Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Innviðaráðherra
og borgar-
stjóri kynntu í
fyrradag „óháða
félagshagfræðilega
greiningu“ á lagn-
ingu Sundabrautar.
Niðurstaða þess-
arar greiningar er
að um tvö hundruð milljarða
ábati sé af því fyrir samfélagið
að ráðast í þessa framkvæmd,
en þar munar reyndar millj-
arðatugum eftir því hvaða leið
verði valin.
Það kemur ekki á óvart að
ávinningur sé að þessari fyrir-
huguðu framkvæmd enda hefur
mikill áhugi verið á henni um
árabil, raunar áratugi, en fram-
kvæmdin hefur hingað til
strandað á vinstri meirihlut-
anum í Reykjavíkurborg, sem
beitt hefur ýmsum brögðum til
að þvælast fyrir framkvæmd-
inni.
Nú lætur borgarstjórinn í
Reykjavík eins og hann hyggist
leyfa að ráðist verði í þessa
framkvæmd, en hafa verður í
huga að ýmsar ákvarðanir eru
enn eftir og sumt af því snýr að
skipulagi borgarinnar.
Sú félagshagfræðilega grein-
ing sem nú liggur fyrir og bend-
ir til mikils þjóðhagslegs ávinn-
ings framkvæmdarinnar
reiknar ekki út hve mikið ára-
löng fyrirstaða meirihluta
vinstrimanna í Reykjavík við
þessa framkvæmd hefur kostað
landsmenn, en þar
er augljóslega um
háar fjárhæðir að
ræða. Þá er ekki
heldur reiknað út
hver viðbótarkostn-
aðurinn er af því að
borgin hefur þegar
útilokað ákveðna
kosti – og líklega þá hagkvæm-
ustu – með skipulagsákvörð-
unum á undanförnum árum.
Fróðlegt væri að sjá útreikn-
inga á öllu því þjóðhagslega tapi
sem borgin hefur valdið með
þessari andstöðu sinni.
Við þann kostnað má svo
bæta þeim milljörðum – líklega
á annað hundrað – sem áformað
er að brenna með borgarlín-
unni. Ástæðan er sú að svo virð-
ist sem borginni hafi tekist að
þvinga ríkið til að fallast á þá
óráðsíuframkvæmd með and-
stöðu við Sundabraut og aðra
almenna andstöðu við vega-
framkvæmdir á höfuðborg-
arsvæðinu. Kostnaðurinn sem
lendir á íbúum höfuðborgar-
svæðisins vegna þeirrar and-
stöðu að leyfa framkvæmdir
sem létta á umferð er ekki held-
ur reiknaður inn í félagshag-
fræðilegu greininguna, en hann
ætti að reikna með í þeirri
greiningu sem full þörf er á að
vinna um kostnaðinn sem
vinstri meirihlutinn í Reykjavík
veldur landsmönnum með yfir-
gengilegri andstöðu sinni við
helsta ferðamáta þeirra.
Greining á Sunda-
braut minnir á hve
mikinn kostnað
landsmenn bera af
meirihlutanum í
Reykjavík}
Dýr meirihluti
Það er vaxandi
spenna í ver-
öldinni. Pútín for-
seti safnaði 135
þúsundum soldáta
við landamæri hans
og Úkraínu. Pútín
hefur þó ítrekað
sagt að í þessum vopnaða
mannsöfnuði felist alls ekki að
innrás standi til. Hann segir
ekki heldur að kominn hafi ver-
ið tími á að viðra Rauða herinn,
ef hann gegnir enn því nafni.
