Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 60
MIAMI lyftistóll
Stillanlegur hægindastóll með tveimur öflugummótorum.
Leður á slitflötum. Aðstoðar þig á fætur. Svartur, grár eða brúnn.
Fullt verð: 259.900 kr.
Aðeins 194.925 kr.
180 x 200 cm.
Fullt verð: 299.900 kr.
Aðeins 179.940 kr.
LYON höfðagafl
Fallegur höfðagafl í ljósgráu eða dökkgráu flaueli.
BOSTONVIVA heilsurúm.
Dýna, botn, fætur og gafl
Heilsrúm frá Sealy. Botn, dýna og gafl eru klædd sama glæsilega Viva gráa
áklæðinu. Svæðaskipt pokagormadýna auk mjúkrar, þægilegrar yfirdýnu sem
styður vel við líkamann. Vandaður gormabotn gefur svo viðbótarfjöðrun.
40%
AFSLÁTTUR
25%
AFSLÁTTUR
Stærð í cm Litur Fullt verð Útsöluverð
120 x 150 Grár/dökkgrár 68.900 kr. 55.120 kr.
140 x 150 Grár/dökkgrár 74.900 kr. 59.920 kr.
160 x 150 Grár/dökkgrár 79.900 kr. 63.920 kr.
180 x 150 Grár 84.900 kr. 67.920 kr.
200 x 150 Grár/dökkgrár 94.900 kr. 75.920 kr.
20%
AFSLÁTTUR
www.DORMA.is
Verð og vöruupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur.
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Opið
sunnudaga
13-17 á
Smáratorgi
Tengingar nefnist sýning á verkum Helgu Pálínu Brynj-
ólfsdóttur sem opnuð verður í sýningarrými Hjarta
Reykjavíkur, Laugavegi 12b, í dag milli kl. 17 og 20.
Helga hefur um árabil „gert tilraunir með að sauma
í kletta, litgæða grábrún blæbrigði móbergsins en líka
spýtur, nýjar og gamlar“, eins og segir í tilkynningu,
vindur og vefur, holar aftan og stingur framan til að
laða fram skúlptúr, línur og form.
Helga útskrifaðist úr textíldeild UIAH, Listiðnaðar-
háskólans í Helsinki, árið 1988 og hafði áður lokið
B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Frá árinu 1989
hefur hún kennt textílþrykk í
hönnunar- og arkitektúrdeild
Listaháskóla Íslands, við
textíldeild Myndlistaskólans
í Reykjavík og textíldeild
Myndlista- og handíðaskóla
Íslands. Hún hefur tek-
ið þátt í fjölmörg-
um sýningum hér
á landi og er-
lendis.
Tengingar í Hjarta Reykjavíkur
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 27. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Njarðvíkurkonur komust í gærkvöld á toppinn í úrvals-
deild kvenna í körfuknattleik þegar þær sigruðu Grind-
víkinga á útivelli í tvísýnum Suðurnesjaslag, 71:67.
Njarðvík og Fjölnir eru jöfn að stigum í tveimur efstu
sætum deildarinnar en mörg lið gera tilkall til toppsæt-
anna á þessu keppnistímabili. »51
Njarðvíkurkonur komust á toppinn
ÍÞRÓTTIR MENNING
þegar litlu hafi munað að illa færi.
Hann hafi verið á leið í sölutúr með
240 tonn af þorski þegar Apríl fékk á
sig brotsjó um 90 mílur suðaustur af
Vestmannaeyjum.
„Ég hef aldrei séð annan eins
brotsjó, þetta var svakalegur skafl,
um 20 metrar og dauðans alvara, en
ég var vel undirbúinn og vissi hvað
þurfti að gera.“ Hann hafi verið kom-
inn með skipið upp í ölduna, það hafi
verið stopp, þegar hann hafi óvart
sett stjórnstöngina í bakkgír og í því
hafi faldurinn skollið á brimbrjótnum
við ankerisspilið. „Krafturinn var svo
mikill að brimbrjóturinn rifnaði upp
og stóð upp í loftið eins og gormur, og
skipið hentist fleiri, fleiri metra aftur
á bak við höggið. Ef ég hefði siglt á
móti skaflinum hefði stuðið orðið enn
meira og jafnvel sópað brúnni af.
Engu að síður titraði allt og skalf,
rúður í brúnni brotnuðu, dekkið fyrir
framan hana gaf sig og fór 15 senti-
metra niður, radarinn fauk út í busk-
ann og miklar skemmdir urðu á inn-
réttingum, þar sem karlarnir voru.
Sem betur fer slasaðist enginn, við
héldum áfram og ég seldi fiskinn í
Grimsby. Eftir stendur að litlu mun-
aði að við dræpumst allir.“
Sjómannslífið átti vel við Svavar.
„Það var svakalega erfitt að koma al-
kominn í land 1984. Rosalega togaði
sjórinn í mig.“ En hann fann fjölina á
ný hjá Atlasi hf. í Hafnarfirði þar
sem hann hefur unnið síðan, undan-
farin ár í hlutastarfi. „Ég geng frá
reikningum og svona,“ segir hann.
„En helgin hjá mér byrjar á fimmtu-
degi,“ bætir hann við og segist fyrst
núna vera að jafna sig á skyndilegu
fráfalli eiginkonunnar, Sonju Jó-
hönnu Kristjánsdóttur, 2009. „Hún
var einstaklega góð kona, en nú þríf
ég af mér, strauja skyrturnar, pressa
buxurnar og er farinn að malla ofan í
mig. Ég fór frekar illa út úr þriðju
sprautunni, var hálfrænulaus í tvo
daga eftir að hafa ekki verið veikur í
um 20 ár, en ætla til Kanarí fljótlega
og vera fram að páskum.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Rúmum mánuði fyrir jól var Svavar
Benediktsson, fyrrverandi togara-
skipstjóri, allt í einu kominn á tíræð-
isaldur en hann segir það engu hafa
breytt; hann haldi áfram í líkams-
ræktinni, stundi sína vinnu, sjái um
sig sjálfur, fari reglulega til Kanarí-
eyja og láti áfengið eiga sig. „Aldur
er bara tala,“ leggur hann áherslu á
og ekki síður kærleikann.
Veiruskrattinn er það eina sem
Svavar óttast. „Ég þori ekki að fara í
„gymmið“, er svo hræddur við að
smitast, en geng úti klukkutíma á
dag. Þegar menn eru orðnir níræðir
verða þeir að hreyfa sig.“
Þegar Svavar var á níunda ári tók
faðir hans, Benedikt Ögmundsson
skipstjóri á gamla Maí, hann fyrst
með sér út á sjó. „1939 var fjöl-
skyldan allt sumarið í húsi sem hét
Strýta, skammt frá Sólbakka í Ön-
undarfirði, þar sem pabbi landaði
karfa í bræðslu en hann var á veiðum
á Halanum,“ rifjar Svavar upp. „Mér
þótti gaman að vaða í sjónum og var
alltaf blautur upp að mitti, en
mamma var hrædd um að ég færi
mér að voða svo karlinn tók mig um
borð.“ Hann segist bara hafa verið
með körlunum og þótt það gaman.
„Ég þræddi í nálar fyrir þá. Lélegt
garn var í trollinu og það var alltaf
rifið, maður. Því var þetta stöðug
netavinna.“
Hann útskrifaðist úr Stýrimanna-
skólanum vorið 1953 og hélt áfram að
vinna sig upp. „Þótt karlinn hann
pabbi væri skipstjóri naut ég engra
forréttinda hjá honum. Hann píndi
mig áfram alveg hreint. Þegar ég
kom alkominn í land sagði konan við
mig: Svavar. Á 40 árum hefur þú ver-
ið fjórum sinnum heima á jólunum.
Málið er að ég var einn þeirra sem
fóru alltaf út 16. desember til að ná
fyrstu sölunni í Grimsby eftir jólin.
Þá var verðið hæst.“
Rétt viðbrögð
Hann lauk farsælum ferli á togar-
anum Apríl og veiddi vel. „Frá vori
fram á haust 1983 landaði ég full-
fermi 17 sinnum í röð; við fórum aust-
ur fyrir land og vorum allt niður í
fjóra daga að fylla.“ Þetta ár var
hann einn af aflahæstu skipstjór-
unum, en minnist þess sérstaklega
Iðinn við kolann
- Svavar Benediktsson togaraskipstjóri á fullu á tíræðisaldri
Morgunblaðið/Eggert
Kraftur Svavari Benediktssyni fellur aldrei verk úr hendi.