Morgunblaðið - 27.01.2022, Side 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
✝
Þóra Bene-
diktsdóttir
fæddist í Hnífsdal
25. október 1931.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 16. janúar
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Benedikt
Halldórsson verka-
maður, f. 19.5.
1904, d. 2.9. 1980,
og Þórunn Pálína B. Guðjóns-
dóttir, f. 5.10. 1900, d. 10.2. 1992.
Systkini Þóru: Guðbjörg Guð-
mundsdóttir, f. 23.12. 1921, d.
13.10. 2011. Sigríður Þórdís
Benediktsdóttir, f. 4.10. 1928, d.
13.2. 2015. Halldór G. Bene-
diktsson, f. 30.4. 1930, d. 21.1.
1967. Óskar B. Benediktsson, f.
11.2. 1935, d. 22.6. 2018. Guðjón
K. Benediktsson, f. 31.10. 1937.
Fósturbróðir Jón A. Ásgeirsson,
f. 22.10. 1938.
Þóra gekk í barna- og ungl-
ingaskóla í Hnífsdal. Síðar fór
hún í Húsmæðraskóla á Löngu-
Vala, f. 2003, Gísli Hrafn, f.
2006. 3) Arnór, f. 1957, kvæntur
Kristjönu Ósk Hauksdóttur, f.
1960. Börn þeirra: Esther Ósk, f.
1979, Arna Lind, f. 1984, Þóra
Marý, f. 1989. 4) Þóra Jóna, f.
1961, sambýlismaður hennar er
Erlingur Jón Valgarðsson, f.
1961. Börn þeirra: Jónatan, f.
1990, Kolbrún, f. 1991, faðir
þeirra er Vignir Vignisson, f.
1961, d. 2000. Börn Erlings: Sif,
f. 1983, Almarr, f. 1985, Styrmir,
f. 1988. 5) Rúnar Már Jón-
atansson, f. 1966, kvæntur Maríu
Níelsdóttur, f. 1966. Börn
þeirra: Magna Rún, f. 1991,
Katla, f. 1996, móðir þeirra er
Marta Hlín Magnadóttir, f. 1970.
Börn Maríu eru Erna Guðríður,
f. 1985, Anna Margrét, f. 1997,
faðir þeirra er Benedikt Ein-
arsson, f. 1963.
Útför Þóru fer fram í Nes-
kirkju, í dag, 27. janúar 2022, og
hefst athöfnin kl. 13. Vegna að-
stæðna verða eingöngu nánasta
fjölskylda og vinir viðstödd en
athöfninni verður streymt.
Hlekkir á streymi:
https://www.skjaskot.is/thora
https://www.mbl.is/andat
Minningarorðin, bæði texti og
hljóð, verða birt á vefsíðunni:
ornbardur.com að kvöldi útfar-
ardags.
mýri í Skagafirði,
1951-1952. Hún
bjó lengst af á Ísa-
firði, en fluttist
síðan til Reykja-
víkur.
Þóra giftist árið
1955 Jónatani
Arnórssyni, f. 23.6.
1932, d. 11.6. 2018,
frá Ísafirði. For-
eldrar hans voru
Kristjana Gísla-
dóttir, f. 4.7. 1900, d. 13.10.
1970, og Arnór Magnússon, f.
17.10. 1897, d. 12.2. 1986, skip-
stjóri á Ísafirði.
Börn Jónatans og Þóru eru:
1) Kristjana, f. 1953, gift Guð-
mundi Bjarnasyni, f. 1952, Börn
þeirra: Óttar, f. 1974, Þóra
Dögg, f. 1976, Bjarni Freyr, f.
1982 og Víðir Örn, f. 1990. 2)
Valur Benedikt, f. 1955, kvænt-
ur Kristínu B. Aðalsteinsdóttur,
f. 1972. Börn þeirra: Hlynur, f.
1986, Benedikt, f. 1988, móðir
þeirra er Sigríður Brynjúlfs-
dóttir, f. 1956, Hrafnhildur
Aðfaranótt 16. janúar kom
símtal frá lækninum á Skjóli þar
sem mamma var og mér sagt að
mamma hefði verið að kveðja.
