Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 E f Benedetta hefði verið frumsýnd fyrir um sjö- tíu árum hefði hún ef- laust hlotið jafn slæmar viðtökur og Ágirnd (1952) sem leik- stýrt var af Svölu Hannesdóttur. Starfandi kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins árið 1952 hafði þetta að segja um Ágirnd: „Það er fullkomin ástæða til að kanna, hvort mynd eins og „Ágirnd“ brýt- ur ekki í bága við lög, að því er snertir t.d. presta. Það er og full- komin ástæða til að athuga hvort ekki beri að banna slíkar myndir eins og nú tíðkast við klámbók- menntir af grófari gerð.“ Óánægður gagnrýnandi gæti sagt hið sama um Benedettu en þetta er ekki slíkur dómur. Viðfangsefni kvikmyndanna er mjög svipað, þ.e. svik, trúarbrögð og ágirnd en líkt og mynd Svölu er Benedetta engu öðru lík. Benedetta eftir Paul Verhoeven segir frá Benedettu Carlini (Virginie Efira), ítalskri nunnu í klaustri í Toskana á 17. öld, og er lauslega byggð á sannri sögu. Benedetta er talin hafa verið snert af Jesú og þar af leiðandi átt ein- stakt samband við Guð. Jesús er þó ekki sá eini sem fullnægir henni (í bókstaflegri merkingu) heldur á hún í ástríðufullu sambandi við aðra nunnu í klaustrinu að nafni Bartolomea (Daphne Patakia). Þó að Benedetta sé talin heilög af klaustrinu og bæjarbúum eru áhorfendur ekki sannfærðir enda getur Benedetta verið mjög ill- kvittin. Það sem gerir hana að svo áhugaverðri persónu eru andstæð- urnar sem birtast í henni, eitt augnblik sýnir hún mikla samúð og í því næsta nýtur hún þess að horfa á þjáningu annarra. Persón- an er þannig ófyrirsjáanleg og margslungin, líkt og manneskjan er. Í henni sameinast hóran, gyðj- an, móðirin og meyjan sem heillar og jafnframt hræðir áhorfendur sem eru vanir að geta flokkað kvenkyns kvikmyndapersónur í einn flokk. Benedetta á t.d. að vera valin af Guði og því heilög en á meðan, bak við tjöldin, sefur hún hjá annarri nunnu þar sem María mey leikur lykilhlutverk í kynmök- um þeirra. Frá upphafi kvikmyndarinnar er líkami Benedettu eign. Áhorfendur kynnast henni sem barni þar sem hún er seld til klaustursins fyrir rétt verð. Benedetta segir síðan sjálf: „Líkami þinn er þinn versti óvinur“, sem er viðeigandi í heimi þar sem litið er á kvenlíkamann sem syndugan í eðli sínu. Verhoev- en skoðar líkamann og holdlegar þarfir í trúarlegu samhengi. Hann kyngerir þannig trúarbrögð og myndar tengingu á milli ofbeldis og bælingar á kynjaða líkamanum. Í kvikmyndinni á Jesús að hafa valið hana og í kjölfarið hlýtur hún auk- ið vald, þar á meðal yfir líkama sínum. Ástæðan fyrir því að hún er talin í einstöku sambandi við Guð er að einn morguninn vaknar hún með sömu sár og Jesús á kross- inum. Hvorki áhorfendur né sögu- persónurnar geta afsannað að hún hafi sjálf myndað þessi sár og yfir þessu liggur mikil dulúð. Bæði áhorfendur og sögupersónur eru upptekin af því að komast að því hvort hún sé raunverulega í tengsl- um við Guð eða að gabba alla í kringum sig. Spurning sem kvik- myndin varpar fram er af öðrum toga: Af hverju þarf Benedetta viðurkenningu frá Jesú til þess að ná valdi yfir eigin líkama? Kvikmyndin inniheldur mikið efni sem áhugavert væri að skoða en þegar um er að ræða svo marga hliðarsöguþræði er hætta á að myndin verði stefnulaus sem er einmitt það sem gerist í Benedettu þegar loftsteinn og plága bætast við söguþráðinn. Tvíkynhneigð nunna með valdablæti er greinilega ekki nógu spennandi fyrir leikstjór- ann Verhoeven. Þessi efnismikla mynd verður þannig mjög ýkt og væri ef til vill best að flokka hana sem kyndugt listaverk sem varast skal að taka alvarlega. Endurtekin, draumkennd atriði þar sem Jesús bjargar Benedettu frá naugðun eru dæmi um slíkt. Benedetta var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrrasumar þar sem hún keppti um Gullpálmann og ekki að ástæðulausu. Hér er á ferðinni stórskrýtin, kynþokkafull og skemmtileg kvikmynd sem á eflaust eftir að hneyksla og jafnvel móðga suma. Nekt og nunnur Nunnusaga Benedetta er „stórskrýtin, kynþokkafull og skemmtileg kvikmynd sem á eflaust eftir að hneyksla og jafnvel móðga suma“, að mati rýnis. Virg- ine Efira og Daphne Patakia í hlutverkum nunnanna og elskendanna Benedettu og Bartolomeu í kvikmynd Verhoevens sem frumsýnd var í Cannes í fyrra. Bíó Paradís Benedetta bbbmn Leikstjórn: Paul Verhoeven. Handrit: David Birke og Paul Verhoeven. Aðalleikarar: Virginie Efira, Charlotte Rampling og Daphne Patakia. Frakkland, 2021. 127 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.