Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
27. janúar 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.57
Sterlingspund 174.41
Kanadadalur 102.48
Dönsk króna 19.614
Norsk króna 14.401
Sænsk króna 13.902
Svissn. franki 140.87
Japanskt jen 1.1363
SDR 181.27
Evra 146.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.2586
markaðshlutdeild tengds sölufyrirtækis inni á
sínu dreifiveitusvæði og komið í veg fyrir sam-
keppni,“ sagði í áðurnefndum úrskurði.
Niðurstaða Orkustofnunar hafi verið að all-
ar dreifiveitur hefðu gerst brotlegar við
ákvæði 1. og 2. mgr. 7. gr. þágildandi reglu-
gerðar (nr. 1050/2004) „með því að setja not-
endur í sjálfgefin viðskipti hjá tengdum sölu-
fyrirtækjum ef viðskiptavinir hefðu ekki valið
sér sölufyrirtæki, þeir flust innan dreifiveitu-
svæðis eða inn á svæðið frá annarri dreifi-
veitu“.
„Þá hafi komið fram sú afstaða dreifiveitna
að þágildandi reglugerð hefði skapað mikla
óvild hjá viðskiptavinum þar sem dreifiveitum
hafi verið gert skylt að leggja á álag á við-
skiptavini sem ekki hefðu valið sér söluaðila
innan tilskilins frests,“ sagði um athugasemdir
Orkustofnunar í umræddum úrskurði.
Skulu ávallt upplýsa nýja notendur
Við þessari gagnrýni var sem áður segir
brugðist með reglugerð 1150/2019 en umrædd
skylda er útfærð í 3. og 5. mgr. 7. gr. hennar:
„Dreifiveitur skulu ávallt upplýsa nýja not-
endur um rétt þeirra til þess að velja sér sölu-
fyrirtæki og rétt þeirra til að skipta um sölu-
fyrirtæki. Við leiðbeiningarskyldu sína skal
dreifiveita gæta jafnræðis í hvívetna og er
henni óheimilt að vekja athygli notenda á einu
sölufyrirtæki umfram annað. Jafnframt skal
upplýst að ekkert gjald má taka fyrir sölu-
aðilaskipti … Komi upp þær aðstæður að al-
mennur notandi hefur ekki gert raforkusölu-
samning við sölufyrirtæki, viðkomandi er ekki
með gildan raforkusölusamning við notenda-
skipti … en er engu að síður með virka neyslu-
veitu, ber dreifiveitu að setja hann í viðskipti
við það sölufyrirtæki sem Orkustofnun hefur
valið til að vera söluaðila til þrautavara. Sölu-
fyrirtæki er í því tilviki valið eftir leiðbeinandi
reglum sem Orkustofnun setur og taka þær
m.a. mið af lægsta meðalverði til ákveðins
tíma, samkvæmt nánari útfærslu Orkustofn-
unar.“
Vísað til lægsta meðalverðs
Hinn 15. maí 2020 gaf Orkustofnun út leið-
beiningar um val á sölufyrirtæki til þrautavara
og hefur síðan fjórum sinnum valið Íslenska
orkumiðlun til að gegna þessu hlutverki, eða
frá 1. júní 2020 til 30. apríl 2022, með vísan til
þess að hún hafi boðið lægsta birta meðalverð.
Uppgefið meðalverð var í fyrstu þrjú skiptin
7,15 krónur en 6,495 kr. í það fjórða.
Við síðustu ákvörðun var vakin athygli á því
að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
væri að endurskoða ákvæði 7. gr. reglugerð-
arinnar varðandi söluaðila til þrautavara. Síð-
asta ákvörðun verði hugsanlega felld úr gildi.
Festi hf. keypti Íslenska orkumiðlun hinn 1.
mars 2020 og færðist starfsemi hennar undir
N1, orkusala Festar, og í desember sl. fékk Ís-
lensk orkumiðlun nafnið N1 rafmagn.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stóð
aldrei annað til af hálfu atvinnuvegaráðuneyt-
isins en að söluaðili til þrautavara myndi verða
valinn á grundvelli uppgefins söluverðs, þ.e. sá
aðili sem er með lægsta uppgefið verð á hverj-
um tíma, samanber orðalag reglugerðarinnar.
Skyldi tryggja afhendingu raforku
Þvert á væntingar hafi mikill minnihluti not-
enda nýtt sér skýran rétt sinn til að velja sér
söluaðila heldur farið sjálfkrafa, með aðgerða-
leysi sínu, í viðskipti við söluaðila til þrauta-
vara. Markmið fyrirkomulags söluaðila til
þrautavara hafi frá upphafi eingöngu verið að
tryggja að viðkomandi aðili sem ekki velur sér
söluaðila, þrátt fyrir endurteknar ítrekanir og
leiðbeiningar þess efnis, lendi ekki í því að lok-
að sé á afhendingu raforku til hans.
Þrautavaraleiðin hafi ekki átt að skapa gul-
rót fyrir fyrirtækið sem yrði valið heldur vera
samfélagsleg skylda, sem eitthvert sölufyrir-
tækjanna tæki á sig á sex mánaða fresti, til að
tryggja öllum raforku.
Sáttaleiðin orðin að bitbeini
Morgunblaðið/Baldur
Vaxandi markaður Zaptec-hleðslustöð frá N1 í nýjum bílakjallara í Reykjavík. Sífellt fleiri kjósa nú rafbíla og hleðslustöðvum fjölgar hratt.
