Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 40
Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Ég er búin að bjarga manni úr sjálfheldu af svölunum sínum. Og svo hélt ég að Ásgeir Páll væri mættur með „mixerinn“ í gær- morgun þegar „Good Morning“- lagið var spilað á sundlaugarbakk- anum,“ segir Kristín Sif, einn þriggja þáttastjórnenda morg- unþáttarins Ísland vaknar á K100 sem nýtur nú lífsins í fríi á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni. Þeir Ásgeir Páll og Jón Axel, sem eru nú tíma- bundið tveir með þáttinn, heyrðu í henni hljóðið í beinni í vikunni. Kristín, sem er með Aaroni Kauf- man eiginmanni sínum og börn- unum sínum tveimur, Söru Björgu og Heiðari Berg, á Tenerife, ræddi einnig við Morgunblaðið og K100.is um Tenerife-ferðina og segist hún njóta sín vel á eyjunni fögru. Hlust- endur þurfa þó ekki að örvænta því Kristín kemur aftur í næstu viku. Byrja daginn á að spila „Good Morning“ „Á þessu hóteli sem ég er á byrja þeir daginn á að spila „Good Morn- ing“ og fólkið sem vinnur hérna þarf að labba hringinn í kringum sundlaugina og heilsa öllum,“ sagði Kristín í þættinum en hlustendur Ísland vaknar ættu að þekkja lagið „Good Morning“ sem er aðallag þáttarins. Lítið spáð í Covid „Svo er bara „mega næs“ veður. Það er ótrúlega gott að vera hérna núna. Lítið um að fólk sé að spá í Covid, sem er „næs“,“ sagði Kristín í samtali við Morgunblaðið. „Svo er ótrúlega fyndið að hvert sem þú ferð er þér heilsað á ís- lensku. Við fórum í „go kart“ og þar rétti starfsmaðurinn mér hárnet og sagði: „Hérna, hárnet,“ lýsti Krist- ín hlæjandi. „Svo vorum við í Vans- skóbúðinni í mollinu og þá fór af- greiðslumanneskjan að tala við mig á íslensku. Þannig að það er annar hver Tenerife-búi sem talar ís- lensku hérna,“ sagði hún. Spænski þjónninn Gunnar Sagðist hún einnig hafa hitt spænskan þjón sem heitir því afar íslenska nafni Gunnar. „Hann sýndi okkur nafn- skírteinið sitt. Hann heitir það í al- vörunni. Hann var ekkert að ljúga að okkur,“ sagði Kristín glettn- islega. Spurð út í fyrrnefnda björgun mannsins af svölunum útskýrði Kristín að hún hefði verið að fara sérstaklega snemma í morgunmat á hótelinu þegar hún hefði séð mann sem var lokaður úti á svölunum sín- um og boðið honum góðan daginn. Hann bað hana þá um að aðstoða sig við að komast af svölunum og útskýrði að konan hans, sem er hreyfihömluð, gæti ekki opnað fyrir honum. „Hann sagði: Gætir þú nokkuð verið svo góð að bjarga mér af svöl- unum af því ég er fastur. Þannig að ég fór og hleypti honum inn. Hann var lokaður úti, karlgreyið,“ sagði Kristín glaðlega. Það er fleira sem minnir hana á Ísland vaknar á Tenerife en aðallag þáttarins en Kristín tók fram að hún hafi hitt mann sem hún segir að sé hlustandi Ísland vaknar númer eitt, í flugvélinni á leiðinni út, hann Alexander, sem hafi verið mjög skemmtilegt. Kristín og fjölskyldan hafa notið lífsins í botn á eyjunni, en hingað til hafa þau meðal annars farið í apa- garð, rennibrautagarð, lært svo- kallað tai chi á þaki hótelsins og legið í sólbaði. Gaman Kristín ásamt syni sínum Heiðari Berg sem hefur fengið að gera ýmislegt skemmtilegt í fríinu en þau hafa meðal annars farið í apagarð. Heilsað hvarvetna á íslensku á Tenerife Kristín Sif er í fríi ásamt fjölskyldunni á Tenerife þar sem þau njóta nú lífsins í hita og sól og er heilsað hvarvetna á íslensku. Kristín Sif nýtur þess að vera í fríi á Tenerife Mæðgur Kristín Sif og dóttir hennar Sara Björg njóta sín í botn á Tenerife. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Mig langaði að leggja mitt af mörkum, til að hvetja fólk og sýna því að það sé ekki jafn erfitt að vera vegan, eins og sumir vilja meina. Mér fannst vanta vettvang þar sem fólk gæti lært meira um málstaðinn á einfaldan máta, án þess að þurfa sjálft að leita uppi staðreyndir eða reynslusögur,“ segir Eva Guðrún Kristjánsdóttir, stofnandi Græn- kersins sem hún heldur úti ásamt Vigdísi Fríðu Þorvaldsdóttur. Þar taka þær fyrir allt og ekkert tengt veganisma og ræða það á manna- máli. „Við reynum að vinna út frá já- kvæðni og deilum góðum ráðum til að einfalda fólki lífið,“ segir Eva sem mælir með að áhugasamir hlusti á nýjasta þátt Grænkersins sem er til- einkaður þeim sem ekki eru vegan en vilja kynna sér málefnið. Hún segist hafa heillast af hlaðvarps- forminu vegna þess hversu frjálst og aðgengilegt það er bæði fyrir þá sem vilja framleiða hlaðvörp og þá sem vilja bara hlusta. Hún mælir hér með sínum uppáhaldshlaðvörpum. How I built this með Guy Raz „Viðtalsþættir þar sem farið er yfir sög- urnar á bak við mörg af þekktustu fyrirtækjum heims. Fer í gegnum ferðalag frum- kvöðlanna, hugmyndavinnu og áhrifin sem það hafði í för með sér.“ Kvíðakastið „Ég rakst á þetta hlaðvarp fyrir stuttu en þarna koma saman sálfræðingar sem spjalla saman um málefni tengd geðheilsu. Það eru ekki öll sem hafa efni á sálfræðiþjónustu, og þar sem stjórnvöld taka ekki ábyrgð á því tel ég hlaðvörp eins og þetta mikilvægt verkfæri sem almenn- ingur getur nýtt sér.“ Leitin að peningunum „Áhugaverðar umræður með fólki sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt er að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði. Talað um peninga á mannamáli sem ég held að fleiri sérfræðingar mættu tileinka sér.“ Þarf alltaf að vera grín „Hef hlustað á þau frá upphafi og finnst dínamíkin í hópnum fá- ránlega góð. Létt og skemmtilegt spjall um allt milli himins og jarðar.“ Skoðanabræður „Að mínu mati veisla af þáttum sem tengjast inn í flest sem er í umræðunni. Skemmtilegir gestir úr mismunandi áttum og umræð- urnar eftir því. Alls ekki sammála öllu, en finnst samtalið létt og beitt á sama tíma, sem ég dáist að.“ Fimm bestu hlaðvörpin frá Evu í Grænkerinu Líkar léttar og beittar samræður Eva Guðrún stjórnar grænkerahlaðvarpinu Grænkerinu ásamt Vigdísi Fríðu vinkonu sinni en þar fræða þær og fræð- ast um veganisma. K100 fékk hana til að deila sínum uppá- haldshlaðvörpum sem eru bæði fjölbreytt og skemmtileg. Grænkerið Vigdís Fríða og Eva Guðrún stjórna vinsæla vegan- hlaðvarpinu Grænkerinu. Netöryggi NÁNARI UPPLÝSINGAR: Erling Adolf Ágústsson Sími 569 1221, erling@mbl.is Sigrún Sigurðardóttir Sími 569 1378, sigruns@mbl.is SÉRBLAÐ Aldrei hefur verið brýnna að hafa netöryggið á hreinu Auglýsendur athugið –– Meira fyrir lesendur fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.