Það er sennilega aldrei hægt
að undirbúa sig fyrir það að
missa móður sína og þetta var
mikið áfall fyrir mig og sorgin
helltist yfir. Mamma varð níræð í
október síðastliðnum og við
systkinin héldum henni afmælis-
veislu þar sem hún var umvafin
ást og umhyggju allra afkom-
enda sinna, frændfólks og vina.
Það vermir að hugsa til þess og
hvernig hún naut þess að vera
með sínu fólki.
Mamma var klettur sem var
alltaf til staðar. Hún og pabbi
eignuðust fimm börn á 13 árum
og ég er næstyngst. Það var allt-
af líf og fjör á Hlíðarvegi 3 á Ísa-
firði þar sem við bjuggum lengst
af, fjölskyldan. Mamma var
hjartahlý og umhyggjusöm. Hún
stjórnaði stóru heimili og sá að
mestu leyti um uppeldið á okkur
börnunum af mikilli fagmennsku
og eljusemi meðan pabbi stund-
aði sjóinn. En allar stærri
ákvarðanir tóku þau saman eins
og það að leyfa mér að fara í
Dansskóla Heiðars Ástvaldsonar
en mér fannst það nú ekki stór
ákvörðun. En fyrir þeim var það
ekki sjálfgefið. Ég fékk að fara.
Áttaði mig ekki á því fyrr en
löngu seinna að það að sjá fyrir
stóru heimili krafðist mikillar
skipulagningar og aðhalds sem
mamma var snillingur í.
Mamma var félagslynd og var
í flottasta saumaklúbb sem ég
veit um. Skemmtilegar konur og
ég elskaði þegar hún var með
klúbb. Ég faldi mig stundum
undir borði þegar hún hélt
saumaklúbbinn og hlustaði á sög-
ur og hláturinn.
Í klúbbnum púuðu þær allar
sígarettur og fannst það vel á
lyktinni í íbúðinni daginn eftir.
Það var alltaf hlaðborð af tertum
og brauði en við systkinin þurft-
um að bíða þangað til þær fóru
heim til að fá eitthvað af þeim
krásum. Þær fóru oftast ekki
heim fyrr en um miðja nótt þann-
ig að við fengum krásirnar dag-
inn eftir.
Það var mikið áfall fyrir
mömmu og auðvitað okkur öll
þegar pabbi greindist með alz-
heimer rúmlega sjötugur en þá
var komið að því að þau myndu
njóta elliáranna saman. Þegar
hann fór inn á stofnun fór líka að
bera á líkamlegum veikindum hjá
henni og hún var oft vansæl og
einmana. Þá þurfti hún á okkur
börnunum að halda. Við systur
fórum í margar ógleymanlegar
ferðir með henni. Við fórum til
Tenerife, í margar sumarbú-
staðaferðir. Hún kunni vel að
meta það og elskaði að vera með
okkur systkinunum. Við fórum
öll með henni í dekurferðir innan-
lands, öll ættarmótin, jólaferðirn-
ar, sumarbústaðferð þegar hún
var 80 ára og 85 ára. Þá naut mín
sín og var innilega þakklát okkur.
Mamma bjó á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli síðustu fjögur árin við
góða umönnun en við höfum oft
sagt að hún hljóti að hafa verið
þægilegasta, blíðasta og flottasta
skvísan sem búið hefur á 5. hæð á
Skjóli. Mamma var eftirtektar-
söm og þegar við komum að
heimsækja hana þá hafði hún
nánast alltaf á orði í hverju við
vorum eða hvort við hefðum verið
að koma úr klippingu. Hún sá það
langar leiðir ef það var einhver
breyting þótt hún væri með frek-
ar slæma sjón.
Ég veit að pabbi og allir þínir
munu taka vel á móti þér í sum-
arlandinu.
Þóra Jóna Jónatansdóttir.
Elsku mamma mín, nú ertu
farin frá okkur og við söknum þín
svo mikið, en minningarnar um
bestu mömmu í heimi munu lifa.