- Þrautavaraleiðin á raforkumarkaði var farin vegna gagnrýni á sjálfkrafa val á söluaðilum raforku
- Dreifiveitur hafi valið eigin sölufyrirtæki - Íslensk orkumiðlun fjórum sinnum valin til þrautavara
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þegar reglugerð um raforkuviðskipti og mæl-
ingar var breytt árið 2019 var tekið mið af
ábendingum og kvörtunum vegna fyrirkomu-
lags við val á söluaðila raforku og söluaðila-
skipta. Breytingarnar hafa hins vegar orðið til-
efni nýrra deilna.
Nánar tiltekið hafa keppinautar N1 raf-
magns [áður Íslenskrar orkumiðlunar] gagn-
rýnt verðlagningu fyrirtækisins sem söluaðila
til þrautavara. Þvert á leiðbeinandi reglur
Orkustofnunar hafi fyrirtækið ekki boðið
lægsta verðið. Fulltrúar N1 rafmagns hafa
brugðist við þessari gagnrýni með því að bjóð-
ast til að endurgreiða mun á auglýstu og ásettu
verði frá og með 1. nóvember síðastliðnum.
Skilið á milli
Við setningu raforkulaga árið 2003 var
ákveðið að aðskilja flutning og framleiðslu á
raforku og stuðla að samkeppni á markaði. Í
kjölfarið voru settar ýmsar reglugerðir, m.a.
reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar
sem tók gildi 2004. Var þar m.a. kveðið á um
upphaf raforkuviðskipta og skipti á sölufyr-
irtæki. Reglugerðin var uppfærð með reglu-
gerð nr. 1150/2019 og tók hún gildi í ársbyrjun
2020. Meginbreytingin var að auknar skyldur
voru lagðar á sölufyrirtæki og dreifiveitur um
að upplýsa neytendur um rétt sinn til að velja
sér söluaðila, leiðbeina þeim með aðgengileg-
um hætti og gæta jafnræðis í hvívetna þannig
að til dæmis væri ekki vakin athygli notenda á
einu sölufyrirtæki umfram annað.
Úrskurðarnefnd raforkumála rekur forsögu
þessara breytinga í úrskurði (nr. 3 2020) en þar
er fjallað um athugasemdir Orkustofnunar
varðandi tilefni þess að ákvæðið um söluaðila
til þrautavara var sett. Átta fyrirtæki hafi þá
selt rafmagn í smásölu á raforkumarkaði og
voru sex þeirra tengd dreifiveitum.
Í úrskurðinum er rifjað upp að Orkustofnun
hafi borist kvörtun frá Orku heimilanna „um
að dreifiveitur brytu lög með því að setja alla
nýja notendur rafmagns, án þess að kanna
vilja þeirra, í sölu hjá því sölufyrirtæki sem
væri í eignatengslum við dreifiveitu“. Að mati
Orku heimilanna hefðu sölufyrirtæki tengd
dreifiveitum samkeppnisforskot á önnur
dreififyrirtæki enda hefðu þær frá upphafi
hunsað ákvæði raforkulaga um söluaðilaskipti.
Settir sjálfkrafa í viðskipti
„Hafi dreifiveitur sett bæði alla nýja not-
endur neysluveitna sjálfgefið í viðskipti við
tengt sölufyrirtæki og þótt notendur hefðu val-
ið sér annan söluaðila en hið tengda sölufyrir-
tæki hafi notendur verið færðir gegn vilja sín-
um í viðskipti við sölufyrirtæki tengt dreifi-
veitu. Þannig hafi dreifiveitur viðhaldið
ATVINNUHÚSNÆÐI
ÓSKAST
Leitum að ca. 500 - 1.000 fm. vel staðsettu
þjónustu- skrifstofu og lagerhúsnæði
miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu fyrir
traust og rótgróið þjónustufyrirtæki
Allar nánari upplýsingar veitir
Brynjólfur Jónsson hagfræðingur
og löggiltur fasteignasali
í síma 898 9791 og 588 5530
Samkvæmt nýbirtum bráðabirgða-
tölum Hagstofunnar seldust 70
þúsund rúmmetrar af bensíni og
díselolíu á fjórða ársfjórðungi
2021. Er það 12,8% meiri sala en á
sama fjórðungi 2020 en þá seldust
62 þúsund rúmmetrar af sams
konar eldsneyti. Bendir Hagstofan
á að 9% af eldsneytissölunni 2021
hafi komið í gegnum erlend
greiðslukort en aðeins 1% hafi
runnið í gegnum slík kort árið
2020.
„Til samanburðar voru erlend
greiðslukort notuð í 21% af heild-
arviðskiptum (kort og án korta) á
þriðja ársfjórðungi 2018,“ bendir
Hagstofan á en það ár komu fleiri
ferðamenn til Íslands en nokkru
sinni, fyrr eða síðar.
Athygli vekur að hlutdeild bens-
íns í heildarmagni selds eldsneytis
hefur aldrei verið minni en á ný-
liðnu ári. Stóð það aðeins undir
38,3% af heildarmagninu.
Eldsneytissala jókst
um 12,8% milli ára
Morgunblaðið/Frikki
Bensín Eldsneytissala tók kipp í lok
síðasta árs miðað við árið 2020.
- Hærra hlutfall
erlendra greiðslna
Allt um
sjávarútveg