Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS
BALL gler loftljós
Lítið Ø 18 cm – 15.900,-
Stórt Ø 25 cm – 26.900,-
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir
svæði KR í Frostaskjóli hefur verið
kynnt borgaryfirvöldum. Mark-
miðið er að bæta aðstöðu KR til
íþrótta og félagsstarfsemi með
byggingu íþrótta- og þjónustubygg-
inga. Auk þess er áformað að auka
fjölbreytni svæðisins með byggingu
íbúða á jöðrum lóðarinnar í sam-
ræmi við markmið aðalskipulags
samkvæmt uppdráttum ASK Arki-
tekta ehf. og Bj. Snæ.slf. Skipu-
lags- og samgönguráð samþykkti í
gær með öllum greiddum atkvæð-
um að auglýsa tillöguna.
Borgarráð samþykkti í nóvember
2017 viljayfirlýsingu milli Knatt-
spyrnufélags Reykjavíkur (KR) og
Reykjavíkurborgar um mögulega
uppbyggingu á KR-svæðinu. Í maí
2021 komst hreyfing á málið þegar
borgarráð samþykkti drög að sam-
komulagi á milli KR og Reykjavík-
urborgar. Það fól í sér uppbygg-
ingu á lóð KR auk þátttöku
borgarinnar í byggingu nýs fjöl-
nota íþróttahúss.
„Í tillögu kom fram að aðilar eru
sammála um að nýtt deiliskipulag
fyrir heildarsvæðið til langs tíma
sé mikilvægt til að staðfesta sam-
eiginlega framtíðarsýn um þróun
íþróttasvæðis KR í samráði við
íbúa og aðra hagsmunaaðila í
vesturbæ Reykjavíkur,“ segir í
greinargerð um endurskoðun deili-
skipulags.
Tillagan gerir ráð fyrir fjöl-
breyttri uppbyggingu á svæðinu
auk íbúðabyggðar, sem fjallað er
um neðar á síðunni:
- Fjölnota íþróttahús um miðbik
svæðis, 60x75 metrar að stærð.
- Íþróttaaðstaða í tengslum við
félagsheimili. Þar er m.a. gert ráð
fyrir að eldra íþróttahús verði fjar-
lægt og byggt nýtt, að hámarki
1.600 m² , tengibyggingar fyrir
búningsherbergi, félagsaðstöðu og
fleira. Gert er ráð fyrir skrifstofum
félagsins og annarri starfsemi, t.d.
tónlistarskóla.
- Nýr aðalkeppnisvöllur verður
lagður og honum snúið 90° miðað
við núverandi völl. Áhorfenda-
stúkur verða á báðar hliðar, sem
taka munu allt að 3.800 áhorf-
endur.
- Byggingar og mannvirki um
2.600 m² að stærð verða fjarlægð.
- Heildarstærð nýbygginga
verður um 51.060 fermetrar. Nú-
verandi byggingar sem standa
áfram eru 5.465 m². Heildarstærð
mannvirkja á svæðinu verður um
56.525 fermetrar.
Félagsaðstaða KR verður stækk-
uð og stórbætt, fyrir félaga í KR,
skólabörnin, foreldra þeirra og alla
þá sem leita í Frostaskjólið eftir
þjónustu. Má þar nefna frístunda-
heimili og félagsstarf aldraðra, sem
íbúar í hverfinu hafa sótt í Frosta-
skjólið. Þessi aðstaða verður byggð
í áföngum. Arkitektarnir Páll
Gunnlaugsson og Bjarni Snæ-
björnsson hafa unnið verkefnið
með KR.
Borgarsögusafn Reykjavíkur
hefur tekið saman drög að húsa-
könnun fyrir íþróttasvæði KR. Þar
er fjallað um öll hús og mannvirki
innan svæðisins, en þar standa í
dag alls átta hús og mannvirki,
sem flest eru byggð á síðari hluta
20. aldar eða fyrri hluta 21. aldar.
Íþróttasvæði KR ber þess merki
að hafa byggst upp á mismunandi
tímaskeiðum þar sem kröfur til
íþróttaiðkunar hafa breyst töluvert
frá upphafi starfseminnar á svæð-
inu. Ekki er lögð til verndun húsa
og mannvirkja á svæðinu.
„Það merkilega er að við KR-
ingar erum frumbyggjar á þessu
svæði en KR eignaðist landið árið
1939. Síðan þróaðist byggð í ná-
grenninu. Núna þurfum við að leita
til nágranna okkar svo KR geti
þróast í takt við nýja tíma og stað-
ið undir þeim kröfum og þörfum
sem nútíminn gerir ráð fyrir. Við
teljum að þessar breytingar full-
nægi KR og Vesturbænum til
framtíðar,“ sögðu Gylfi Dalmann
Aðalsteinsson, formaður KR, og
Jónas Kristinsson framkvæmda-
stjóri í samtali við Morgunblaðið
2017. Þeir lögðu áherslu á að verk-
efnið yrði unnið í sátt við nágrann-
ana.
Stórhuga áform KR-inga
- Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir svæði KR í Frostaskjóli kynnt - Ný íþróttamannvirki og þjón-
ustubyggingar - Allt að 100 íbúðir rísi - KR-ingar eignuðust landið árið 1939 og eru frumbyggjar
Tölvumyndir/ASK arkitektar
Vesturbærinn Svæði KR mun taka stakkaskiptum nái áformin fram að ganga. Íbúðarhúsin ramma af keppnisvöllinn og knatthúsið mun rísa við enda hans.
Besta sætið Glæsilegt útsýni verð-
ur úr nýju íbúðunum yfir völlinn.
Við Flyðrugranda og Kapla-
skjólsveg verða íbúðir, byggingar
fyrir þjónustu og bílastæði, sam-
kvæmt tillögunni. Gömul áhorf-
endastúka við Kaplaskjólsveg verð-
ur rifin. Meðfram Flyðrugranda er
trjágróður, sem mun víkja.
Gert er ráð fyrir um 10.000 fer-
metra íbúðarbyggð eða að hámarki
100 íbúðum á svæðinu. Birt með-
alstærð íbúða skal ekki vera minni
en 90 m². Hús stallast í þrjár og
fjórar hæðir og verða íbúðir á 4.
hæð með þaksvölum á milli húsa.
Áður en að uppbyggingu kemur
skal gera samning milli Reykjavík-
urborgar og lóðarhafa um að fyr-
irhuguð uppbygging falli undir
samþykkta húsnæðisáætlun
Reykjavíkurborgar. Í henni er m.a.
kveðið á um að 20% íbúða á lóðinni
verði leiguíbúðir, stúdentaíbúðir,
leiguíbúðir Félagsbústaða hf., bú-
seturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir
aldraða.
Með þéttingu byggðar í formi
íbúða á svæðinu í nálægð þjónustu,
stofnana og almenningssamgangna
eru heildarumhverfisáhrif upp-
byggingarinnar talin jákvæð.
Umhverfisáhrif af aukinni bíla-
umferð eru talin neikvæð.
Tölvumynd/ASK arkitektar
Sigri fagnað Hér er horft í vesturátt eftir Kaplaskjólsvegi. Nýju íbúðar-
húsin eru á hægri hönd en eldri íbúðarblokkirnar við götuna á vinstri hönd.
Gamla stúkan víki
fyrir nýjum íbúðum