Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Góði hirðirinn er hástökkvari ársins á vettvangi endurnotkunar og með- ferðar úrgangs, en á þessum nytja- markaði SORPU jókst sala um 26% milli ára. Salan hefur aldrei verið meiri og nálgaðist þúsund tonn í fyrra. Endursölu- hlutfallið fór úr rúmlega 57% árið 2020 í um 68% á nýliðnu ári og nefna má að það var aðeins 20% ár- ið 2017. Þessar tölur segja að stöðugt meira sé nýtan- legt af því sem kemur í nytja- gáma á endurvinnslustöðvum, en í hverri viku á síðustu árum hafa borist tugir gáma hlaðnir nytjahlutum í Góða hirðinn. Magnið sem skilað var í gámana jókst í fyrra frá árinu á und- an, en ef litið er til lengri tíma þá hef- ur dregið úr magninu, en salan auk- ist. Lífsstíll og gott verð Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir að við- skiptavinir Góða hirðisins séu í raun þverskurður af samfélaginu. Hægt sé að fá góða vöru þar á hagstæðu verði, stöðugt fleiri hafi gert endurnot að lífsstíl, safnarar leggi gjarnan leið sína í Góða hirðinn og nokkuð sé um að vara sé keypt þar að morgni og boðin til endursölu annars staðar eft- ir hádegi svo nokkuð sé nefnt. Gunnar Dofri segir að sölutölurnar skjóti stoðum undir þá ákvörðun að opna útibú á Hverfisgötu, sem hafi gengið mjög vel. Sömu sögu sé að segja um opnun netverslunar Góða hirðisins, en báðar þessar einingar luku sínu fyrsta heila starfsári um áramót. Hann segir að aukin sala sé meðal annars athyglisverð vegna þess að í fyrra þurfti að loka versl- uninni í Fellsmúla og efnissölu Góða hirðisins tímabundið og grípa til ann- arra aðgerða vegna faraldursins eins og hólfaskiptingar í Fellsmúlanum. „Sorpvísitalan“ lækkaði í fyrra þriðja árið í röð, ef miðað er við heild- armagn úrgangs sem barst til Sorpu bs. Óvíst er að þessa vísitölu sé að finna í gögnum Hagstofunnar, en á myndinni hér að ofan má ugglaust lesa eitthvað um aðstæður í þjóð- félaginu út úr þeim talnabrunni. Áætlað er að heildarmagn sorps hafi verið 198 þúsund tonn á síðasta ári, en endanleg tala liggur ekki fyr- ir. Árið 2020 endaði í 212 þúsund tonnum og 2019 var magnið ríflega 225 þúsund tonn. Metárið í þessu samhengi er 2018, en þá bárust Sorpu um 263 þúsund tonn af úr- gangi. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Dofra minnkaði magn þess úrgangs sem skilað var til urðunar í Álfsnesi en samkvæmt bráðabirgða- tölum nam það rúmlega 99 þúsund tonnum í fyrra, en árin á undan nam það 105 þúsund tonnum 2020 og 131 þúsund tonnum 2019. Magn af blönd- uðum úrgangi frá sorphirðu stendur nokkurn veginn í stað á milli ára, en þar er um að ræða sorp frá heimilum. Færri á endurvinnslustöðvar Magn á endurvinnslustöðvar dróst saman um 12,5% milli ára, sam- kvæmt þeim tölum sem liggja fyrir, fer úr tæpum 61 þúsund tonnum í rúm 53 þúsund tonn. Heimsóknum á endurvinnslustöðvar fækkaði um rúm 8% og voru 902 þúsund í fyrra samanborið við 983 þúsund 2020. Um 10% aukning varð hins vegar í magni frá rekstraraðilum í móttöku- og flokkunarstöð í Gufunesi. Sú aukning setur það ekki í sömu hæðir og var fyrir faraldurinn en það gæti verið vísbending um að hagkerfið sé að braggast, segir Gunnar Dofri. Gaja á uppleið Gas- og jarðgerðarstöðin í Álfs- nesi, Gaja, tók til starfa á síðari hluta árs 2020. Það ár var tekið á móti 2,2 þúsundum tonna í stöðinni, en í fyrra fór magnið í 17,6 þúsundir tonna. Fram hefur komið að plast, gler og þungmálmar hafa greinst í moltu frá GAJU. Sérfræðingar hafa bent á að til að moltan uppfylli kröfur um hreinleika verði að ráðast í sérsöfnun á lífrænum úrgangi. Sveitarfélögin sem standa að SORPU hafa hafið undirbúningsvinnu við sérsöfnun og samræmingu á sorphirðu á höfuð- borgarsvæðinu, sagði í frétt frá Sorpu í september í fyrra. Þar kom einnig fram að myglugró hefðu greinst í límtréseiningum í þaki og burðarvirki GAJU. Gunnar Dofri segir að það mál sé í vinnslu hjá lögmönnum og verkfræðingum sam- lagsins. Hástökk í sölu í Góða hirðinum - Hækkandi endursöluhlutfall - Hátt í þúsund tonn í fyrra - „Sorpvísitalan“ lækkar þriðja árið í röð Morgunblaðið/Eggert Góði hirðirinn Sala jókst í verslun í Fellsmúla og þjónusta hefur verið aukin með verslun við Hverfisgötu og net- verslun. Þá er farið að vakta betur hvað fer í nytjagáma á endurvinnslustöðvum svo ónýtir hlutir fari síður þangað. Heildarmagn úrgangs til SORPU 2001 til 2021* Þúsundir tonna tonn *Áætlun fyrir 2021. Heimild: SORPA. Selt magn, tonn Endursöluhlutfall, % 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2016 2017 2018 2019 2020 2021 68% þess sem skilað er í nytja- gáma selst í Góða hirðinum 250 225 200 175 150 125 1.000 500 0 80% 40% 0% 212 198 225 209 223 167 234 152 143 263 Sala í Góða hirðinum 2016-2021 og endursöluhlutfall 689 489 465 826 793 997 Gunnar Dofri Ólafsson Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Baby Bear H: 11 cm - 9.990,- Mama Bear H: 19 cm - 18.990,- Papa Bear H: 24 cm - 22.990,- GJAFIR FYRIR ÖLL TILEFNI BYGGINGALAUSNIR FRAMTÍÐARINNAR Gæðahús á hagstæðu verði Gott úrval af mismunandi gerðum einingahúsa Við erum að taka við pöntunum núna fyrir afhendingar í vor og sumar tekta.is Sveinn Margeirsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brimi hf. Með ráðningu Sveins stefnir Brim að aukinni samvinnu við íslensk og alþjóðleg fyrirtæki, háskóla og rannsóknarstofnanir á sviði sjálfbærrar nýtingar hráefna og vistvæns rekstrar í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóð- anna, segir m.a. á heimasíðu Brims. Sveinn er með doktorspróf í iðn- aðarverkfræði og hefur lokið stjórnunarnámi við Harvard Busi- ness School. Hann hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi og gegndi starfi forstjóra, sviðsstjóra og deildarstjóra hjá Matís. Þá hefur Sveinn verið sveitarstjóri Skútu- staðahrepps frá 2020. Ráðinn sem framkvæmdastjóri hjá Brimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.