Þú ert rík af afkomendum, átt
stóran hóp af börnum, barna-
börnum og barnabarnabörnum,
sem voru stolt þitt og gleði. Þú
varst höfuð fjölskyldunnar og
fylgdist með öllum hópnum þín-
um og miðlaðir síðan upplýsing-
um til okkar barnanna þinna þeg-
ar við komum í heimsókn.
Alltaf varstu til staðar fyrir
fjölskylduna, sem var þér allt.
Hlúðir að okkur, stjórnaðir stóru
heimili af mikilli umhyggju. Þeg-
ar við vorum að alast upp á Ísa-
firði gastu galdrað dýrindis mat á
mettíma og úr nánast engu hrá-
efni. Þú bakaðir mikið og voru
pönnukökur og kleinur í mestu
uppáhaldi hjá okkur börnunum.
Þú varst mikil hannyrðakona, og
ófáar flíkurnar sem þú saumaðir
og prjónaðir á okkur. Hvort sem
það voru lopapeysur, spariföt eða
skíðagalli.
Ég minnist þess þegar þú
saumaðir á mig skíðajakka, sem
ég sá mynd af í erlendu skíða-
blaði og langaði mikið í. Ég var
þá 14 ára og á leiðinni á mitt
fyrsta alvöru skíðamót utan Ísa-
fjarðar, Unglingameistaramót
Íslands sem fram fór á Seyðis-
firði. Þegar þú varst að sauma
Ísafjarðarmerkið í jakkann,
stakkstu þig á saumnálinni og
blóðblettur kom í jakkann. Þú
kipptir þér ekki upp við það og
sagðir við mig að þessi blettur
ætti eftir að færa mér gæfu á
mótinu. Þú hafðir rétt fyrir þér,
mamma mín, ég kom heim frá
Seyðisfirði með fjóra gullpeninga
um hálsinn.
Allt sem þú tókst þér fyrir
hendur gerðir þú fullkomlega. Þú
lærðir greinilega vel á Hús-
mæðraskólanum á Löngumýri í
Skagafirði, áður en þú fórst að
búa með pabba og stofna fjöl-
skyldu. Það lék allt í höndunum á
þér. Ég er svo stoltur að hafa átt
þig, mamma mín. Þú veittir okk-
ur alla þá ást og umhyggju sem
engin landamæri ná yfir.
Við áttum öll góðan tíma og
dýrmætan í faðmi fjalla blárra
fyrir vestan á uppvaxtarárum
okkar. Þar liggja rætur fjölskyld-
unnar um ókomin ár. Þú og pabbi
áttuð ykkar bestu ár þar, en
fluttuð til Reykjavíkur þegar
hann var kominn á aldur og hætt-
ur að vinna í Ríkinu. Þið keyptuð
ykkur fallega íbúð í bænum og þá
átti að fara að njóta lífsins og
ferðast, enda höfðuð þið mikla
ánægju af ferðalögum. En þá
kom babb í bátinn. Pabbi greind-
ist með heilabilun og ferðalögin
voru sett til hliðar. Þú annaðist
pabba vel í veikindunum og gast
varla hugsað þér dag án þess að
heimsækja hann. Þú fylgdist með
honum fjara út í veikindunum
sem stóðu yfir í um 15 ár. Þú
varst kletturinn í lífi hans þar til
yfir lauk.
Eftir að pabbi fór í ferðalagið í
Sumarlandið 2018 kom tómarúm
í lífi þínu. Þú varst samt alltaf til
staðar fyrir okkur. Þú varst sátt
við lífið á Skjóli. Þar lokaðir þú
fallegu augunum þínum í síðasta
sinn og lagðir af stað í ferðalagið
langa með pabba.
Þinn sonur,
Valur Benedikt.
Aðfaranótt sunnudagsins 16.
janúar síðastliðinn lést á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli elsku
mamma mín, Þóra Benedikts-
dóttir.
Eftir stendur minning um
góða, trausta og hlýja konu sem
bar hag fjölskyldu sinnar fyrir
brjósti og elskaði að vera í kring-
um barnabörnin sem og barna-
barnabörnin sín alla tíð.
Elsku amma, nú ertu komin á
góðan stað, þú ert komin til afa
sem þú ert búin að sakna mikið
síðan hann kvaddi okkur. Þar
getið þið haldið áfram að vera
hamingjusöm og fylgst með öll-
um afkomendum ykkar.
