Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 39
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Laust pláss í Mathöll Höfða Spennandi tækifæri Lumar þú á spennandi við- skiptahugmynd þar sem þú þarft að baka dásamlegt brauðmeti eða galdra fram guðdómlega eftirrétti? Marga dreymir um að reka veitingastað og eru mathallir sérlega vænlegur kostur fyr- ir nýgræðinga þar sem sam- legðaráhrifin eru mikil þeg- ar margir veitingastaðir koma saman. Nú er laust pláss í Mathöll Höfða og er þar sérstaklega verið að hugsa um kaffi, smá- rétti og eftirrétti. Ekki spillir fyrir ef veitingarnar eru bak- aðar á staðnum, og bætist þannig verulega við annars áhugaverða flóru mathall- arinnar. Ekki þykir verra ef um er að ræða eitthvað al- gjörlega nýtt af nálinni. Áhugasamir geta sent inn umsókn á mathollhofda- @mathollhofda.is. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Sumarsæla Það er ekki laust við að það sé smávegis sumarbragur á þessari bragðgóðu skyrköku sem er vel þess virði að prófa. Hér er á ferðinni algjörlega frábær uppskrift að skyrköku en möndlur og sítrónur eru bragðsamsetning sem vert er að prófa. Það er Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri.is sem á heiðurinn af þessari uppskrift sem hún var afar ánægð með. Að auki notaði hún sykurminna kex sem er bónus. „Möndlu- og sítrónubragð fer afar vel saman og elska ég sítrónuköku sem og möndluköku. Hér er búið að bæta skyri við þetta og útkoman varð þessi stórkostlega skyrkaka, segir Berglind um uppskriftina. Skyrkaka með möndlu- og sítrónukremi 300 g Bio Today-kex með möndlu- og sítrónubragði 100 g brætt Bio Today ghee-smjör Setjið bökunarpappír í botninn á um 20-22 cm smelluformi. Myljið kexið í blandara þar til það er orðið duftkennt. Blandið bræddu ghee saman við og þjappið í botninn á smelluforminu og aðeins upp á kantana, setjið í frystinn á meðan þið útbúið fyll- inguna. Fylling 500 ml rjómi 2 msk. flórsykur 2 tsk. vanillusykur ½ tsk. sítrónudropar 650 g vanilluskyr 6 matarlímsblöð 50 ml vatn Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í um 10 mínútur. Hitið 50 ml af vatni að suðu, takið matarlímsblöðin upp úr kalda vatn- inu, eitt í einu, og vindið út í heita vatnið. Hrærið vel á milli hvers blaðs og þegar blöðin eru öll uppleyst má hella blöndunni í skál og leyfa hit- anum að rjúka úr á meðan þið und- irbúið annað. Þeytið rjóma, flórsykur, sítrónu- dropa og vanillusykur saman. Vefjið skyrinu saman við rjóma- blönduna með sleikju og hellið næst matarlímsblöndunni í mjórri bunu saman við og blandið vel saman. Hellið yfir kexbotninn í smellu- forminu og setjið í kæli í að minnsta kosti fimm klukkustundir eða yfir nótt. Skerið síðan meðfram hringnum á forminu að innan áður en þið losið hliðarnar frá og flytjið kökuna yfir á fallegan disk. Skreytið með möndluflögum og sítrónusneiðum. Skreyting Til hamingju-möndluflögur sítrónusneiðar Skyrkaka með möndlum og sítrónu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 | matarkjallarinn.is STEIKARVEISLU TILBOÐ Ljúffenga steikarveislan okkar er á tilboði sunnudaga til fimmtudaga • Humar & svínasíða • Nauta piparsteik • Súkkulaði Lion Bar Tilboðsverð 5.990 kr. Fullt verð: 8.990 kr. Við bjóðum einnig.. ..pantaðu á matarkjallarinn.is 20% AFSLÁTT AF SÉRSTÖKUM TAKE AWAY MATSEÐLI Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–22:00 LÉTTÖL Lifandi píanótónlist föstudaga og laugardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.