Morgunblaðið - 27.01.2022, Page 48

Morgunblaðið - 27.01.2022, Page 48
48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2022 VELDU ÚR MEÐ SÁL www.gilbert.is 30 ÁRA Pálmar er Hafnfirðingur, ólst upp í Setbergi og Áslandi en býr á Völlunum. Hann er með BSc.-gráðu í rafmagns- ogtölvuverk- fræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í hagnýtri stærðfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku. Pálmar vinnur í gagnagrein- ingum hjá Íslandsbanka en mun hefja störf hjá CCP 1. febrúar. „Áhugamálin hafa í gegnum tíðina verið tölvuleikir, hjólreiðar og golf en svo er fluguveiðin að taka alveg yfir.“ FJÖLSKYLDA Pálmar er í sambúð með Ír- isi Hörpu Stefánsdóttur, f. 1992, sálfræðingi í Brúarskóla. Dóttir þeirra er Hugrún Kara, f. 2021. Foreldrar Pálmars eru Anna Eðvalds- dóttir, f. 1958, ljósmóðir, og Gísli Guðmunds- son, f. 1960, húsasmíðameistari og bygginga- tæknifræðingur. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Pálmar Gíslason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú fylgir sannfæringu þinni þessa dagana og uppskerð ríkulega. Einbeittu þér að því sem þú ert best/ur í, skipulagi. 20. apríl - 20. maí + Naut Finnist þér eitthvað vera að vaxa þér yfir höfuð er enn meiri ástæða til að spýta í lófana og taka málin í sínar hendur. Ekki óttast höfnun. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það fer afskaplega í taugarnar á þér að horfa upp á vinnufélagana troða skóinn hver af öðrum. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfa/n þig. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er ástæðulaust fyrir þig að halda aftur af þér, þótt einhverjir í kringum þig séu í fúlu skapi. Einhverjar tafir verða á fyrirhuguðum framkvæmdum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er eitt og annað sem þú átt ógert en verður að ráða fram úr því eins fljótt og mögulegt er. Andlega sinnuð manneskja opnar augu þín. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Reyndu að forðast árekstra. Einhver sýnir þér áhuga en áhuginn hjá þér er eng- inn. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Að hika er sama og tapa. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Láttu það ekki fara í taug- arnar á þér þótt vinur þinn vilji fá að vera einn um tíma. Skuldbindingar eru eitthvað sem þig hryllir við. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þetta er góður dagur til skemmtana. Ef þú hefur ekki verið að nýta hæfileika þína er rétti tíminn til þess núna. Breyttu rétt í deilu við nágranna. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú hefur ákveðnar skoðanir sem geta valdið ágreiningi við ættingja. Þér finnst þú hafa fengið stóra vinninginn þeg- ar kemur að ástinni. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú hefur hrint af stað atburða- rás, sem brátt tekur af þér öll völd, nema þú spyrnir við fótum. Þú tekur eitthvert verkefni í þínar hendur. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú þarft að taka erfiðar ákvarðanir. Stoppaðu við, brettu upp ermarnar og taktu á þeim málum, sem þú verður að leysa. í mörg horn að líta í viðhaldi og upp- byggingu staðarins og eitt skemmti- legasta verkefnið er líklega að setja út næstum 50 metra bryggju á hverju vori – og taka hana inn á haustin.“ Margvísleg uppbygging hefur verið í Vatnaskógi; íþróttasvæði árið ráðnir til að ljúka við að endurnýja girðingu umhverfis Vatnaskóg. Þótt vandað hafi verið til verks þá er lík- lega kominn tími á að endurnýja girðinguna.“ Hann var kosinn í stjórn Vatna- skógar árið 1984 og var formaður stjórnar 1989-1999 þegar hann tók við sem framkvæmdastjóri Vatna- skógar og þar er hann enn. „Á þess- um árum hefur starfið breyst mikið, hitaveita kom á staðinn 1992 og eftir það fór starfið í Vatnaskógi úr sum- arnotkun í nánast heilsársnotkun.