Það var alltaf svo gaman að
koma í heimsókn til Ísafjarðar og
hitta ykkur afa, njóta þess að
fara á skíði í veðurblíðunni fyrir
vestan. Það var svo gott að koma
til ykkar í Brautarholtið þar sem
þú naust þess að dekra við okkur
barnabörnin. Þú áttir alltaf lausa
stund til þess að spjalla á milli
þess sem þú varst að baka og
kenna mér ýmislegt sem tengist
bakstri. Ég nýt góðs af þeim
stundum sem við áttum saman.
Það var alltaf stuð í kringum
ykkur afa og alltaf nóg að gera.
Þið tókuð öllum með opnum örm-
um og buðuð velkomin inn á ykk-
ar fallega heimili.
Þér leið best þegar þú varst
með nógu marga í kringum þig
og hafðir sem mest að gera. Þú
vildir vera alls staðar og helst
ekki að missa af neinu. Ég var
ekki bara lánsöm að fá að heita í
höfuðið á þér heldur fékk ég
marga af þínum dásamlegu eig-
inleikum sem ég ber með stolti.
Ég er mikil áhugamanneskja um
íslenska handboltalandsliðið eins
og þú varst. Það var alltaf gaman
að horfa með þér á leiki. Þú lifðir
þig svo vel inn í leikinn og hróp-
aðir og kallaðir á strákana. Það
voru ekki allar ömmur á þessum
tíma svona mikið með á nótunum
hvað væri að gerast í íþróttun-
um.
Ísafjörður var þinn staður og
mínar bestu minningar um þig
eru þaðan. Ég er svo þakklát að
hafa fengið að koma til ykkar
með eða án foreldra minna og
dvelja hjá ykkur tímunum sam-
an. Á Ísafirði áttir þú þín bestu
ár og talaðir alltaf svo vel um bæ-
inn þinn, þér þótti svo vænt um
hann. Þér leið svo vel í faðmi
fjallanna. Þín síðustu ár dvaldir
þú á hjúkrunarheimilinu Skjóli
þar sem þér leið svo vel. Þú varst
alltaf svo sæt og fín til fara, ég
tjáði þér það margoft að ég ætti
fallegustu ömmuna. Þá fékk ég
þetta fallega bros, þú kunnir svo
vel að meta þessi orð.
Elsku amma, ég veit að þú
munt nú vaka yfir stórfjölskyldu
þinni og mun ég hugsa daglega
til þín. Ég sakna þín sárt en er
jafnframt þakklát fyrir þær góðu
minningar sem eftir lifa og munu
þær ylja mér um ókomna tíð.
Takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig og kennt mér. Ég mun
taka það með mér og kenna
næstu kynslóðum það.
Þín
Þóra Dögg.
Elsku amma mín, „amma
dúlla“ eins og þú varst oft kölluð
á mínu heimili. Ég þakka fyrir
þau forréttindi sem ég hlaut, að
alast upp með ykkur afa í næstu
götu og hafa nánast endalaust
aðgengi að ykkur. Margt bröll-
uðum við saman og lærði ég hell-
ing af þér. Morgunleikfimi í
Brautarholtinu þegar ég gisti hjá
ykkur, allar slæðurnar þínar sem
ég mátti leika mér endalaust
með (ég man enn lyktina af þeim
- svo góð). Þínar heimsins bestu
pönnukökur, þegar við stóðum
saman við eldavélina, þú að
steikja pönnsur á tveim pönnum
og ég að rúlla þeim með sykri og
borða þær jafn óðum, ég er alveg
að ná tækninni þinni, elsku
amma.
Alltaf áttir þú gott, og varst
alltaf með karamellukex inni í
skáp sem þú laumaðir í mig. Það
var alltaf gott að koma í Braut-
arholtið, setjast inn í stofu og
horfa á Tomma og Jenna sem þið
afi voruð búin að taka upp á
spólu. Sagan segir að ég hafi
borðað alla varalitina þína og
Nivea-kremið þitt, ekki veit ég af
hverju mér datt það í hug, en í
dag þykir mér vænt um þá sögu
og segi börnunum mínum frá því.
