Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022
✝
Eyjólfur Þór
Jónsson fædd-
ist í Keflavík þann
15. maí 1933. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu Fæl-
ledgården í Kaup-
mannahöfn 31.
desember 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón
Eyjólfsson útgerð-
armaður frá
Garðshorni í Keflavík, f. 16.
apríl 1894, d. 1. febrúar 1969,
og Guðfinna Sesselja Bene-
diktsdóttir frá Breiðabóli á
Svalbarðsströnd, f. 14. maí
1897, d. 28. júlí 1982. Þau eign-
uðust 10 börn en misstu tvö
þeirra ung. Börn Jóns og Guð-
finnu sem komust á legg eru í
aldursröð: Sesselja, Benedikt,
Guðrún, Anna, Elínrós, Eyjólf-
ur Þór, Hólmfríður og Kristján
Anton, en tvö þau yngstu lifa
systkini sín.
Eyjólfur kvæntist Dagbjörtu
Langafabörnin eru 35 tals-
ins.
Eyjólfur gekk í barnaskólann
í Keflavík, en fluttist síðar til
Húsavíkur þar sem hann klár-
aði Gagnfræðaskólann. Hann
útskrifaðist úr Kennaraskóla
Íslands árið 1953 tvítugur að
aldri og bætti síðar við BA-
námi og B.Ed.-námi frá Há-
skóla Íslands. Hann var kennari
við Unglingaskólann í Kópavogi
og Langholtsskóla í Reykjavík,
en flutti síðan suður aftur og
hóf kennslu við Barnaskólann í
Keflavík en var síðan lengst af
kennari við Gagnfræðaskólann
þar í bæ og kenndi þar einkum
íslensku og dönsku. Síðustu
áratugi hefur Eyjólfur verið
búsettur í Kaupmannahöfn og
eftir að hann fluttist þangað
vann hann m.a. á Þjóðskjala-
safninu, Stríðsminjasafninu, hjá
Kaupmannahafnarháskóla og
við þýðingar. Eyjólfur kynntist
Marianne Lüttichau, f. 14. jan-
úar 1940, og áttu þau samleið í
25 ár en hún lést 26. febrúar
2009. Börn hennar eru: Hans
Rudolf, Anne Marie og Ingrid
Thalia.
Eyjólfur var jarðsunginn í
kyrrþey frá Keflavíkurkirkju
21. janúar 2022.
Guðmundsdóttur, f.
14. október 1931,
d. 23. febrúar
2020. Þau skildu
árið 1983. Börn
þeirra eru:
1) Guðfinna, f. 7.
nóvember 1954,
maki Sigurður
Geir Marteinsson
og eiga þau tvö
börn.
2) Jón Þór, f. 29.
mars 1956, maki Kolbrún Ög-
mundsdóttir og eiga þau þrjú
börn.
3) Emil Þór, f. 4. mars 1957,
maki Kristbjörg Jónína Valtýs-
dóttir og eiga þau tvær dætur.
4) Erla, f. 14. febrúar 1958,
maki Ingi Gunnlaugsson og
eiga þau þrjú börn.
5) Eydís, f. 5. maí 1960, maki
Stefán G. Einarsson og eiga
þau sex börn.
6) Ómar Þór, f. 10. apríl
1962, maki Þórey S. Þórð-
ardóttir og eiga þau þrjú börn.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund minnumst við föður okkar,
Eyjólfs Þórs Jónssonar. Pabbi
fæddist á Túngötu 10 í Keflavík að
kvöldi fermingardags Benna
bróður síns sem sagði að sá litli
væri besta fermingargjöfin. Pabbi
var fíngerður, ljóshærður, kapp-
samur og góður námsmaður og
fékk gælunafnið Olli í systkina-
hópnum sínum. Æskan leið
áhyggjulaus þar sem lífið á Tún-
götunni var fallegt í sínum einfald-
leika og spilastokkur geymdi
gæðastundir. Þetta var trúrækið
sjómannaheimili þar sem faðmur
ömmu og afa miðlaði til barna-
hópsins kærleika, vinnusemi og
reglusemi.
Foreldrar okkar kynntust í
Reykjavík en fluttu suður til
Keflavíkur og reistu sér myndar-
legt hús á Hátúni 25. Þau voru
dugleg og eljusöm hjón enda
barnahópurinn stór, sex börn sem
fæddust á átta árum. Unnið var
við netagerð og samhliða kennsl-
unni vann pabbi einnig við öku-
kennslu og keyrði rútur fyrir
Varnarliðið á sumrin.
Pabbi var haldinn mikilli bíla-
dellu og oft birtist nýr bíll í hlaðinu
eftir ferð til Reykjavíkur. Fjöl-
skyldan ferðaðist mikið innan-
lands, farið í sunnudagsbíltúra
með heimabakað bakkelsi eða
stoppað í Hrauninu með teppi og
kaffibrúsa.
Pabbi hafði mikinn áhuga á
bókmenntum, ekki síst gömlu Ís-
lendingasögunum og hafði gaman
af að skálda upp sögur um álfa og
tröll og þegar hann þurfti að
hugsa sig um hvert framhaldið
yrði í sögunni kom setningin: „og
svo var nú ekkert með það“ og „nú
nú“.
Á sínum yngri árum keppti
hann í kúluvarpi og kringlukasti
og fylgdist vel með boltanum.
Pabbi var líka mikill skákáhuga-
maður, var í skák-klúbbi og tefldi
þar í hverri viku. Hann hafði
ánægju af að spila á skemmtarann
sinn íslensk dægurlög og var eins
og heil hljómsveit væri að flytja
verkið þegar hann bætti við alls
konar hljóðfærum og söng síðan
með.
Síðustu áratugi hefur pabbi
verið búsettur í Kaupmannahöfn
og undi hag sínum vel. Hann og
Marianne nutu þess að ferðast
saman, sækja leikhús og fara á
tónleika.
Pabbi kunni ógrynni af kvæð-
um og vísum og þrátt fyrir að hafa
búið svo lengi í Kaupmannahöfn,
talaði hann lýtalausa íslensku.
Hann var alltaf snyrtilegur til
fara, vildi hafa hreint og fínt í
kringum sig, var mikið fyrir sæta-
brauð og kruderí og tók á móti
gestum með bakkelsi úr bakaríinu
á horninu. Eins kunni hann vel að
meta íslenska matinn sem við
færðum honum yfir hafið.
Þegar hann flutti til Danmerk-
ur tók hann bílinn með sér en átt-
aði sig fljótt á því að Danir væru
ekki mikið fyrir bílamenningu Ís-
lendinga og aðlagaði sig þeirra
samgöngumáta og hjólaði um
borgina eða fór um á tveimur jafn-
fljótum enda hélt hann sér í góðu
formi og var lengst af einstaklega
heilsuhraustur. Maður mátti hafa
sig allan við að hlaupa á eftir hon-
um um alla Kaupmannahöfn þar
sem hann þekkti orðið hvern reit
og miðlaði af þekkingu sinni.
Ferðirnar hafa verið ófáar og eins
heimsótti hann landið sitt af og til.
Þegar degi tók að halla var
pabbi svo heppinn að fá fallega
íbúð á fimmtu hæð á hjúkrunar-
heimilinu Fælledgården í aðeins
þriggja mínútna göngufjarlægð
frá íbúðinni hans á Jagtvej á Øst-
erbro. Þar leið honum vel síðasta
æviárið, var vel liðinn af yndislegu
starfsfólki sem annaðist hann af
alúð og fyrir það ber að þakka.
Nú er dagur kominn að kvöldi
og lífssólin hnigin til viðar. Hann
pabbi var maður margra tíma, átti
æskufótinn í sjávarþorpi á friðsæl-
um reit, fullorðinsfótinn á athafna-
mesta svæði þessa lands á mestu
framfaratímum sem þjóðin hefur
lifað og efri árin í menningarborg
við Eyrarsund með þúsund ára
sögu. Í Keflavík var upphafið og í
Keflavík er kveðjan hans. Megir
þú eiga góða heimkomu þar sem
ástvinir þeir sem á undan eru
gengnir taka á móti þér. Hvíl í
friði elsku pabbi.
Erla og Eydís.
Eyjólfur Þór
Jónsson
✝
Jóhann Dani-
val Pétursson
fæddist 26. apríl
1928 á Steini á
Reykjaströnd í
Skagafirði.
Hann lést föstu-
daginn 14. janúar
2022 á Nesvöllum í
Reykjanesbæ.
Foreldrar hans
voru Pétur Lárus-
son, f. 23. mars
1892, d. 4. maí 1986, bóndi frá
Skarði í Skarðshreppi í
Skagafirði, og Kristín Dani-
valsdóttir, f. 3. maí 1905, d. 9.
nóvember 1997, húsfreyja frá
Litla-Vatnsskarði í Laxárdal,
A-Húnavatnssýslu.
Systkini Jóhanns eru Hilm-
ar, f. 11. september 1926,
Kristján, f. 17. maí 1930, d. 4.
janúar 2011, Páll, f. 21. maí
1940, d. 7. maí 2018, Unnur, f.
9. apríl 1943.
hann er kvæntur Söruh
Træneker Elíasson, f. 13.3.
1986, þau eiga tvö börn.
e) Rut, f. 17.12. 1986, hún er
gift Stefáni Ólafi Stefánssyni,
f. 26.1. 1983.
Elías átti son áður, Valgeir,
f. 8.7. 1971.
2) Pétur, f. 11.12. 1954, hann
er kvæntur Sólveigu Einars-
dóttur, f. 9.12. 1954. Þau eiga
þrjú börn,
a) Jóhann, f. 12.2. 1983,
hann er kvæntur Höllu Björk
Sæbjörnsdóttur, f. 13.12. 1978,
þau eiga tvö börn.
b) Sunna, f. 16.6. 1986.
c) Einar, f. 29.5. 1989, hann
er kvæntur Sigrúnu Sigmunds-
dóttur, f. 11.3. 1988, þau eiga
þrjú börn.
3) Margrét Sigrún, f. 27.7.
1957, hún er kvænt Werner
Kalatschan, f. 23.6. 1949, þau
eiga þrjú börn. a) Ingibjörg
Ýr, f. 4.9. 1982, hún á eina
dóttur.
b) Pétur Þór, f. 18.6. 1986,
hann er í sambúð með Aurelie
Ploquin, f. 25.12. 1985.
c) Sigrún Eva, f. 24.9. 1991.
4) Kristín, f. 20.1. 1959, var
gift Kristjáni Ólasyni, þau
skildu. Þau eiga fjögur börn.
a) Ingibjörg Brynja, f. 22.1.
1978, hún er gift Paul Grant, f.
4.3. 1964, þau eiga tvö börn.
Fyrir átti Ingibjörg Brynja
eitt barn.
b) Thelma Dröfn, f. 4.6.
1980. Hún á þrjá syni.
c) Kristján Pétur, f. 27.1.
1983, hann er kvæntur Heiðu
Birnu Guðlaugsdóttur, f.
15.11. 1983.
Þau eiga tvö börn.
d) Elías, f. 4.3. 1989, hann
er trúlofaður Bryndísi Bjarna-
dóttur, f. 19.9. 1990, þau eiga
tvö börn.
5) Jón Þorsteins, f. 28.9.
1961, var kvæntur Jönu Maríu
Guðmundsdóttur, þau skildu.
Þau eiga þrjár dætur.
6) Jóhann Ingi, f. 21.2. 1963,
hann er kvæntur Mariönu
Tamayo, f. 26.7. 1968.
Útförin fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 27. janúar
2022, klukkan 13. Í ljósi að-
stæðna verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir at-
höfnina. Athöfninni verður
streymt.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Þann 23. maí
1953 kvæntist Jó-
hann Ingibjörgu
Elíasdóttur frá
Keflavík, f. 16.
nóvember 1933, d.
17. október 2019.
Þau eignuðust
sex börn:
1) Elías Ásgeir,
f. 26.7. 1953, hann
er kvæntur Mar-
gréti Hrönn Emils-
dóttur, f. 11.5. 1954.
Þau eignuðust fimm börn: a)
Jóhann Emil, f. 21.10. 1971, d.
21.10. 1971,
b) Hildur Guðrún, f. 10.2.
1974, hún er í sambúð með
Arnari Bergþórssyni, f. 13.3.
1972, þau eiga þrjú börn.
c) Jóhann Emil, f. 15.7. 1977,
hann er kvæntur Sigrúnu Har-
aldsdóttur, f. 29.7. 1974, þau
eiga tvær dætur.
d) Bjarki Már, f. 18.4. 1985,
Pabbi var ekki að eyða tíma í
að ræða málin, hann framkvæmdi
hlutina. Tala minna og gera
meira. Þannig klárast verkin
sagði hann. Ég fór oft til pabba
þegar mig vantaði skrúfur eða
annað sem var nokkuð öruggt að
hann átti í bílskúrnum. Ef pabbi
átti ekki til það sem ég var að leita
að þá fann hann bara aðra lausn
sem virkaði. Ekkert vesen.
Maður ólst upp við það að
ganga í verkfærin hans og mátti
nota þau eins og maður vildi og
hann kenndi mér mörg handtök-
in.
Pabbi tók mig stundum með á
sjó þegar ég var pjakkur svona til
að þefa af lífinu og sjá hvernig
hlutirnir væru gerðir. Það var
gaman og spennandi. Allir áttu að
takast á við verkin og læra af
reynslunni. Kostaði stundum
plástra og vesen, en maður lærði.
Pabbi var endalaust tilbúin að
segja manni til og gefa manni ráð.
Hann var mikill húmoristi og
sá alltaf spaugilegu hliðarnar á
lífinu og tók sig ekki allt of alvar-
lega. Nóg er til af fýlupokum
sagði hann. Þegar hann átti að
líta eftir okkur krökkunum varð
það nú bara leikur, þar sem hann
lá á gólfinu og við bröltum á hon-
um og tuskuðumst á. Auðvitað
endaði þetta oftast með því að
mamma stoppaði hann með bros
á vör.
En þegar alvaran blasti við þá
var pabbi ákveðinn og yfirvegað-
ur og tók ákvarðanir og gaf skip-
anir eins og sá sem valdið hafði.
Það veit ég, því hann þurfti að
bera ábyrgð sem skipstjóri. Þeg-
ar hann lenti í björgun og slysum
á sjó varð hann alvörugefinn og
ákveðinn og með fókusinn á að-
stæðum.
Hann var veðurglöggur og hélt
í marga áratugi dagbók um veðr-
ið. Fór út á morgnana og horfði til
himins og veðurspáin hans var
tilbúin.
Hann fór ungur til sjós og
fyrsta plássið hans var í Grinda-
vík á vertíð 14 ára gamall. Eftir
það varð ekki aftur snúið. Hann
fór í Stýrimannaskólann og lagði
grunninn að framtíðarstarfinu.
Þegar hann var ungur í Skaga-
firðinum átti hann það til að fara
frekar niður í fjöru og taka ára-
bátinn hans afa traustataki og róa
út á fjörðinn, í stað þess að taka
þátt í sveitastörfunum. Afi var nú
ekki ánægður með þetta, en þeg-
ar pabbi kom síðan að landi með
bátinn fullan af fiski var honum
fyrirgefið. Snemma beygist krók-
urinn og sjórinn heillaði pabba
alltaf og dró hann til sín.
Pabbi og mamma nutu þess að
ferðast og fóru víða og höfðu
gaman af. Áttu það nú til að taka
hringferð um Ísland, svona upp
úr þurru, og gista á hótelum hing-
að og þangað og þá voru þau orðin
um og yfir áttatíu ára gömul.
Fóru þetta bara á sínum hraða.
Mér var nú ekki sama þegar ég
vissi af þeim á ferðinni. Ég átti
það til að hringja í gsm-símann
hjá pabba en hann svaraði ekki.
Ég spurði hann einu sinni af
hverju hann svaraði ekki. Ég
kveiki bara á símanum þegar ég
þarf að nota hann og slekk á milli.
Ég er að spara batteríið.
Mikið á ég eftir að sakna þín,
elsku pabbi minn, en mér finnst
líka gott að þú sért kominn til
mömmu og þrautunum þínum
lokið. Og auðvitað er ég búinn að
skila kveðjunni þinni, þar sem þú
baðst mig að skila henni til allra
afkomenda bæði nær og fjær.
Farðu í friði og takk fyrir allt.
Þinn
Elías (Elli).
Nú er minn kæri bróðir fallinn
frá eftir þungbær ár frá því að
Ingibjörg, hans elskulega eigin-
kona, dó. Hugurinn leitar til
æskustöðvanna í Skagafirði. Þrír
elstu bræður mínir, Hilmar, Jói
og Kiddi, ólust upp á Steini á
Reykjaströnd, en við yngstu
systkinin, ég og Palli, vorum að-
eins þriggja og sex ára þegar fjöl-
skyldan flutti suður til Keflavíkur
1946. Ég varð því að láta mér
nægja ævintýralegar frásagnir úr
sveitinni, sem eldri bræðurnir
hafa líklega fært talsvert í stílinn.
Kristín móðir okkar var sífellt
hrædd um strákana þrjá nálægt
snarbrattri klettaströndinni við
Skagafjörðinn. Jói var sá sem oft-
ast leitaði niður að sjónum og
snemma varð ljóst hvert hugur
hans stefndi. Sjómennskan var
honum í blóð borin, því ákvað
hann síðar að fara í Sjómanna-
skólann.
Þegar fjölskyldan flutti til
Keflavíkur var fljótlega hafist
handa við að byggja tveggja hæða
hús við Sólvallagötu. Þar eignuð-
ust eldri bræðurnir neðri hæðina.
Oft var þar fjör um helgar og for-
vitnilegt fyrir mig, stelpuskottið,
að fylgjast með þótt ég skildi ekki
hvað var í gangi. Kristín móðir
okkar hafði þá reglu að allir í fjöl-
skyldunni áttu að mæta í lamb-
asteik í hádeginu á sunnudögum.
Þessu var hlýtt og eldri bræðurn-
ir létu alltaf sjá sig við matarborð-
ið þótt þeir væru misjafnlega
upplagðir eftir dansiböll á laug-
ardagskvöldum.
Í bernskuminningunni um Jóa
man ég hvað mér þótti vænt um
leikfang sem hann færði mér frá
Þýskalandi. Það var pínulítil
saumavél. Ég á enn þessa sauma-
vél eftir 70 ár, og nú er hún vin-
sælt leikfang barnabarnanna
okkar.
Tíminn leið og Jói giftist Ingi-
björgu. Þau byggðu fallegt hús
við Sólvallagötu, stutt frá foreldr-
um okkar. Börnin sex fæddust
eitt af öðru, öll hraust og mann-
vænleg. Mér er minnisstætt þeg-
ar Ingibjörg og Jói mættu í jóla-
boðin til foreldra okkar með
fallegan prúðbúinn barnahópinn
sinn. Það er mér enn ráðgáta
hvernig þessi sjómannskona, sem
sá nær eingöngu um heimilishald-
ið og barnauppeldið, gat haldið
aga á öllum þessum börnum og
komið þeim til manns.
Eftir að við Snorri fluttum til
Maryland í Bandaríkjunum, og
Lóló dóttir þeirra bjó í sama ríki,
urðu heimsóknir Ingibjargar og
Jóa nokkuð tíðar. Náið samband
við þau hélst áfram þegar við
byggðum sumarbústað í Blá-
skógabyggð árið 2000. Sú hefð
myndaðist að Hilmar, Dísa, Jói og
Ingibjörg kæmu í helgarferðir til
okkar á sumrin. Þá var oft glatt á
hjalla. Enn áttu æskuminning-
arnar úr Skagafirði djúpar rætur
í huga bræðranna. Alltaf gátum
við hlegið dátt að sömu sögunum
af Reykjaströndinni. Raunar var
Hilmar aðalsögumaðurinn, en Jói
kom oft með hnitmiðuð og mein-
fyndin innskot, oft bara eina setn-
ingu eða eitt orð. Snorri fann upp
á því að kalla hann Jóa gullkorn.
Við Snorri og börnin okkar, Sif
og Kiddi, sendum Ella, Pétri,
Lóló, Kristínu, Jóni, Jóa og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur.
Hvíl í friði kæri bróðir.
Unnur Pétursdóttir.
Jóhann Danival
Pétursson
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar