Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ef miðað er við venjubundna aukn-
ingu raforkunotkunar samkvæmt raf-
orkuspá eru líkur á að draga þurfi úr
afhendingu skerðanlegrar orku í með-
alvatnsári, ekki aðeins í lélegu vatns-
ári, strax á næsta ári. Staðan verður
mun verri ef áform um orkuskipti eða
aukning á fyrirtækjamarkaði verður
umfram spár. Í greiningu Landsnets
kemur fram að nauðsynlegt sé að
bæta við afli með nýjum virkjunum og
styrkja flutningskerfið.
Landsnet gerir reglulega grein-
ingar á afl- og orkujöfnuði landsins. Í
síðustu birtu greiningu sem Efla
verkfræðistofa gerði á árinu 2019
voru taldar líkur á aflskorti á árinu
2022 og enn frekar á árinu 2023. Afl-
skortur þýðir að ekki er nægt afl til-
tækt í virkjunum til að fullnægja afl-
þörf. Líkurnar á aflskorti aukast ef
litið er til kalds vetrardags sem
reikna má með að komi á tíu ára
fresti. Þetta hefur gengið eftir eins og
komið hefur fram í ákvörðunum
Landsvirkjunar að undanförnu um að
takmarka afhendingu á orku sam-
kvæmt samningum um skerðanlega
orku, vegna lélegrar vatnsstöðu á suð-
urhálendinu.
Staðan versnar hratt
Í nýrri greiningu, sem er á loka-
metrunum, kemur fram að útlitið er
enn dökkt og fer versnandi, enda ekki
bæst við neinar stærri virkjanir. Það
er niðurstaðan þótt orkunotkun sam-
kvæmt nýjustu raforkuspá sé minni
en spáð var í þeirri útgáfu raforku-
spár sem stuðst var við í síðustu
greiningu, rétt fyrir kórónuveiru-
faraldurinn.
Ef einungis er miðað við venju-
bundna aukningu samkvæmt raf-
orkuspá mun staðan versna hratt og
líkur á því að draga þurfi úr afhend-
ingu skerðanlegrar orku í meðal-
vatnsári strax á næsta ári. Það má sjá
á neðra súluritinu sem hér er birt.
Staðan mun verða enn verri ef áform
um orkuskipti eða aukning á fyrir-
tækjamarkaði verður umfram spár.
Það er talið líkleg þróun vegna mik-
illar eftirspurnar eftir grænni raforku
og stefnu stjórnvalda um orkuskipti í
samgöngum.
Þó að orkuverð til almennings og
minni fyrirtækja hafi hækkað mikið
er talið ólíklegt að orkusparnaður,
nýting glatvarma eða fjölnýting orku-
strauma muni nægja til að mæta
þessari þróun. Stærsti hluti orkunnar
er hjá stórnotendum sem hafa lang-
tímasamninga um magn og orkuverð.
Ekki eru líkur á að þar dragi úr notk-
un þar sem heimsmarkaðsverð afurða
þeirra er hátt og fyrirtækjunum
vegnar vel um þessar mundir.
Landsnet telur að með styrkingu
flutningskerfisins megi bæta stöðuna
talsvert. Þannig megi spara orku sem
tapast nú í kerfinu og nýta núverandi
virkjanir betur, auk þess sem hægt
verður að hámarka nýtingu inn-
rennslis í uppistöðulón í slæmum
vatnsárum. Flöskuháls í byggðalín-
unni takmarkaði einmitt möguleika
Landsvirkjunar til að nýta til fulls
innrennsli í Hálslón Kárahnjúkavirkj-
unar í haust þegar vatnsbúskapur
Þjórsársvæðisins var lélegur.
Framkvæmdir í flutningskerfinu
taka langan tíma og því mun ávinn-
ingurinn af þeim ekki koma að fullu
fram fyrr en eftir nokkur ár. Er því
mikilvægt að vinna að endurnýjun
byggðalínunnar til að tengja lands-
hlutana betur saman. Framkvæmda-
tími virkjana er einnig langur og því
er talið í greiningu Landsnets að
hefja þurfi sem fyrst undirbúning
nýrra virkjana.
Virkjanir á hámarksafköstum
Greining á afljöfnuði bendir til þess
að það stefni hratt í aflskort í landinu,
það er að segja að virkjanir anni ekki
þörf. Hámarksálag nálgast uppsett
afl í virkjunum, eins og sést á efra
súluritinu, og er spáð að því marki
verði náð árið 2024. Er það óæskileg
staða í raforkukerfum, að hafa ekki
borð fyrir báru, og þurfa að keyra
nýjar og gamlar aflstöðvar alltaf á
fullu afli. Staðan í virkjunum bætist
við orkuskortinn og mun á næstu ár-
um leiða til síaukinna skerðinga
vegna bilana og reglubundins við-
halds í raforkukerfinu sem leiðir til
vaxandi keyrslu varavéla og katla
sem brenna olíu. Þá verður vanda-
samt að ráða við stærri truflanir
vegna óveðurs eða bilana í stórum
virkjunum.
