni sem er endurunnið úr plastflöskum. Áprentaðar eru ljósmyndir Áskels úr íslenskri náttúru. Ljósmyndir/Áskell Þórisson Feðgin Laufey klæðist kjól frá þeim í sniði A með munstrinu MÓA. Áskell heldur á efni með myndinni BLIK. Munstrið RÓ Laufblöð í Rauðhólum lögst undir feld í vetrarbyrjun. Flott Dagný Ólafs- dóttir í kjól sem er snið C með mynd sem heitir GLIT. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.