Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 8
Elsa Nielsen móðir Söru tók að sér að greiða
henni fyrir ferminguna, þar sem hárgeiðslu-
konan varð veik fyrir ljósmyndatökuna. You-
Tube kom að góðum notum og var Sara bara
ánægð með hárgreiðslutilburði móður sinnar.
litlar veislur verið skemmtilegar líka.
„Hver veisla var í um það bil tvo tíma og
voru þær báðar með mjög góðum kræsingum.
Ég var ánægð með skreytingarnar og gestina
sem komu og fögnuðu með mér. Ég fékk
margt fallegt í fermingargjöf, en það falleg-
asta sem ég fékk var örugglega silfurkrossinn
sem ég fékk frá ömmu minni og afa.
Ég er alltaf með hann á mér en tek hann af
mér þegar ég er að fara í sund svo hann týnist
ekki.“
Mikilvægt að njóta sín á fermingardaginn
Sara segir mikilvægt ef fermingarbörn fara
í ljósmyndatöku að þeim líði vel á meðan verið
er að taka myndirnar af þeim.
„Ég hef áður farið í ljósmyndatöku til Krist-
ínar Þorgeirsdóttur – og í hvert skipti sem ég
hef farið til hennar þá hef ég skemmt mér mik-
ið. Kristín er mjög góð í að láta manni líða vel í
ljósmyndatökunni. Það finnst mér skipta
miklu máli.“
Hverju mælirðu með fyrir þá sem eru að
fermast á þessu ári?
„Ég mæli með því fyrir alla sem eru að
fermast á þessu ári að bara njóta sín á ferm-
ingardaginn.
Maður þarf ekki að vera kvíðinn fyrir því að
tala fyrir framan alla í kirkjunni. Þetta er heil-
ög stund og það sem skiptir máli er að maður
njóti sín og hafi gaman.“
Gott að hafa þægilega strigaskó til taks
Sara hvetur fermingarbörn til að velja þau
ritningarorð sem þau langar að fara með.
„Maður þarf ekkert að vera að spá í hvaða
ritningarorð hinir eru að velja sér. Þú skalt
bara velja það sem þig langar að segja.“
Sara klæddist hvítum brúðarskóm móður
sinnar á fermingardaginn og var ánægð með
þá ákvörðun.
„Ég get þó mælt með því við alla sem ætla
að vera í hælaskóm í fermingunni sinni að vera
með flotta strigaskó til taks til að hvíla sig á
hinum, svona inn á milli.“
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022
WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575
ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR
SKYRKAKA VEGAN
SÚKKULAÐIKAKA
Fabrikkueftirréttir
FYRIR 16 MANNS
Þ
að er alltaf jafn gaman að undirbúa
fermingarveislu og mér finnst eig-
inlega synd að þetta skuli hafa ver-
ið síðasta fermingarveislan í fjöl-
skyldunni. Ég mun örugglega
koma mér í undirbúningsnefnd hjá guðdóttur
minni, sem á eftir að fermast, svo skemmtilegt
finnst mér ferlið.“
Elsu fannst gaman að undirbúa fermingar-
veisluna hennar Söru þar sem hún er ákveðin
ung stúlka sem veit hvað hún vill.
„Sara mín er einstaklega ljúfur og yndis-
legur unglingur. Hún er með mikla réttlætis-
kennd og hógvær, en myndar sér skoðun á
flestu, sem er mikill kostur. Sérstaklega þegar
við erum að undirbúa veislur saman eins og
þessa. Hún er listræn og með mjög góðar hug-
myndir.“
Héldu tvær minni veislur heima
Sara fermdist í Seltjarnarneskirkju ásamt
góðum vinkonum sínum. Veislan var haldin
heima í tveimur hlutum vegna kórónuveir-
unnar.
„Við vorum búin að leigja sal í Guðmund-
arlundi þar sem bróðir hennar hélt
útskriftarveislu árið áður. Sara var stað-
ráðin í að halda sína veislu þar líka þar
sem salurinn er mjög fallegur og ekki of
stór, sem hefði hentað vel ef fjöldatak-
markanir hefðu ekki verið settar á í
samfélaginu.
Við afpöntuðum salinn aðeins viku
fyrir ferminguna, en það var 20 manna
takmörkun á þeim tíma sem við héldum ferm-
inguna. Okkur þótti þetta leitt, en við áttum
notalega stund heima, þrátt fyrir allt, þar sem
við buðum fyrst fjölskyldu minni og svo fjöl-
skyldu mannsins míns. Þetta var auðvitað að-
eins meiri vinna – en það er eins gott að okk-
ur þykir gaman að halda veislur!“
Elsa og Sara nýttu mánuðina fyrir
ferminguna til að undirbúa hana.
