Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
Kr
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nokkrir leikmenn í karlalandsliði Ís-
lands, sem hefur slegið í gegn á EM í
Ungverjalandi að undanförnu, eru
frá Selfossi eða hafa tengingar við
bæinn að öðru leyti. Handboltamenn-
ingin í bæjar-
félaginu er sterk
og Umf. Selfoss
heldur úti öflugu
starfi bæði meðal
karla og kvenna
frá yngstu flokk-
um til meistara-
liða. Ýmsir þeir
leikmenn sem
fremstir hafa ver-
ið að undanförnu
og leikið vel í
Búdaprest á yfirstandandi móti eiga
sömuleiðis til handboltafólks að telja.
Eru af ættum eða úr stórfjölskyldum
sem lengi hafa verið öflugar sem
þátttakendur í íþróttalífi í bænum,
hvort heldur er í keppni eða stuðn-
ingi.
Frændur í þriðja og fjórða lið
Frá Selfossi eru landsliðsmenn-
irnir Elvar Örn Jónsson og Teitur Örn
Einarsson traustir hlekkir, en þeir
eru frændur í þriðja og fjórða lið.
Foreldrar Elvars, sem spilar með
MT Melsungen í Þýskalandi og er
miðjumaður í vörn landsliðsins, eru
Ragnhildur Sigurðardóttir íþrótta-
fræðingur og Jón Birgir Guðmunds-
son sjúkraþjálfari, annar tveggja
slíkra hjá landsliðinu.
Jón Birgir er af stórum ættboga
fólks sem margt hvað býr á Selfossi
og er kennt við bæinn Hurðarbak í
Flóa. Margt af besta frjálsíþrótta-
fólki Héraðssambandsins Skarphéð-
ins yfir langan tíma er af Hurðar-
baksættinni. Systrabörn af þeim
ættboga eru áðurnefndur Jón Birgir
og Þuríður Ingvarsdóttir, móðir Teits
Arnar, sem er stórskytta og leik-
stjórnandi í landsliðinu – en að jafn-
aði leikmaður Flensburg-Handewitt í
Þýskalandi. Faðir Teits Arnar er
Einar Guðmundsson, sem fyrir 30 ár-
um eða svo var einn helsti kappinn í
sigursælu handboltaliði Selfoss á
þeim tíma. Þá hefur Einar mikið
sinnt þjálfun bæði á Selfossi og á
stærri vettvangi á vegum HSÍ.
Fjarri góðu gamni í Búdapest nú
vegna meiðsla er Haukur Þrastarson
sem leikur með pólska stórliðinu
Kielce. Hann er frá Selfossi og faðir
hans er Þröstur Ingvarsson, bróðir
Þuríðar, móður Teits Arnar sem seg-
ir frá hér að framan. Móðir Hauks er
Guðbjörg Hrefna Bjarnadóttir
íþróttakennari og hún hefur sterkar
handboltatengingar. Er systir
bræðranna Sigurjóns og Gústafs
Bjarnasona, sem
báðir gátu sér
gott orð í hand-
bolta fyrr á árum,
fyrst með Sel-
fossliðinu. Gústaf
náði raunar líka
góðum árangri
með stórliðum er-
lendis sem og
landsliðinu.
Þá má einnig
geta þess að syst-
ir Hauks – dóttir
Þrastar og Guð-
bjargar – er
Hrafnhildur
Hanna, sem nú
leikur handbolta
með meistara-
flokksliði ÍBV.
Fjórða í systk-
inahópi Bjarna-
barna, sem fyrr
er getið, er
Hulda. Sonur
hennar og Arons
Kristjánssonar,
nú landsliðsþjálf-
ara Bareins, er
Darri Aronsson,
leikmaður Hauka
sem nú er mætt-
ur til leiks í Ung-
verjalandi. Darra
má því telja til
Selfoss að einhverju marki, þótt
hann hafi aldrei átt þar heima.
Hergeirsfólk og Haugverjar
Janus Daði Smárason, miðjumað-
ur í landsliðinu, sem reyndar hefur
verið frá í flestum leikjum á EM
vegna Covid-smits, er sonur Smára
Rafns Haraldssonar og Guðrúnar
Herborgar Hergeirsdóttur, sem fyrr
á tíð var öflug handboltakona á Sel-
fossi. Bræður hennar eru Þórir,
frækinn og sigursæll þjálfari norska
kvennalandsliðsins, og Grímur. Sá
síðarnefndi var mikið í handbolta
fyrr á árum, bæði sem leikmaður og
þjálfari, meðal annars meistara-
flokks karla á Selfossi sem urðu Ís-
landsmeistarar vorið 2019. Grímur
hefur einnig komið að þjálfun ÍBV,
en býr nú í Vestmannaeyjum og er
lögreglustjóri þar.
Bjarki Már Elísson, varnarmaður í
landsliðinu, nú leikmaður með TBV
Lemgo í Þýskalandi, átti stórleik í
gær á EM. Hann lék um hríð með
Selfossi og er tengdasonur bæjarins.
Kona hans er Unnur Ósk Steinþórs-
dóttir, hálfsystir Inga Þórs Stein-
þórssonar, hins þekkta körfubolta-
þjálfara.
Síðast en ekki síst er það svo
hægriskytta landsliðsins, Ómar Ingi
Magnússon, leikmaður Magdeburg í
Þýskalandi, sem valinn var á dög-
unum Íþróttamaður ársins 2021.