Reyndar var skýring Bidens
á frægum blaðamannafundi
blanda af framangreindum til-
gátum. Biden var spurður hvort
hann teldi að Pútín myndi gera
innrás í Úkraínu. Jú, það taldi
hann sennilegast. Af hverju var
þá spurt. Svar forsetans var
þetta: „Eitthvað verður hann að
gera!“ Það er vissulega þekkt
að komi óeirð í aflmikla menn
finnst þeim þeir þurfa endilega
að gera eitthvað. En það hefur
ekki áður leitt til að farið sé
með hundrað þúsund hermenn
á hendur nágrannanum. Margir
menn í stöðunni, sem Biden
nefnir, láta sér nægja að klóra
sér á skallanum. En þótt þessar
vangaveltur séu skiljanlegar er
eins athyglisvert að skoða þær
aðgerðir sem æðsti
friðarprestur
heimsins, Antonio
Guterres, fram-
kvæmdastjóri
Sameinuðu þjóð-
anna, hefur gripið
til. Í ljós kemur að
hann fordæmdi harðlega í vik-
unni valdarán hersins í Búrkína
Fasó og hvatti valdaráns-
leiðtoga til að leggja niður
vopn. Einhverjir hafa farið á
mis við þetta alvörumál vegna
áðurnefnds þrefs austur í Evr-
ópu. En það liggur fyrir að for-
seti Búrkína Fasó var handtek-
inn af hermönnum, ásamt
ráðherrum úr ríkisstjórn hans,
degi eftir að hersveitir gerðu
uppreisn í landinu. Hermenn
risu upp á þó nokkrum her-
stöðvum í vesturafríska ríkinu
og kröfðust þess að æðstu leið-
togar hersins yrðu reknir og
meira fjármagn yrði veitt í bar-
áttuna gegn framgangi ísl-
amskra vígamanna sem hófst
árið 2015. Í yfirlýsingu Gut-
erres segist hann fordæma all-
ar tilraunir til að yfirtaka ríkis-
stjórn með vopnavaldi. Varla
þarf Pútín að taka þetta til sín,
þótt hann viðri her sinn og
hunda.
Pútín hóar
saman hundrað
og þrjátíu þúsund
hermönnum til að
gera ekki innrás}
Þarf að gera eitthvað
E
ðli málsins samkvæmt hafa verið
skiptar skoðanir á þeim sótt-
varnaráðstöfunum sem gerðar
hafa verið á liðnum tveimur ár-
um, um réttmæti þeirra, tilgang
og virkni. Það eru skiptar skoðanir á því hvort
fjöldatakmarkanir eigi að miðast við 10 manns,
50 eða fleiri, klukkan hvað loka eigi veitinga-
húsum, hvar, hvenær og hverja eigi að skima
og þannig mætti áfram telja. Það er bæði eðli-
legt og gott að fólk hafi á þessu skoðanir, því
fæst okkar vilja búa í samfélagi þar sem al-
menningur þarf að sitja og standa eftir skip-
unum hins opinbera.
Það þarf alltaf að réttlæta með sterkum rök-
um það sem kalla má harðar aðgerðir ríkisins
gagnvart daglegu lífi fólks. Það á tvímælalaust
við þegar fólki er bannað að koma saman, það
skikkað til að vera heima hjá sér, fyrirtækjum
er bannað að hafa opið og svo framvegis.
Þegar ný veira gerði vart við sig fyrir rúmum tveimur
árum var ljóst að hún væri hættuleg og eftir tilvikum ban-
væn. Það var því eðlilegt að bregðast skjótt við, reyna eftir
bestu getu að takmarka útbreiðslu hennar og vernda þau
sem augljóslega voru viðkvæmust fyrir henni. Til þess
þurfti að beita úrræðum sem við eigum, sem betur fer,
ekki að búa við í okkar daglega lífi. Það ætti aldrei að vera
auðveld ákvörðun fyrir stjórnmálamenn að slökkva á hag-
kerfum heims með handafli og skerða réttindi almennings
– hvort sem er til skemmri eða lengri tíma.
Nú, rúmlega tveimur árum síðar, vitum við meira og
nýjustu afbrigði veirunnar valda ekki sama
skaða og upphaf hennar gerði. Í millitíðinni
hafa einnig orðið til bóluefni sem augljóslega
bæla áhrif hennar á meginþorra almennings.
Að öllu óbreyttu – og með þeim fyrirvara að
kórónuveiran stökkbreytist ekki í eitthvað enn
verra – má segja að hún sé í rénun og langt frá
því að vera jafn hættuleg og hún var í byrjun.
