Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
✝
Hulda Bald-
vinsdóttir
fæddist á Akureyri
18. október 1934.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Lög-
mannshlíð á Akur-
eyri 13. janúar
2022.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Baldvin Sigurðsson
verkamaður, f.
22.11. 1903, d. 1.1. 1981, og Auð-
ur Þorsteinsdóttir húsfreyja, f.
7.1. 1909, d. 3.10. 1992.
Hulda var elst barna þeirra
hjóna, en hin eru Hallgrímur, f.
1.11. 1936, Gréta, f. 7.10. 1938, d.
11.12. 1987, Héðinn, f. 29.4.
1940, Gunnar, f. 20.4. 1944, d.
24.6. 2021, og Þórlaug, f. 4.12.
1953.
Hulda giftist 10.12. 1955 Birni
Hermannssyni, f. 14.11. 1931, d.
9.2. 1995. Foreldrar hans voru
Hermann Jakobsson verkamað-
ur, f. 10.12. 1894, d. 2.5. 1958, og
þau tvo syni, Björn og Róbert og
þrjú barnabörn. 5) Auður Hafdís
Björnsdóttir, f. 13.5. 1962, maki
Ari Þórðarson og eiga þau þrjár
dætur, Hrafnhildi, Sigríði Ýri og
Heru Katrínu, og þrjú barna-
börn. 6) Héðinn, f. 27.10. 1965,
og á hann tvö börn, Dagbjörtu,
móðir Nanna Stefánsdóttir, og
Daníel, móðir María Hjaltalín.
Sambýlismaður Huldu hin síð-
ari ár var Þorsteinn Marinósson,
f. 30.12. 1934. Börn hans eru Sig-
rún Jóhanna, Marinó Steinn,
Ingibjörg, Svanlaugur og Ása
Valgerður.
Meðan börnin uxu úr grasi
einbeitti Hulda sér að uppeldi
barna sinna og húsmóður-
störfum á erilsömu heimili. Þeg-
ar um hægðist fór hún að vinna á
Niðursuðuverksmiðju K. Jóns-
sonar og vann þar þar til hún lét
af störfum vegna aldurs.
Útför Huldu fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 27. jan-
úar 2022, klukkan 13. Í ljósi að-
stæðna í þjóðfélaginu getur ein-
ungis nánasta fjölskylda verið
viðstödd, en streymt verður frá
útförinni á facebooksíðunni:
Jarðarfarir í Akureyrarkirkju –
beinar útsendingar.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Guðrún Magn-
úsdóttir verkakona,
f. 27.3. 1901, d. 1.4.
1981.
Hulda og Björn
bjuggu alla sína bú-
skapartíð í Aðal-
stræti 54 á Akur-
eyri. Hulda og
Björn eignuðust sex
börn og þau eru 1)
Hermann, f. 24.8.
1953, d. 30.1. 1997,
maki Lísa Björk Sigurðardóttir
og eiga þau tvær dætur, Huldu
Sif og Berglindi og fjögur barna-
börn. 2) Rósa María Björns-
dóttir, f. 30.10. 1954, maki Gylfi
Pálsson og eiga þau þrjú börn,
Elfu Björk, Hildi Ösp og Atla
Pál, og átta barnabörn. 3) Jón, f.
10.3. 1957, unnusta Hrönn Vign-
isdóttir, og á hann þrjá syni,
Gunnar Rafn, Héðin og Baldvin,
og tvö barnabörn. Móðir þeirra
er Sigurlína Styrmisdóttir. 4)
Davíð Björnsson, f. 24.3. 1959,
maki Gauja Jónasdóttir og eiga
Hugmyndir fólks um þýðingu
þess að vera klettur kallar gjarnan
á hugmyndina um stóran og stæði-
legan einstakling með hljóm-
styrka mikla rödd sem leggur lín-
urnar og stjórnar með styrkri
hendi. Þetta er þó ekki lýsing á
ömmu Huldu sem við kveðjum nú
með ást og hlýju í hjarta. Amma
Hulda var hvorki stór né hafði hátt
en hún var svo sannarlega klett-
urinn okkar í Aðalstræti 54.