Börnin mín þekkja þig vel þó svo
að heimsóknir hafi verið af
skornum skammti undanfarið
vegna covid, og segi ég þeim
reglulega sögur frá því ég var
barn hjá ykkur, ég veit að þeim
þótti mjög vænt um þig.
Elsku amma, þú varst góð
amma og mun ég sakna þín mik-
ið. Afi hefur tekið vel á móti þér
og vona ég að þið dansið saman
eins og þið voruð vön að gera,
ofsalega var gaman að horfa á
ykkur dansa og sjá hvað þið elsk-
uðuð hvort annað.
Þangað til næst, elska þig,
amma mín.
Þín
Arna Lind.
Þóra
Benediktsdóttir
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, bróðir,
frændi, vinur og afi,
JÓN HILMAR ÞÓRARINSSON,
Galtarholti 3, Borgarfirði,
lést 22. janúar á dvalarheimilinu Brákarhlíð í
Borgarnesi. Þökkum starfsmönnum
Brákarhlíðar fyrir hjálpsemi og hlýhug. Útför hans fer fram frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 28. janúar klukkan 10. Í ljósi
aðstæðna í samfélaginu verða aðeins nánustu fjölskyldan og
vinir viðstödd útförina.
Sara Lind Jónsdóttir Glaser Guðlaug Kristófersdóttir
Garri Lee Suson Jónsson Jónína Kristófersdóttir
Kriselle Lou Suson Jónsd. Ingólfur Kristófersson
Cephas Elison Suson Jónss. Berglind Ásgeirsdóttir
Francis Suson Cagatin Magnús Nielsson Hansen
Fabio Suson Cagatin Sigurbjörg Nielsdóttir
barnabörn og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginmaður minn, faðir og
fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
BIRGIR BRYNJÓLFSSON,
Fjalli,
ævintýramaður, vélstjóri og
fjallakönnuður,
lést á Landakotsspítala miðvikudaginn 19. janúar eftir langvinn
veikindi. Bálför verður auglýst síðar.
Victoría Björk Vilhjálmsdóttir
Brynja Birgisdóttir
Anna María Birgisdóttir Jóhann Friðrik Gíslason
Arnar Þór Haraldsson Anna Caroline Wagner
Birgir Örn Ragnarsson Metta Sang-Ngam
Margrét Tanja Ragnarsdóttir Hrannar Hólm Sigrúnarson
Anna Lilja Viktoríudóttir Stefán Máni Sigþórsson
Elín Ösp Axelsdóttir Carlos Friðrik Sanchez
Aron Ágúst Birgisson
Vilhjálmur Ragnarsson Ólöf Þuríður Pétursdóttir
Þórður A. Úlfur Júlíusson
Guðbjörg Inga Axelsdóttir
og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁMUNDI GUNNAR ÓLAFSSON
flugstjóri,
lést í faðmi ástvina 19. janúar
á líknardeild Landspítalans.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð
líknardeildar og HERU.
Ólöf R. Ámundadóttir
Laufey Þ. Ámundadóttir Þorkell Andrésson
Sigrún Ámundadóttir Guðni Ingólfsson
Unnur, Laufey, Andrés, Auður,
Guðrún Lilja og Sigrún Meng
Ástkæra eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
DAGBJÖRT BERGLIND
HERMANNSDÓTTIR,
Lómasölum 2, Kópavogi,
lést á heimili sínu 16. janúar og verður
jarðsungin í Lindakirkju föstudaginn
28. janúar klukkan 13. Blóm og kransar afþakkað.
Vegna samkomutakmarkana verða eingöngu nánustu ættingjar
og vinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á
www.lindakirkja.is/utfarir/.
Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat
Þór Geirsson
Guðný Jóna Þórsdóttir Sigurður Rúnar Samúelsson
Hermann Geir Þórsson Freydís Bjarnadóttir
Þóra Lind Þórsdóttir Ingólfur Rúnar Jónsson
barnabörn
Elskuleg móðir mín,
GUÐRÚN SAMÚELSDÓTTIR
kjólameistari,
Háaleitisbraut 43,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 24. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda,
Ingibjörg Anna Ólafsdóttir