„Við keyptum bláa súkku-
laðikossa frá útlöndum, því við
ákváðum að vera með bláan
þemalit í veislunni.
Við vorum búnar að safna
saman endalaust mörgum
myndum af Söru síðan hún
fæddist til fermingarinnar og
létum prenta litla límmiða hjá
Pixel og límdum undir kossana. Þeir
voru skemmtileg skreyting á borðið, eins
konar minningarmolar sem áttu vel við á tím-
um kórónuveirunnar.“
Gerðu kökur sem Sara kunni að meta
Söru langaði í RiceCrispies-kransaköku
þannig að Elsa bjó hana til með dóttur sinni.
„Við skreyttum kransakökuna með koss-
unum og fiðrildum. Vin-
kona mín, sem er algjör
meistari í eldhúsinu, bak-
aði fyrir okkur ferming-
artertuna sem ég setti
marsípan ofan á og skrif-
aði texta á hana með
glassúr. Ég notaði lifandi
blómaskreytingu á kök-
una með brúðarslöri. Svo
bakaði ég kransaköku-
toppa sem eru alltaf klass-
ískir. Við vorum einnig
með popppoka frá Ástrík,
sem okkur þótti mjög
hentugt á tímum kórónu-
veirunnar.“
Litlu hlutirnir geta skipt miklu máli þegar
kemur að fermingunni.
„Við vorum með litlar kókflöskur með bláum
miðum sem Pixel prentaði fyrir okkur á og við
límdum á flöskurnar. Á miðunum stóð – Njóttu
Coke með Söru Pálsdóttur!“
Gott að hafa ljósmyndara sem
fjölskyldan þekkir
Elsa fékk Kristínu Þorgeirsdóttur
ljósmyndara til að taka myndir af ferm-
ingarbarninu en hún hefur unnið með fjöl-
skyldunni áður.
„Krissý er náttúrulega algjör snillingur. Við
höfum svo oft farið til hennar í myndatöku
þannig að það var mjög notalegt að hafa hana
með okkur í þessu verkefni. Hún nefndi bara
stund og stað og við mættum með kjólinn og
svo hefðbundin föt.
Sara er að æfa golf og tók nokkrar kylfur
með fyrir myndatökuna.
Það var frekar kalt úti þannig að við tókum
líka innimyndir í Hörpu. Við vorum búnar að
panta prufugreiðslu þennan morgun fyrir
myndatökuna, en hárgreiðslukonan sendi okk-
ur skilaboð kvöldið áður þar sem hún greindist
með kórónuveiruna. Ég varð því að taka það
að mér að sjá um hárið. Þá kom YouTube sér
mjög vel fyrir okkur og Sara mín varð bara
mjög sátt við greiðsluna. Þetta varð til þess að
ég sá um hárið hennar á fermingardaginn líka.
Sara fermdist svo í hvítu hælaskónum sem ég
gifti mig í á sínum tíma, sem mér þótti mjög
vænt um líka.“
Elsa keypti sér fallegan kjól fyrir ferm-
inguna, annars var undirbúningurinn nær all-
ur tengdur dóttur hennar. Hún er á því að ljós-
myndir séu mikilvægari en oft áður á tímum
kórónuveirunnar, sér í lagi á þeim tíma sem
fólk gat ekki komið saman að fagna með ferm-
ingarbarninu.
Það er alltaf jafn
gaman að ferma
Elsa Nielsen, grafískur hönnuður, er móðir Söru Pálsdóttur
sem fermdist á Seltjarnarnesi í fyrra. Hún og Páll Ásgeir Guð-
mundsson voru þar með að láta ferma þriðja barn sitt, eldri
systkin Söru eru þau Kjartan, 24 ára, og Linda sem er 19 ára.
Ljósmynd/Kristín Þorgeirsdót
Það kom vel út að setja fallegar myndir af
Söru á súkkulaði-kossana.
Ljósmyndir/Kristín Þorgeirsdóttir
Blái liturinn fór vel
með lifandi blóm-
um sem voru á
marsipanskreyttu
fermingarkökunni.
Við vorum búnar að
panta prufugreiðslu
þennanmorgun fyrir
myndatökuna, en hár-
greiðslukonan sendi
okkur skilaboð kvöldið
áður þar sem hún
greindist með kórónu-
veiruna. Ég varð því
að taka það aðmér að
sjá um hárið.
Elsa valdi veitingar sem
voru hentugar vegna
kóróunuveirunnar. Popp í
poka og kossar með mynd-
um af fermingarbarninu.
Fermingarbarnið
Sara vildi hafa
kransaköku úr
Rice Krispies
sem er í uppá-
haldi hjá henni.
Njóttu Coke með Söru
Pálsdóttur! stóð á
drykkjunum í veislunni
sem kom vel út.