Amma Hulda er dæmi um al-
þýðuhetju þess tíma sem þurfti að
hafa fyrir lífinu. Þær voru margar
áskoranirnar sem hún stóð
frammi fyrir sem ung kona þegar
kom að því að stofna heimili með
afa Bubba. Heimilið var stórt og
líflegt með kröftugan sex systkina
hóp auk þess sem heimilið í Að-
alstrætinu var oft skjól margra í
gegnum tíðina. Alltaf hlýtt og gott
viðmót sem mætti gestum, jafnt
ungum sem öldnum. Það var að
mörgu að huga á stóru heimili og
amma Hulda og afi Bubbi leystu í
sameiningu þær áskoranir sem
þau stóðu frammi fyrir. Þau voru
samhent í að leysa verkefni dags-
ins þó að verkaskiptingin væri
nokkuð skýr eins og gjarnan var á
þessum tíma.
Verkefni húsmóðurinnar væri
æði mörg. Það voru ekki bara eld-
húsverkin sem leysa þurfti frá
morgni til kvölds heldur einnig
fjölbreyttur og flókinn sauma-
skapur, þar sem amma Hulda töfr-
aði fram nánast allan þann klæðn-
að og aðra nytjamuni, án þess að
hafa snið sér til aðstoðar. Hún
fikraði sig einfaldlega áfram með
þessa hæfni svo úr varð allt frá
tískuflíkum yfir í flóknar yfir-
breiðslur yfir tól og tæki. Amma
Hulda hafði þetta einfaldlega í sér.
Hún var listræn, hafði auga fyrir
því sem fallegt er og tókst að gefa
hinum ótrúlegustu hlutum nýjan
og skemmtilegan tilgang. Þar fór
saman hugvit og nýtni – hæfni sem
þykir eftirsóknarverð í dag. En
hjá ömmu Huldu byggðist þörfin
frekar á reynslu hennar af því að
hafa aldrei fengið neitt upp í hend-
urnar og því þurfti að nýta það
sem til var. Við, ömmu- og lang-
ömmubörnin, höfum sannarlega
notið hugvits og hugmyndaauðgi
ömmu Huldu með því að leika með
tvinnakefli sem urðu í leik að
stórum perlufestum og dósir og
dollur urðu að byggingarefni fyrir
kastala og önnur mannvirki.
Í kletti felst festa og það ein-
kenndi ömmu Huldu. Hún var hlý,
elskandi og umhyggjusöm. Allt
það sem skiptir máli fyrir barn að
njóta og upplifa í uppvexti. Hún
veitti okkur öryggi og hafði alltaf
tíma til að veita okkur athygli,
þrátt fyrir að hafa mikið fyrir
stafni. Hún hélt í höndina á okkur,
strauk yfir hárið, spurði hvernig
okkur liði, sagði hversu mikið
henni þætti vænt um okkur og
sýndi lífi okkar áhuga. Þetta
breyttist ekki eftir að við uxum úr
grasi og urðum fullorðin. Amma
Hulda hélt áfram að halda í hönd-
ina á okkur og segja hversu mikið
hún elskaði okkur. Sömu hlýju,
ást og umhyggju hafa svo lang-
ömmubörnin notið.
Söknuðurinn eftir hlýrri og
tryggri hönd ömmu Huldu er
mikill. Hún sagði alltaf við
kveðjustund: „Farðu nú gætilega
elsku vina mín og megi englarnir
vaka yfir þér.“ Núna er hún elsku
amma Hulda engillinn sem vakir
yfir okkur um ókomna tíð.
Hulda Sif Hermannsdóttir,
Berglind Hermannsdóttir.
Elsku amma mín. Nú ertu
komin í hvíldina þangað sem við
öll förum. Nú finnur þú ekki til.
