Morgunblaðið - 27.01.2022, Side 1

Morgunblaðið - 27.01.2022, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 7. J A N Ú A R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 22. tölublað . 110. árgangur . HEILSUDAGAR Í NETTÓ 27. JANÚAR - 6. FEBRÚAR 25% AFSLÁTTUR AF HEILSU- OG LÍFSSTÍLSV ÖRUM ALLT AÐ ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS NÝTT SÝNINGARRÝMI I8 Í MARSHALLHÚSINU I8 GRANDI 52FINNA VINNU 8 SÍÐUR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef raforkunotkun eykst eins og opin- berar spár gera ráð fyrir eru líkur á að draga þurfi úr afhendingu skerð- anlegrar orku í meðalvatnsári strax á næsta ári. Ekki aðeins í lélegu vatnsári eins og nú er og hefur leitt til skerðingar á orkuafhendingu til stórnotenda samkvæmt samningum um skerðanlega orku. Það er niður- staða greiningar á afl- og orkuþörf sem er á lokastigi hjá Landsneti. Staðan verður mun verri ef áform um orkuskipti eða aukning á fyrir- tækjamarkaði verður umfram spár eins og búast má við vegna mikillar eftirspurnar eftir grænni raforku og stefnu stjórnvalda um orkuskipti í samgöngum. Styrkja þarf flutningskerfið Greining Landsnets grundvallast á gildandi raforkuspá stjórnvalda og þeirri staðreynd að ekki eru að bæt- ast við stórar virkjanir á næstu ár- um. Hins vegar getur vel verið að landsmenn sleppi fyrir horn, ef úr- koma verður mikil og Landsvirkjun fær mjög góð vatnsár á komandi ár- um. Landsnet telur að með styrkingu flutningskerfisins megi bæta stöð- una talsvert. Guðmundur Ásmunds- son forstjóri segir að kerfið sé of þungt lestað og við það tapist orka. Þá takmarki kerfið möguleika á að fullnýta virkjanir. Samtals svarar þetta til afls einnar virkjunar á stærð við raforkuframleiðslu Svartsengis á Reykjanesi. Stefnir í aflskort Greining Landsnets á afljöfnuði bendir til þess að það stefni hratt í aflskort í landinu, það er að segja að virkjanir anni ekki þörf. Hámarks- álag nálgast uppsett afl í virkjunum og spáð er að því marki verði náð ár- ið 2024. Er það talin óæskileg staða í raforkukerfum, að ekki sé borð fyrir báru og nauðsynlegt sé að keyra nýj- ar og gamlar aflstöðvar alltaf á fullu afli. Staðan í virkjunum bætist við orkuskortinn og mun að mati Lands- nets leiða til síaukinna skerðinga raf- orkuafhendingar á næstu árum vegna bilana og reglubundins við- halds í raforkukerfinu. Það leiðir til vaxandi keyrslu varavéla og katla sem brenna olíu. Þá verður vanda- samt að ráða við stærri truflanir vegna óveðurs eða bilana í stórum virkjunum. Skerðingar í meðalárum - Útlit fyrir að skerða þurfi afhendingu skerðanlegrar orku á næstu árum - Keyrsla aflstöðva nálgast hámarksafköst - Þarf fleiri virkjanir og bæta flutning MFrekari skerðingar … »18 _ Tilkynningum til barnaverndar- nefnda vegna kynferðislegs of- beldis gagnvart börnum fjölgaði mikið í fyrra frá árinu ár undan. Á síðasta ári bárust 720 tilkynn- ingar, eða 39,8% fleiri en á árinu 2020. Þær vörðuðu 525 stúlkur og 195 drengi. Tilkynningum vegna vanrækslu fækkaði lítið eitt í fyrra en alls bárust 3.827 tilkynningar um of- beldi gegn börnum og fjölgaði þeim um 1,6% frá árinu á undan samkvæmt nýju yfirliti Barna- og fjölskyldustofu. Í fyrra bárust 2.245 tilkynningar vegna tilfinn- ingalegs ofbeldis gagnvart börn- um, nokkru færri en árið á undan. Tilkynningum um vanrækslu varð- andi nám fjölgaði hins vegar tölu- vert í fyrra en þá bárust 266 til- kynningar um slíka vanrækslu. omfr@mbl.is »32 720 tilkynningar um kynferðisofbeldi Sáralitlu munaði að íslenska karlalandsliðið í handknattleik kæmist í undanúrslit Evrópumótsins í Búdapest. Ísland vann stórsigur á Svartfjallalandi, 34:24, í sínum síðasta leik í gær og þurfti síðan að treysta á að Danir ynnu Frakka. Þar var út- litið gott fram á lokamínúturnar þegar Frakkar breyttu yfir- vofandi tapi í sigur, tryggðu sér sæti í undanúrslitum og sendu Íslendinga í staðinn í leikinn um fimmta sætið. Hann er gegn Noregi og hefst klukkan 14.30 á morgun en þar verður sæti á HM 2023 í húfi. »50-51 Ljósmynd/Szilvia Micheller Ísland var örskammt frá undanúrslitasætinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.