Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 52
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ný sýning á verkum pólsku
myndlistarkonunnar Alicju Kwade
var opnuð í nýju sýningarými i8
gallerís í Marshallhúsinu úti á
Granda, i8 Grandi, 22. janúar síð-
astliðinn og nefnist sú In Relation
to the Sun, sem þýða mætti sem Í
tengslum við sólina, eða Í sam-
bandi við sólina,. Komman er
hluti af titlinum og mikilvæg sem
slík því enginn veit hvaða stefnu
sýningin mun taka, hvað tekur við
á eftir kommunni. Nema þá
mögulega listakonan sjálf. Það er
því nauðsynlegt að mæta reglu-
lega út árið í Marshallhúsið, vilji
maður fylgjast með, og skoða sýn-
inguna sem standa mun yfir til
22. desember.
Sýning Kwade samanstendur af
nokkrum tilkomumiklum verkum
enda Kwade stjarna í heimi
myndlistarinnar, að sögn Barkar
Arnarsonar, gallerista i8. Hann
segir Kwade eftirsótta af söfn-
urum og mikill fengur fyrir i8 að
hafa hana á sínum snærum. Börk-
ur segir nokkuð langt um liðið frá
því Kwade sýndi fyrst í i8 og nú
vilji söfn um allan heim sýna og
eignast verk eftir hana. Og verk
hennar eru ekki öll þar sem þau
eru séð, þó svo útlit þeirra sé
kunnuglegt. Stóll er ekki bara
stóll og steinn ekki bara steinn.
Nýtt módel
Börkur segir að þegar heims-
faraldurinn skall á hafi margir í
listheiminum búist við því að allt
færi fjandans til. „Við vorum ekk-
ert viss um að gallerí eins og okk-
ar myndi lifa af þegar allt stopp-
aði. Öllum listamessum,
ferðalögum og sýningum var af-
lýst og við reiknuðum með því að
nú væri þetta búið,“ segir hann.
„Svo breytist umhverfið á því ári
með þeim hætti að við erum hér
og vinnum héðan og ákveðum að
halda dampi í sýningum í gall-
eríinu. Við tölum við okkar fólk,
sem er gríðarlega stór hópur af
listáhugafólki um allan heim, og
náum að halda vatni og velli og
gengur ágætlega. Næsta árið er-
um við síðan nánast ekkert að
fara út að taka þátt í kaup-
stefnum sem við erum vön að
gera og það gekk bara býsna vel.
Hér heima stækkar hópur þeirra,
sem áhuga hafa á samtímalist,
ört. Við áttuðum okkur á því að
við gætum hugsanlega lifað þetta
af og að þetta gæti orðið svolítið
nýtt módel. Á sama tíma verður
allt erfiðara, flutningar á verkum
og eins framleiðsla á verkum
margra listamanna,“ útskýrir
Börkur.
Tækifæri til að hægja á
Börkur segir að fyrir Covid hafi
verið mikill hraði í myndlist-
arheiminum og hann verið á stöð-
ugum ferðalögum með myndlist-
armönnum, á leið á sýningar,
kaupstefnur eða annað. „Þegar við
komum undan þessari fyrstu
bylgju þá hugsaði ég með mér að
nú væri tækifæri til að hægja á
öllu og gera hlutina aðeins öðru-
vísi. Og þá varð þessi hugmynd til,
að búa til annað gallerí í rauninni
eða rými sem er alveg á skjön við
það sem vaninn er,“ segir Börkur
frá. Gallerí sýni oftast listamann í
fimm vikur eða svo og skipti síðan
yfir í næstu sýningu og söfn í tvo
eða þrjá mánuði. Allt sé þetta afar
formbundið, líkt og hoggið í stein.
Marshallhúsið sé hins vegar lif-
andi hús með Kling & Bang, Ný-
listasafninu, La Primavera og
vinnustofu Ólafs Elíassonar og
gestir hússins áhugasamir um
myndlist. Því hafi starfsmenn i8
fengið þessa hugmynd, að búa til
nýtt rými fyrir sýningahald. „Í
rauninni er þetta okkar tilraun til
þess að hægja á tímanum. Okkar
tilraun til þess að hægja á list-
heiminum, með því að gefa einum
listamanni kost á að verja miklu
meiri tíma í að hugsa og vinna í
ákveðið pláss og vera frjáls í því,“
segir Börkur.
Skrítið og óvenjulegt rými
Börkur segir hugmyndina líka
þá að gefa fólki tækifæri til að
heimsækja sýningu hvaða tíma árs
sem er, enda komi hingað til lands
fjöldi fólks í þeim tilgangi að sjá
myndlist og upplifa menningu
borgarinnar. Á tímum sem þessum
þar sem ferðalögum hefur fækkað
mikið hjá flestum er gott að geta
gefið fólki heilt almanaksár til að
sjá sýninguna. „Það er líka gaman
að því að þetta er sérstakt rými
og ólíkt mörgum galleríum,“ bætir
Börkur við.
Hann segir að á næsta ári taki
annar listamaður við sem verði
kynntur síðar til sögunnar. „Það
getur vel verið að það verði lista-
maður sem er ekki í prógramm-
inu hjá okkur en á kannski eftir
að vera það. Prógrammið er alltaf
í hægri þróun.“
Eini hluturinn sem er kyrr
Mörg verkin sem Kwade sýnir í
i8 Granda eru þess eðlis að þau
eiga best heima í söfnum. Þau
krefjast nokkuð mikils rýmis og
sem dæmi má nefna eitt hátt og
mikið, „Heavy Light“. Um 100 kg
þungur grjóthnullungur sveiflast
eins og pendúll í hringi, festur
með voldugum vír í mótor sem sjá
má í loftinu og umhverfis hann
snýst ljósapera í langri snúru.
Vísun í sólina og pláneturnar,
virðist vera. Grjótið og peran
munu snúast í hringi til 22. des-
ember og er hægt á þeim á hverri
klukkustund. Stækkar þá skugg-
inn af grjótinu sem ljósaperan
varpar á veggina.
Skammt frá þessu verki má sjá
stein einn mikinn á gólfi, verk
sem heitir „Stellar Day“ sem
Börkur segir snúast á sama hraða
og jörðin og það andsælis. „Þetta
er eini hluturinn í heiminum sem
er kyrr á meðan við snúumst. Út
frá einni stjörnu í alheiminum þá
er þessi steinn kyrr og jörðin
snýst. Það er mótor undir stein-
inum sem snýr honum andsælis á
24 klukkustundum þannig að
hann fer einn hring á einum sól-
arhring,“ útskýrir Börkur.
Frá stól í skál
„Transformer“ nefnist annað
verk, í öðrum sal, og sam-
anstendur af nokkrum hlutum þar
sem stóll er fyrir einum enda og
skál fyrir öðrum. „Hún er alltaf
að velta fyrir sér hvenær hlutur
er hlutur, hvenær efni umbreytist
í annað efni eða hlutur í annan
hlut, jafnvel tungumálið sjálft,
hvort efni hlutarins eða form ráði
um. Hún er alltaf að leika sér að
því hvaða þýðingu efnin í hlut-
unum hafa. Hér er hún í rauninni
að umbreyta stól, sem er reyndar
bronssteyptur. Næsti hlutur við
hliðina á honum er steingert tré
og síðan er rautt granít hoggið til,
til að líkjast grjóthnullungi. Síðan
er íslenskt hraun sem hefur verið
sorfið til í stærðfræðileg form og
þú sérð hvernig hún formar fram-
haldið úr einum hlut í annan,“ út-
skýrir Börkur. Á endanum er svo
koparskál og segir Börkur Kwade
með þessu umbreyta stól yfir í
skál.
Sýningin mun umbreytast á
hverjum degi, sem fyrr segir,
verk verða til, koma, minnka eða
fara og Kwade mun koma annað
slagið til Íslands. Þess á milli
mun hún gefa starfsmönnum i8
leiðbeiningar og fyrirmæli um
hvað eigi að gera á sýningunni.
Rými og tími
Hugmyndir Kwade eru ekki
auðveldar í framkvæmd, eins og
lesa má, og til dæmis um eina
slíka er stærðarinnar verk í
ramma sem hefur að geyma allar
stundir ársins 2024. Klukkuvísar
úr armbandsúrum vísa á hverja
heila stund sólarhringsins alla
daga ársins. Og Kwade lætur ekki
þar við sitja heldur ætlar hún að
mæla allt sýningarými i8 Granda í
klukkutímum, eins og Börkur lýs-
ir því, frá hádegi 22. janúar til kl.
18 fimmtudaginn 22. desember en
þá lýkur sýningunni. „Þannig að
hugmyndin um rými og tíma er
bæði mikilvæg fyrir þennan sýn-
ingarstað og hennar vinnu, klár-
lega,“ segir Börkur að lokum.
Tilraun til að hægja á tímanum
- Galleríið i8 hefur opnað nýtt sýningarými í Marshallhúsinu, i8 Grandi - Einn myndlistarmaður
sýnir hverju sinni - Pólska myndlistarkonan Alicja Kwade ríður á vaðið og sýnir verk sín í heilt ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á Granda Börkur í hinu nýja sýningarými i8, i8 Grandi, með eldra verk eftir Kwade í bakgrunni.
Birt með leyfi listamannsins og i8
Umbreyting Verkið „Transformer“ eftir Alicju Kwade frá árinu
2021. Bronssteyptur stóll fyrir öðrum enda og koparskál hinum.
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
Horfnar
Höf. Stefán Máni
Les. Rúnar Freyr Gíslason
Þetta gæti breytt öllu
Höf. Jill Mansell
Les. Sólveig Guðmundsdóttir
Sítrónur og saffran
Höf. Kajsa Ingemarsson
Les. Þórunn Erna Clausen
Stúlkan sem enginn saknaði
Höf. Jónína Leósdóttir
Les. Elín Gunnarsdóttir
Ókunn öfl
Höf. Jesper Ersgård
Les. Birna Pétursdóttir, Guðmundur Ingi
Þorvaldsson, Stefán Jónsson
13 dagar
Höf. Árni Þórarinsson
Les. Hjálmar Hjálmarsson
11.000 volt: Þroskasaga
Guðmundar Felix
Höf. Erla Hlynsdóttir
Les. Rúnar Freyr Gíslason
Kassinn
Höf. Camilla Läckberg, Henrik Fexeus
Les. Álfrún Helga Örnólfsdóttir
vi
ka
3
Dagbók Kidda klaufa
Höf. Jeff Kinney
Les. Oddur Júlíusson
Morðið í Snorralaug
Höf. Stella Blómkvist
Les. Aníta Briem
TOPP 10 vinsælustu hljóðbækur á Íslandi.