Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 48
48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 VELDU ÚR MEÐ SÁL www.gilbert.is 30 ÁRA Pálmar er Hafnfirðingur, ólst upp í Setbergi og Áslandi en býr á Völlunum. Hann er með BSc.-gráðu í rafmagns- ogtölvuverk- fræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í hagnýtri stærðfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku. Pálmar vinnur í gagnagrein- ingum hjá Íslandsbanka en mun hefja störf hjá CCP 1. febrúar. „Áhugamálin hafa í gegnum tíðina verið tölvuleikir, hjólreiðar og golf en svo er fluguveiðin að taka alveg yfir.“ FJÖLSKYLDA Pálmar er í sambúð með Ír- isi Hörpu Stefánsdóttur, f. 1992, sálfræðingi í Brúarskóla. Dóttir þeirra er Hugrún Kara, f. 2021. Foreldrar Pálmars eru Anna Eðvalds- dóttir, f. 1958, ljósmóðir, og Gísli Guðmunds- son, f. 1960, húsasmíðameistari og bygginga- tæknifræðingur. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Pálmar Gíslason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú fylgir sannfæringu þinni þessa dagana og uppskerð ríkulega. Einbeittu þér að því sem þú ert best/ur í, skipulagi. 20. apríl - 20. maí + Naut Finnist þér eitthvað vera að vaxa þér yfir höfuð er enn meiri ástæða til að spýta í lófana og taka málin í sínar hendur. Ekki óttast höfnun. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það fer afskaplega í taugarnar á þér að horfa upp á vinnufélagana troða skóinn hver af öðrum. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfa/n þig. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er ástæðulaust fyrir þig að halda aftur af þér, þótt einhverjir í kringum þig séu í fúlu skapi. Einhverjar tafir verða á fyrirhuguðum framkvæmdum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er eitt og annað sem þú átt ógert en verður að ráða fram úr því eins fljótt og mögulegt er. Andlega sinnuð manneskja opnar augu þín. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Reyndu að forðast árekstra. Einhver sýnir þér áhuga en áhuginn hjá þér er eng- inn. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Að hika er sama og tapa. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Láttu það ekki fara í taug- arnar á þér þótt vinur þinn vilji fá að vera einn um tíma. Skuldbindingar eru eitthvað sem þig hryllir við. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þetta er góður dagur til skemmtana. Ef þú hefur ekki verið að nýta hæfileika þína er rétti tíminn til þess núna. Breyttu rétt í deilu við nágranna. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú hefur ákveðnar skoðanir sem geta valdið ágreiningi við ættingja. Þér finnst þú hafa fengið stóra vinninginn þeg- ar kemur að ástinni. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú hefur hrint af stað atburða- rás, sem brátt tekur af þér öll völd, nema þú spyrnir við fótum. Þú tekur eitthvert verkefni í þínar hendur. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú þarft að taka erfiðar ákvarðanir. Stoppaðu við, brettu upp ermarnar og taktu á þeim málum, sem þú verður að leysa. í mörg horn að líta í viðhaldi og upp- byggingu staðarins og eitt skemmti- legasta verkefnið er líklega að setja út næstum 50 metra bryggju á hverju vori – og taka hana inn á haustin.“ Margvísleg uppbygging hefur verið í Vatnaskógi; íþróttasvæði árið ráðnir til að ljúka við að endurnýja girðingu umhverfis Vatnaskóg. Þótt vandað hafi verið til verks þá er lík- lega kominn tími á að endurnýja girðinguna.“ Hann var kosinn í stjórn Vatna- skógar árið 1984 og var formaður stjórnar 1989-1999 þegar hann tók við sem framkvæmdastjóri Vatna- skógar og þar er hann enn. „Á þess- um árum hefur starfið breyst mikið, hitaveita kom á staðinn 1992 og eftir það fór starfið í Vatnaskógi úr sum- arnotkun í nánast heilsársnotkun.“ Starfssvið Ársæls er reksturinn og mannaráðningar og svo fer hann fyrir hópi starfsmanna sem taka á móti hópum sumar, vetur, vor og haust. „Á vormisseri koma skólar og leikskólar í styttri heimsóknir. Á sumrin koma börn, mest drengir, í dvalarflokka tæpa viku í einu. Um verslunarmannahelgina er útihátíðin Sæludagar þar sem hafa mætt rúm- lega 1.000 manns. Á haustin koma tugir hópa tilvonandi fermingar- barna á námskeið. Við fáum líka helgarhópa hingað; feðga-, feðgina-, fjölskyldu- og karlaflokka. Einnig er Á rsæll Aðalbergsson fæddist 27. janúar 1962 í Keflavík og ólst þar upp. Hann fór í barna- skólann í Keflavík og síðan í gagnfræðaskólann og svo loks í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Ég átti mín bernskuár í Smára- túninu í Keflavík, eignaðist góða vini þar og er í góðu sambandi við marga þeirra enn. Fótboltinn var vinsæll og stofnuðum við m.a. fótboltalið í hverfinu sem fékk nafnið Fall- byssan. Síðar kom karfan sterk inn. Ég var í bumbubolta fram yfir fimm- tugt en þá þoldu hnén ekki meir, hef í staðinn mætt á sundæfingar sem gera manni mjög gott. Ég er ekki mikill afreksmaður þótt nokkrir af félögunum mínum hafi náð mjög langt í körfunni og urðu reyndar einna bestir á landinu en einn þeirra, öðlingurinn Axel Nikulásson, féll frá í síðustu viku og hans verður sárt saknað. Ég fór í sveit meðal annars rétt hjá Akranesi og 10 ára gamall fór ég í Vatnaskóg og má segja að starfið þar hafi heillað mig frá fyrstu stundu – fór fimm sinnum í sumar- búðirnar. Ég vann ýmis störf, meðal annars í verslun Varnarliðsins, Navy Exchange, í nokkur ár. Síðar flutti ég til Reykjavíkur og starfaði hjá vini mínum Steinari heitnum Waage í næstum áratug.“ Ársæll hefur tekið þátt í kristilegu starfi í áratugi, mest í KFUM og KFUK, tók þátt í æskulýðsstarfi fé- lagsins í mörg ár bæði í Keflavík og Reykjavík og er enn að. Hann er í nefnd sem skipuleggur svokallaða AD-fundi sem eru vikulegir fundir yfir vetrartímann fyrir fullorðna fé- lagsmenn í KFUM og KFUK 18 ára og eldri. „Ég fékk fyrir nokkrum ár- um dellu fyrir hoppukastölum og sá um innflutning og nýtingu á þeim fyrir KFUM og KFUK og fleiri. Ég held því fram að hoppukastalar breyti partíi í hátíð.“ Vatnaskógur Sem unglingur fór Ársæll sem sjálfboðaliði í vinnuflokka í Vatna- skógi. „Þegar ég var 16 ára vorum við vinirnir Sigvaldi Björgvinsson 1990, hitaveita 1992, Birkiskáli I og II og margt fleira. „Nýr skáli, Birki- skáli, var byggður á árunum 1995- 2000, 380 m², og bætt við um 540 m² síðar og lokið við hann árið 2018, samtals um 900 m² og er nú aðalhús staðarins í dag. Þar er frábær að- staða fyrir æsku landsins. Nú erum við að fara af stað með nýjan 430 m² matskála og erum mjög spenntir fyrir því verkefni og vonumst til þess að það verk verði langt komið á næsta ári en þá fagna sumarbúð- irnar 100 ára afmæli. Ég hef notið þeirrar gæfu að eiga gott samstarfsfólk í starfinu og mörg þeirra verið samstarfsmenn í áratugi, en það eru líka forréttindi að vinna með öllu þessu unga fólki sem tekur þátt í starfinu í Vatna- skógi.“ Áhugamál Vatnaskógur er aðaláhugamálið hans Ársæls, en hann hefur líka mik- inn áhuga á íþróttum og fer á skíði, en síðustu jólum eyddi hann á skíð- um í Austurríki með fjölskyldunni. „Ég fylgist vel með okkar mönnum á Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri Vatnaskógar – 60 ára Fjölskyldan Heimsókn hjá Karen Sif í Óðinsvéum sl. haust. Frá vinstri: Sigríður, Karen, Ársæll, Nína og Bjarki. Starfið heillaði frá fyrstu stundu Í Vatnaskógi Framkvæmdastjórinn staddur fyrir framan Gamla Skála. Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Hugrún Kara Pálmars- dóttir fæddist 16. janúar 2021 kl. 01.20 á Landspítalanum. Hún vó 3.390 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Pálmar Gíslason og Íris Harpa Stefánsdóttir. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.