Morgunblaðið - 11.03.2022, Side 14
Ljósmyndarinn Kristín Péturs-
dóttir tekur fallegar myndir af
fermingarbörnum úti í náttúrunni.
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022
fabrikku-
borgarinn
Í dúnmjúku brauði
með bræddum osti og
Fabrikkusósu til hliðar.
Fabrikkusmá-
borgararnir
slá í gegn í
öllum veislum.
25 borgarar á
hverjum bakka!
7 gómsætar
tegundir í boði!
WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575
Ferköntuð
fermingarveisla
ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR
Stöðugt að leita að formum og
áhugaverðum myndbyggingum
Námið í grafískri hönnun nýtist Kristínu ljómandi vel, sem
elskar að taka myndir og eru augu hennar stöðugt að leita að
formum, litasamsetningum, myndbyggingum, áhugaverðu fólki
og fyrirbærum til að mynda.
„Þetta getur orðið að einskonar þráhyggju. Ég birti frekar
mikið af myndum á Instagram og verð mjög glöð ef það er
haft samband við mig og ég fæ tækifæri til að taka að mér
skemmtileg verkefni. Ég hef nýtt tækifærið og tekið myndir á
merkilegum dögum í minni fjölskyldu, meðal annars á ferm-
ingardag Maríu Hrafnsdóttur, frænku minnar. Við fórum í
Hljómskálagarðinn síðsumars þegar það var frekar ein-
kennileg en áhugaverð birta.
Mér fannst tilvalið að fara í Hljómskálagarðinn því ég vissi
að ég gæti tekið fjölbreyttar og lifandi myndir þar í fallegu
umhverfi.
Það var mjög auðvelt að mynda Maríu. Við höfum alltaf náð
vel saman. Við elskum til dæmis báðar Harry Styles, sem okk-
ur finnst bestur!“
Þegar Kristín hefur myndað fermingarbörn og fólk almennt
hefur henni þótt mikilvægast að skapa þægilegt andrúmsloft
með rými fyrir þau til að blómstra og vera óhrædd við að vera
þau sjálf.
„Mér finnst mikilvægt að gefa mér nægan tíma til að setja
ekki óþarfa pressu á þau. Svo verður alltaf að hafa gaman.
Mér finnst líka mikilvægt að velja staðsetningu sem býður
upp á fjölbreytileika.“
Tekur ljósmyndir inni í unglingaherberginu
Kristín hefur sérstaklega gaman af unglingaherbergjum.
„Þau eru bara eitthvað svo mikill spegill á krakkana sjálfa.
Mér finnst þau svo persónuleg, töff og falleg. Herbergið er
svo mikill partur af okkur á þessum árum.“
Kristín talar um unglingsárin af mikilli innlifun og hefur
hún kafað dýpra en margir gera sem vinna með þennan ald-
urshóp.
„Ég horfi á allar vel skrifaðar sjónvarpsseríur fyrir þennan
markhóp. Mér finnst það hjálpa mér að skilja þau betur.
Þegar ég var sjálf unglingur, þá mátti ég ekki hengja plag-
göt upp á veggina, því mömmu fannst það ekki nógu smekk-
legt. Nema svo fékk ég grænt ljós á að hengja plaggat á hurð-
ina. Mamma gerði ráð fyrir því að ég myndi setja upp eitt
smart plaggat, en það sem ég gerði var að ég þakti hurðina af
myndum af draumaprinsi mínum á þeim tíma sem var Leon-
ardo DiCaprio. Ég tók þetta leyfi alla leið. Ég held að í öllum
herbergjum sem ég hef myndað hafi verið samsafn af ein-
hverjum hugmyndum barnsins um lífið og tilveru þess. Þessi
innri tjáning sem endar svo á veggjunum. Ég er svo glöð að
almennt fái unglingar að tjá sig á veggjunum heima hjá sér.“
Þykir vænst um listræna ljósmynd frá hennar eigin ferm-
ingu
Hvernig var þinn fermingardagur?
„Mín fermingarmyndataka var í ljósmyndaveri, en sjálfri
finnst mér skemmtilegast að vinna úti með krökkunum.
Mamma saumaði á mig kjól eftir minni uppskrift sem var með
einstaklega fallegum bakhluta. Mér þótti svo vænt um að ljós-
myndarinn tók mynd af bakinu á mér og gaf okkur þá mynd
aukalega. Þessi mynd hefur haft þau áhrif á mig að mér finnst
gaman að taka listrænar myndir á hreyfingu eða úr fókus.
Ég var með spangir þegar ég fermdist og brosti því ekki á
neinni mynd. Ég hef myndað stúlku með spangir og fékk hana
til að brosa – sem mér þótti ein besta myndin.“
Hvernig velurðu svo myndirnar?
„Ég er þannig að ég vinn margar myndir og klára þær allar
áður en ég sendi þær frá mér. Fermingarbarnið sjálft velur
oftast einföldustu myndirnar, foreldrarnir eru svo með aðeins
annan smekk og svo er ég fyrir þessar listrænu myndir, sem
ég held að okkur þykir vænst um seinna meir.“
Myndirnar hennar Kristínar fanga
augnablikið á einstakan hátt. Þessa
mynd tók hún af Maríu Hrafnsdóttur
frænku sinni í Hljómskálagarðinum.