Foreldrar hans eru Magnús Þór Haf-
steinsson og Dóra Kristín Hjálmars-
dóttir sem reka fyrirtækið HM-lyftur
og búa á Selfossi. Ómar Ingi lék í
mörg ár með Selfossliðinu í hand-
bolta en reri svo á ný mið, enda mað-
ur á heimsvísu í sinni íþróttagrein.
Ekki hefur Ómar Ingi beinar teng-
ingar við hinar þekktu íþróttaættir á
Selfossi, en frændur hans í móðurætt
frá Haugi í Gaulverjabæjarhreppi í
Flóa voru fyrr á árum margir hverjir
þekktir glímukappar eða fyrir krafta,
enda margir afrendir að afli.
Sterk hefð og stolt bæjarbúa
„Á Selfossi er hefðin sterk og
handboltinn er stolt bæjarbúa,“ segir
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari
meistaraflokksliðs karla þar í bæ.
Hann kom til starfa eystra fyrir
tveimur árum, í umhverfi þar sem
handboltanum eru sköpuð góð skil-
yrði. Starf handknattleiksdeildar
Umf. Selfoss sé öfugt og sterk og við
handboltaakademíu Fjölbrautaskóla
Suðurlands fái ungt og efnilegt fólk
frábær tækifæri, sem bjóðist ekki á
hefðbundum æfingum.
„Á bak við handboltann á Selfossi
eru sterkir foreldrahópar, stór-
fjölskyldur og jafnvel heilu ættirnar
sem eru starfinu mjög mikilvægar.
Einnig eru almenningur og fyrirtæki
í bænum öflug í stuðningi. Fyrir
þjálfara eru þetta frábær starfsskil-
yrði, eitt það besta sem býðst á Ís-
landi,“ segir Halldór Jóhann.
Sterk Selfosstenging í landsliðinu
- Hurðarbaksættin í handboltabænum - Skyldleiki milli stórra fjölskyldna - Darri tengist Selfossi
og Bjarki Már er tengdasonur bæjarins - Íþróttamaður ársins 2021 frændi krafta- og glímumanna
Ljósmynd/Jón Birgir Guðmundsson
EM Öflugir handknattleiksmenn nú staddir á EM í Búdapest. Á myndinni
eru, frá vinstri, Teitur Örn Einarsson og Elvar Örn Jónsson, frændur í
þriðja og fjórða lið. Þá Ómar Ingi Magnússon og loks Janus Daði Smárason.
Darri
Aronsson
Haukur
Þrastarson
Bjarki Már
Elísson
Ljósmynd/Mummi Lú
Bestir Frækið lið Selfoss sem vann Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik
karla vorið 2019. Íþróttahefðin í bæjarfélaginu hefur alltaf verið sterk.
Halldór Ingi
Sigfússon
Af landsliðsmönnum sem koma úr
handboltastarfinu á Selfossi á Þór-
ir Haraldsson, formaður hand-
knattleiksdeildar Umf. Selfoss, tvo
frændur af Hurðarbaksætt, þá Elv-
ar Örn Jónsson og Teit Örn
Einarsson. Þórir er þremenningur
við Guðmund Kr. Jónsson, afa Elv-
ars, og Þuríður, móðir Teits, og
hann eru systrabörn. „Þetta er
ekki náinn skyldleiki, en verður
hins vegar svo þegar ættrækni er
sterk og fólk fylgist hvað með
öðru,“ segir Þórir.
Hurðarbaksætt er úr Flóa, rakin
frá Árna Pálssyni (1859-1941) og
Guðrúnu Sigurðardóttur (1862-
1915). Þau áttu stóran barnahóp
og ætt sem hefur dreift sér víða.
Frá 2017 til 2018 náði Hurðar-
baksættin í meistaraflokki hand-
knattleiksliðs Selfoss á þeim tíma
að manna sjö stöður keppnisvall-
arins, alls sjö leikmenn. Þó vantaði
einn hornamann. Sá frændi hefði
getað komið úr Val á þeim tíma;
Benedikt Gunnar Óskarsson, sem
er af Hurðarbaksætt.
„Íþróttagenin í ættinni eru afar
sterk,“ segir Þuríður Ingvars-
dóttir. Teitur Örn, sonur hennar,
byrjaði snemma að sækja hand-
boltaæfingar, þar sem frændhóp-
urinn fylgdist að í yngri flokkum.
Þuríður segir stórfjölskylduna
eðlilega fylgjast vel með boltanum
og sérstaklega nú á EM. Fólk sé þó
yfirleitt hvað á sínu heimili, svo
ekki sé efnt sé til ættarsamkoma
þótt spennandi leikir séu sjónvarpi.
Kennt flestum
„Já, ég kynntist og kenndi flest-
um handboltastrákunum,“ segir
Þuríður sem er handavinnukennari
við Vallaskóla á Selfossi. „Ég er
örvhent og því lærðu þeir hjá mér
að prjóna með vinstri hendi. Að
geta svolítið í handavinnu hefur
ábyggilega komið sér vel í hand-
bolta hvað varðar þjálfun í fín-
hreyfingum,“ segir Þuríður.
Íþróttagenin í ætt-
inni eru afar sterk
- Handboltastrákar prjóna örvhentir
Þuríður
Ingvarsdóttir
Þórir
Haraldsson