“ Starfssvið Ársæls er reksturinn og mannaráðningar og svo fer hann fyrir hópi starfsmanna sem taka á móti hópum sumar, vetur, vor og haust. „Á vormisseri koma skólar og leikskólar í styttri heimsóknir. Á sumrin koma börn, mest drengir, í dvalarflokka tæpa viku í einu. Um verslunarmannahelgina er útihátíðin Sæludagar þar sem hafa mætt rúm- lega 1.000 manns. Á haustin koma tugir hópa tilvonandi fermingar- barna á námskeið. Við fáum líka helgarhópa hingað; feðga-, feðgina-, fjölskyldu- og karlaflokka. Einnig er Á rsæll Aðalbergsson fæddist 27. janúar 1962 í Keflavík og ólst þar upp. Hann fór í barna- skólann í Keflavík og síðan í gagnfræðaskólann og svo loks í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Ég átti mín bernskuár í Smára- túninu í Keflavík, eignaðist góða vini þar og er í góðu sambandi við marga þeirra enn. Fótboltinn var vinsæll og stofnuðum við m.a. fótboltalið í hverfinu sem fékk nafnið Fall- byssan. Síðar kom karfan sterk inn. Ég var í bumbubolta fram yfir fimm- tugt en þá þoldu hnén ekki meir, hef í staðinn mætt á sundæfingar sem gera manni mjög gott. Ég er ekki mikill afreksmaður þótt nokkrir af félögunum mínum hafi náð mjög langt í körfunni og urðu reyndar einna bestir á landinu en einn þeirra, öðlingurinn Axel Nikulásson, féll frá í síðustu viku og hans verður sárt saknað. Ég fór í sveit meðal annars rétt hjá Akranesi og 10 ára gamall fór ég í Vatnaskóg og má segja að starfið þar hafi heillað mig frá fyrstu stundu – fór fimm sinnum í sumar- búðirnar. Ég vann ýmis störf, meðal annars í verslun Varnarliðsins, Navy Exchange, í nokkur ár. Síðar flutti ég til Reykjavíkur og starfaði hjá vini mínum Steinari heitnum Waage í næstum áratug.“ Ársæll hefur tekið þátt í kristilegu starfi í áratugi, mest í KFUM og KFUK, tók þátt í æskulýðsstarfi fé- lagsins í mörg ár bæði í Keflavík og Reykjavík og er enn að. Hann er í nefnd sem skipuleggur svokallaða AD-fundi sem eru vikulegir fundir yfir vetrartímann fyrir fullorðna fé- lagsmenn í KFUM og KFUK 18 ára og eldri. „Ég fékk fyrir nokkrum ár- um dellu fyrir hoppukastölum og sá um innflutning og nýtingu á þeim fyrir KFUM og KFUK og fleiri. Ég held því fram að hoppukastalar breyti partíi í hátíð.“ Vatnaskógur Sem unglingur fór Ársæll sem sjálfboðaliði í vinnuflokka í Vatna- skógi. „Þegar ég var 16 ára vorum við vinirnir Sigvaldi Björgvinsson 1990, hitaveita 1992, Birkiskáli I og II og margt fleira. „Nýr skáli, Birki- skáli, var byggður á árunum 1995- 2000, 380 m², og bætt við um 540 m² síðar og lokið við hann árið 2018, samtals um 900 m² og er nú aðalhús staðarins í dag. Þar er frábær að- staða fyrir æsku landsins. Nú erum við að fara af stað með nýjan 430 m² matskála og erum mjög spenntir fyrir því verkefni og vonumst til þess að það verk verði langt komið á næsta ári en þá fagna sumarbúð- irnar 100 ára afmæli. Ég hef notið þeirrar gæfu að eiga gott samstarfsfólk í starfinu og mörg þeirra verið samstarfsmenn í áratugi, en það eru líka forréttindi að vinna með öllu þessu unga fólki sem tekur þátt í starfinu í Vatna- skógi.“ Áhugamál Vatnaskógur er aðaláhugamálið hans Ársæls, en hann hefur líka mik- inn áhuga á íþróttum og fer á skíði, en síðustu jólum eyddi hann á skíð- um í Austurríki með fjölskyldunni. „Ég fylgist vel með okkar mönnum á Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri Vatnaskógar – 60 ára Fjölskyldan Heimsókn hjá Karen Sif í Óðinsvéum sl. haust. Frá vinstri: Sigríður, Karen, Ársæll, Nína og Bjarki. Starfið heillaði frá fyrstu stundu Í Vatnaskógi Framkvæmdastjórinn staddur fyrir framan Gamla Skála. Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Hugrún Kara Pálmars- dóttir fæddist 16. janúar 2021 kl. 01.20 á Landspítalanum. Hún vó 3.390 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Pálmar Gíslason og Íris Harpa Stefánsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.