Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS BALL gler loftljós Lítið Ø 18 cm – 15.900,- Stórt Ø 25 cm – 26.900,- BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir svæði KR í Frostaskjóli hefur verið kynnt borgaryfirvöldum. Mark- miðið er að bæta aðstöðu KR til íþrótta og félagsstarfsemi með byggingu íþrótta- og þjónustubygg- inga. Auk þess er áformað að auka fjölbreytni svæðisins með byggingu íbúða á jöðrum lóðarinnar í sam- ræmi við markmið aðalskipulags samkvæmt uppdráttum ASK Arki- tekta ehf. og Bj. Snæ.slf. Skipu- lags- og samgönguráð samþykkti í gær með öllum greiddum atkvæð- um að auglýsa tillöguna. Borgarráð samþykkti í nóvember 2017 viljayfirlýsingu milli Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur (KR) og Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á KR-svæðinu. Í maí 2021 komst hreyfing á málið þegar borgarráð samþykkti drög að sam- komulagi á milli KR og Reykjavík- urborgar. Það fól í sér uppbygg- ingu á lóð KR auk þátttöku borgarinnar í byggingu nýs fjöl- nota íþróttahúss. „Í tillögu kom fram að aðilar eru sammála um að nýtt deiliskipulag fyrir heildarsvæðið til langs tíma sé mikilvægt til að staðfesta sam- eiginlega framtíðarsýn um þróun íþróttasvæðis KR í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila í vesturbæ Reykjavíkur,“ segir í greinargerð um endurskoðun deili- skipulags. Tillagan gerir ráð fyrir fjöl- breyttri uppbyggingu á svæðinu auk íbúðabyggðar, sem fjallað er um neðar á síðunni: - Fjölnota íþróttahús um miðbik svæðis, 60x75 metrar að stærð. - Íþróttaaðstaða í tengslum við félagsheimili. Þar er m.a. gert ráð fyrir að eldra íþróttahús verði fjar- lægt og byggt nýtt, að hámarki 1.600 m² , tengibyggingar fyrir búningsherbergi, félagsaðstöðu og fleira. Gert er ráð fyrir skrifstofum félagsins og annarri starfsemi, t.d. tónlistarskóla. - Nýr aðalkeppnisvöllur verður lagður og honum snúið 90° miðað við núverandi völl. Áhorfenda- stúkur verða á báðar hliðar, sem taka munu allt að 3.800 áhorf- endur. - Byggingar og mannvirki um 2.600 m² að stærð verða fjarlægð. - Heildarstærð nýbygginga verður um 51.060 fermetrar. Nú- verandi byggingar sem standa áfram eru 5.465 m². Heildarstærð mannvirkja á svæðinu verður um 56.525 fermetrar. Félagsaðstaða KR verður stækk- uð og stórbætt, fyrir félaga í KR, skólabörnin, foreldra þeirra og alla þá sem leita í Frostaskjólið eftir þjónustu. Má þar nefna frístunda- heimili og félagsstarf aldraðra, sem íbúar í hverfinu hafa sótt í Frosta- skjólið. Þessi aðstaða verður byggð í áföngum. Arkitektarnir Páll Gunnlaugsson og Bjarni Snæ- björnsson hafa unnið verkefnið með KR. Borgarsögusafn Reykjavíkur hefur tekið saman drög að húsa- könnun fyrir íþróttasvæði KR. Þar er fjallað um öll hús og mannvirki innan svæðisins, en þar standa í dag alls átta hús og mannvirki, sem flest eru byggð á síðari hluta 20. aldar eða fyrri hluta 21. aldar. Íþróttasvæði KR ber þess merki að hafa byggst upp á mismunandi tímaskeiðum þar sem kröfur til íþróttaiðkunar hafa breyst töluvert frá upphafi starfseminnar á svæð- inu. Ekki er lögð til verndun húsa og mannvirkja á svæðinu. „Það merkilega er að við KR- ingar erum frumbyggjar á þessu svæði en KR eignaðist landið árið 1939. Síðan þróaðist byggð í ná- grenninu. Núna þurfum við að leita til nágranna okkar svo KR geti þróast í takt við nýja tíma og stað- ið undir þeim kröfum og þörfum sem nútíminn gerir ráð fyrir. Við teljum að þessar breytingar full- nægi KR og Vesturbænum til framtíðar,“ sögðu Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, og Jónas Kristinsson framkvæmda- stjóri í samtali við Morgunblaðið 2017. Þeir lögðu áherslu á að verk- efnið yrði unnið í sátt við nágrann- ana. Stórhuga áform KR-inga - Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir svæði KR í Frostaskjóli kynnt - Ný íþróttamannvirki og þjón- ustubyggingar - Allt að 100 íbúðir rísi - KR-ingar eignuðust landið árið 1939 og eru frumbyggjar Tölvumyndir/ASK arkitektar Vesturbærinn Svæði KR mun taka stakkaskiptum nái áformin fram að ganga. Íbúðarhúsin ramma af keppnisvöllinn og knatthúsið mun rísa við enda hans. Besta sætið Glæsilegt útsýni verð- ur úr nýju íbúðunum yfir völlinn. Við Flyðrugranda og Kapla- skjólsveg verða íbúðir, byggingar fyrir þjónustu og bílastæði, sam- kvæmt tillögunni. Gömul áhorf- endastúka við Kaplaskjólsveg verð- ur rifin. Meðfram Flyðrugranda er trjágróður, sem mun víkja. Gert er ráð fyrir um 10.000 fer- metra íbúðarbyggð eða að hámarki 100 íbúðum á svæðinu. Birt með- alstærð íbúða skal ekki vera minni en 90 m². Hús stallast í þrjár og fjórar hæðir og verða íbúðir á 4. hæð með þaksvölum á milli húsa. Áður en að uppbyggingu kemur skal gera samning milli Reykjavík- urborgar og lóðarhafa um að fyr- irhuguð uppbygging falli undir samþykkta húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Í henni er m.a. kveðið á um að 20% íbúða á lóðinni verði leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., bú- seturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Með þéttingu byggðar í formi íbúða á svæðinu í nálægð þjónustu, stofnana og almenningssamgangna eru heildarumhverfisáhrif upp- byggingarinnar talin jákvæð. Umhverfisáhrif af aukinni bíla- umferð eru talin neikvæð. Tölvumynd/ASK arkitektar Sigri fagnað Hér er horft í vesturátt eftir Kaplaskjólsvegi. Nýju íbúðar- húsin eru á hægri hönd en eldri íbúðarblokkirnar við götuna á vinstri hönd. Gamla stúkan víki fyrir nýjum íbúðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.