Við getum, umræðunnar vegna, varpað
fram tveimur spurningum. Var réttlætanlegt
að bregðast við með svo harkalegum hætti í
mars 2020? Og er réttlætanlegt að beita sömu
aðferðum nú?
Ég myndi svara fyrri spurningunni játandi.
Þegar lífshættuleg veira ríður yfir þarf að
bregðast við. Miðað við þær upplýsingar og
þekkingu sem við búum yfir nú, og þau bólu-
efni sem vísindin hafa fært okkur, er ekki hægt
annað en að svara seinni spurningunni neit-
andi. Þrátt fyrir að nú séu í gildi verulega strangar ráð-
stafanir sjáum við metfjölda í smitum nær daglega. For-
sendur fyrir þeim takmörkunum sem nú eru í gildi eru
brostnar og það verður að vera hægt að aflétta íþyngjandi
takmörkunum jafn hratt og þær eru settar á.
Að lokum má nefna að við búum við ýmislegt sem er
okkur hættulegt, það er staðreynd lífsins. Við tökumst á
við hættur með ýmsum hætti, leitum lausna og gerum eðli-
legar ráðstafanir. Sem betur fer felast lausnirnar sjaldn-
ast í því að fara ekki út úr húsi.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Tvær spurningar
Höfundur er vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
T
ilkynningum til barna-
verndarnefnda á landinu
um meint brot og van-
rækslu gagnvart börnum
fjölgaði verulega á seinustu tveimur
árum frá árunum á undan. Ástandið
á tímum heimsfaraldurs kórónuveir-
unnar er talið hafa haft mikil áhrif á
aðstæður barna á þessum tíma. Í
fyrra fjölgaði tilkynningum vegna
kynferðislegs ofbeldis mikið á milli
ára en þá bárust nefndunum 720 til-
kynningar vegna kynferðislegs of-
beldis gegn börnumm. Þetta eru
39,8% fleiri tilkynningar vegna kyn-
ferðislegs ofbeldis en bárust á árinu
2020 og 51,6% fleiri tilkynningar en
á árinu 2019.
Þetta kemur fram í nýrri sam-
antekt Barna- og fjölskyldustofu um
tilkynningar til barnaverndarnefnda
á árunum 2019 til ársloka 2021.
Alls bárust barnanverndar-
nefndum tilkynningar vegna 10.400
barna á seinasta ári sem er lítils-
háttar fjölgun frá árinu á undan þeg-
ar þau voru 10.400 en mun fleiri en
2019 þegar börnin sem tilkynnt var
um voru 9.054.
Fram kemur í umfjöllun Barna-
og fjölskyldustofu að flestar tilkynn-
ingar á nýliðnu ári voru vegna van-
rækslu á börnum, eða 42,3% allra til-
kynninga, og er það svipað hlutfall
og síðustu ár. „Hlutfall tilkynninga
vegna ofbeldis gegn börnum á árinu
2021 var 28,9%, svipað og árið á und-
an en hlutfallið var 26,4% árið 2019.
Hlutfall tilkynninga vegna áhættu-
hegðunar barna var 28% á árinu
2021, en árið 2020 var þetta hlutfall
27,1% og 30,9% árið 2019. Hlutfall
tilkynninga þar sem að heilsu eða lífi
ófædds barns var stefnt í hættu var
um 1% öll árin,“ segir þar.
Þá fækkaði lítillega tilkynning-
um í fyrra vegna vanrækslu á börn-
um frá árinu á undan en þær voru
eftir sem áður 18% fleiri en á árinu
2019. Alls bárust 5.614 tilkynningar í
fyrra um vanrækslu en til saman-
burðar voru þær 4.759 á árinu 2019.