Þess má geta að takmarkanir flutn-
ingskerfisins gera oft fjárfestingar í
nýjum virkjunum erfiðar vegna þess
að ekki er hægt að koma nýrri
vinnslugetu inn á kerfið. Dæmi um
þannig framkvæmdir eru áform
Landsvirkjunar um stækkun Blöndu-
virkjunar og vindorkugarð í nágrenni
hennar.
Spurn eftir grænni orku
Mikil eftirspurn er eftir grænni
orku frá mörgum fyrirtækjum í fjöl-
breyttri starfsemi og mismunandi að
stærð. Slík verkefni eru háð mögu-
leikum á afhendingu orku og flutningi
hennar. Hér ræðir um gagnaver,
vetnis- og metanólvinnslu, líftækni,
matvælaframleiðslu og fleira.
Sem dæmi um þetta má nefna að
atNorth áformar að koma upp gagna-
veri á Akureyri og gróðurhúsi sem
nýtir varmann frá gagnaverinu. For-
senda fyrir því verkefni er styrking
byggðalínunnar að austan til Akur-
eyrar en hún kemst í gagnið næsta
sumar.
Annað verkefni er stækkun þör-
ungaverksmiðju Algalífs á Reykja-
nesi þar sem aflþörfin eykst úr 5
megavöttum í 15 MW. Áformað er að
bæta við um 80 vel launuðum störfum.
Frekari skerðingar á næsta ári
- Greining Landsnets gefur til kynna viðvarandi orkuskort á næstu árum - Aflstöðvar keyrðar á
hámarksafköstum og ekki er borð fyrir báru- Auka þarf raforkuframleiðslu og bæta flutningskerfið
Morgunblaðið /Hari
Raflína Mikil orka tapast vegna þess að flutningskerfi raforku er of mikið lestað auk þess sem það dregur úr möguleikum þess að nýta virkjanir til fulls.
Raforkuspá og forgangsaflþörf
Orkujöfnuður, þúsundir GWh
25
20
15
10
5
0
2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025 2026
Raforkuspá, forgangsorka Skerðanlegt afl, dreifiveitu og stórnotendur
Vinnslugeta í erfiðu vatnsári Hámarksvinnsla í öllum virkjunum
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2020 2021 2022 2023 2024 2025 2026
Forgangsaflþörf skv. raforkuspá Skerðanlegt afl, dreifiveitu og stórnotendur
Uppsett afl í virkjunum utan eldsneytisstöðva Tiltækt utan 100 MW reiðuafls
Afljöfnuður, MW
Heimild: Landsnet
Landsnet hefur þurft að hafna um
100 verkefnum víðsvegar um
landið frá árinu 2018 vegna tak-
markana í flutningskerfinu. Guð-
mundur Ásmundsson, forstjóri
Landsnets, segir
að varlega áætl-
að tapi orkufyr-
irtækin 4-5 millj-
örðum á ári
vegna þessa, að
því gefnu að
orkusölusamn-
ingar hefðu
náðst. Sam-
félagslegt tap sé
að minnsta kosti 10 milljarðar á
ári.
Spurður hvort mögulegt sé að
koma í veg fyrir að það komi til
orkuskorts í meðalvatnsári, eins
og búast má við samkvæmt grein-
ingarvinnu Landsnets, segir Guð-
mundur að allar aðgerðir taki
tíma. Niðurstöðurnar grundvallist
á orkuspá orkuspárnefndar. Þá sé
mikil eftirspurn eftir grænni orku.
Því séu ekki líkur á að eftirspurnin
breytist mikið.
Sömu sögu er að segja um
framboðið. Guðmundur segir eng-
in stór áform um aukið framboð.
„Það er hægt að spara orkuna
og nýta nýjar leiðir. Nefna má fjöl-
nýtingu orkustrauma og að draga
úr húshitum með betri einangrun
húsa og varmadælum. Rétt er að
hraða þeirri þróun eins og hægt
er. Verkefnið er hins vegar það
stórt að slíkt dugar ekki til og því
þarf að auka orkuframboðið með
því að ráðast í nýjar virkjanir. Það
tekur tíma og er brýnt að greiða
úr málum þannig að hægt sé að
taka ákvarðanir og ráðast í fram-
kvæmdir sem fyrst,“ segir Guð-
mundur.
Hann segir að líta þurfi til
þeirra kosta sem styðja við lofts-
lagsmarkmið stjórnvalda og nýta
fjölbreytt framboð grænna orku-
kosta. Nefnir vatnsafl, jarðgufu og
vindorku, jafnt litlar virkjanir sem
stórar. „Allt mun þetta taka tíma
og við erum orðin svolítið sein.“
Loks segir Guðmundur að staða
flutningskerfisins hafi veruleg
áhrif. Það sé of þungt lestað og
við það tapist orka. Þá takmarki
kerfið möguleika á að fullnýta
virkjanir. Samtals svarar þetta til
afls einnar virkjunar á stærð við
raforkuframleiðslu Svartsengis á
Reykjanesi. helgi@mbl.is
Samfélagið tapar 10 milljörðum
GUÐMUNDUR ÁSMUNDSSON FORSTJÓRI LANDSNETS
Guðmundur
Ásmundsson