Ég vil þakka þér fyrir hvað þú
varst alltaf góð við mig. Það var
alltaf gaman að heimsækja þig og
alltaf fékk ég gott að borða og
alltaf sagðir þú eitthvað fallegt við
mig. Líf þitt var stundum ekki
auðvelt, þú þurftir að annast afa
minn eftir alvarlegt slys í mörg
ár. Einnig misstir þú frumburð
þinn Hemma allt of snemma. Það
er skrítið að þú sért farin. Ég bið
góðan Guð og Jesú að varðveita
ástvini og vini á þessari stundu.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Þinn
Héðinn Jónsson.
Í dag kveðjum við elsku ömmu
Huldu sem var svo sannarlega
Amma með stóru A-i.
Amma Hulda var dásamleg
amma, gædd ótal góðum mann-
kostum en umhyggjusemi og
hlýja var einkennandi. Þegar
gesti bar að garði eftir vinnudag
bauð hún þeim, nær undantekn-
ingalaust, að leggja sig í sófann,
fá hitapoka og pakkaði viðkom-
andi inn í teppi. Amma fylgdist
áberandi vel með tískustraumum
enda ávallt glæsileg til fara. Hún
var mjög skapandi og gat saumað
allt mögulegt eftir pöntunum.
Hún var að sama skapi vinnusöm,
hjálpsöm, lausnamiðuð, þraut-
seig, hrekklaus og hreinskiptin,
amma gat allt.
Elsku amma þurfti að takast á
við mörg áföll sem höfðu djúp-
stæð áhrif á líðan hennar, sumt
var ekki við ráðið en annað hefði
hún ekki átt að þurfa að upplifa.
Seigla ömmu var ótrúleg og átti
hún gott með að sjá spaugilegu
hliðarnar og oft var fíflast og nán-
ast grátið úr hlátri.
Við systurnar eigum mikið af
fallegum minningum úr Aðal-
stræti og alltaf var gott að gista
hjá ömmu. Fyrst í pössun hjá
ömmu þar sem amma átti ekki
orð yfir því hvað við urðum
óþekkar þegar pabbi og mamma
sóttu okkur þar sem við vorum
víst svo góðar þegar við vorum
bara tvær hjá henni. Það var
reyndar engin furða þar sem
amma dekraði við okkur á marg-
víslegan máta. Naglalakkstundir
voru haldnar hátíðlegar en amma
átti úrval af naglalökkum sem
hún geymdi alltaf í kæli. Við feng-
um að velja en alltaf var valið það
sama, Elfa valdi það glæra og
Hildur það eldrauða eða dökk-
bleika. Oft voru nuddstundir þar
sem við nudduðum ömmu og hún
okkur en það allra skemmtileg-
asta var að fara í fataskápinn
hennar og klæða sig í föt og fylgi-
hluti og sitja við spegilinn í her-
berginu hennar og skoða skartið
hennar. Allt heima hjá ömmu var
með ævintýrablæ.
Hlýjan sem amma umvafði
okkur varð til þess að þessar gist-
ingar náðu langt fram á unglings-
árin en þá vorum við hvor í sínu
lagi hjá henni, það var betra fyrir
alla. Amma keypti áskrift að Stöð
2 svo við lágum saman langt fram
eftir og horfðum á bíómyndir og
amma útbjó svo samlokur með
skinku, osti, ananas og kokteil-
sósu sem við gæddum okkur á um
miðnætti. Amma fór svo fyrr á
fætur en aldrei rak hún okkur á
fætur svo við gátum legið tímun-
um saman í rúminu hennar og les-
ið bækur.
Þegar kærastar og tilvonandi
makar mættu á svæðið þá var
amma ein af þeim fyrstu sem við
sögðum frá og tók hún Gumma og
Katli afar vel frá fyrstu hendi og
áttu þeir einnig frábær tengsl við
ömmu, stundum þannig að manni
þótti nóg um hvað hún tók upp
hanskann fyrir þá.
Langamman amma Hulda var
elskuð af börnunum okkar enda
nutu þau mikillar hlýju hjá ömmu
sinni og Steina. Þrátt fyrir að
amma væri orðin stirð og lúin hik-
aði hún ekki við að setjast á gólfið
og leika við þau á meðan Steini
tók til góðgæti handa öllum, oftar
en ekki vöfflur.