Þegar einstök mál eru skoðuð nánar
kemur í ljós að tilkynningum um
vanrækslu varðandi nám fjölgaði í
fyrra frá árinu á undan. „Á árinu
2021 bárust 266 slíkar tilkynningar
en voru 239 á árinu 2020 og 220 á
árinu 2019. Voru tilkynningar vegna
vanrækslu varðandi nám því 11,3%
fleiri á árinu 2021 en þær voru á
árinu 2020, en sé miðað við 2019 bár-
ust 20,9% fleiri slíkar tilkynningar,“
segir í skýrslu um þróun þessara
mála.
Alls bárust 3.827 tilkynningar
um ofbeldi gagnvart börnum í fyrra.
þar af bárust nefndunum 2.245 til-
kynningar vegna tilfinningalegs of-
beldis gagnvart börnum en þær voru
2.448 á árinu á undan og 1.905 árið
2019. „Tilkynningar vegna tilfinn-
ingalegs ofbeldis voru því 8,3% færri
en bárust á árinu 2020, en hér ber að
nefna að árið 2020 bárust óvenju
margar tilkynningar vegna tilfinn-
ingalegs ofbeldis,“ segir í skýrsl-
unni.
Fjölgun tilkynninga vegna kyn-
ferðislegs ofbeldis sker sig úr í þess-
um samanburði. Mun fleiri tilkynn-
ingar berast vegna brota gegn
stúlkum en drengjum en þeim hefur
fjölgað mikið hjá báðum kynjum. Ár-
ið 2019 var tilkynnt um kynferðis-
legt ofbeldi gagnvart stúlkum í 328
tilvikum. Tilkynningarnar voru svo
370 á árinu 2020 en fjölgaði í 525 á
seinasta ári. Á árinu 2019 bárust 147
tilkynningar um kynferðislegt of-
beldi gegn drengjum, þeim fækkaði
lítillega á árinu 2020 þegar þær voru
145 en í fyrra fjölgaði þeim verulega
og bárust þá 195 tilkynningar um
kynferðislegt ofbeldi gagnvart
drengjum.
3.827 tilkynningar
um ofbeldi í fyrra
2019 2020 2021
Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall
Ofbeldi samtals 2.990 3.765 3.827
Drengir 1.469 49% 1.873 50% 1.843 48%
Stúlkur 1.521 51% 1.892 50% 1.984 52%
Tilfinningalegt ofbeldi 1.905 2.448 2.245
Drengir 961 50% 1.251 51% 1.139 51%
Stúlkur 944 50% 1.197 49% 1.106 49%
þar af heimilisofbeldi 908 1.167 1.171
Drengir 460 51% 623 53% 600 51%
Stúlkur 448 49% 544 47% 571 49%
Líkamlegt ofbeldi 681 906 965
Drengir 391 57% 522 58% 562 58%
Stúlkur 290 43% 384 42% 403 42%
Kynferðislegt ofbeldi 475 515 720
Drengir 147 31% 145 28% 195 27%
Stúlkur 328 69% 370 72% 525 73%
Fjöldi tilkynninga um ofbeldi gegn börnum
Tilkynningar til barnaverndarnefnda 2019-2021
Heimild: Barnaverndarstofa
Í skýrslu Barna- og fjölskyldu-
stofu má sjá að tilkynningum til
barnaverndarnefnda um neyslu
barna á vímuefnum hefur fækk-
að bæði vegna drengja og
stúlkna á árunum 2019 til loka
síðasta árs. Tilkynningarnar
voru 732 fyrir tveimur árum en
595 talsins í fyrra.
Tilkynningar lögreglu
Barnaverndarnefndir fá flestar
tilkynningar sem nefndunum
berast frá lögreglu en þær voru
ríflega fimm þúsund talsins í
fyrra eða 38,3% allra tilkynn-
inga til nefndanna. Tilkynn-
ingum frá skólum og heilbrigð-
iskerfinu hefur fjölgað en í fyrra
bárust 1.846 tilkynningar frá
skólakerfinu, samanborið við
1.573 á árinu 2020. Þá bárust
10,4% fleiri tilkynningar frá
heilbrigðisþjónustu í fyrra en
árið 2020 og 26,3% fleiri en
2019.
Færri vegna
vímuefna
TILKYNNINGAR UM
ÁHÆTTUHEGÐUN BARNA