Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 Fjölbreytt úrval fallegra og fágætra listaverkabóka 25% afsláttur Ævintýraheimur bókaormanna Sími 546 3079 Opið virka daga 11–18 Laugardaga 11–16 „Hér gengur orðrómur um að meng- un í gamla vatnsbólinu fyrir byggðina í Keflavík og Njarðvík kunni að hafa valdið háu nýgengi krabbameina meðal fólks hér á svæðinu. Því þarf að svara,“ segir Birgir Þórar- insson, þingmað- ur Sjálfstæðis- flokks. Birgir hefur lagt fram á Al- þingi fyrirspurn til umhverf- isráðherra um mengun í gamla vatnsbólinu í Kefla- vík, Njarðvík og við Keflavíkur- flugvöll. Hann vill vita hvaða leysi- efni, olía og aðrir skaðvaldar hafi fundist í vatnsbólinu, sem var aflagt 1991. Hann vill einnig vita hver þess- ara efna mældust yfir hættumörkum með tilliti til þess að efni geti valdið krabbameinum eða æxlunarvanda. Samhangandi þessu er tillaga til þingsályktunar frá Birgi um að Krabbameinsfélagi Íslands verði falið til að rannsaka nýgengi krabbameina á Suðurnesjum í samanburði við aðra landshluta. Í þessu skyni verði m.a. yfirfarnar skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera varðandi mengun á svæðinu. Jafnhliða verði skýrt hvort ákveðnar gerðir krabbameina séu al- gengari á Suðurnesjum en annars staðar. Styrkur mengandi efna í grunnvatni og jarðvegi verði borinn saman við lista yfir viðurkennda krabbameinsvalda. Lagt er til að einnig verði skoðað hvort hátt ný- gengi krabbameins geti tengst lifnaðarháttum á borð við reykingar og annað slíkt. Landlæknisembættið er meðal þeirra sem hafa sent inn umsögn um þingsályktunartillöguna. Þar segir að ekki sé hægt að útiloka tengsl við mengun á svæðinu út frá fyrirliggjandi gögnum og rann- sóknum. Þannig má, segir Birgir, færa rök fyrir því að mikilvægt sé að rannsaka það betur og svara spurn- ingum. „Almennt hafa borgir hæst ný- gengi krabbameina. Á Íslandi eru Suðurnes að þessu leyti ofan við höfuðborgarsvæðið meðal karla en á svipuðu róli meðal kvenna. Frá 2009- 2018 var árlegt nýgengi krabbameins meðal karla 595 á Suðurnesjum, á 100 þús. íbúa, en 539 á höfuðborgarsvæð- inu. Hvers vegna þurfum við að vita,“ segir Birgir. sbs@mbl.is Krabbameinsvalda þarf að kanna vel - Gamalt vatnsból í Keflavík sé kannað Birgir Þórarinsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Aðflutningur til landsins í fyrra var sá sjötti mesti á öldinni og þar með frá upphafi. Þannig fluttu hingað tæplega 3.900 fleiri erlendir rík- isborgarar en fluttu þá frá landinu og um 770 fleiri íslenskir ríkisborg- arar fluttu til landsins en frá því. Þetta má lesa úr nýjum tölum Hagstofunnar um búferlaflutninga en þær eru hér sýndar á grafinu. Aðeins jákvæðari fimm sinnum Flutningsjöfnuðurinn hefur að- eins verið jákvæðari bankabóluárin 2006 og 2007 og ferðabóluárin 2017, 2018 og 2019 en í báðum tilfellum skapaðist skortur á vinnuafli í mannaflsfrekum greinum. Ekki síst í byggingargeiranum á fyrra þensluskeiðinu og í ferðaþjónust- unni meðan sú grein fór með him- inskautum. Fimmta árið á öldinni Árið 2021 er því fimmta árið á öldinni þar sem fleiri íslenskir rík- isborgarar flytja til landsins en frá því. Hins vegar hafa fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá því 19 af þeim 22 árum sem lið- in eru frá árinu 2000, sé aldamóta- árið meðtalið. Nálgast samanlagður fjöldi aðfluttra erlendra ríkisborg- ara umfram brottflutta því 55 þús- und á öldinni en sá fjöldi myndi mynda annað fjölmenntasta sveitar- félag landsins, svo dæmi sé tekið. Heldur hægði á aðflutningi er- lendra ríkisborgara milli þriðja og fjórða fjórðungs. Þannig voru að- fluttir erlendir ríkisborgarar um- fram brottflutta um 2.200 á þriðja fjórðungi en 700 á fjórða fjórðungi. Ekki er ólíklegt að staða faraldurs- ins hafi haft sitt að segja en Ómík- ron-afbrigði kórónuveirunnar hafði mikil efnahagsleg áhrif á síðasta fjórðungi ársins 2021. Sveiflur milli fjórðunga Til samanburðar fluttu hingað 350 fleiri á fyrsta fjórðungi og 610 fleiri á öðrum fjórðungi en fluttu frá landinu. Samanlagt eru þetta sem fyrr segir tæplega 3.900 manns. Til einföldunar má segja að með þessum tölum rætist sú spá Karls Sigurðssonar, fyrrverandi sérfræð- ings hjá Vinnumálastofnun, að fjöl- skyldur aðfluttra erlendra ríkis- borgara myndu flytja hingað og sameinast þeim. Á hitt ber að líta að sérstaða faraldursins torveldar samanburð við fyrri ár í þessu efni. Búferlaflutningarmilli landa eftir ríkisfangi 2000-2021 Aðfluttir umfram brottflutta Íslenskir Erlendir 2000 62 1.652 2001 -472 1.440 2002 -1.020 745 2003 -613 480 2004 -438 968 2005 118 3.742 2006 -280 5.535 2007 -167 5.299 2008 -477 1.621 2009 -2.466 -2.369 2010 -1.703 -431 2011 -1.311 -93 2012 -936 617 2013 -36 1.634 2014 -760 1.873 2015 -1.265 2.716 2016 -146 4.215 2017 352 7.888 2018 -65 6.621 2019 -175 5.136 2020 506 1.734 2021 770 3.860 +7 +6 +5 +4 +3 +2 +1 0 -1 -2 -3 -4 Þúsundir '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 Samtals Íslenskir Erlendir 2000-2021 -10.522 54.883 2005-2008 -806 16.197 2009-2011 -5.480 -2.893 2012-2021 -1.755 36.294 2015-2021 -23 32.170 Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar Heimild: Hagstofa Íslands Aðflutningurinn sá sjötti mesti frá upphafi - Ríflega 4.600 fleiri fluttu til landsins en frá því í fyrra Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við þurfum að koma þessum málum á hreint, svo hér verði ekki áfram landskemmdir,“ segir Pétur Davíðs- son á Grund í Skorradal. Landeig- endur þar í sveit hafa lengi, og af þunga síðustu daga, deilt á Orku náttúrunnar (ON) fyrir hvernig stað- ið er að vatnsmiðlun í Skorradals- vatni fyrir Andakílsárvirkjun. Miðl- unarleyfi atvinnuvegaráðuneytisins frá 1957 leyfir allt að 50 cm hækkun á tímabilinu frá 15. september til 15. maí. Þá er miðað við náttúrulega hæð Skorradalsvatns, en frá því fellur Andakílsá sem var virkjuð árið 1947. Skilningur heimamanna er sá að náttúruleg vatnshæð í Skorradals- vatni sé 61,60-61,70 metrar yfir sjó. Megi þó hækka um að hálfan metra þar yfir á fyrrnefndu tímabili. Hjá ON er hins vegar viðmiðið að hæðin megi standa í 62,58 m.y.s. Um hæðarmörkin hefur lengi verið þráttað, án niðurstöðu. „Að undan- förnu hefur hér verið hvasst og vatn- ið staðið hátt. Við höfum lagt áherslu á að vatnshæðin verði lækkuð til að hafa borð fyrir báru þegar veðurspá er slæm,“ segir Pétur. Sunnudaginn 16. janúar sl., í aðdraganda mikillar úrkomulægðar, var vatnshæð í 61,85 metrar. Á hádegi 18. janúar var hæð- in 62,48 metrar. Hækkun um 63 cm á einum og hálfum sólarhring. „Skorradalsvatn var á þessum tíma að hluta ísilagt. Í stað þess að gæta fyrirhyggju þá lokaði ON fyrir útstreymi úr vatninu þegar úrkoma fór að koma inn til þess að minnka flóðið. Á endanum varð að opna allt svo úr varð mikið flóð úr þessu sem getur skemmt bakka Andakílsár. Þetta gengur ekki því dagana á eftir stóð hvöss vindátt að landi með öldu- hæð sem brýtur niður bakka. Sama gera íshrannir sem rekur á land og eru sem flugbeitt rakvélarblöð,“ seg- ir Pétur. Lækka óskagildi „Við reynum einnig að taka tillit til ölduhæðar og lækka í samræmi við það og höfum við núna t.a.m. lækkað óskagildi á sjálfvirkri opnun niður í 62,40 vegna vinda- og úrkomuspár,“ segir í tölvubréfi frá forstöðumanni virkjanareksturs ON. Þar segir enn- fremur að í dag sé hæsta leyfilega vatnshæð 63.20 m.y.s, eða yfir 60 cm hærri en þau mörk sem nú gilda. Seg- ir ennfremur að brýnt sé þó að finna sameiginlegan skilning allra á mál- inu. Hæð í Skorradalsvatni er stýrt með stíflu og lokubúnaði við vestur- enda vatnsins. Þar tekur Andakílsá við og nokkru neðar er svo Andakíls- árvirkjun, sem framleitt getur allt að 8 MW af rafmagni og var gangsett 1947. Landeigendur í Skorradal telja ennfremur að miðlunarleyfið frá 1957 sé orðið úrelt og benda einnig á að ekki finnist formlegt leyfi, sbr. skýrslu Orkustofnunar um vatnsafls- virkjanir á Íslandi. Ljósmynd/Pétur Davíðsson Skorradalsvatn Íshrannir eru eins og rakvélarblöð og skera sig inn í landið. Vatnshæðin veldur vanda - Of hátt í Skorradal - Öldur brjóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.