Við erum svo lánsamar að hafa
átt ömmu að og er hennar sann-
arlega saknað en á sama tíma vit-
um við að hún var tilbúin að fara
og afi Bubbi og Hermann sonur
hennar taka vel á móti henni.
Við vottum mömmu, Steina og
öðrum ástvinum innilegrar sam-
úðar.
Elfa Björk og Hildur Ösp.
Hulda
Baldvinsdóttir
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ANNA INGVARSDÓTTIR,
Tjarnarbóli 10,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
föstudaginn 21. janúar.
Sigríður María Torfadóttir Arinbjörn Viggó Clausen
Tómas Ingi Torfason Karen Bjarnhéðinsdóttir
Anna Marsibil Clausen, Rakel Tómasdóttir,
Jens Pétur Clausen og Torfi Tómasson
Elskuleg móðir mín, systir okkar, mágkona
og frænka,
ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR
MIKULCAKOVÁ,
varð bráðkvödd á heimili sínu fimmtudaginn
6. janúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni
í Reykjavík föstudaginn 4. febrúar
klukkan 15. Vegna samkomutakmarkana verða einungis
nánustu ættingjar og ástvinir viðstaddir en streymt verður frá
athöfninni. Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, þeir sem vilja minnast
hennar leyfi líknarfélögum (t.d. Kattavinafélagi Íslands og öðrum
dýravinafélögum) að njóta þess.
Elísabet Elín Úlfsdóttir (Lízella)
Ingunn Magnúsdóttir
Elísabet Magnúsdóttir Jón Ágúst Eiríksson
frændsystkini og aðrir ástvinir
V
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÁKI JÓNSSON
framkvæmdastjóri,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju
föstudaginn 28. janúar klukkan 13.
Hægt verður að fylgjast með útförinni í
beinu streymi á seljakirkja.is.
Andri Ákason
Jón Gunnar Ákason Valentina Olivo
Bjarni Þorvarður Ákason Eva Dögg Sigurgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Bergljót Jónsdóttir
Baldur Jónsson
Áróra Bjarnadóttir
Sædís Bjarnadóttir
Bjarni Gabríel Bjarnason
Viktor Áki Bjarnason
Atlas Nói Sigurðsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR BAIRDAIN,
lést í Bandaríkjunum miðvikudaginn
15. desember.
Hún var jarðsett við hlið eiginmanns síns
29. desember í Princess Anne-kirkjugarðinum við Great Neck
Rd. á Virginia Beach, VA.
Sigrid Wahl James Wahl
Frederick Bairdain Nancy Wilson
Debbie Bairdain
Sigrid Bairdain
Gary Daniel
Jordan Alexis Daniel Waverly Lynn Daniel
Guðný Andrésdóttir
Þórdís Andrésdóttir
Elskuleg eiginkona mín og móðir,
HAFDÍS GÍSLADÓTTIR,
Miðleiti 2,
Reykjavík,
andaðist mánudaginn 24. janúar á
líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. febrúar
klukkan 13. Vegna aðstæðna verða einungis nánustu
aðstandendur og vinir viðstaddir útförina.
Grétar E. Ágústsson
Áslaug E. Grétarsdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
EYJÓLFUR ÞÓR JÓNSSON,
lést 31. desember á hjúkrunarheimilinu
Fælledgården í Kaupmannahöfn.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey
frá Keflavíkurkirkju 21. janúar.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Guðfinna Eyjólfsdóttir Sigurður Geir Marteinsson
Jón Þór Eyjólfsson Kolbrún Ögmundsdóttir
Emil Þór Eyjólfsson Kristbjörg Jónína Valtýsdóttir
Erla Eyjólfsdóttir Ingi Gunnlaugsson
Eydís Eyjólfsdóttir Stefán G. Einarsson
Ómar Þór Eyjólfsson Þórey S. Þórðardóttir
barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn