Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 7. J A N Ú A R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 22. tölublað . 110. árgangur . HEILSUDAGAR Í NETTÓ 27. JANÚAR - 6. FEBRÚAR 25% AFSLÁTTUR AF HEILSU- OG LÍFSSTÍLSV ÖRUM ALLT AÐ ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS NÝTT SÝNINGARRÝMI I8 Í MARSHALLHÚSINU I8 GRANDI 52FINNA VINNU 8 SÍÐUR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef raforkunotkun eykst eins og opin- berar spár gera ráð fyrir eru líkur á að draga þurfi úr afhendingu skerð- anlegrar orku í meðalvatnsári strax á næsta ári. Ekki aðeins í lélegu vatnsári eins og nú er og hefur leitt til skerðingar á orkuafhendingu til stórnotenda samkvæmt samningum um skerðanlega orku. Það er niður- staða greiningar á afl- og orkuþörf sem er á lokastigi hjá Landsneti. Staðan verður mun verri ef áform um orkuskipti eða aukning á fyrir- tækjamarkaði verður umfram spár eins og búast má við vegna mikillar eftirspurnar eftir grænni raforku og stefnu stjórnvalda um orkuskipti í samgöngum. Styrkja þarf flutningskerfið Greining Landsnets grundvallast á gildandi raforkuspá stjórnvalda og þeirri staðreynd að ekki eru að bæt- ast við stórar virkjanir á næstu ár- um. Hins vegar getur vel verið að landsmenn sleppi fyrir horn, ef úr- koma verður mikil og Landsvirkjun fær mjög góð vatnsár á komandi ár- um. Landsnet telur að með styrkingu flutningskerfisins megi bæta stöð- una talsvert. Guðmundur Ásmunds- son forstjóri segir að kerfið sé of þungt lestað og við það tapist orka. Þá takmarki kerfið möguleika á að fullnýta virkjanir. Samtals svarar þetta til afls einnar virkjunar á stærð við raforkuframleiðslu Svartsengis á Reykjanesi. Stefnir í aflskort Greining Landsnets á afljöfnuði bendir til þess að það stefni hratt í aflskort í landinu, það er að segja að virkjanir anni ekki þörf. Hámarks- álag nálgast uppsett afl í virkjunum og spáð er að því marki verði náð ár- ið 2024. Er það talin óæskileg staða í raforkukerfum, að ekki sé borð fyrir báru og nauðsynlegt sé að keyra nýj- ar og gamlar aflstöðvar alltaf á fullu afli. Staðan í virkjunum bætist við orkuskortinn og mun að mati Lands- nets leiða til síaukinna skerðinga raf- orkuafhendingar á næstu árum vegna bilana og reglubundins við- halds í raforkukerfinu. Það leiðir til vaxandi keyrslu varavéla og katla sem brenna olíu. Þá verður vanda- samt að ráða við stærri truflanir vegna óveðurs eða bilana í stórum virkjunum. Skerðingar í meðalárum - Útlit fyrir að skerða þurfi afhendingu skerðanlegrar orku á næstu árum - Keyrsla aflstöðva nálgast hámarksafköst - Þarf fleiri virkjanir og bæta flutning MFrekari skerðingar … »18 _ Tilkynningum til barnaverndar- nefnda vegna kynferðislegs of- beldis gagnvart börnum fjölgaði mikið í fyrra frá árinu ár undan. Á síðasta ári bárust 720 tilkynn- ingar, eða 39,8% fleiri en á árinu 2020. Þær vörðuðu 525 stúlkur og 195 drengi. Tilkynningum vegna vanrækslu fækkaði lítið eitt í fyrra en alls bárust 3.827 tilkynningar um of- beldi gegn börnum og fjölgaði þeim um 1,6% frá árinu á undan samkvæmt nýju yfirliti Barna- og fjölskyldustofu. Í fyrra bárust 2.245 tilkynningar vegna tilfinn- ingalegs ofbeldis gagnvart börn- um, nokkru færri en árið á undan. Tilkynningum um vanrækslu varð- andi nám fjölgaði hins vegar tölu- vert í fyrra en þá bárust 266 til- kynningar um slíka vanrækslu. omfr@mbl.is »32 720 tilkynningar um kynferðisofbeldi Sáralitlu munaði að íslenska karlalandsliðið í handknattleik kæmist í undanúrslit Evrópumótsins í Búdapest. Ísland vann stórsigur á Svartfjallalandi, 34:24, í sínum síðasta leik í gær og þurfti síðan að treysta á að Danir ynnu Frakka. Þar var út- litið gott fram á lokamínúturnar þegar Frakkar breyttu yfir- vofandi tapi í sigur, tryggðu sér sæti í undanúrslitum og sendu Íslendinga í staðinn í leikinn um fimmta sætið. Hann er gegn Noregi og hefst klukkan 14.30 á morgun en þar verður sæti á HM 2023 í húfi. »50-51 Ljósmynd/Szilvia Micheller Ísland var örskammt frá undanúrslitasætinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.