Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Fyrir viku samþykkti borgarráð að
fela fjármála- og áhættustýringar-
sviði Reykjavíkurborgar að meta
kosti þess og galla að selja Malbik-
unarstöðina Höfða hf. Óljóst er hins
vegar hvort kaupandi sé auðfund-
inn.
Lengi hefur verið bent á að ekki
fari vel á því að borgin standi í sam-
keppnisrekstri og malbikunarstöðin
einatt nefnd til sem dæmi um það.
Meirihlutar Sam-
fylkingarinnar
undanfarin kjör-
tímabil hafa ekki
tekið þær að-
finnslur minni-
hlutans til sín, en
Viðreisn hafði
það að öðru höf-
uðskilyrða fyrir
þátttöku í meiri-
hlutanum 2018 að
sala stöðvarinnar
yrði skoðuð og ekki seinna vænna
fyrir borgina að gera eitthvað í því
fyrir lok kjörtímabilsins.
Margt annað hefur þó verið gagn-
rýnt vegna malbikunarstöðvarinnar,
bæði um rekstur hennar, verkkaup
borgarinnar af henni og fyrirætl-
aður flutningur til Hafnarfjarðar
vakti mismikla hrifningu.
Þungur rekstur og stór lán
Í greinargerð og fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar 2021 er ekki lát-
in í ljós mikil bjartsýni um rekstr-
arhorfur Höfða, en hins vegar gert
ráð fyrir að flutningarnir kosti 1.700
milljónir króna, sem fjármagnaðir
voru með tveimur lánum í fyrra til
15 ára. Ekki kemur fram hver veitti
lánin, en vert að hafa í huga að eig-
andinn, Reykjavíkurborg, á ekki að
geta gengið í ábyrgðir fyrir það.
Rekstur félagins hefur ekki geng-
ið vel upp á síðkastið, hallarekstur á
liðnu ári og 2020 voru tekjur þriðj-
ungi undir væntingum. Við blasir að
flutningskostnaðurinn léttir róð-
urinn ekki, en eins kynni hann að
setja strik í reikninginn ef vilji reyn-
ist til þess að selja fyrirtækið.
Spurningar og hulin svör
Hildur Björnsdóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði
um miðjan nóvember fram fyrir-
spurn um Höfða í átta liðum í borg-
arráði. Henni var vísað til skrifstofu
borgarstjóra og bárust svörin loks í
liðinni viku. Þau eru hins vegar
hjúpuð trúnaði, einmitt vegna þess
að fyrirtækið er á samkeppnismark-
aði, og því ómögulegt að glöggva sig
á meginatriðum málsins.
„Þetta er fyrst og fremst prins-
ippmál. Borgin á ekki að vera í sam-
keppnisrekstri,“ segir Hildur í sam-
tali við Morgunblaðið. Hún segist
ekki geta rætt einstök atriði svar-
anna, en segir þó að sala á malbik-
unarstöðinni muni „ekki gera neitt
stórkostlegt fyrir fjárhag Reykja-
víkurborgar“. Hún segir að miðað
við fyrirliggjandi upplýsingar felist
ekki mikil verðmæti í henni.
Hið helsta sem Hildur spurðist
fyrir um var heildarkostnaður vegna
flutninga, hvernig flutningarnir
yrðu fjármagnaðir og hvort Reykja-
víkurborg kynni að ganga í ábyrgðir
vegna þeirra. Einnig hvernig stæði
á neikvæðri rekstrarniðurstöðu á
síðasta uppgjörsári og hvort horfur
væru betri. Í ljósi þess að flytja
verksmiðjuna á lóð, þar sem áður
var samskonar rekstur sem lagðist
af vegna verkefnaskorts, var spurt
um áhrif flutninga á rekstur og af-
komu, hvort máli skipti að nýja lóðin
væri töluvert minni og hvort hún
væri langtímastaðsetning.
Loks var spurt út í það hvernig á
því stæði að Höfði væri valinn í
meira en 90% af útboðum Reykja-
víkurborgar, meðan gengi fyrir-
tækisins í útboðum Vegagerðar-
innar var afleitt. Og eins hvort til
álita hefði komið að selja Malbik-
unarstöðina Höfða í stað þess að
leggja í kostnaðarsama flutninga.
Malbikunarstöðin
enn myrkrum hulin
- Þarf að losa borgina úr samkeppnisrekstri segir Hildur
Morgunblaðið/sisi
Verksmiðja Malbikunarstöðin Höfði hefur lengi verið á Ártúnshöfða, en til
stendur að flytja hana í Hafnarfjörð og borgin athugar nú sölu hennar.
Hildur
Björnsdóttir
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
SKÍÐAFRÍ Á ÍTALÍU
ÚRVAL ÚTSÝN SÍMI 585-4000 | WWW.UU.IS
Nú eru örfá sæti laus í skíðaferðirnar okkar
í janúar og febrúar til Ítalíu. Í skíðaferðunum
okkar geta farþegar valið um tvenn skíðasvæði,
Madonna og Pinzolo. Í boði eru fjöldi skíðasvæða
og gönguskíðasvæða, svo allir ættu að finna
eitthvað við sitt hæfi.
Þaulvanir skíðafararstjórar Úrval Útsýn þau
Dinna og Helgi taka vel á móti þér í fjallinu.
