Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 „Við erum með aðra nálgun á þessar sjö persónur og höfum ráðfært okkur við samfélag dvergvaxinna,“ segir í yfirlýsingu ævintýrarisans Disney í kjölfar harðrar gagnrýni Game of Thrones-leikarans Peters Dinklage, sem telur endurgerð teiknimyndar ævintýrisins sígilda um Mjallhvít og dvergana sjö frá 1937 öfugsnúna. Dinklage, sem er á sextugsaldri, er 135 sentimetrar á hæð, fæddur með litningastökkbreytinguna brjóst- kyrking, eða achondroplasia, og hefur verið ötull talsmaður þess hóps, sem glímir við þá áskorun. Meðal annars hefur hann gagnrýnt framleiðendur afþreyingarefnis fyrir að gera dverg- vöxt persóna í kvikmyndum og sjón- varpi að ráðandi eiginleika þeirra. … og Mjallhvít hálfkólumbísk „Þið eruð framsæknir á sumum sviðum, en þið eruð enn þá að segja þessa öfugsnúnu sögu af sjö dverg- um, sem búa í helli […] Takið eitt skref aftur á bak og virðið fyrir ykkur hvað þið eruð að gera, mér finnst þetta alveg út í hött,“ segir Dinklage við hlaðvarpsstjórnandann Marc Maron og hefur reyndar fleira við endurgerð gamla ævintýrisins að at- huga: „Það kom nú dálítið flatt upp á mig þegar þeir [Disney] kynntu með stolti að leikkona af rómönskum upp- runa ætti að leika Mjallhvít,“ segir hann og vísar þar til hinnar hálfkól- umbísku Rachel Zegler, en þær Gal Gadot túlka Mjallhvít og vondu drottninguna í verki Disney. Breski sundgarpurinn Will Perry tekur undir með Dinklage á BBC Radio 5 og bendir á að við lifum á 21. öldinni. „Disney hefur áhrif á fjölda ungs fólks, þau áhrif þurfa að beinast í rétta átt.“ atlisteinn@mbl.is Ljósmynd/Facebook Pirraður Peter Dinklage les Disney pistilinn fyrir sjö dverga í helli. Disney svarar dvergagagnrýni - „Öfugsnúin saga um dverga í helli“ Daglegur fjöldi dauðsfalla í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er nú orðinn jafnmikill og þegar mest lét í september sl. þegar delta- afbrigðið réð enn ríkjum. Frá þessu er greint á vef BBC. Telja stjórnvöld í Banda- ríkjunum að dauðsföllum geti átt eftir að fjölga enn meir. Ný tölfræði sýnir að daglega látist rúmlega 2.000 manns þar vestra úr kófinu, sem er svipaður fjöldi og í lok sept- ember sl. Langflestir eru yfir 65 ára aldri og óbólusettir. Hins vegar liggja mun fleiri á sjúkrahúsum nú en sl. haust. Alls hafa um 866 þús- und manns látist í Bandaríkjunum af völdum veirunnar skæðu. Ný kórónuveirusmit hafa heldur ekki verið fleiri, miðað við fyrri bylgjur. BANDARÍKIN Dauðsföll jafnmörg og í delta-bylgjunni BNA Fleiri falla í valinn vestanhafs. Mette Freder- iksen, forsætis- ráðherra Dana, tilkynnti í gær að öllum sóttvarna- aðgerðum í land- inu yrði aflétt um næstu mánaða- mót. Byggði hún ákvörðun sína á tillögum danskra sóttvarnayfir- valda, um að aflétting aðgerða myndi ekki setja samfélagið á hlið- ina. Danska ríkisútvarpið vitnaði í gær í prófessor í veirufræði við Há- skólann í Kaupmannahöfn, sem sagði að þrátt fyrir mörg smit ennþá væru ekki margir sjúklingar á gjörgæslu eða í öndunarvél. Með- al eldri borgara á hjúkrunarheim- ilum væru ekki margir alvarlega veikir. Því væri ekki mikil sam- félagsleg hætta fólgin í því að af- létta aðgerðum. DANMÖRK Aflétta öllu um mánaðamótin Mette Frederiksen Bandaríska sendiráðið í Kænugarði hvatti í gær bandaríska ríkisborg- ara í Úkraínu til að íhuga að yfirgefa landið. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá sendiráðinu, en sífellt verður ljósara að innrás rússneska hersins er yf- irvofandi. Varað er við því að öryggis- ástandið geti versnað með skömm- um fyrirvara en Joe Biden Banda- ríkjaforseti hefur varað Rússa við hörðum viðurlögum ef af innrás verður. Stjórnvöld í Kænugarði og Vest- urlönd hafa sakað Rússland um að safna saman rúmlega hundrað þús- und hermönnum við landamæri Úkraínu til að búa þá undir mögu- lega innrás. „Ég hef ekki hugmynd um hvort hann sé búinn að taka endanlega ákvörðun, en við sjáum vissulega öll merki þess að hann muni beita hernaðarvaldi einhvern tíma kannski frá líðandi stundu og fram í miðjan febrúar,“ sagði aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Wendy Sherman, í erindi sínu á ráð- stefnu í gær, og vísaði þar til Vladi- mírs Pútíns Rússlandsforseta. Flókinn fundur í Frakklandi Úkraínskir og rússneskir ráða- menn funduðu í gær í París og ákváðu þar að hittast aftur að tveim- ur vikum liðnum í Berlín til að halda fundahöldum áfram. Sendimaður Kreml sagði umræðurnar ekki ein- faldar en ásamt Rússum og Úkra- ínumönnum voru fulltrúar Frakk- lands og Þýskalands viðstaddir. „Þrátt fyrir ólíka sýn á ýmis atriði voru allir sammála um að vopnahlé, í eystri hluta Úkraínu, þyrfti að halda,“ sagði sendimaðurinn. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu í gær beiðni Rússa um að meina Úkraínu um aðgang að Atlantshafs- bandalaginu. Blinken vill ræða aftur við Lavrov Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Antony Blinken, sagðist ætla að ræða á nýjan leik við utanríkis- ráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, en þeir funduðu í Genf á föstudag- inn var. Hann vonast til þess að með því, og fundinum í París í gær, verði hægt að leysa málið á annan hátt en með hernaðarvaldi: „Þetta býður upp á raunverulega diplómatíska lausn fyrir Rússland ef þeir hafa áhuga á henni,“ sagði Blinken við blaðamenn í gær. Bjóða diplómatíska lausn - Vonast eftir því að ná lausn í máli Rússa við samningaborðið - Vilja ekki útiloka Úkraínu frá Atlantshafsbandalaginu - Segja árás yfirvofandi en munu funda aftur AFP Ræða Aðstoðarmaður forseta Úkraínu á blaðamannafundi í sendiráði Úkraínu í París í gær. „Hvat mun garprinn vilja, er hann er heim kominn?“ spurði Hrafnkell Freysgoði, er færleikur hans Frey- faxi kom einsamall heim að Aðal- bóli. Jórinn, sem hér fer hnarreist- ur um sýningarpalla vor- og sumar- tískukynningar Chanel Haute Couture í tískuvíginu París í fyrra- dag, er þó langt í frá einsamall, heldur í góðum félagsskap knapans Charlotte Casiraghi, sem, auk þess að verma ellefta sætið í erfðaröð krúnunnar í Mónakó, fæst við fyr- irsætustörf, blaðamennsku og kvik- myndagerð, en Casiraghi er dóttir Karólínu, prinsessu af Hannover, og þar með barnabarn Rainiers III, prins af Mónakó, og amerísku leik- konunnar Grace Kelly, sem gerði garðinn hve frægastan á 6. áratug liðinnar aldar. Uppátækjasemi tískuhauka virðir engin landamæri í háborginni París Leitar hófanna hjá Chanel AFP Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun selena.is Margverðlaunaður sporthaldari * Minnkar hreyfingu brjósta um 83%. * Silikon fóðraðar spangir auka þægindi. * Breiðir hlýrar sem hægt er að krossa í bakið. * Kælandi innrabirgði auka þægindi. * Skálastærðir B, C, D, DD, E, F, FF, G ,GG, H. * Tveir litir: Svartur, Abstract Ink NÝTT munstur. Verð 11.800 kr.Vefverslun selena.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.