BEINT
FLUG TIL
VERONA
29. JAN.- 05. FEB. VERÐ FRÁ 99.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
05. - 12. FEBRÚAR VERÐ FRÁ 99.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI, INNRITAÐUR
FARANGUR, HANDFARANGUR, ÍSLENSK FARARSTJÓRN, VAL UM MORGUNVERÐ
EÐA HÁLFT FÆÐI OG AKSTUR TIL OG FRÁ HÓTELI
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sú kvöð að þurfa að kalla til tvo sér-
fróða aðila í hvert mál hefur tafið
fyrir afgreiðslu mála hjá áfrýjunar-
nefnd þjóðkirkjunnar, að sögn Jó-
hannesar Karls Sveinssonar, hæsta-
réttarlögmanns og formanns
nefndarinnar. Hægt er að áfrýja nið-
urstöðum úrskurðarnefndar kirkj-
unnar til áfrýjunarnefndarinnar.
Ráðherra skipar áfrýjunarnefndina,
sem er þriggja manna auk þriggja
varamanna.
Jóhannes segir að í lögum sé
ákvæði um að áfrýjunarnefndin skuli
fá tvo utanaðkomandi og sérfróða
aðila á því sviði sem um ræðir í
hverju máli sem kemur til kasta
nefndarinnar. Álitamál reis um það
fyrir nokkrum árum hvort alltaf
væri skylt að kalla þessa tvo sér-
fróðu aðila til. Niðurstaða dómstóla
var að svo væri.
„Þá reis spurning um hver ætti að
kveðja til þessa sérfróðu aðila fyrir
hvert mál. Þeir eru ekki skipaðir.
Það er álitamál, en við höfum haft
frumkvæði að því að kalla þá til. Mál
hafa tafist af þeirri ástæðu að við
höfum annaðhvort ekki fengið eða
átt erfitt með að fá til liðs við okkur
aðila með þá sérfræðiþekkingu sem
þarf fyrir einstök mál,“ segir Jó-
hannes.
Aðspurður segir hann að þetta
hafi ekki valdið því að mál hafi
hrannast upp óafgreidd hjá áfrýjun-
arnefndinni. Fáeinum málum, færri
en tíu, er áfrýjað til nefndarinnar á
hverju ári. „Við erum að vinna í því
að klára þau mál sem fyrir liggja og
þeim á að ljúka á næstu vikum,“ seg-
ir Jóhannes.
Klárar fljótlega
fyrirliggjandi mál
- Sérfróðir kallaðir
til liðs við áfrýjunar-
nefnd þjóðkirkjunnar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kirkjuþing Það setti reglur um
málsmeðferð fyrir áfrýjunarnefnd.
Alls greindust 1.539 kórónuveiru-
smit innanlands á þriðjudag og
voru 52% þeirra sem greindust í
sóttkví. 58 smit greindust virk á
landamærunum á þriðjudag.
Slétt tvö ár eru í dag liðin síðan
almannavarnir settu á óvissustig
vegna kórónuveirunnar. Þetta kom
fram í máli Víðis Reynissonar,
yfirlögregluþjóns almannavarna, á
upplýsingafundi í gærmorgun.
Hann bætti við að undirbúningur
vegna mögulegs faraldurs hefði
aftur á móti staðið í fimmtán ár.
Mun reyna á skólana
Á upplýsingafundinum talaði
Víðir einnig um að margir hefðu
eflaust losnað fyrr úr sóttkví en
þeir héldu eftir breytingarnar á
sóttvarnareglum, sem tóku gildi á
miðnætti. Einhverjir gætu einnig
fundið fyrir kvíða og óróleika
vegna stöðu mála. Hann hvatti
fólk til að fara varlega og sagði
það taka nokkra daga að ná átt-
um. Sömuleiðis sendi hann starfs-
mönnum skóla baráttukveðjur og
sagði að vafalítið myndi reyna á
þá næstu vikurnar.
Afléttingaáætlun stjórnvalda
verður með sama formi og þegar
gripið hefur verið til takmarkana,
það er að Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir skilar heilbrigðis-
ráðherra minnisblaði með til-
lögum, hugleiðingum, greiningum
og jafnvel möguleikum og stjórn-
völd taka síðan ákvörðun út frá
því.
Þetta útskýrði Þórólfur í samtali
við Morgunblaðið að upplýsinga-
fundi almannavarna loknum í gær.
Þórólfur gat ekki tjáð sig um
efni minnisblaðsins að svo stöddu.
Hann sagði þó að litið yrði til
reynslu af fyrri afléttingum.
„Ég held að við höfum verið
með ákveðna línu, bæði í þeim að-
gerðum sem við höfum verið að
grípa til og hvernig við afléttum
og svo framvegis, og ég held að
við ættum að nýta okkur það. Við
þurfum að skoða það frá þeim
sjónarhóli held ég,“ sagði Þór-
ólfur.
Hann sagði að spálíkön sem
unnið hefði verið eftir um þróun
faraldursins hefðu verið í sam-
ræmi við raunveruleikann, þó að
raunveruleikinn endurspeglaði
frekar neðri vikmörk en það sem
litið var á sem líklegustu sviðs-
mynd.
„Við höfum verið að fylgja þess-
um neðri vikmörkum, bæði varð-
andi þá sem liggja inni á legudeild
og á gjörgæslu.“
Fjöldi smita og innlagna á LSH
með Covid-19 frá 1. júlí 2021
júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan.
1.553
H
ei
m
ild
:L
S
H
o
g
co
vi
d
.is
45 einstaklingar eru látnir, einn
lést í vikunni, sjö í allt á árinu
154
1.539
ný innanlands-
smit greindust
sl. sólarhring
Fjöldi staðfestra smita innanlands
Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSHmeð Covid-19-smit
37
206
1.539
11.744 eru með virkt
smit og í einangrun
37 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar af þrír á gjörgæslu í öndunarvél
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
Litið til reynslu af
fyrri afléttingum
- Slétt tvö ár síðan sett var óvissustig